Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 71

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 71
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 71 Vörumst villuljós Fyrir nokkru skrifaði formaður Miðflokksins grein í Bændablaðið sem snerist um greiningu og lausnir á stöðu landbúnaðarins. Hann greinir réttilega að á Íslandi séu blikur á lofti og hafi verið um nokkra hríð í landbúnaðarmálum. Á hinn bóginn er greiningin í meginþáttum röng. Honum yfirsjást atriði sem skipta sköpum þegar um það er að tefla að koma á framfæri tillögum um raunverulegar úrbætur og lausnir sem duga. Spurningin sem svara þarf fyrst er þessi: Hvað skiptir höfuðmáli þegar reynt er að skilja þróun landbúnaðarins hér á landi síðustu ár? Sá sem veit ekki hvar hann er veit heldur ekki hvert hann á að halda. Þegar við höfum skilgreint hvar við erum stödd á raunsannan hátt getum við hafist handa við að marka stefnuna á framtíðarbraut. Síðan er ekki úr vegi að nefna nokkur villuljós sem formaður Miðflokksins hefur veifað í landbúnaðarmálum og hafa leitt bændur af leið. Linnulausar tækniframfarir Fyrir rúmum sextíu árum birti Bandaríkjamaðurinn Willard Cochrane grein sem lýsti þróun landbúnaðar á þeim tíma. Þar er því ferli lýst sem við sjáum greinilega að hefur átt sér stað hér á landi ef við horfum til lengri tíma en eins kjörtímabils: Tækniþróun veldur því að framleiðslukostnaður lækkar. Hugvitssamir bændur taka þessa tækni upp og í kjölfarið hagnast þeir. Eftir því sem fleiri bændur fylgja í kjölfarið lækkar verð á afurðum þeirra. Þeir bændur sem ekki geta fylgt á eftir eiga þann kost að hætta búskap eða vinna utan búsins til þess að viðhalda tekjum sínum. Svona gengur þessi hringur ár eftir ár. Dráttarvélar, súgþurrkun, rúlluvélar, stæðuverkun, mjaltagryfjur, mjalta­ þjónar, nákvæmnisbúskapur. Tækni framfarirnar eru linnulausar. Á síðustu þrjátíu árum hefur framleiðni í mjólkurframleiðslu aukist þannig að þriðjungur bænda framleiðir helmingi meiri mjólk, með fimmtungi færri kúm. Í sauðfjárrækt hafa ekki verið sömu tækifæri til afkastaaukningar. Samkeppnisstaða hennar hefur þar af leiðandi versnað sífellt gagnvart þeim tegundum kjöts sem hún keppir við. Þetta höfum við fyrir augum meðal annars í miklu framboði af verksmiðjuframleiddu svína­ og kjúklingakjöti. Auðvitað er hægt að ná árangri með því að rækta sérstöðu og einstök gæði lamba sem beitt er úti í guðsgrænni náttúru Íslands. En það dugir skammt vegna takmarkaðs markaðar innanlands og samkeppni við aðra sauðfjárræktendur á alþjóðamarkaði. Því hafa fjölmargir sauðfjárbændur tekið til við hliðarbúgreinar til þess að viðhalda heimilistekjum sínum. Þetta er staðan og henni verður ekki haggað svo glatt. Þetta eru hjól tímans sem snúast hratt og munu ekki stöðvast. Við hljótum því að spyrja okkur hvað við ætlum að gera til þess að verja það sem máli skiptir, samfélögin í dreifbýlinu, menninguna og tækifærin? Innlent fúsk til vandræða En áður en ég hef þá sálma, þá langar mig til þess að eyða örfáum orðum í þá mynd sem formaður Miðflokksins bregður upp af orsökunum fyrir núverandi stöðu. Fyrst nefnir hann eftirlitsiðnaðinn og þar hefur hann nokkuð til síns máls. Sjálfur man ég vel eftir því að fá alls kyns eftirlit í heimsókn á árunum sem ég var bóndi. En fyrrverandi forsætisráðherra gleymir því að það var í hans tíð sem einhverjar mest íþyngjandi reglugerðirnar á þessu sviði voru settar. Reglugerðirnar um aðbúnað voru ekki sendar frá Brussel. Samantekið fyrir alla búfjárstofna hafa þessar reglugerðir í för með sér kostnað sem nemur sennilega eitthvað á þriðja tug milljarða. Það var ekki Evrópusambandið sem fyrirskipaði þennan kostnaðarauka, heldur Alþingi Íslendinga og stjórnvöld þessa tíma. Ráðuneyti Sigmundar Davíðs. Þá nefnir hann einnig tolla­ samninginn hinn vonda. Sem einnig er alíslenskt fúsk, þar sem menn sömdu um geysilega miklar heimildir til þess að flytja út lítið unnar vörur, heila lambaskrokka og skyr (ásamt svínakjöti sem hlýtur að hafa verið einhvers konar grín). Gegn því að gefa eftir stærðarinnar hluta af innlenda markaðinum, því mikilvægasta sem íslenskur landbúnaður hefur. Þetta var gert án nokkurra greininga á því hvaða áhrif samningurinn gæti haft. Raunin er sú að í dag nýtum við brot af þessum heimildum meðan innflutningurinn er verulegur og hefur haft mikil áhrif á innlenda framleiðendur. Það er ekki nóg með að samningurinn sem ráðuneyti Sigmundar Davíðs gerði sé afleitur, nokkurn veginn sama hvernig litið er á hann, heldur er endurskoðunarákvæði hans jafnvel verra. Þar er það orðað á þann veg að samningurinn skuli stækkaður! Fleiri atriði væri hægt að tína til. Þannig var hvatning ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs til að auka framleiðslu á lambakjöti á árunum 2013­2015, með því að hækka ásetningshlutfall og fleira. Þetta leiddi til þess að afkoma sláturleyfishafa varð háðari erlendum mörkuðum og gengi krónunnar. Í kjölfarið hrundi svo verð á lambakjöti til bænda og hægt gengur að ná því upp á nýjan leik. Fleiri stoðir undir búsetu En aftur að raunverulegum lausnum. Þær hljóta að vera þær að reyna ekki að vinna gegn hjóli tímans, heldur með því. Áskorunin núna snýst ekki um stærðarhagkvæmni, heldur breiddarhagkvæmni. Skjóta þarf fleiri stoðum undir búsetu í dreifbýli. Tækifæri eru til framleiðslu á fleiri tegundum matvæla en til þess þarf markvissan stuðning á rétta staði. Skynsamleg landbúnaðarstefna einblínir ekki eingöngu á þær stoðir sem fyrir eru heldur leitast við að fjölga þeim. Stóll á tveimur fótum er valtur. Til þess að hægt sé að snúa við blaðinu þarf nýja sýn. Það þarf örugga forystu meðal bænda og á vettvangi stjórnmálanna. Í bændaforystunni hefur orðið mikil endurnýjun á síðustu árum. En slík endurnýjun hefur verið í minna mæli á vettvangi stjórnmálanna. Þar er boðið upp á sömu gylliboðin og vanalega. Það er varpað upp óraunsærri mynd af glanskenndri fortíð sem aldrei var og lofað að koma gamla tímanum á að nýju eftir næstu kosningar. Á stjórnmálasviðinu þarf einfaldlega að krefjast meiri þekkingar á málefnum landbúnaðarins en verið hefur í seinni tíð. Einnig þarf að snúa af þeirri braut í gerð viðskiptasamninga sem mörkuð var í tíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir hrun og sem var svo fram haldið með endurnýjuðu samstarfi þessara flokka eftir hrun. Nóg er tjónið orðið af þeirri vegferð. Kári Gautason Höfundur er búfjárerfðafræðingur Kári Gautason. LESENDABÁS KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is SETTU TÆKIN ÞÍN Á NEGLD DEKK Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Þú færð Best Grip naglana hjá okkur jardir.is Iðnaðarhampur er afar marg­ slungin planta sem hefur oft verið á milli tannanna á fólki. Algengt er að fólk hafi illan bifur á henni vegna þess að henni er oft ruglað saman við hamp sem ræktaður er í þeim tilgangi að framleiða vímuefni. Báðar þessar hampplöntur tilheyra sömu fjölskyldu en iðnaðarhampinn er ekki hægt að nota til vímuefnaframleiðslu af neinu tagi. Iðnaðarhampur var hagnýttur um aldaraðir í ýmsum tilgangi en féll í ónáð sökum þessarar tengingar. Nú er fólk að enduruppgötva þessa fjölhæfu plöntu og fyrstu skref gefa væntingar um spennandi framhald. Í verkefninu FutureKitchen sem leitt er af Matís með styrk frá evrópska samkeppnissjóðnum EIT Food eru notkunarmöguleikar iðnaðarhampsins skoðaðir og þeim miðlað áfram á myndbandsformi. Gömul kínversk goðsögn ku segja af því að í árdaga hafi Guðirnir gefið mannkyni eina plöntu sem uppfyllt gæti allar þeirra þarfir, þá plöntu sem nú er kölluð iðnaðarhampur. Plantan er líka merkileg fyrir margra hluta sakir. Mögulegt er að nýta svo til alla hluta plöntunnar svo ekkert fer til spillis. Hún vex hratt, hefur góð áhrif á umhverfi sitt og hægt er að nýta hana til að búa til fjölbreytta hluti á borð við plast, pappír, rafhlöður, byggingarefni, snyrtivörur og fatnað. Einnig má nýta hana í margvíslega matvælaframleiðslu þar sem hún er bæði bragðgóð og næringarrík. Stilkinn og ræturnar má nota sem hráefni í iðnaði, en fræin, blómin og laufin eru æt. Hamplauf eru rík af járni, sinki, kalíum, magnesíum og fosfór, en hampfræ eru frábær uppspretta af fjölómettaðri fitu, próteini, E-vítamíni og ýmsum nauðsynlegum steinefnum. Mögulegt er að rækta iðnaðarhamp á Íslandi og hefur það færst töluvert í aukana á undanförnum árum. Pálmi Einarsson og Oddný Anna Björnsdóttir í Gautavík í Berufirði eru meðal þeirra bænda sem telja mætti til frumkvöðla í hamprækt og sjá mikla möguleika í ræktun plöntunnar. Þau hafa prófað sig áfram með alls kyns framleiðslu úr flestum hlutum plöntunnar og telja að í þessu felist miklir möguleikar til aukinnar sjálfbærni hér á landi. Í Hallormsstaðaskóla stunda nemendur nám í sjálfbærni, ýmist með áherslu á sköpun og matarfræði eða textílvinnslu. Þar hafa möguleikar hampsins verið kannaðir en nemendur hafa til dæmis galdrað fram nýstárlega rétti á borð við hamp pasta, hamp tahini (hampini) og hamp latté. Einnig hafa nemendurnir þróað alls kyns snyrtivörur, smyrsl, fataliti og efni til textílhönnunar sem unnið er frá grunni úr plöntunni svo eitthvað sé nefnt. Myndböndin úr FutureKitchen myndbandaröðinni má nálgast hér: https://www.youtube.com/ playlist?list=PLZGs8XSSa2cL_ rQKVzGfnGr0euQn34i5Y /Matís Iðnaðarhampur – ein planta sem uppfyllir allar þarfir mannkyns? Bænda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.