Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 74

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 74
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202074 Jólaplatti með köldum réttum Búið til smárétt til dæmis með sinneps-, hunangs- og dillsósu, sýrðri agúrku og soðnu eggi. Til að gera smárétti með roastbeef, gröfnum eða reyktum laxi – bætið síðan við heimalöguðu meðlæti þótt þið kaupir próteinið tilbúið. Bætið dilli við súrar gúrkur, laxakavíar, gráðosti, rækjum, kapers – leyfið gestum ykkar að setja saman sína köldu smárétti. Notið hugmyndaflugið eða það meðlæti sem er til. Mögulegt hráefni › 500 g roastbeef nautakjöt og skorinn lax › Nóg af hrökkbrauði, dökku rúgbrauði eða súrdeigsbrauði › 4 harðsoðin egg, skræld og skorin › 4 radísur, smátt skornar › Piparrótarkrem › 200 g sýrður rjómi eða kotasæla › 2 msk. piparrótarmauk eða rifin piparrót › 2 msk. saxað dill › Sinneps-, hunangs- og dillsósa › 2 msk. hunang › 1 msk. dijon sinnep › 1 msk. rauðvínsedik › 1 msk. fínt skorið dill › 3 msk. extra virgin ólífuolía › Sýrðar gúrkur › 1 agúrka, smátt skorin › 100 ml hrísgrjónaedik › 2 msk. hrásykur › 1 tsk. sjávarsalt Aðferð 1. Þeytið allt saman fyrir piparrótarjómann. Þeytið innihaldsefnin saman fyrir sinnepið, hunangið og dillsósuna. Fyrir sýrðu gúrk- urnar eru gúrkurnar settar í hrísgrjónaedikið, sykurinn og sjávarsaltið og sett í kæli í 30 mínútur. Síðan er þetta sigtað. 2. Til að bera fram skaltu setja á disk skorið kjöt og fisk, brauð, álegg og meðlæti og láta fólk gera sinn kalda rétt. Gott í ljósi þess að sóttvarnir eru í aðalhlutverki þannig að gott er að skammta allt á kaldan disk, hver fyrir sig. Gljáður kalkúnn með fersku rósmaríni og apríkósum Einföld, falleg og girnileg uppskrift. Bragðmikið, ferskt rósmarín og sætur apríkósugljái skapa fullkomna áferð fyrir kalkún. Fyrir marga er uppáhaldstími ársins þegar líður að jólunum. Allt andrúmsloftið á þessum árstíma er svo yndislegt. Gaman að finna uppskriftir fyrir hátíðarmatinn, hvort heldur fyrir jól eða áramót. Ferskt rósmarín er hin fullkomna jurt til að krydda sætan gljáann. Þessi uppskrift er mjög auðveld og þarf aðeins tvö innihaldsefni fyrir gljáann. Samsetningin af apríkósum og rósmaríni gefur kalkúninum ljúf- fengan og sætan. Það er fallegur aðalréttur til að bera fram á hátíðum og fjölskyldu- samkomum. Fyrir þessa uppskrift þarftu aðeins: › 1 stk. kalkúnn eða bringur › 500 g smjör › salt › pipar › 1 krukka apríkósusulta › og 5 greinar ferskt rósmarín Ábending: Ferskt rósmarín virkar best í þessari uppskrift en notið þurrkað ef ekki fæst ferskt. Aðferð Hitið ofninn í 175 gráður. Settu kalkúninn á steikarpönnu eða á grind yfir pönnu og þurrkaðu með eldhúspappír. Penslið bræddu smjöri yfir allan kalkúninn og kryddið með salti og pipar. Færið kalkúninn í ofninn. Steikið fram að síðasta hálftíma eða þar um bil. Eða þar til kjarnhiti nær 55 gráðum í kjarna því við viljum enda í 70 gráðum, svo ekki verði kalkúnninn þurr. Því skiptir máli hvort notaður er heill kalkúnn eða bringur upp á eldunartímann, stærri fugla er betra að leyfa að eldast lengur við lægri hita og svo brúna í endann með gljáanum. Venjulega myndirðu steikja í 15 mínútur á hver 500 g ef kalkúnninn þinn er ófylltur. Ef kalkúnninn þinn er fylltur skaltu steikja í 20 mínútur á hver 500 g, en kjötmælir er góð fjárfesting því kjötið er töluvert dýrara en ódýr kjötmælir. Á meðan kalkúnninn er að steikjast, blandið saman aprikósusultu og gróft söxuðu rósmaríni. Gljáinn er síðan penslaður á kalkúnabringuna. Þegar um það bil hálftími er eftir af eldunartímanum skuluð þið afhjúpa kalkúninn og pensla á gljáann. Haldið áfram að steikja þar til kalkúnninn er tilbúinn. Ef kalkúnninn byrjar að brúnast áður en eldunartíminn er búinn setjið þið