Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202040 Tónlistamennirnir Gímaldin og Hafþór Ólafsson sendu nýlega frá sér geisladisk þar sem þeir kveða rímur við undirleik Gímaldins og Hafþórs. Þeir hafa áður unnið nokkur lög saman, á plötuna Gímaffinn kemur og smáskífuna Af froski gengnum á land. Á nýja disknum leikur Þorvaldur H. Gröndal á trommur, Viðar Hákon Gíslason sér um trommuheilabít og Ólafur Hjördísarson Jónsson hafði yfirumsjón með gítarupptökum og effekteringum. Gluggað í Háttalykil Að sögn Gímaldins hefur hann verið að glugga í Háttalykil Lopts ríka Guttormssonar og vakti það áhuga hans hve ástríðufullt þetta kennsluefni var. „Ég hafði ekki spáð í það lengi en einangrun, fjarlægð og fjarvera frá ástvinum hlaut að magna upp ástríðuna og tilfinningahitann, að yrkja til einhverrar sem maður hafði ekki séð í mörg ár og vitandi að hún myndi hvorki heyra kveðskapinn né sjá mig í önnur mörg ár. Ekki þessi sí- og ofnærvera sem tækni nútímans hlekkjar okkur í. Það vakti áhuga minn á að yrkja um ástina meðan hún er heit, meðan hún er – langoftast eða hér um bil alltaf er ort um sambandsslit eða deyjandi ást. Ástin er mikilvæg og á skilið jafn marga sénsa og þú myndir gefa fíkli sem enn einu sinni segist ætla að standa sig í þetta sinn.“ Í yrkisefnaformin bættust við Háttatal Sveinbjarnar Beinteins- sonar, ýmsar rímur eftir Sigurð Breiðfjörð og ýmislegt fleira. Hafþór segir að þeir hafi farið í stuttan túr um Austur- og Norðausturland og að skömmu síðar hafi platan verið hljóðrituð og að hluta til í Labrab. „Auk mín og Gímaldins lék Þorvaldur H. Gröndal á trommur, Viðar Hákon Gíslason gerði nokkur trommuheilabít og Ólafur Hjördísarson Jónsson hafði yfirumsjón með gítarupptökum og effekteringum.“ Nauðsynlegt að treina ástina „Reyndar er sama hvað ástin er sönn og heit, hún lifir ekki lengi ef ekki er hægt að treina hana með langdrægum fjarsamskiptum og nánast endalausri bið og það þarf því að hafa hraðar hendur. Inspirasjónin er þess vegna eins konar kapphlaup við tímann, sem er hressandi þversögn, því allt hófst þetta út frá tækifæri til að þurfa ekki alltaf að vera að flýta sér.“ Áhugi á endalausri jákvæðni Hafþór og Gímaldin deila áhuga á ýmsum menningarformum, sem og endalausri jákvæðni og vilja til að gera eitthvað skemmtilegt, eins og þeir orða það sjálfir. Það sem færri vita er að þeir kunna vel að meta synta-popptónlist níunda áratugarins, Bubbann, OMD og Human League. /VH LÍF&STARF HROSS&HESTAMENNSKA Hagagæði – samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Félags hrossabænda: Markmið Hagagæða er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands Hagagæði er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Félags hrossabænda. Landgræðslan hefur umsjón með verkefninu og annast úttektir lands. Markmið þátttakenda í verkefninu er að landgæði rýrni ekki við nýtingu beitarlands. Þátttakendur geta verið hrossabændur og aðrir sem halda hross í atvinnuskyni eða til brúkunar í tómstundum. Landeigendur sem þess óska geta tekið þátt í Hagagæðum en beitarland þeirra þarf að standast úttekt Landgræðslunnar. Úttektir