Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 61

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 61
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 61 „Vísur og ljóð Káins eiga ekki síður erindi við okkur núna en þegar kveðskapurinn varð til á sínum tíma. Gáskinn í ljóðunum var aðferð skáldsins til að hemja skuggabaldur í sál hans. Og er það ekki einmitt húmor sem við þörfnumst í baráttu okkar við COVID sem hótar ekki aðeins líkamlegri heilsu okkar held- ur einnig hinni andlegu? Og þá er gott að eiga Káin,“ segir Jón Hjaltason sagnfræðingur sem skrifað hefur ævisögu skáldsins Kristjáns Níelsar Jónssonar, sem betur er þekktur sem Káinn. Bókin er mikil að umfangi, 370 blaðsíður og prýdd ljósmyndum en höfundur leitaði víða fanga við efnisöflun við bókaskrifin. Verkamaður alla ævi Kristján Níels var Akureyringur, Eyfirð­ ingur, skáld og verka­ maður, segir Jón um viðfangsefni sitt en hann hefur sinnt þessu verkefni undanfarin þrjú ár. „Ég held að þetta sé fyrsta ævisagan á íslensku um einstak­ ling sem var verkamað­ ur alla sína ævi. Káinn fæddist á Akureyri og ólst þar upp og í sveitinni handan Eyjafjarðarár, meðal annars í Garðsárdal. Nítján ára gamall flutt­ ist hann vestur um haf og bjó fyrst í Winnipeg en lengst af í Norður­ Dakóta og þar andaðist hann haustið 1936,“ segir Jón. Hann bætir við að áhugi fyrir þessu eyfirska skáldi hafi lengi verið til staðar hjá sér. „Mig langaði til að kynnast betur manninum sem var svo laginn við að lauma skilaboðum inn í ljóðin sín,“ segir hann og bendir á þessa vísu: Hugfast sveinar hafi það, helst á leynifundum, ýmsa greinir á um, hvað orðin meina stundum. Enginn sérstakur bardagamaður Jón kveðst einnig hafa um langt skeið haft áhuga fyrir sögu Vestur­ Íslendinga; „og það fór eins og mig grunaði, Káinn gaf mér skemmti­ legt sjónarhorn á líf Íslendinga fyrir vestan.“ Jón segir hann ekki hafa verið neinn sérstakan bardagamann en hann hafi fylgst vel með og lagði til málanna þegar þrefgjarnir land­ ar hans fóru í hár saman. En það voru tvíræðar vísur sem frá skáldinu komu og menn lengi á báðum áttum um hvernig ætti að taka þeim. Óviljandi aldrei laug, oft við Bakkus riðinn; af flestum, sem að fælast spaug, fremur illa liðinn. Svo fór að lokum að kveðskapur Káins sló í gegn, bæði vestra og heima á Íslandi og einkum þá og sér í lagi fyrir kímnina sem í vísum hans mátti finna. Stundum var ég seinn til svara og seinn á fæti, en það voru engin látalæti að láta fólkið gráta af kæti. Fremur þungur á bárunni – í það minnsta allsgáður Þó svo að vísur Káins hafi þótt skemmtilegar og tvíræðar segir Jón undarlegt nokk að sjálfur hafi hann verið fremur þungur á bárunni, í það minnsta allsgáður. Það sé enda ekki tilviljun að hann orti: Að sjá mig að­ eins ófullan / enginn maður sér mig. „Káinn varð annar maður um leið og hann var búinn að fá sér í aðra tána. Það hefur þó flögrað að mér hvort hann hafi ef til vill gert meira úr drykkjuskap sínum en efni stóðu til. Það vekur að minnsta kosti athygli að hann bjó helming ævinnar í ríki þar sem var algert áfengisbann – sem auðvitað leiddi til lögbrota sem Káinn var ekki alveg saklaus af en grínaðist með þegar hann var leiddur fyrir dómara út af áfengislagabroti,“ segir Jón. Káin var alla tíð ókvæntur og aldrei kennt barna, en Jón segir hann lengi hafa verið vinnumann hjá ekkj­ unni Önnu Geir, ættaðri úr Hrútafirði, og á milli þeirra hafi verið sterkur þráður og velti hann honum töluvert fyrir sér í bókinni. „Þau lifðu mikla sorg saman en líka gleði og um Önnu sagði Káinn i minningarljóði sem fannst eftir andlát hans: Og þegar að veturinn víkur á braut og vorfuglar kveða sín ljóð og blómin sig vefja um brekkur og laut, ég bý um þig, elskan mín góð. Fyrst og fremst kímniskáld Jón segist fúslega viðurkenna að hann geri ekki minnstu tilraun til að greina ljóð Káins eftir bragarháttum í bók sinni né öðru því sem lýtur að reglum kveð­ skapar. „Í mínum augum eru þau heimild um ævi skáldsins og þannig nota ég þau til að varpa ljósi á Káin og samfélagið sem hann þreifst í. Hann var fyrst og fremst kímniskáld og orti ekki til að reita menn til reiði heldur frekar til að beina sjónum landa sinna að því skop­ lega sem varð þeim að sundurþykkju. Þó kom fyrir að hann gerðist grimmur. Til dæmis þegar séra Magnús Jónsson, seinna alþingismaður og ráðherra, gaf út smáritið Vestan um haf og fór ófögrum orðum um Vestur­Íslendinga. Þá sagði Káinn: „Þeir halda að fjandinn hafi sent þig hingað vestur.“ Káinn hafi þó oftar verið á nótum sem þessum: Man ég tvennt sem mér var kennt á Fróni og minnkun ekki þótti þá: það var að drekka og fljúgast á. „Það var svo eftir skáldinu,“ segir Jón, „Að rugla í okkur með fæðingarár sitt og er ekki óalgengt að menn villist á réttu ártali. Árið 1935 fagnaði Káinn 75 ára afmæli sínu sem hefur orðið til þess að jafnvel á opinberum stöðum er hann sagður fæddur 1860 en rétt fæðingarár er 1859. En er þetta ekki í anda skáldsins sem orti: Af því get ég enn mig stært að engu breytt er hér; ekkert hefi ég af öðrum lært og enginn neitt af mér. /MÞÞ Opið alla daga fram að jólum HLÝJ AR JÓLAGJAFIR Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is BÆKUR& MENNING Jón Hjaltason sagnfræðingur skrifaði ævisögu Káins: Beindi sjónum landa sinna að því skoplega sem varð þeim að sundurþykkju Hérna eru þeir Káinn og Stephan G. Stephansson standandi, á milli þeirra situr Jónas Hall, mikill vinur beggja. Höfundurinn Jón Hjaltason við lágmynd sem er afsteypa af lágmynd Káins á minnisvarða hans í Þingvallakirkjugarði í Norður-Dakóta. Vinir og ættingar Káins vestanhafs með Sunnu Furstenau í fararbroddi gáfu afsteypuna. Akureyrarbær sá um að reisa minnisvarðann um Káin árið 2017 og stendur hann í Fjörunni, fram undan lóðinni þar sem áður stóð húsið sem Kristján Níels fæddist í við Aðalstræti 74.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.