Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202032 Kristján Þór Júlíusson sjávar­ útvegs­ og landbúnaðar ráð herra skipaði doktor Hrönn Ólínu Jörundsdóttur í embætti forstjóra Matvælastofnunar til næstu fimm ára frá og með 1. ágúst síðastliðn­ um en alls bárust átján umsóknir um starfið. Hrönn hefur verið að setja sig inn í starfið en hún er efnafræðingur með framhalds­ menntun í umhverfisefnafræði og hefur starfað hjá Matís undanfar­ in 11 ár. Hún hefur jafnframt sér­ hæft sig á sviði matvælaöryggis, áhættumats og áhættumiðlunar. Hrönn Ólína er mikill hjólreiða­ garpur og segist elska jólin en fer þó ekki hátt með það. Uppalinn Mosfellingur „Ég fæddist á Lansanum í Reykjavík í júlí 1978 og eftir flakk fyrstu fimm árin, m.a. til Fáskrúðsfjarðar og Svíþjóðar, þá settumst við að í Mosfellsbæ og ég flokka mig sem uppalinn Mosfelling. Pabbi er prófessor í HÍ í sjávarlíffræði og mamma er tannlæknir en ég á svo tvær yngri systur. Ég bý með Brynjari Guðmunds­ syni, sem er Siglfirðingur í húð og hár, og samtals eigum við fimm börn frá fyrri samböndum. Ég ólst upp í hestamennsku og handbolta, fór í MS til að taka stúdentinn og svo beint í HÍ í efnafræði því ég vissi ekkert hvað ég vildi verða, not­ aði útilokunaraðferðina og þá var efnafræði það sem stóð upp úr, eins furðulegt og það kann að hljóma. Eftir að hafa klárað B.Sc. í efna­ fræði þá dró ég fyrrverandi eigin­ mann með út til Svíþjóðar þar sem ég fór í framhaldsnám í umhverfis­ efnafræði. Eftir að hafa búið þar í sjö ár þar til við fluttum heim aftur og beint í Mosó, eignuðumst við þrjú börn og skildum, en nokkrum árum seinna kynntist ég Brynjari og við erum búin að vera límd saman síðan.“ Stjórnarformaður Bláa hersins Eftir heimkomuna frá Svíþjóð byrj­ aði Hrönn hjá Matís 2009 sem ver­ kefnisstjóri og varð svo sviðsstjóri yfir matvælaörygginu nokkru seinna og sá um reksturinn á þjónusturann­ sóknarstofunni. Þaðan kom hún svo beint til Matvælastofnunar í ágúst. „Fyrir utan það þá er ég stjórn­ arformaður Bláa hersins sem er stýrt af herforingjanum Tómasi Knútssyni, eldhuga og frumkvöðli. Fyrir utan vinnuna þá er ég djúpt sokkin í reiðhjólasportið þar sem búið er að skipta út reiðskjótunum með keppnum, þjálfun og æfingum. Á veturna stundum við fjölskyldan svo skíðasportið af miklum móð þar sem við hjónaleysin förum mikið á fjallaskíði. En annars er öll útivist mjög ofarlega á áhugasviðslistanum. Ég held að það sé óhætt að segja að ég sé jákvæður orkubolti sem hefur gaman af lífinu og nýjum áskorun­ um. Eins og ég segi í hjólreiðunum, ég elska brekkur,“ segir Hrönn og hlær. Matvælaöryggi og umhverfismál Talið berst næst að því hvað hafi komið til að hún hafi sótt um starf forstjóra Matvælastofnunar þegar hún var í góðu starfi hjá Matís. „Já, þú segir nokkuð, bæði í mínu námi erlendis og hjá mínum fyrri vinnuveitanda, Matís, þá hef ég unnið að málum sem varðar matvælaöryggi og umhverfismál. Í gegnum þessa vinnu og rannsóknir þá hef ég þróað hjá mér brennandi áhuga á málaflokkunum, og þá sérstaklega matvælaöryggi og get drepið niður hvaða partí sem er með umræðum um óæskileg efni í matvælum og áhrif þeirra á heilsu manna. Ég hef mjög góða þekkingu og kunnáttu á áhættumati og matvæla­ öryggi og hef mjög sterkar skoðanir á mikilvægi málaflokksins. Ég hafði einnig unnið með Matvælastofnun í gegnum árin og finnst starf stofn­ unarinnar vera einstaklega mikil­ vægt og að mörgu leyti vanmetið. Eins hef ég líka sterka skoðun á hvert er hægt að fara með stofnun­ ina til að gera hana enn betri og það voru þær hugmyndir og skoðanir sem gerðu það að verkum að ég gat ekki annað en sótt um,“ segir Hrönn. Stolt af því að hafa fengið stöðuna Kom það þér á óvart að hafa fengið starfið hjá Matvælastofnun? „Já og nei, það kom mér vissulega á óvart að komast áfram því ég veit að samkeppnin var gríðarlega sterk og mjög flottir kandídatar sem sóttu um og ég er því líka mjög stolt af því að hafa fengið stöðuna. En ég held að ég hafi margt fram að færa og ég náði að selja þá framtíðarsýn og stefnu sem ég hef á eftirliti og stjórnun inn í valnefndina og til ráðherra. Það sem ég held að hafi veitt mér forskot á aðra aðila var að ég vil leggja mikla áherslu á samtal og skilning milli aðila ásamt því að ég er mjög drífandi og framávið með góða þekkingu og skilning á hluta verkefna stofnunarinnar. Ég hef nú þegar hafið stefnumótun innan stofnunarinnar sem ég held að leiði til framsýnnar stofnunar sem svarar þörfum samtímans og skapar betri sátt um störf stofnunarinnar.“ Annasamir mánuðir Eins og gefur að skila tekur það tíma sinn fyrir nýjan forstjóra að kynnast starfi stofnunarinnar og fólkinu sem þar starfar en það hefur þó gengið ótrúlega vel hjá Hrönn. „Já, fyrstu mánuðirnir hafa verið mjög annasamir. Fyrir það fyrsta að reyna að ná áttum og yfirsýn yfir það gríðarlega víðfeðma svið sem stofnunin sinnir og kynnast öllu því frábæra fólki sem hjá stofnuninni vinnur. Eins er áskorun að takast á við stjórnun á stofnun sem ég þekki ekki til fullnustu á tímum COVID og tryggja það að fólk geti unnið áfram, líði vel og geti sinnt sínum verkefnum. En sem betur fer er ég með mjög gott fólk með mér til aðstoðar. Við erum að byrja að LÍF&STARF Hrönn Ólína Jörundsdóttir, nýr forstjóri Matvælastofnunar: þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt – Nýi forstjórinn stundar reiðhjólasportið grimmt, elskar jólin og uppáhaldsstaðurinn á Íslandi er Þórsmörk Hrönn Ólína Jörundsdóttir, nýr forstjóri Matvælastofnunar, stödd fyrir utan húsnæði stofnunarinnar á Selfossi þar sem hennar skrifstofa og starfsaðstaða er. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.