Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 52
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202052 LÍF&STARF Hvað segja bændur nú … um ullina? Ullin hefur fylgt manninum frá landnámstíð og má segja að á fyrstu 1950 árunum hafi hún verið aðalástæða þess að landinn lifði af. Í upphafi voru tækin frumstæð þ.e. halasnældur, grófir kambar og vefstaður. Innréttingar voru stofnaðar um miðja 18. öldina af Skúla Magnússyni fógeta en þá voru fluttir inn rokkar, fínni kambar og vefstólar eins og við þekkjum í dag. Í lok 19. aldar voru spunaverksmiðjur reistar víða um land og þá gátu bændur sent ullina sína í vinnslu. Þetta var ekki síst gert til að auðvelda konum spunann en í verksmiðjunum var unninn lopi sem sendur var til baka á heimilin þar sem spunakonurnar spunnu hann í band. Upp úr 1940 virðist sem þær hafi ákveðið að sleppa að spinna lopann og prjónuðu beint úr honum eins og við þekkjum í dag. Vefnaðarverksmiðjur tóku smátt og smátt við vefnaði heima við eftir að þær voru stofnaðar í lok 19. aldar og hér á landi stóð rekstur þeirra í um það bil eina öld þegar þeim öllum var lokað þegar nýir tímar héldu innreið sína. Eftir það hafa teppi, værðarvoðir og annar vefnaður ekki verið unnin í verksmiðjum á Íslandi. Enn eru til prjónaverksmiðjur sem sinna hluta af því sem áður var ofið og má þá nefna prjónaðar voðir sem m.a. nýttar eru í fatnað. Í gegnum öldudali Ullin hefur farið í gegnum öldudali og má segja að viðhorf til hennar hafi verið mjög neikvætt í byrjun 21. aldarinnar og má það m. a. rekja til þess að um miðja síðustu öld komu gerviefnin fram. Gerviefnin þóttu miklu betri, litríkari, entust og þoldu þvotta betur en ullin. En í dag á tímum sjálfbærni og umhverfisverndar er farið að horfa á alla hina fjölmörgu góðu eiginleika ullarinnar umfram gerviefnin. Upp úr 1990 var mikil kreppa í landbúnaði og þá leitaðu bændur eftir því að auka tekjurnar á heimilunum með ýmiss konar handverki og smávinnslu úr heima­ fengnu hráefni. Margt var reynt og margar handverksverslanir spruttu upp víða um land. Konur í landbúnaði skelltu sér á námskeið og lærðu að spinna, vinna band í prjón og lita band. Skapaði þetta mörgum aukatekjur og hjá sumu handverksfólki skapar ullin tekjur enn þann dag í dag. Stjórnvöld komu að þessu með tilkomu styrkjakerfis til að létta undir við stofnkostnað ásamt leiðbeiningum í vöruþróun og sölu. Viðsnúningur þegar litla svarta peysan með rennilásnum kom Má þó segja að alvöru viðsnúningur hafi orðið þegar litla svarta peysan með rennilásnum kom fram árið 2007 (hönnun Védísar Jónsdóttur) en þá þurftu allir að eignast slíka flík og prjónarnir fóru á fulla ferð. Þar á eftir fylgdi efnahagskreppan og enn hellti prjónafólk sér út í prjónaskapinn. Síðan hefur verið prjónað nánast linnulaust enda hefur túrisminn allt fram til byrjun ársins 2020 flætt yfir landið og flestir ferðamenn þurfa auðvitað að eignast a.m.k. eina íslenska lopapeysu. Í byrjun aldarinnar ákváðu Landssamtök sauðfjárbænda í samstarfi við Ístex að breyta skipulagi sem snéri að matsmönnum og nýta það fjármagn sem fór í ullarmatið, til að greiða bændum fyrir ullarmat heima á bæjunum. Þetta er sambærilegt við það sem gert er erlendis. Ístex hefur frá þeim tíma haldið kynningarfundi og námskeið um allt land og gert myndbönd um ullarmat https:// ullarmat.is/fraedslumyndbond/. Markmið Textílmiðstöðvar Íslands og Þekkingarseturs á Blönduósi er að leggja áherslu á hráefni okkar Íslendinga, íslensku ullina og unnið er að því á