gilda fyrir yfirstandandi ár og fylgir viðurkenning til þátttakenda sem standast úttektina. Auka ábyrgð og tryggja sjálfbæra nýtingu beitarlands Tilgangur verkefnisins er að tryggja sjálfbæra nýtingu beitar- lands og auka ábyrgð landnotenda sem vörslumanna lands. Einnig að auka umhverfisvitund landeigenda og landnotenda og tryggja velferð hrossa. Þátttakendur geta notað sér- stakt merki Hagagæða, starfsemi sinni til framdráttar. Á einkennis- merkinu er ártal þess árs sem viður- kenningin á við. Árið 2020 var fjórða starfsár Hagagæða og stóðust 49 hrossabú úttektarkröfur verkefnisins og hlutu þar með viðurkenningu fyrir sjálfbæra landnýtingu. Ingunn Sandra Arnþórsdóttir, verkefnastjóri Hagagæða Nafn jarðar Þátttakendur Sýsla 1. Sauðanes Ágúst M. Ágústsson / Steinunn A. Halldórsdóttir Norður-Þingeyjarsýsla 2. Bakki Þór Ingvason Eyjafjarðarsýsla 3. Bringa Bringa ehf. Sverrir Reynir / Guðbjörg Jóna Eyjafjarðarsýsla 4. Hólsgerði Brynjar Skúlason / Sigríður Bjarnadóttir Eyjafjarðarsýsla 5. Jarðbrú Þorsteinn Hólm Stefánsson / Þröstur Karlsson Eyjafjarðarsýsla 6. Litla-Brekka Vignir Sigurðsson Eyjafjarðarsýsla 7. Litli-Dalur Kristín Thorberg / Jónas Vigfússon Eyjafjarðarsýsla 8. Ásgeirsbrekka Jóhann Ingi Haraldsson Skagafjarðarsýsla 9. Bær á Höfðaströnd Höfðaströnd ehf, Sigmar Bragason Skagafjarðarsýsla 10. Enni Haraldur Þ. Jóhannsson / Eindís Kristjánsdóttir Skagafjarðarsýsla 11. Flugumýri II Flugumýri ehf, Anna Sigurðardóttir Skagafjarðarsýsla 12. Hafsteinsstaðir Skapti Steinbjörnsson / Hildur Claessen Skagafjarðarsýsla 13. Hólar Hólaskóli Skagafjarðarsýsla 14. Hverhólar Freysteinn Traustason / Birna S. Hafsteinsdóttir Skagafjarðarsýsla 15. Íbishóll Íbishóll ehf, Magnús Bragi / Elísabeth Jansen Skagafjarðarsýsla 16. Kálfsstaðir Ólafur Sigurgeirsson / Sigríður Björnsdóttir Skagafjarðarsýsla 17. Nautabú Karen Steindórsdóttir / Eyjólfur Þórarinsson Skagafjarðarsýsla 18. Tunguháls II Líney Hjálmarsdóttir Skagafjarðarsýsla 19. Víðidalur/Kirkjuhóll Pétur Stefánsson Skagafjarðarsýsla 20. Ytra-Skörðugil Ingimar Ingimarsson Skagafjarðarsýsla 21. Ytra-Vallholt Vallholt ehf, Björn Friðriksson / Harpa Hafsteinsdóttir Skagafjarðarsýsla 22. Geitaskarð Íslensk hrossarækt Austur-Húnavatnssýsla 23. Gilsstaðir Kristján Þorbjörnsson Austur-Húnavatnssýsla 24. Hof, Vatnsdal Jón Gíslason / Eline Schrijver Austur-Húnavatnssýsla 25. Hólabak Björn Magnússon Austur-Húnavatnssýsla 26. Steinnes Magnús Jósefsson Austur-Húnavatnssýsla 27. Sveinsstaðir Ólafur Magnússon Austur-Húnavatnssýsla 28. Auðunnarstaðir I Júlíus G. Antonsson Vestur-Húnavatnssýsla 29. Stóra-Ásgeirsá Elías Guðmundsson / Magnús Á. Elíasson Vestur-Húnavatnssýsla 30. Ytri-Þóreyjarnúpur Þórey ehf, Gerður Hauksdóttir Vestur-Húnavatnssýsla 31. Hjarðarholt Hrefna B. Jónsdóttir / Þorvaldur T. Jónsson Mýra- og Borgarfjarðarsýsla 32. Lundar II Sigbjörn Björnsson Mýra- og Borgarfjarðarsýsla 33. Oddsstaðir Sigurður Oddur Ragnarsson Mýra- og Borgarfjarðarsýsla 34. Ölvaldsstaðir IV Guðrún Fjeldsted Mýra- og Borgarfjarðarsýsla 35. Hömluholt Gísli Guðmundsson Snæfellsnessýsla 36. Auðsholtshjáleiga/Grænhóll