Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 60

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 60
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202060 GRÓÐUR&GARÐALÍF Gengið um göturnar á blómgunartíma gullregns Víða um land var 2020 alveg stórkostlegt ár fyrir hin ýmsu blómstrandi tré og runna og var gullregn engin undantekning. Blómgun þess er sérlega falleg og stendur oft nokkuð lengi. Í gömlum görðum mátti sjá stór og falleg tré svo þakin gulum hangandi blómklösum að jaðraði við nágrannaerjum vegna ofbirtu. Góðviðris göngutúrar á þessu tímabili sýndu manni líka hversu algengt gullregn er orðið í görðum. Varla hafði maður sleppt augnsambandi við eitt slíkt þegar næsta tók við. Í þeim tilgangi að skoða blómstrandi gullregn sem víðast, ferðaðist ég um landið vítt og breitt. Allt frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar. Alls staðar var það sama sagan: glæsilega blómstrandi gullregn allt um kring. Refill, trefill eða gullregnsgrefill Síðsumars, þegar blómgun var löngu lokið, tóku ýmsir eftir því að fallega græna laufið fór að sýna ummerki sem þeir töldu afleiðingar af vindbarningi eða þurrki. Aðrir óttuðust sýkingu. Ekki var það þó raunin í þessu tilfelli. Phytomyza cytisi nefnist fluga (tvívængja/diptera) sem talin er líklegasti skaðvaldurinn. Flugur af þessari gerð hafa stundum verið nefndar gangaflugur eða grefilflugur og köllum við þessa því gullregnsgrefil hér í textanum. Þegar flugurnar skríða úr eggi, búa þær smám saman til göng inni í plöntuvefnum eftir því sem þær nærast og færa sig um. Algengt er að göngin byrji að myndast nálægt... tjah... á ég að segja laufstöngli eða við laufjaðar? Nei, algengt er að þau byrji að myndast nálægt verslunarmannahelgi eða svo og geta oft orðið áberandi skömmu síðar. Erfitt er að segja hvaðan eða hvenær hún kom og þarf fólk mér mun fróðara að leggja til atlögu við þá spurningu. Hún finnst þó víða í nágrannalöndum, svo ástæðulaust er að leita langt yfir skammt. Eins er ljóst að amk á SV-horninu hefur hún verið í þó nokkru magni síðustu árin, þó mismikið hafi verið eftir henni tekið. Sterkar líkur er því á að hún hafi verið hér um eitthvert skeið. Erlendis byrjar hún fyrri umferð strax um miðjan júní og nær þá seinni umferð að hausti. Göngin eru þó einnota og því takmörkuð umferð um hver göng. Hér á landi er ekki ástæða til að óttast meira en eina kynslóð hvert sumar, að svo stöddu. Mikilvægt er að taka fram að ekki er komin staðfest greining á þessa tegund sem umræddan orsakavald. Flestir sem kannað hafa málið horfa þó til hennar sem líklegasta kandídat á þessari stundu og reynist önnur bakvið göngin, er það vafalítið einhver náskyld henni. Það sem hér kemur fram er því óhætt að fullyrða um fluguna og hegðun þess. Þarf eina umferð eða tvær? Það kemur sér vel að lirfurnar hefja líf sitt svona seint að sumri, svo ljóstillífun ársins minnkar ekki endilega of mikið. Lirfur hér á landi sem éta lauf að innan, valda nefnilega oftast ekki eins miklum skaða og margir halda. Allt sem er grænt af laufinu á meðan lirfan athafnar sig, er allajafna fullt af grænukornum og ljóstillífar jafn mikið og áður. Smám saman minnkar það auðvitað eftir því sem meira er étið, en til einföldunar má segja að það stoppar þó ekki meðan grænn litur er til staðar. Liturinn þarf þó að vera af náttúrunnar hendi og ekki gildir það sama sé laufið málað. Magnið skiptir auðvitað einnig máli, líkt og með t.d. birkikembuna. Hver og ein lirfa skiptir engu, en þegar annað hvert lauf er umsetið strax snemma sumars, breytist myndin að sjálfsögðu. Enn verra er þegar heilu blöðin eru rifin af, ýmist af okkur mannfólkinu eða öðrum dýrum. Hentar kannski haglabyssan best? Við notum sjaldnast veiðistöng til að veiða mýs, eða haglabyssuna á hlýrann. Hver bráð kallar á sína eigin aðferð og úrvinnslu. Mikilvægt er t.d. hvaða aðferð er notuð á hlýrann ef tilgangurinn er svo að nýta hann til að búa til hlýrabol. Stundum er skynsamlegt að fjarlægja laufið samhliða lirfunni sem er á því. Annað gildir þó um birkiþélu, birkikembu og þennan gullregnsgrefil, svo dæmi séu tekin. Lirfurnar halda sig við það lauf sem þeim var verpt á eða í og alls ekki sjálfgefið að þær muni klára allt laufið innanvert. Jafnvel ef svo er, þá tekur það nokkurn tíma og á meðan nýtir plantan öll þau grænukorn sem enn eru til staðar. Þegar tré eru úðuð með eitri, er oftast verið að nota eitur með