Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202038 UTAN ÚR HEIMI Norðmenn efla nýsköpun og frumkvöðla um allt land Hjá norsku Nýsköpunar miðstöð­ inni Innovasjon Norge eru ýmsir valkostir í boði fyrir bændur og fyrirtæki tengd landbúnaði en á þessu ári hefur verið metár í fjölda umsókna til stofnunarinn­ ar. Sigríður Þormóðsdóttir er yfir­ maður nýsköpunar í lífhagkerfi hjá stofnuninni en undir það heyrir landbúnaður, sjávarútvegur og skógrækt. Það má segja að Innovasjon Norge sé sambland af meðal annars Tækniþróunarsjóði, Íslands stofu, Byggðastofnun og Nýsköpunar­ miðstöð Íslands þar sem árlega eru veittir þúsundir styrkja og lána um allan Noreg til að efla atvinnulíf bæði innanlands og utan fyrir norsk fyrirtæki sem hyggja á útflutning. „Það sem fellur undir styrk­ veitingar hjá stofnuninni þegar kemur að landbúnaði eru ýmiss konar fjárfestingar á sveitabæjum, meðal annars uppbygging á útihús­ um, kaup á húsnæði eða til viðbótar­ landsvæðis. Forsendur láns og styrk­ veitingar er að fjárfestingin skili sér í meiri arðsemi og betri búrekstri. Einnig ná styrkir til bænda sem hafa hug á að bæta við reksturinn með aukabúgrein á búum sínum. Á síð­ asta ári voru tæplega 1.200 verkefni af öllum stærðargráðum í landbún­ aði styrkt fyrir rúmar 765 milljónir norskra króna,“ útskýrir Sigríður. Allt undir einum hatti Innovasjon Norge er með starfs­ stöðvar í öllum fylkjum Noregs en stofnunin er ríkisrekin og sett saman af ráðgjöf, lánastarfsemi og styrkjakerfi. „Eignarhaldið á Innovasjon Norge er 51% iðnaðar­ og sjávarútvegs ráðuneytið og 49% fylkin. Stærsti hluti þess fjár­ magns sem fylkin nota til efl­ ingar atvinnulífs leggja þeir inn hjá Fylkisskrifstofu Innovasjon Norge. Það er hagræðing í að nýta stofnunina og um leið er tryggt að sams konar reglur og ferlar gildi um umsóknir og styrkveitingar um land allt. Allir viðskiptavinir Innovasjon Norge, hvar sem er á landinu, geta fengið sams konar ráðgjöf, styrki og lán. Við sjáum að þarfir atvinnulífs­ ins og fyrirtækjanna er oft saman­ sett og þess vegna er mjög algengt að veitt er bæði ráðgjöf og fjármagn í formi láns og/eða styrks. Þetta er sérstaklega í stærri rannsóknar­ og þróunarverkefnum þar sem þörf er á að gera langtímaplön þ.m.t. fjár­ festingarplan. Með stórum verkefn­ um erum við að tala um verkefni í stærðargráðunni 50­100 milljón­ ir norskra króna, sem er yfirleitt ekki meira en 50% af heildarverði verkefnisins. Við erum með sam­ starfsmenn úti um allt land og þeir peningar sem fara í nýsköpun út til fylkjanna koma frá okkur. Þetta er gert til að hafa gagnsæi og sömu reglur en einnig til þess að ekki sé verið að styrkja sömu verkefni um allt land og að fólki sé ekki mis­ munað,“ útskýrir Sigríður og segir jafnframt: „Þekking á markaði og sam­ keppni er mikilvæg við þróun og nýsköpun alveg frá upphafi. Í því sambandi er mikilvægt að hugsa út fyrir fylkismörk og landamæri. Við leggjum mikla áherslu á að umsækjendur hafi góða þekkingu á að varan eða þjónustan sem á að þróa sé samkeppnishæf og skili sér í aukinni arðsemi og samkeppn­ ishæfni fyrirtækjanna. Við erum upptekin af að í þróunarvinnunni og þegar við styrkjum til dæmis stór verkefniverkefni þá er mikilvægt að fyrirtækin meti markaðsmöguleika