Gunnar Arnarson Árnessýsla 37. Hólar í Flóa Ímastaðir ehf, Einar Hallsson Árnessýsla 38. Hraun I Hrafnkell Karlsson Árnessýsla 39. Hvoll I Ólafur H. Einarsson Árnessýsla 40. Kjóastaðir II Geysir hestar, Hjalti Gunnarsson, Ása V. Dalkarls Árnessýsla 41. Litlaland Sveinn Steinarsson Árnessýsla 42. Árbæjarhjáleiga Kristinn Guðnarson / Marjolyn Tiepen Rangárvallasýsla 43. Ásborg Eydís Þ. Indriðadóttir Rangárvallasýsla 44. Fet/Lindarbær Fet ehf, Karl Wernersson Rangárvallasýsla 45. Gunnarsholt Ágústa Helgadóttir Rangárvallasýsla 46. Hemla Vignir Siggeirsson / Lovísa Ragnarsdóttir Rangárvallasýsla 47. Kirkjubær Kirkjubæjarbúið, Ágúst Sigurðsson Rangárvallasýsla 48. Oddhóll Sigurbjörn Bárðarson Rangárvallasýsla 49. Vakurstaðir Valdimar Bergstað / Halldóra Baldvinsdóttir Rangárvallasýsla Árið 2020 stóðust eftirfarandi hrossabú úttektir vegna landnýtingar Hagagæði 2020 Árið 2020 var fjórða starfsár Hagagæða og stóðust 49 hrossabú úttektarkröfur verkefnisins og hlutu þar með viðurkenningu fyrir sjálfbæra landnýtingu. Umhverfisvernd: Krúttlegu dýrin fá mest Samanburður á fjár­ magni til dýraverndunar í löndum innan Evrópu­ sambandsins sýnir að framlög til verndunar á hryggleysingjum er mun lægra en til hryggdýra og að hæstu framlögin fara til krúttlegra spendýra og til verndunar á fuglum. Í samanburðinum kemur fram að framlög til vernd unar á hryggdýrum eru um það bil 500 sinnum hærri en til hryggleysingja. Ákveðnar dýrategundir sem njóta vinsælda og eru vinsæl í kvikmyndum og náttúrulífsmyndum og þykja sæt, eins og birnir, úlfar, sumar tegundir fugla og kattardýr, njóta góðs af vinsældunum og meira fé er veitt til verndunar hverrar tegundar fyrir sig en allra hryggleysingja samanlagt. „Ljót dýr“ á lægri styrki Hryggleysingjar, eins og kóngulær, bjöllur og krabbadýr, sem eru ekki síður mikilvæg vistkerfinu en njóta ekki almennrar hylli, hafa einfaldlega orðið undir í baráttunni um styrki Evrópusambandsins til náttúruverndar. Í greinargerð vegna saman- burðarins segir að staða dýrategunda og hversu líklegt sé að hún sé í útrýmingarhættu virðist ekki hafa teljandi áhrif á hversu miklu fé er veitt til verndunar hennar. Það sem meira máli skiptir er hversu sýnilegt dýrið er og hversu þekkt það er. Ekki er nóg með að fjárveitingar til verndunar hryggleysingja sé mun lægra því þeir og ekki síst skordýr eru í allt að átta sinnum meiri útrýmingarhættu en fuglar, spendýr og eðlur. Líffræðileg fjölbreytni Samantektin tengist vinnu vegna nýrrar áætlunar Evrópusambandsins um verndun líffræðilegrar fjölbreytni og að stefnt sé að því að árið 2030 verði um 30% lands í Evrópu náttúrulegt friðland. Í grófum dráttum hefur tekist vel með verndun fjölda stórra spendýra og ýmissa fuglategunda en minna hefur verið gert í því að vernda minni og lítt áberandi dýr. Ekki vegna þess að slíkt sé ekki nauðsynlegt heldur frekar vegna þess á þau þykja ekki nógu „sexí“. /VH UTAN ÚR HEIMI Minna fé er veitt innan Evrópusambandsins til verndunar hryggleysingja en hryggdýra. PLÖTUR&MENNING Gímaldin og Hafþór Ólafsson kveða rímur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.