snertivirkni. Meindýrið þarf því að snerta eða innbyrða eitrið. Slíkt eitur hefur sjaldan nokkur áhrif innan veggja laufblaðs og eru þessar lirfur því vel varðar. Erfitt er að finna hinn hárrétta tímapunkt til að úða gegn flugunum sem verpa, auk þess sem sú aðgerð væri það mikið „út í bláinn“ að efast mætti um skynsemi hennar. Fæstir myndu skjóta á auðan himin í von um að hæfa gæs sem þeir sáu ekki. Veldur vandamálum í mannsaugum Vandamálið er því oft að mestu útlitslegt og bundið við mennsk augu. Það er helst þegar plantan er veik fyrir, eða að berjast við aðra óværu sem stór hópur þessara flugna (gullregnsgrefil og birkiþélu) og fiðrilda (birkikembu) myndi hafa teljanleg áhrif. Eins skiptir plöntustærðin máli. Hlutfallslega er skaðinn af hverri flugu mestur á laufminnstu trjánum. Það gefur auga leið að ungt tré með 30 lauf, sem missir 15 lauf til hálfs undir göng hefur misst allt að 25% af sínum ljóstillífunar möguleikum, jafnvel það sem eftir lifir fram að lauffalli. Sami lauffjöldi á stóru tré með 3000 laufum skerðir ljóstillífun einungis um 0,25% sem telur seint mikið í stóra samhenginu. Því til viðbótar er missirinn mismikilvægur, því stór hluti laufþykknis er hið minnsta að hluta í skugga og því ekki jafn mikla orku að hafa úr hverju einasta laufi. Til einföldunar er hér ekki tekið tillit til nývaxtar laufs eftir að skaðinn er að fullu kominn í ljós. Samhengi er oftast milli skertrar ljóstillífunar og versnandi útlits, því hver einustu göng sem myndast eru árás á okkar innbyggða fegurðarskyn. Sjálfsmynd okkar hríðversnar eftir því sem göngunum fjölgar og skömmin vegna þess að bjóða fólki upp á þessa hræðilegu sýn verður óbærileg. Fjárhagslegt högg getur líka verið ansi stórt, eftir því hversu marga tíma þarf hjá sálfræðingi til að jafna sig og hvort nauðsyn er hreinlega að flytja í annað hverfi. Svo bregðast skrauttré sem önnur Sjálfur geri ég akkurat ekkert við þessu. Lít á þetta sem hvimleitt, en hluta af náttúrunni og ekki nógu alvarlegt til mótvægisaðgerða. Ýmis rándýr í skordýrafánunni njóta lirfumáltíðar og smáfuglar borða svo bæði rándýr og lirfur. Átta mig þó fyllilega á því að fyrir mörgum er að sjálfsögðu vont að skrauttré sé ekki garðaprýði allt sumarið, en kannski er það líka spurning um væntingastjórnun. Við ætlumst oft til of mikils af okkur sjálfum og eflaust eru væntingarnar síst minni gagnvart plöntulífi garðsins. En það gildir einu hvert viðfangið er, of háar væntingar skilja ekkert svigrúm eftir fyrir eðlilegar sveiflur lífsins. Slíkt eru bara fyrirfram ákveðin vonbrigði sem bíða þess að raungerast. Undanfarin sumur virðast margir óvissir hvað sé að koma fyrir gullregnið þeirra og vonandi get ég með þessum fáu orðum uppfrætt forvitna og róað einhverjar taugar. Tímasetningin kann að virðast óvenjuleg, en á sumrin hefur maður engan tíma til að lesa sér til. Til þess er veturinn. Vel má vera að næsta ársrit Garðyrkjufélags Íslands innihaldi nánari upplýsingar um þessa óværu og fleiri til, en ekki vil ég byggja upp væntingar til vonbrigðis, svo best að segja ekkert meir um það. Dr. Brynju Hrafnkelsdóttur er sérstaklega þakkaður yfirlesturinn. Kristján Friðbertsson. Gengið um göturnar á blómgunartíma gullregns. Hér má skýrt sjá ummerkin sem um ræðir, göngin sem lirfan hefur grafið í laufinu. Litlu punktarnir sem sjást stundum á laufinu ofanverðu, eru staðir þar sem fullvaxin fluga hefur ýmist fengið sér smá bita, eða verpt eggi inn í laufið. Hvoru tveggja kemur til greina. Hér sést að eldri göng, eða eldri hlut- ar af göngum þorna með tímanum og verða brún. Þau nýrri eru enn hálfgagnsæ. Svört strik og punktar eru úrgangur lirfunnar, sem sýnir okkur að hún er svo almennileg að bera lífrænan áburð á tréð í gegnum laufið innanvert, svo það skolist ekki í burtu. Aldeilis hjálpleg lirfa, sem sýnir samfélagsábyrgð í verki. Hið minnsta 3 lirfur birkikembu sjást hér dunda sér við að éta sama laufið að innan. Glöggir taka skjótt eftir því að birkikemban étur blaðið að innan hringinn í kring um sig. Ólíkt gullregnsgrefilnum sem innbyrðir jafnóðum og hann hreyfir sig áfram og myndar sínar hlykkjóttu línur sem við köllum göng. Allur sá hluti birkilaufsins sem enn er grænn, er í fullu starfi við að skaffa birkinu syk- ur hvenær sem færi gefst. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ALTERNATORAR í flestar gerðir dráttarvéla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.