öllum vígstöðvum í stofnuninni að leggja enn frekar áherslu á gæði hennar og verðmæti. Könnun á afstöðu til ullarinnar Í gegnum tíðina hefur borið við að bæði stjórnvöld, bændur sjálfir og aðrir landsmenn haldi hinu og þessu fram í sambandi við viðhorf bænda til ullarinnar. Þá er jafnan byrjað eitthvað á þessa leið: Bændur segja … bændur halda … bændum finnst ... og svo framvegis. Textílmiðstöðin ákvað að ekki væri hægt að festa hendi á svona umtal án þess að gerð væri könnun á málinu sem sýndi svart á hvítu viðhorf bænda. Í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands var skoðanakönnun um viðhorf bænda til ullarinnar framkvæmd en þar á bæ var mikill áhugi á verkefninu. Spurningalisti fór á öll sauðfjárbýli sem skráð eru hjá Landssamtökum sauðfjárbænda, eða 1.080 býli. Alls bárust svör frá 572 býlum sem er 53% sauðfjárbúa. Ullarverð Ístex til bænda kemur oftast til tals þegar ullina ber á góma hjá bændum. Spurt var um afstöðu til verðs Ístex á 1. flokk af hvítri ull og kom óánægja svarenda þar í ljós. Aftur á móti var ekki kannað hver afstaða svarenda væri til beingreiðslna vegna 1. flokks hvítu ullarinnar. Mætti skoða það nánar í samhengi við heildar ullarverð til bænda og miðað við heimsmarkaðsverð á ull sem reyndar hefur fallið mjög á síðustu vikum skv. Bændablaðinu 18. tbl. 24. september 2020. Ánægjulegt er að flestir bændur rýja að hausti en ullin er hreinust og greiðust á þeim árstíma. Á Norður­ og Austurlandi eru 80% búa sem rýja að hausti og aftur snoð í feb/ mars. Á Vestfjörðum, Suður­ og Vesturlandi er það gert á rúmlega 70% búa. Mikill áhugi Samkvæmt könnuninni er mikill áhugi meðal bænda á að auka þekkingu sína á meðferð ullar við rúning og umhirðu hennar. Er mikil ánægja með þá niðurstöðu. Í framhaldi af birtingu skýrslunnar stóð Félag ungra bænda fyrir vel sóttu netnámskeiði í samstarfi við Ístex, í flokkun á ull þ. 22. okt. sl. Starfsfólk Ístex fór yfir nýtingu á ullinni og hvernig hver flokkur var nýttur, ullarflokkunina, nýjungar hjá fyrirtækinu í að skapa verðmæti úr verðminni ull og einnig hönnun á litum og flíkum til prjóna. Þegar flest var, voru 96 á línunni. Fagna ber þessu framtaki ungra bænda og er þetta beinn ávinningur af könnuninni. Í framhaldinu var haldið annað sambærilegt námskeið þ. 19. nóv. sl. þar sem voru um 70 þátttakendur. Vonandi er þessi aðferð við að miðla þekkingu um flokkun ullar komin til að vera. Góðir rúningsmenn skipta sköpum Góð meðferð á ull eykur verðmæti hennar hvort sem hún fer í iðnað eða handvinnslu. Umhirða ullarinnar hefst um leið og búið er að rýja kindina því þá er lagður grunnur fyrir ullina að ári. Góðir rúningsmenn skipta sköpum, sá sem hefur góð tök á verkefninu og passar upp á að tvíklippur komi ekki við rúninginn (það er þegar klippt er tvisvar í sama hárið). Tvíklippur detta niður í reyfið, skemma það og ef mikið er um þær er reyfið óhæft til vinnslu því það myndast hnökrar í bandinu við spunann. Kom fram í fyrirspurn til Ístex á fundi ungra bænda að Á FAGLEGUM NÓTUM Jóhanna E. Pálmadóttir, verkefna stjóri Textílmiðstöðvar Íslands, að meta ull. Góðir rúningsmenn skipta sköpum, sá sem hefur góð tök á verkefninu og passar upp á að tvíklippur komi ekki við rúninginn. Hér er Bjarki Benediktsson yfirrúningsmaður að störfum. Hvítar, fallegar og tilbúnar í rúning. Frk. Snjóhvít. Ullina þarf að geyma á þurrum stað og þar sem ekki komast utanaðkomandi óhreinindi í ullina eins og heymoð og slíkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.