álpappír yfir hann. Kalkúnninn er tilbúinn þegar hitastigið nær 70 gráðum í miðju kalkúnsins – og mælirinn snertir ekki bein. Látið kalkúninn hvíla í að minnsta kosti 20 mínútur áður en hann er skorinn niður. Berið fram til dæmis með spergilkáli og sætum kartöflum. Skreytið með auka fersku rósmaríni, sneiðið og berið fram. Algengar spurningar Hvernig heldurðu kalkún safaríkum? Þú getur gert saltpækil einni nóttu áður en þú steikir hann til að hjálpa til við að loka inni raka. Sumir kjósa að bæta vatni í botn steikarpönnunnar og ausa yfir reglulega. Af hverju setur þú smjör á kalkún? Að nudda kalkún með smjöri eða olíu áður en hann er steiktur mun gefa þér fallegan gullinn lit og stökkt skinn. Eldar þú kalkún með lokið á eða af? Þú ættir að hylja kalkún meðan þú steikir hann meirihluta tímans. Taktu lokið af kalkúninum í lok steiktímans til að hjálpa við að brúna skinnið. Hasselback sætar kartöflur með hvítlauks-jurtasmjöri Þessar Hasselback sætu kartöflur eru mjúkar, bráðna í munni og fullar af hvítlauks smjörbragði! Þær líta frábærlega út fyrir sælkera yfir hátíðir › 4 miðlungs sætar kartöflur › Jurtasmjör › 2 msk. ólífuolía › 6 msk. ósaltað smjör brætt › 4 hvítlauksgeirar hakkaðir › 1 msk. smátt skorin fersk steinselja, ferskur graslaukur (hægt er að nota þurrkaðar jurtir sem eru til við höndina) › 1 tsk. fínt saxað ferskt rósmarín › 1/2 tsk. paprika og salt › 1/4 tsk. pipar › klípa múskat Valfrjálst › ostur, þunnskorinn › sýrður rjómi › geitaostur › vorlaukur Hitið ofninn í 210 gráður, takið bökunarplötu með álpappír og penslið með fitu. Þvoið og þurrkið kartöflur. Skerið þunnar raufar í toppinn á hverri kartöflu en ekki alla leið niður í gegnum kartöflurnar. Haldið hálfum sentimetra eftir. Hrærið saman öllu hráefninu í jurtasmjörið. Penslið kartöflurnar út um allt (að botninum meðtöldum) og á milli sneiðanna með hálfum skammti af smjörinu. Ekki þarf að vanda sig of mikið á þessum tímapunkti. Bakið sætar kartöflur á bökunarplötu í 40 mínútur og takið þær síðan úr ofninum. Hitið aftur smjör ef nauðsyn krefur og penslið svo restinni af smjörinu yfir sætu kartöflurnar, þar á meðal inn í raufarnar. Setjið aftur í ofninn og bakið í aðrar 10–20 mínútur eða þar til miðju kartöflusneiðarnar eru mjög mjúkar. Penslið sætar kartöflur með einhverju af smjörinu sem safnast hefur fyrir neðst á pönnunni. Kryddið með viðbótarsalti og pipar eftir smekk. Berið fram með sýrðum rjóma eða geitaosti. Valfrjálst: Þegar kartöflur eru fulleldaðar, fjarlægðu þá úr ofni og dreifðu ostinum jafnt á milli nokkurra kartöflusneiða. Setjið kartöflur aftur í ofninn og eldið rétt þar til ostur er bráðnaður, 3–5 mín. í viðbót. Ábendingar fyrir sætar kartöflur: Það eru komnar margar tegundir af sætum kartöflum og eru bláar flokkaðar sem ofurfæða, kartöflurnar þínar gætu verið hvítar að innan! Kaupið sætar kartöflur sem eru svipaðar að stærð svo þær eldist jafnt. Skrúbbið hýðið á kartöflunum vegna þess að gestir eru meira en líklegir til að borða hýðið – við viljum ekki hafa sand í tönnunum. Þurrkið kartöflurnar vel eftir þvott, annars verður hýðið ekki eins stökkt. Ekki sneiða kartöflurnar alla leið í gegnum kartöfluna. Sumum finnst gott að leggja kartöfluna sína á milli pinna sem koma í veg fyrir að þið ristið alla leið í gegnum kartöfluna. Eftir að kartöflurnar eru eldaðar getið þið bætt sneiðum af osti eða áleggi á þær og hitað þar til osturinn bráðnar. HÁTÍÐARMATURINN Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Jólalegir smáréttir og gljáður kalkúnn J ól og áramót eru á næsta leiti. Hér eru nokkrar girnilegar hátíðaruppskriftir úr smiðju matreiðslumeistara Bændablaðsins og heilræði sem gott getur verið að grípa til á lokametrunum í undirbúningnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.