Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 20208 Sigurður Eyþórsson hættir sem framkvæmdastjóri Bænda sam­ taka Íslands um næstu áramót. Tekur hann þá við starfi hjá atvinnuvega­ og nýsköpunar­ ráðuneytinu. Sigurður er fæddur í Flóanum í Árnessýslu og hefur starfað fyrir samtök bænda frá 2007. Hann var framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda um átta ára skeið en hefur verið framkvæmdastjóri Bændasamtakanna frá 2015. Sigurður er kvæntur Sigríði Zoëga, sérfræðingi í hjúkrun og dósent við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Ekki hefur verið ákveðið hver tekur við starfi Sigurðar. /VH FRÉTTIR Hjónin Sæbjörg Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson á Flateyri tóku við starfsemi Kalksalts ehf. sumarið 2019, sem er eina fyrirtækið á Íslandi sem framleiðir saltbætiefnafötur fyrir búfénað. Saltið í bætiefnafötunum kemur frá fiskverkunum á Vestfjörðum og hafa þau ekki undan að framleiða fyrir bændur landsins. „Við byrjuðum með þetta sumarið 2019 en áður var ég blaðamaður á Bæjarins besta á Ísafirði en missti vinnuna rétt fyrir jólin 2018. Þá kom til mín maður, Úlfar Önundarson á Flateyri, sem stofnaði Kalksalt árið 2016 og bjó til uppskriftina í samstarfi við fleiri aðila. Hann var byrjaður að þróa vöruna og seldi bændum á Vestfjörðum og í nokkrar verslanir á öðrum stöðum. Hann sagðist vera með frábæra hugmynd fyrir mig og ég hélt auðvitað að hann væri með hugmynd að blaðaútgáfu til að byrja með en nei, nei, annað kom á daginn,“ segir Sæbjörg. Einföld og frumstæð verksmiðja Bændur þekkja vel gæðin sem felast í salti sem hefur komist í návígi við fisk, því saltið dregur í sig prótein, vítamín og snefilefni frá fisknum sem hefur góð áhrif á kýr, kindur og hesta. „Við fórum að skoða hvort þetta borgaði sig, skoðuðum lánamál og annað og eignuðumst síðan reksturinn i júní árið 2019. Maðurinn minn er kokkur á Hótel Ísafirði og hann hefur liðlega yfirmenn svo hann hjálpar mér þegar ég þarf á aðstoð að halda. Það er búið að vera brjálað að gera síðan við byrjuðum,“ útskýrir Sæbjörg, en þau hjónin keyptu beitningaskúr síðasta sumar og eyddu sumrinu í að gera húsið upp og laga að starfseminni. Hjónin hafa fengið ýmsa styrki fyrir vöruþróun, meðal annars frá Atvinnumálum kvenna og Uppbyggingarsjóði, ásamt Íslandsbanka og frumkvöðlastyrk frá Ísafjarðarbæ. „Þetta er mjög einföld verksmiðja og líklega frumstæðasta verksmiðjan á landinu. Við fáum salt frá Patreksfirði og víðar. Í byrjun ferilsins er saltið malað, síðan sett í síló og þaðan í steypuhrærivél. Þar blöndum við öðrum innihaldsefnum saman við svo sem melassa og vítamínum. Hrærunni er svo hellt í hjólbörur og mokað með handafli í föturnar.“ Til stendur að nýta jólafríið í að tæknivæða verksmiðjuna örlítið en ný og stærri hrærivél er á leiðinni til landsins svo hjónin geti aukið afköstin. Hlúum að íslenskri framleiðslu „Framleiðslan er á fljúgandi siglingu núna, en við höfum sent frá okkur fjögur bretti á viku síðan í september. Við áttum kindur og foreldrar Eyvindar eru sauðfjárbændur, svo við vissum að það vantaði minni saltsteina heldur en bara þessa í 15 kílóa fötum. Fyrir um ári síðan hófum við tilraunaframleiðslu á 7,5 kg steinum sem passa í uppskrúfaða saltsteinahaldara og nú er svo komið að við höfum ekki undan að framleiða í þá. Eftir jólin munum við svo byrja að markaðssetja enn minni steina sem henta fyrir hesta. COVID-19 hefur haft þau áhrif að fleiri og fleiri sjá ágóðann í því að kaupa innlenda vöru en við deilum þeirri skoðun með mörgum bændum að við eigum að hlúa að íslenskri framleiðslu í stað þess að kaupa innfluttar vörur. Og ótrúlegt en satt þá rekum við eina fyrirtækið á Íslandi sem framleiðir bætiefnafötur fyrir skepnur, allt annað er erlent,“ segir Sæbjörg og bætir við: „Kalkþörungarnir sem varan dregur nafn sitt af koma frá Kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldudal. Kalk hefur góð áhrif á vöxt beina, tanna, ullar og felds. Kúabændur sem nota kalksalt hafa talað um að frumutala hafi lækkað og fita hækkað hjá kúnum eftir að þeir fóru að gefa kalksalt. Kalksaltið er steypt í melassa sem gerir það afar lystugt en þar að auki eru í því selen, A-vítamín, E-vítamín og D3. Nú eru vörurnar okkar seldar um allt land og í langflestum búvöruverslunum nema hjá Landstólpa. Og á þeim svæðum þar sem ekki eru verslanir þá selja bændur fyrir okkur. Við erum ákaflega þakklát fyrir viðtökur bænda við vörunum frá okkur en þeir kunna vel að meta að geta keypt íslenska kalksteina með litlu kolefnisspori.“ /ehg Hjónin Sæbjörg Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson á Flateyri: Hafa ekki undan að framleiða íslenskt kalksalt Hjónin Sæbjörg Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson á Flateyri tóku við starfsemi Kalksalts ehf. sumarið 2019 og hafa þau nú vart undan að framleiða saltbætiefni fyrir bændur landsins. Myndir / Úr einkasafni Synir þeirra hjóna, Ívar Hrafn og Andri Pétur, eru liðlegir að hjálpa til í saltbætiefnaverksmiðjunni en móðir þeirra segir þetta sennilega frumstæðustu verksmiðju landsins. Kalksaltið er steypt í melassa sem gerir það afar lystugt en þar að auki eru í því selen, A-vítamín, E-vítamín og D3. Sigurður Eyþórsson hættir sem framkvæmdastjóri BÍ Sigurður Eyþórsson. Mynd / HKr. Stigahæsti lambhrútur landsins 2020 Þetta er lambhrúturinn Þórshamar frá Mýrum 2 í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann er hæststigaði lambhrútur landsins með alls 91,5 stig. Næstur honum í heildarstigum er Þyrnir frá Miðdal í Gullbringu- og Kjósarsýslu með samtals 91 stig. Nokkrir lambhrútar eru svo með 90,5 stig, en um niðurstöður lambadóma 2020 má lesa nánar á bls. 66.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.