sína í alþjóðasamhengi. Fyrir stóra, þunga styrki þarf markaðurinn að ná út fyrir landsteinana. Oft er þetta samansett lán og styrkir en við getum farið upp í verkefni sem er styrkt og lánað fyrir allt að 70 millj­ ónum norskra króna. Styrkurinn í þessu er að hafa þetta allt undir einum hatti. Þegar fyrirtækin þurfa að hugsa um langtímafjárfestingar þá er blandað saman styrkjum og lánum til að klára hlutina. Ef maður ætlar að koma á framfæri þekkingu í rannsóknar­ og þróunarverkefnum verður að vera möguleiki á að fá fjármagn til að geta gert langtíma­ áætlanir.“ Styrkir og lán í landbúnaði Starfsfólk Innovasjon Norge eiga í góðu samstarfi við norsku Ráðgjafar miðstöðina í öllum fylk­ j um landsins því ráðunautar innan þeirra vébanda eru mikilvægir til að miðla fagþekkingu bæði til bóndans og til Innovasjon Norge. „Við styrkjum mikið í sjávar útvegi en þegar kemur að land búnaði, leggur ríkið til fjár­ magn í gegnum árlega búvöru samninga, til að styrkja nýsköpun og þróun í landbúnaði. Það er síðan Innovasjon Norge í gegnum sínar skrifstofur úti í fylkj­ unum sem deila út styrkjunum. „Styrkirnir sem standa til boða í landbúnaði geta bæði verið vegna fjárfestinga en líka vegna til dæmis framleiðslu á svæðisbundnum mat­ vælum, ferðaþjónustu á búum, endur­ hæfingu á búum fyrir fatlaða og svo framvegis. Einnig eru veittir styrkir til kynslóðaskipta. Flestöll minni verkefnin eru styrkt og þarf ekki að sækja um lán fyrir. Nú erum við til dæmis í þeirri stöðu að leiðbeina minkabændum sem verða að hætta í þeim búskap um hvað þeir geta byrj­ að með í staðinn. Þar að auki hafa aðilar í landbúnaði möguleika á að sækja um annað fyrir utan þá peninga sem eyrnamerktir eru í búvörusamn­ ingum. Þá er bæði hægt að sækja um styrki og lán í tengslum við fjár­ festingar sem er mest þegar verið er að byggja upp nýjar virðiskeðjur í tengslum við framleiðslu eða ræktun Það snýr þá jafnan að samstarfi milli iðnaðar og frumframleiðslu og til dæmis fullnýtingu á aukaafurðum.“ /ehg Sigríður Þormóðsdóttir er yfirmaður nýsköpunar í lífhagkerfi hjá norsku Nýsköpunarmiðstöðinni Innovasjon Norge en undir það heyrir landbúnaður, sjávarútvegur og skógrækt. Í ár er met í fjölda umsókna til stofnunarinnar. Mynd / Astrid Waller Fjós úr timbri, en í ár hafa þeir bændur sem byggja ný fjós eða byggja við fjós úr timbri fengið aukastyrk. Það hefur verið vinsælt og hafa 140 verkefni verið styrkt. Það að byggja úr timbri er eitt af fjölmörgum aðgerðum til úrbóta í umhverfis- og loftslagsmálum og með því leggur landbúnaðurinn sitt af mörkum í þeim efnum ásamt því að margir vilja meina að velferð dýra í slíkum fjósum sé meiri. Mynd / Fjøssystemer AS Nýsköpun í norskri ostagerð, „Gangstad gård- systeri“. Mynd / Erik Bye Noregur: Merkjavörur verslanakeðja eiga undir högg að sækja Eftir að stjórnmálamaðurinn Dag Fossen kom með tillögu inn á norska þingið að banna stóru verslanakeðjunum að nota eigin merkjavörur á búvörur hafa línurnar svo sannarlega logað á ýmsum vígstöðvum í Noregi. Merkjavörur eins og Folkets, First Price, Eldorado, Xtra og Prima eiga nú undir högg að sækja en allar eiga þær það sameiginlegt að vera í eigu mis­ munandi verslanakeðja. Markaðshlutfall þessara merkja­ vara eykst ár frá ári