Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 20206 Nú er senn að líða að lokum þessa árs sem verður væntanlega minnst sem COVID-19 árið þar sem meira og minna allt samfélagið var sett í dvala. Allt rekstrarumhverfi fyrirtækja og frumframleiðenda sett í hægagang. Umtalsverð vinna hefur verið unnin hér innan Bændasamtakanna sem tengist þessari veiru bæði í leiðbeiningum til frumframleiðenda og afurðastöðva í landbúnaði. Ég vil þakka öllum þeim starfsmönnum innan Bændasamtakanna, búgreinafélaga og afurðastöðva fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða. Það er mikils virði að hafa í samstarfi svo öfluga liðsheild sem vinnur að hag bænda öllum stundum. Neyslumynstur breyttist á svipstundu Það verður ekki undanskilið í upptalningu verkefna á árinu að nefna tolla og samningsins við Evrópusambandið. Mikil vinna hefur farið fram á árinu að fá hið opinbera til að bregðast við þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir í dag með fækkun ferðamanna, lokunum á veitingastöðum og samkomubanni sem leyfa ekki að haldin séu stórafmæli, fermingar með stórfjölskyldunni, brúðkaup með stórveislum og svo mætti lengi telja. Allt hefur þetta breytt neyslumynstri heillar þjóðar á svipstundu. Framleiðsla landbúnaðarvara hefur haldist sem betur fer óhindruð en afsetning afurðanna verið með breyttu sniði. Innflutningur á landbúnaðarvörum hefur verið óbreyttur þrátt fyrir þessar gríðarlegu breytingar á markaði. Það hefur verið leitast við að benda ráðamönnum á þessa stöðu og áhyggjur okkar af birgðasöfnun á íslenskum landbúnaðarvörum, bæði á frysti og eins á fæti hjá mörgum bændum. Það er von mín að íslensk stjórnvöld fari í það verkefni að endurskoða samninginn við Evrópusambandið með hag landbúnaðar að leiðarljósi og ekki síður vegna útgöngu Breta úr sambandinu. Gróska í íslenskum landbúnaði Miðvikudaginn 16. desember var fyrsta úthlutun úr Matvælasjóði, en ég hef fengið að taka þátt í stjórn þess sjóðs sem hefur verið mjög athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Ekki síst að sjá hversu gríðarleg gróska er í verkefnum tengdum íslenskum landbúnaði og nýsköpun á þeim vettvangi. Ég vil óska þeim aðilum sem fengu úthlutun úr sjóðnum til hamingju og treysti því að við sjáum enn fleiri umsóknir á vordögum 2021 þegar auglýst verður aftur eftir umsóknum í sjóðinn. Ég vil hvetja alla sem hafa hugmyndir um nýsköpunarverkefni að skoða tækifærin sem felast í þessum sjóði. Mikil tækifæri fyrir landbúnað Matvælastefna var kynnt í síðustu viku, þar eru einnig mikil tækifæri fyrir landbúnað að nýta þær áherslur sem þar eru lagðar fram. Ég vil hvetja alla framleiðendur matvæla til að kynna sér það sem þar er lagt fram og nýta sér til framdráttar í sinni framleiðslu. Ég fagna því mjög að loksins er komin matvælastefna til lengri tíma sem nýtast mun framleiðendum og neytendum. Það var löngu orðið tímabært að fá þetta fram svo allir stefni að sameiginlegu markmiði að tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar. Sigurði Eyþórssyni þökkuð góð störf Á stjórnarfundi Bændasamtakanna sem haldinn var þriðjudaginn 15. desember síðastliðinn óskaði Sigurður Eyþórsson eftir því að ljúka störfum sem framkvæmdastjóri fyrir Bændasamtökin frá og með næstu áramótum. Ég vil koma á framfæri þökkum til Sigurðar fyrir hans störf í þágu Bændasamtakanna og bænda og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Að lokum vil ég óska ykkur tryggu lesendum blaðsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakka fyrir samstarfið og samvinnuna á árinu sem er að líða. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.200 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Aukin áhersla sem nú er lögð á upp- byggingu vegakerfisins er sannarlega þakkarverð, ekki síst eftir trassaskap í fjölda ára við að byggja upp og viðhalda þessu mikilvæga innviðakerfi landsins. Það er því dapurlegt að ár eftir ár skuli vera fréttir af því að slitlag á löngum vegaköflum sé eitt vaðandi olíusull vegna meðvitaðrar ákvörðunar um ónothæfa framkvæmd við lagningu slitlags. Það er grafalvarlegt mál að þeir sem fara með framkvæmd vegamála í landinu skuli komast upp með að bjóða landsmönnum upp á stórhættulega efnasamsetningu á slitlagi sem tilkomin er út af einhverjum furðulegum umhverfisverndarrökum. Það vita það allir sem vilja vita að tæknin við að nota bik við að binda steinefni í slitlag vega, byggir á þeim eiginleikum biksins að það harðni eftir að það er lagt. Til að gera bikið nothæft til útlagningar var blandað í það „white spirit“ sem er ekki ósvipað terpentínu. Það gufar fljótt upp og við það harðnar bikið. Í þeirri viðleitni að gerast ofur umhverfisvænir töldu „sérfræðingar“ pólitíkusum og öðrum trú um að hægt væri að nota jurta- eða dýrafituolíu til að mýkja bikið fyrir útlagningu í stað terpentínu. Það sem „sérfræðingarnir“ létu ekki fylgja röksemdafærslu sinni var að þegar feitri jurta- eða dýrafituolíu er blandað í bik, þá veldur það því að bikið verður alltaf seigfljótandi vegna þess að olían gufar ekki upp eins og white spirit. Þarna ræður ríkjum einföld efnafræði. Samkvæmt glænýjum upplýsingum sem Bændablaðinu bárust frá Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar, þá er augljóst hvað er að gerast við það sem kallað er blæðingu vega. Það er nánast alfarið hætt að nota white spirit við lagningu vegklæðninga á Íslandi og í staðinn notuð lífræn feiti. Bergþóra segir að repjuolía hafi ekki verið notuð í klæðningar í um áratug. Í stað white spirit og síðar repjuolíu, fóru menn að nota fiskolíu eða „ethylester“ til íblöndunar í bik. Búin hefur verið til uppskrift sem sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa samið og er hún kölluð „Þjálbik“. Í það fer 6,5% „ethylester“, eða um 426 tonn á ári. Nafnið Þjálbik, segir eiginlega allt sem segja þarf. Bikið verður þjált og teygjanlegt en harðnar ekki eins og ef eingöngu væri notað white spirit. Vegagerðin notar aðeins 1 tonn af white spirit á ári í „Bikþeytu“ sem er annað nafn á uppskrift frá þeirri stofnun og er notuð aðallega í holufyllingar ef rétt er skilið. Bikþeytan inniheldur aðeins 1,4% white spirit. Enn ein uppskriftin í kokkabók Vegagerðarinnar heitir „Þunnbik“, sem líka er notað að mestu í holufyllingar. Í það fer 11% af white spirit og 21 tonn í heildina á ári. Eitt er alveg öruggt í þessari leiðinda umræðu, en það er að hvorki Vegagerðin né stjórnmálamenn þessa lands geta boðið upp á það lengur að fólk sé í stórkostlegri hættu á þjóðvegum landsins ár eftir ár, vegna þess að slitlagið er ónothæft. Þetta hefur valdið stórtjóni á ökutækjum, slysum og jafnvel manntjóni. Hjá Vegagerðinni og í pólitíkinni starfar margt afburða fólk, sem er samviskusamt, með góðar meiningar og vill vinna sína vinnu í sátt við alla landsmenn. Það getur ekki verið að við viljum að þetta fólk þurfi að sitja uppi með mannslíf á samviskunni vegna einhverra tæknilegra vandamála sem menn draga lappirnar með að leysa. Að þessu sögðu þakka ég lesendum Bændablaðsins fjær og nær fyrir ánægjuleg samskipti á árinu og megi gæfan vera með landsmönnum öllum. Gleðileg jól. Hörður Kristjánsson Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Djúpifjörður er stuttur fjörður í Austur-Barðastrandarsýslu á milli Þorskafjarðar og Gufufjarðar. Fjörðurinn afmarkast af Hallsteinsnesi til austurs og Grónesi til vesturs. Þrátt fyrir nafnið er Djúpifjörður grunnur og nánast samfelldar leirur á fjöru en þröngur áll gengur út miðjan fjörðinn. Mynni fjarðarins lokast af eyjaklasa. Samnefndur bær er í botni Djúpafjarðar en þar er oft snjóþungt á vetrum. Þjóðvegur 60, Vestfjarðavegur, liggur ofan í fjörðinn, að austan yfir Hjallaháls en að vestan yfir Ódrjúgsháls. Mynd / Hörður Kristjánsson Teygjanlegt vegakerfi Öflug liðsheild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.