Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202010 FRÉTTIR Comac sótthreinsitæki Sjáðu myndskeiðið á comac.is Grensásvegi 16, Rvk. ✆ 445-4885 vortexvelar.is comac.is Íslenska vörumerkið Surpriceland: Íslenskt og óvænt í hverjum poka Eins og flestir vita hefur íslenska ferðaþjónustan og tengdar greinar þurft að þola þungt högg vegna heimsfaraldurs COVID-19. Íslenska vörumerkið Surpriceland var frekar nýtt af nálinni þegar faraldurinn skall á með sínum þunga, en fyrirtækið seldi sérs- taka nammikassa til ferðamanna þar sem má segja að ferðamenn keyptu íslenskt nammi blindandi. Tilgangur kassanna var að koma á óvart með nammi og vöktu þeir mikla lukku í minjagripaverslun- um áður en skellt var í lás. „Þegar skellt var í lás voru góð ráð dýr. Við vissum að við vorum með eitthvað skemmtilegt í höndunum, enda elskum við að koma fólki á óvart. Í miðjum heimsfaraldri ákváðum við að snúa vörn í sókn og snúa hugmyndinni á bak við Surpriceland yfir á Íslendinga og víkka hana aðeins út. Úr því fæddist Happ í helgi þar sem eingöngu eru íslenskar vörur í hverjum poka,“ útskýrir Guðmundur R. Einarsson, einn af stofnendum Surpriceland. Vinsælir drellar á aðventunni Undir vörumerkinu Happ í helgi er að finna tvær vörur, gjafa- poka í tveimur stærðum sem hafa að geyma alls kyns sætindi. Kaupandinn hefur ekki hugmynd um hvaða sætindi pokinn hefur að geyma og því kemur innihaldið rækilega á óvart. „Það sem er svo skemmtilegt við þetta er að fólk getur kannski uppgötvað eitthvað nýtt í staðinn fyrir að fara alltaf í sama nammif- arið. En auk þess hafa pokarnir frá Happ í helgi að geyma alls kyns aðra glaðninga sem hafa þann eina tilgang að gera helgina ógleyman- lega og óvænta. Í öllum pokum til jóla fylgja einstaklega veglegir glaðningar; allt frá 25 þúsund króna gjafabréfum í Nettó og kaffivélum frá Nespresso til kaffis og kruð- erís frá Bakarameistaranum og ógleymanlegrar lífsreynslu í Fly Over Iceland,“ segir Guðmundur og bætir við: „Ekki skemmir fyrir að pokarn- ir frá Happ í helgi hafa hlotið það þjóðlega nafn drellir, en það er hið upprunalega íslenska orð yfir poka, þó það hafi haft ýmsa aðra merk- ingu hér áður fyrr. Fyrsti drellirinn seldist í gegnum vefsíðu Happ í helgi seinnipart sumars en síðan þá hafa fjölmargir Íslendingar látið koma sér á óvart. Nú, eða vakið undrun og gleði í brjóstum þeirra sem þeir elska. Drellarnir frá Happ í helgi hafa verið sérstaklega vin- sælir á aðventunni og greinilegt að pokarnir eru komnir til að vera. Og hver veit, kannski fara drellarnir í enn frekari þróun á nýju ári, með tilheyrandi fjölgun á óvæntum upp- ákomum.“ /ehg Anna Alexía Guðmundsdóttir tekur kampakát á móti poka frá Happ í helgi sem hafði að geyma óvænta glaðninga. Pokarnir frá Happ í helgi hafa slegið í gegn á aðventunni en í þeim leynast óvæntir glaðningar, allt íslenskar vörur, sem keyrðar eru heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu og því tilvalið að koma ástvinum og í raun hverjum sem er á óvart. Sjá nánar á happihelgi.is. Innlausnarmarkaður fyrir greiðslumark í sauðfé var haldinn í nóvember og annar í byrjun desember. Markmið þeirra er að beina opinberum stuðningi frekar til þeirra sem eiga meira undir sauðfjárrækt sem sinni afkomu. Sá fyrri var haldinn í samræmi við breytingar sem gerðar voru á sauðfjársamningi við endurskoðun hans í janúar 2019 og nýjar úthlutun- arreglur sem þá tóku gildi. Í þeim felst meðal annars að umsækjend- um er skipt í þrjá hópa með tilliti til forgangs og að úthlutun tekur mið af því að hver framleiðandi getur ekki óskað eftir ærgildum umfram þau sem tryggja honum óskertar bein- greiðslur í samræmi við fjárfjölda og ásetningshlutfall. Lítið framboð en mikil eftirspurn Samkvæmt upplýsingum úr atvinnu- vega- og nýsköpunar ráðuneytinu voru gild sölutilboð 16 talsins á markaðnum í nóvember og innleyst greiðslumark samtals 1.839 ærgildi. Óskir um kaup voru alls 225, sam- tals um 62.395 ærgildi. Í heildina var hlutfall til úthlutunar því 2,95 prósent af óskum um kaup. Hver framleiðandi í fyrsta for- gangshópi fékk alls 6,8 prósent af kaupósk sinni úthlutað en fram- leiðandi í öðrum forgangshópi 1,5 prósent af kaupósk sinni. Ekkert var til úthlutunar fyrir þriðja hópinn, þá umsækjendur sem eru með færri en 100 kindur á haustskýrslu 2019 eða ásetningshlutfall lægra en 1. Innleyst greiðslumark frá 2017 og 2018 til sölu Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákvað svo að tillögu Landssamtaka sauðfjár- bænda að haldinn yrði auka innlausn- armarkaður í desember. Markmiðið með