og sem dæmi hefur sala á kjötvörum og eggjum í þessum flokkum aukist frá 23 pró­ sentum árið 2010 í 44 prósent árið 2020. Þegar kemur að hakki og farsi hefur salan á sama tímabili farið úr 36 prósentum í 81 prósent. Óska eftir meira eftirliti Nú hefur stjórnmálamaður­ inn og fyrrum kúabóndinn Dag Fossen gengið fram og óskað eftir að bann verði sett á slíkar merkjavörur þegar aðilar hafa náð ákveðinni stærð. Þetta verði gert til að minnka það vald sem verslanakeðjurnar hafa á fram­ leiðendum og neyt endum. Einnig til að skapa meiri fjölbreytni á markaði og hleypa að fleiri spennandi vörum. Staðan eins og hún er í dag gerir það að verkum að bændur fá minna í vasann og neytendur greiða hærri kostnað fyrir vörurnar. Norsku Bændasamtökin hafa einnig látið í sér heyra vegna máls­ ins og hafa óskað eftir eftirliti á innkaupa­ og söluverði á merkja­ vörum verslanakeðjanna. Þetta snýst um samkeppni á norskum dagvörumarkaði, valdatafl í virð­ iskeðjunni, baráttu um hillupláss í verslunum og ekki síst um pen­ inga. Óskað er eftir útskýringum á hlutverki og stöðu birgja en sex prósent af birgjum í landinu standa fyrir helming af heildarveltunni. Í Svíþjóð eru mun fleiri birgjar sem deila með sér kökunni. /ehg-Bondebladet Niðurstaða rannsóknarinnar var að nánast engin þekkt merki öldrunar eins og hún lýsir sér í heila manna með próteinútfellingum og æðakölkun fundust í heila hákarlsins. Somniosus microcephalus: Heili 245 ára hákarls sýnir engin merki öldrunar Nýverið birtist vísindagrein um rannsóknir á áhrifum öldrunar á heila un það bil 245 ára gam­ als hákarls í samanburði við sama ferli í heila manna. Hákarl þessi veiddist í haustralli 2017 djúpt vestur af landinu. Klara Jakobsdóttir, sérfræðingur á botn­ sjávarsviði, er einn af höfundum greinarinnar. Öldrun hefur ýmis áhrif á frumur í heila manna sem eru vel þekktar. Í frétt á vef Hafrannsóknastofnunar segir að rannsóknir hafi hins vegar bent til að hákarl (Somniosus microcephalus) geti náð óvenjulega háum aldri, eða hæstum aldri allra hryggdýra, jafnvel allt að 4–500 árum. Því var markmið rannsóknar­ innar að athuga hvort greina mætti svipuð áhrif öldrunar í heila hákarla eins og þekkt eru í heilum manna og rotta. Engin merki öldrunar Niðurstaða rannsóknarinnar var að nánast engin þekkt merki öldrunar eins og hún lýsir sér í heila manna með próteinútfellingum og æða­ kölkun fundust í heila hákarlsins. Jafnframt sáust engin merki um taugahrörnun. Þetta bendir til að heili hryggdýra geti haldist lítið eða óbreyttur í mjög langan tíma líkt og sýnt hefur verið fram á í há­ öldruðum einstaklingum, 100 ára eða eldri. Umhverfi og atferli Höfundar greinarinnar leiða líkum að því að umhverfi og atferli séu ástæður þess hversu lengi hákarl lifir án sýnilegra áhrifa öldrunar á heila. Hákarl er talinn hægsyndur og heldur að mestu til í stöðugu en köldu umhverfi á tiltölulega miklu dýpi í sjó sem er um 4 °C heitur. Þetta veldur því að líklega eru efnaskipti hæg og vísbendingar eru um að blóðþrýstingur hákarls sé mun lægri en hjá öðrum hákarlategund­ um. Lykillinn að háum aldri virðist því vera að hreyfa sig lítið og halda sig í kulda og myrkri, að minnsta kosti fyrir hákarl. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.