Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202022 LÍF&STARF Hrikalegur samdráttur hefur verið í flugi í Evrópu sambands­ ríkjunum á þessu ári vegna COVID­19 faraldursins. Á þeim tíu flugvöllum þar sem fækkun flugvéla hefur verið mest, eða frá ­53% til ­66%, hefur flugvélum sem fara um þá velli í almennu flugi í heild fækkað um 1.898.500 vélar. Í janúar 2020, áður en COVID- 19 fór að gæta, varð strax lítils háttar samdráttur frá fyrra ári, eða um -0,8%, sem væntanlega má að mestu rekja til samdráttar í efnahagskerfinu. Úr þessu rættist í febrúar, en þá varð 1,4% aukning frá febrúar 2019. Síðan kom stóri skellurinn. Í mars 2020 hafði orðið 44,1% samdráttur í flugi frá sama mánuði 2019. Í apríl var botninum náð og samdrátturinn þá orðinn 91,2% miðað við árið áður. Örlítið betri stað var í maí, en samdrátturinn var samt 89,8% á milli ára. Í júní lag- aðist staðan aðeins meira og þá var staðan -84,2% miðað við júní 2019. Í júlí skánaði staðan aðeins en var samt -63,5%. Topp árangur náðist í ágúst í sumar þegar samdráttur- inn á milli ára minnkaði í -53,4%. Síðan fór aftur að halla undan fæti. Í september var staðan -58,7% og -61,1% í september. Tölur Eurostat sem byggja á tölum Eurocontrol náðu ekki lengra í síðustu viku, en miðað við versn- andi stöðu í útbreiðslu COVID-19 í Evrópu síðan í október má búast við að flugið hafi líka dregist saman. Flugvélum sem fara um Mai-flugvöll í Frankfurt fækk- aði um 251.900 Þegar litið er á samdrátt í fjölda flugvéla sem fóru um einstaka flug- velli í ESB-löndunum á tímabilinu janúar til október 2020 er staðan hreint út sagt hrikaleg. Af þeim tíu flugvöllum þar sem samdrátturinn var mestur í fjölda flugvéla var mest fækkun um Main-flugvöll í Frankfurt í Þýskalandi og nam 251.900 vélum, eða um -58%. Næstur kom Charles de Gaulle flugvöllur í París í Frakklandi með fækkun upp á 232.200 flugvélar, eða um -55%. Síðan er Schiphol flugvöllur í Amsterdam í Hollandi með fækkun upp á 225.700 flugvélar eða um -53%. München flugvöllur í Þýskalandi kemur svo í fjórða sæti með fækkun upp á 281.300 flugvélar eða um -63%. Í fimmta sæti yfir mesta fækkun í fjölda véla er Barajas flugvöllur í Barselóna á Spáni með 212.800 vélar, eða um -60%. Þá kemur Fiumicino flugvöllur í Róm á Ítalíu með fækkun flug- véla upp á 172.400, eða um -65%. Síðan Schwechat flugvöllur í Vín í Austur ríki með 138.600 flugvéla sam drátt, eða um -60%. Í níunda sæti kemur svo Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn í Danmörku með fækkun upp á 134.900 flugvélar, eða um -61%. Í tíunda sæti er svo flugvöllurinn í Palma á Mallorca á Spáni. Þar fækkaði flugvélum sem fóru um völlinn um 129.200, eða um 66%. Þar var hlutfallsleg fækkun flugvéla líka mest. Ísland er ekki aðili að Eurocontrol Í þessari úttekt sem byggð er á tölum Eurocontrol eru ekki tölur um flug til og frá Íslandi, enda er Ísland ekki aðili að Eurocontrol. Þar er 41 Evrópuríki skráð sem aðildarríki, þar á meðal Noregur, Sviss og meira að segja Ísrael og Úkraína. Eurocontrol heldur utan um almennt farþega-, póst- og flutningaflug ásamt umferð her- flugvéla. /HKr. Gríðarlegur samdráttur í flugi í ESB-löndunum frá janúar til október 2020 vegna COVID-19: Flugumferð um 10 flugvelli í ESB hefur dregist saman um 1.898.500 flugvélar UTAN ÚR HEIMI Afríska svínapestin breiðist enn út í Þýskalandi Friedrich Loeffler­stofnunin í Þýskalandi gaf út þann 1. nóvem­ ber síðastliðinn að staðfest væru 123 smit afrísku svínapestarinn­ ar í villisvínum, aðallega á tveim svæðum í ríkinu Brandenburg í austurhluta Þýskalands. Daginn eftir, eða 2. nóvember, greindi þýska landbúnaðarráðuneytið frá því að villisvín sem var drepið í nágrannaríkinu Saxoy hafi verið smitað af afrísku svínapestinni. Smit hafði samt ekki borist í alisvínastofninn í Þýskalandi. Julia Klöckner, land búnaðar- ráðherra Þýskalands, staðfesti þann 10. september að fyrsta tilfellið af afrísku svínapestinni (ASF) hafi fundist í landinu 9. september. Þá hafði fundist hræ af smituðum villi- gelti í ríkinu Brandenburg í aust- urhluta Þýskalands. Smittilfellið í Saxoy í byrjun nóvember var í Efri- Lusatia í Görlitz héraði. Sveit sér- fræðinga var þegar kölluð til, enda hafði veikin þá verið að breiðast frekar út í Brandenburg. Farið var í að setja upp rafmagnsgirðingar til að hefta enn frekari útbreiðslu í Saxoy, en rafmagnsgirðingar sem settar voru upp í Brandenburg virð- ast ekki hafa dugað til að stöðva útbreiðslu veikinnar. Þjóðverjar sem flytja að jafnaði mikið út af svínakjöti hafa fundið illilega fyrir banni á útflutningi til 10 landa utan Evrópusambandsins. Kemur þetta til viðbótar erfiðleikum sem þýskir bændur hafa þurft að glíma við vegna COVID-19. /HKr. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Gleðilega hátíð og gæfuríkt komandi ár með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Starfsfólk Dynjanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.