honum er sömuleiðis að jafna stöðu bænda innan kerfisins þar sem greiðslumarki er beint til skil- greindra forgangshópa, sem fram- leiða með minnstum opinberum stuðningi. Á markaðnum var boðið til sölu greiðslumark sem innleyst var á árunum 2017 og 2018, samtals 4.757 ærgildi, auk þess sem heimilt var að leggja fram sölutilboð með sama hætti og venjulega. Innlausnarverð eða söluverð var núvirt andvirði beingreiðslna næstu tveggja alm- anaksára, eða 12.764 krónur á hvert ærgildi. Forgangshópar voru tveir sam- kvæmt ákvæðum reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt. Forgang að 60 prósentum af því sem er til úthlutunar áttu þeir framleiðendur sem eiga 200 kindur eða fleiri á haustskýrslu 2019 og hafa ásetnings- hlutfallið 1.6 eða hærra. Forgang að því sem þá er eftir höfðu þeir fram- leiðendur sem eiga 100 kindur eða fleiri og hafa ásetningshlutfallið 1 eða hærra. Það greiðslumark sem ekki er úthlutað til framleiðenda í forgangshópum stendur öðrum umsækjendum til boða. Ekki fengust upplýsingar úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu um niðurstöður desember- markaðarins áður en blaðið fór í prentun. Þröskuldar sem geta verið ósanngjarnir Að sögn Unnsteins Snorra Snorrasonar, framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda, þá var markaðnum ætlað að beina stuðningnum til þeirra sem eiga meira undir sauðfjárrækt sem sinni afkomu. „Forgangshópar eru skil- greindir út frá ásetningshlutfalli. Síðan má segja að það séu tveir mikilvægir þröskuldar vegna for- gangsröðunar; annars vegar við 100 kinda mörkin og síðan er líka þröskuldur varðandi stóru búin. Það getur enginn sem er í forgangs- hóp fengið úthlutað greiðslumark þannig að heildar greiðslumarkseign eftir úthlutun fari yfir 600 ærgildi. Þannig getur sá sem á 600 ærgildi ekki fengið úthlutað úr potti fyrir forgangshópi. Svona þröskuldar eru alltaf um- deildir, en notaðir víðar í samningn- um. Þeir geta verið mjög ósann- gjarnir, en þeim er ætlað að jafna stöðu bænda innan samningsins,“ segir Unnsteinn Snorri. /smh Innlausnarmarkaðir með greiðslumark í sauðfé: Ætlað að styðja sérstaklega þá sem eiga mest undir sauðfjárrækt Unnsteinn Snorri Snorrason. 45 33 34 16 17 7 4 9 10 11 8 5 5 2 2 1 2 5 7 2 4 3 1 2 1 0 0 0 0 3 2 1 1 1 6 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 Fjöldi bæja með staðfest riðutilfelli frá 1986-2020 Matvælastofnun: Upplýsingar og fræðsla skila árangri í baráttunni við riðu Til eru gögn aftur til ársins 1957 um riðutilfelli sem komið hafa upp hérlendis. Samkvæmt Sigrúnu Bjarnadóttur, sérgreina- dýralækni nautgripa- og sauð- fjársjúkdóma hjá Matvæla- stofnun Íslands er þó erfitt að treysta á þau gögn vegna ýmissa vankanta. Í dag er að mestu stuðst við tölur frá árinu 1986 sem sýna svo ekki verður um villst að verulegur árangur hefur náðst í baráttunni við sjúkdóm- inn frá þeim tíma. „Við höfum aðrar greiningar- aðferðir í dag en fyrir 60 árum og tölurnar sem ná svo langt aftur er erfitt að heimfæra yfir á niður- stöður í dag. Þær hafa þó ákveðið upplýsingagildi en gagnast ekki varðandi ákvarðanatöku,“ segir Sigrún. Bændur séu meðvitaðir um smitvarnir Hérlendis hefur greinst oftast riðuveiki í Húna- og Skagahólfi en í líflambasöluhólfunum (Snæfells hólfi, Vestfjarðahólfi eystra, N-Þingeyjarsýsluhluta Norð austurhólfs og Öræfahólfi), Miðfjarðarhólfi, Eyjafjarðarhólfi, Suðaustur landshólfi, Rangá rvalla- hólfi og Vestmanna eyjahólfi hefur aldrei greinst riða. „Það sem við sjáum frá árinu 1986 er að þá er hert á aðgerðum og við það næst þessi góði árang- ur. Upp úr 1978 var þetta mjög víða og jókst og leit út fyrir að myndi breiðast út um land allt. Veikin grasserar í hjörð þegar hún er einu sinni komin. Árið 1986 var sett á reglugerð um viðbrögð við riðu og ákveðið var að nota útrým- ingaraðferðina við hvert staðfest smit ásamt því að leiðbeiningar voru hafðar um hreinsun. Við höfum notað grunn hennar síðan en bæst hefur við reglugerðina í gegnum tíðina. Þetta hefur skilað sér í árangri með fækkun tilfella,“ útskýrir Sigrún og segir jafnframt: – „En það hefur verið tilhneig- ing eftir því sem lengra líður frá riðutilfellum að þá minnkar með- vitundin hvað varðar smitvarnir, fólk gleymir sér og það verða kynslóðaskipti í búskap. Það þarf alltaf að hamra á þessu við bænd- ur, að þeir láti vita ef kindur drep- ast því þá þarf að taka sýni. Það er einnig mikilvægt að bændur virði þær reglur sem eru í gildi og að þeir fái fræðslu um það því það skilar sér.“ /ehg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.