Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 43 „Við höfum náð góðum árangri í þessu verkefni og ávinningurinn er mikill. Það má líta svo á að hver og einn sem safnar olíu og fitu á sínu heimili og skilar í réttan farveg sé eigin olíuframleiðandi,“ segir Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri, en félagið hefur í samvinnu við fleiri boðið íbúum á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu upp á Græna trekt til að auðvelda söfnun á úrgangsolíu og fitu sem til fellur á heimilum. Einn lítri af olíu sem skilað er inn verður með íblöndun metanols að einum lítra af lífdísil. Græna trektin hefur verið í boði á Akureyri frá því síðla árs 2015. Undanfarin ár hafa heimilin safnað og skilað inn um 6 tonnum af úrgangolíu og fitu á ári. Veitingahús og mötuneyti skila um tífalt meira magni, eða um 60 tonnum árlega, þannig safnast 70 tonn af olíu og fitu árlega í gegnum fitusöfnunarkerfið sem Norðurorka, Orkey, Terra og Akureyrarbær hafa byggt upp. Guðmundur segir að markmið með því að safna þessum vökva saman sé margvíslegt. Komið sé í veg fyrir að fitan fari út í fráveitukerfið þar sem hún getur valdið tjóni, m.a. stíflum, og farið illa með dælur og annan búnað. Eins, og ekki síður, sé búin til úr þessum úrgangi verðmæt vara, en úrgangsolían og -fitan er endurunnin hjá Orkey þar sem búin er til lífdísill. „Þetta er virkilega öflugt lofts- lagsverkefni, það dregur úr sóun á lífrænum úrgangi og hefur einnig í för með sér minni innnflutning á jarðefnaeldsneyti.“ Mikil magn fellur til í desember Nú í desember fellur óvenjumikið af þessu hráefni til þegar landsmenn steikja ókjörin öll af laufabrauði, soðnu brauði og kleinum til viðbótar við allt hangikjötið og steikurnar sem boðið er upp á. „Það fellur mun meira til af steikarolíu, tólg og fitu á heimilum landsins en í öðrum mánuðum ársins og ekki úr vegi að minna fólk á mikilvægi þess að safna þessu saman og skila inn fremur en skola niður í vaskinn,“ segir Guðmundur. Öll fita, sama hvaða nafni sem hún nefnist, kemur þó við sögu söfnunarinnar, þó matarolía sé mest áberandi, smjör, útrunnið lýsi, hörð fita, t.d. sú sem fellur til af lambasteikinni, má gjarnan fljóta með. Æ fleiri heimili norðan heiða taka þátt Hann segir að fólki á Eyja fjarðar- svæðinu sem safni steikarolíu og fitu hafi fjölgað jafnt og þétt frá því verkefnið hófst. Hægt er að skila ílátum með olíu og fitu við alla grenndargáma á Akureyri utan eins og mótttökukassi er einnig til staðar í Hrísey. Þá má skila í flokkunar- stöðina við Réttarhvamm. Græna trektin er hugsuð til að skrúfa á gosdrykkjarflöskur og auðvelda fólki þannig söfnunina heima við, en Guðmundur segir að í raun megi skila olíunni og fitunni í hvaða íláti sem er. Hann bendir á að því fleiri lítrum sem fólk skilar inn því meiri ábati. Framleiðsla á lífdísil aukist og þurfi að sama skapi að flytja minna inn af olíu sem öllum er til hagsbóta. Græna trektin stendur íbúum á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu til boða en Guðmundur segir áhuga fyrir hendi að taka slíka söfnun einnig upp á heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Veitingastaðir og mötuneyti skili flest inn úrgangsolíu, Ikea t.d. sem rekur einn stærsta veitingastað á Íslandi safnar og skilar í réttan farveg allri sinni úrgangsolíu sem nemur mörgum tonnum á hverju ári. Áskorun að ná til fleiri heimila „Það falla til um það bil tveir lítrar af úrgangsolíu og fitu af hverju heimili árlega, þannig að við erum að tala um gríðarlegt magn í heild sem til fellur á landinu öllu,“ segir hann. Magnið gæti á að giska verið í kringum 300 þúsund lítrar til eða frá á ári gróflega áætlað. „Það væri verulegur ávinningur af því að ná þessu inn til endurvinnslu og framleiðslu á lífdísil sem síðan nýtist sem orkugjafi fyrir fiskiskip og stóra bíla svo dæmi séu tekin,“ segir Guðmundur. Samherji hefur notað íblöndunarefnið á togara sína og efnið nýtist einnig við framleiðslu á malbiki. /MÞÞ Flottar tækjavélar á hvert bú. KUBOTA M5111: Vel heppnaðar og vinsælar vélar frá KUBOTA Eigum fyrirliggjandi hinar sívinsælu KUBOTA M5111 dráttarvélar til afgreiðslu strax. Snarpar 113 ha. vélar, rafstýrt beisli, kúplingsfrír vendigír og útskjótanlegur krókur. Rúmgott ökumannshús, loftpúðafjaðrandi ökumannssæti, farþegasæti og loftkæling í húsi. Einstök sparneytni og lipurð í akstri. Flotmikil dekk, 420/65R24 að framan og 540/65R34 að aftan. Samlit STOLL ámoksturstæki með dempara, 3ja sviði og 220 cm skóflu. REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28 220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500 www.isfell.is, isfell@isfell.is Höfum á lager mikið úrval af alskyns vinnufatnaði, hífi- og festingabúnaði, krönum og talíum, snjókeðjum, pökkunarlausnum og fallvarnarbúnaði. Í vörulistanum á www.isfell.is er að finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur. Vinnufatnaður Hífilausnir Kranar og talíur Snjókeðjur Pökkunarlausnir Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! UMGENGNI&UMHVERFISMÁL Góður árangur náðst í að safna úrgangsolíu og fitu hjá eyfirskum heimilum: Um 70 tonnum af olíu er skilað og hún endurunnin – Einn lítri af úrgangsolíu verður að einum lítra að lífdísil Guðmundur Sigurðsson fram­ kvæmda stjóri Vistorku á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.