Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 66

Bændablaðið - 17.12.2020, Síða 66
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202066 Kórónuveirufaraldur, stórviðri og riðuveiki hafa sett svip sinn á árið sem er að líða. Lömbin hafa þó aldrei verið betri og vænleiki lamba sá mesti frá upphafi skýrsluhalds. Það ætti því að verða sauðfjárbændum auðvelt að muna árið 2020 þegar fram líða stundir. Í þessum pistli verður farið yfir helstu niðurstöður úr lambaskoðunum haustsins og ræktunarstarfið hugleitt. Í haust voru skoðaðir 11.795 lambhrútar og að meðtöldum gimbrum voru alls stiguð 61.874 lömb samkvæmt dómaskráningum í Fjárvís.is þann 8. desember. Þetta eru aðeins færri lömb en í fyrra en þá voru skoðuð alls 63.632 lömb. Þetta er því samdráttur á milli ára um 2,8%, en aðeins gæti þó átt eftir að bætast við af óskráðum dómum. Takmarkanir vegna heimsfaraldursins hafa þarna einhver áhrif á þátttöku bænda en helsta skýringin er sú staðreynd að fé hefur fækkað. Innlögðum dilkum í haust fækkar á milli ára um 21.345 lömb eða 4,2%. Þátttakan í lambaskoðunum í haust var þó meiri en haustin 2017 og 2018 en þá var talsverður samdráttur í kjölfar hruns á afurðaverði. Vænleiki lamba sló öll met Vænleiki lamba í haust var með fádæmum góður. Hrútahópurinn sem kom til skoðunar er sá þyngsti hingað til en meðal lífþungi hrútanna var 48,5 kg. Fallþungi lamba samkvæmt niðurstöðum afurðastöðvanna var jafnframt sá mesti sem verið hefur, eða 16,91 kg. Þar með féll metið frá árinu 2016 þegar fallþungi lamba var 16,70 kg. Á síðustu árum hefur fallþungi verið að aukast. Skýrist það að hluta til af því að menn eru að ná árangri í ræktun á sínu fé og síðan af bættu atlæti. Uppsveiflan í ár er væntanlega aðallega afleiðing af hagstæðu árferði þó fleira geti spilað inn í s.s. fækkun sauðfjár. Þó veturinn hafi verið erfiður, þá borga snjóaveturnir gjarnan fyrir sig með góðum vænleika að hausti að því gefnu að gott lag sé á fénu þegar því er sleppt að vori. Lömbin voru ekki bara þung, þau voru einnig vel holdfyllt. Samkvæmt niðurstöðum mælinga var mikið af mjög þéttvöxnum lambhrútum. Samhliða því að vera þyngri en áður voru þeir heldur lágfættari með þykkari bakvöðva en fitan mælist jafn mikil og árið áður. Flokkun í sláturhúsi var einnig betri en áður og var gerðareinkunn sláturlamba 9,26 sem er nokkuð stökk upp á við. Fitueinkunnin hækkaði jafnframt aðeins og var nú 6,51. Í töflu 1 er yfirlit yfir meðaltöl mælinga á hrútlömbum og samanburður við síðasta ár. Þó bakvöðvinn mælist að jafnaði þykkari en nokkru sinni áður þá er það fremur vegna þess að hópurinn er jafnari en verið hefur frekar en að met séu slegin í vöðvaþykkt á einstökum gripum. Bæði nú í haust og síðasta haust var þykkasti bakvöðvinn 45 mm og ef horft er til bæði gimbra og hrúta þá eru þetta um 115 lömb sem eru að mælast með yfir 40 mm bakvöðva. Besti bakvöðvinn þetta árið mældist í lambhrút frá Litlu- Reykjum í Suður-Þingeyjarsýslu. Sá hefur hlotið nafnið Kerfill og stendur efstur hrúta í sýslunni samkvæmt stigun. Kerfill mældist með 45 mm þykkan vöðva. Þessi hrútur er sonarsonur Fáfnis 16-995 frá Mýrum 2 og dóttursonur Gríms 14-955 frá Ytri-Skógum. Þá voru 28 lömb, þar af fjórir lambhrútar, sem hlutu 20 í einkunn fyrir læri. Þyngsti lambhrúturinn í haust vó 73 kg. Sá hefur hlotið nafnið Grettir og er frá Sölvabakka og raðast sem fjórða hæststigaða lambið í Austur- Húnavatnssýslu. Þessi hrútur er sonarsonur Lása 13-985 frá Leifsstöðum. Af hæstu hrútum Það lamb sem stigaðist hæst allra lamba í haust er hrúturinn Þórshamar frá Mýrum 2 í Hrútafirði en hann hlaut 91,5 stig. Faðir hans er Mjölnir 16-828 frá Efri-Fitjum og móðurfaðir hans er Víðir 15-303 frá Bergsstöðum en Víðir er jafnframt faðir Viðars 17- 844 frá Bergsstöðum. Þórshamar hlaut m.a. 10 í einkunn fyrri bak og malir. Annar í röðinni og jafnframt efsti lambhrúturinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu er frá Miðdal í Kjós og hefur hlotið nafnið Þyrnir. Hann hlaut 91 stig og þar af einkunnina 20 fyrir læri. Þyrnir tengist einnig Mýrum en föðurfaðir hans er Fáfnir 16-995 frá Mýrum 2. Það voru síðan 16 lambhrútar sem hlutu 90,5 stig. Sá sem raðast efstur af þeim og því þriðji í röðinni yfir hæst stiguðu hrúta landsins er hrútur frá Bergsstöðum í Miðfirði sem nefnist Rex. Faðir hans er Rammi 18-834 frá Hesti og móðurfaðir er Unaðsbolti 14-144 frá Urriðaá. Í töflu 2 má sjá 5 efstu hrúta í hverri sýslu. Hrútunum er raðað eftir heildarstigum. Séu hrútar jafnir þá er fyrst horft til samanlagðra stiga fyrir frampart, bak, malir og læri. Næst er horft til bakvöðvaþykktar, þá fituþykktar og séu hrútar enn jafnir sker lögun bakvöðvans um röðunina. Sæðingastöðvahrútarnir eiga heldur stærri hlutdeild í bekrunum á topplistanum í ár en á síðasta ári. Nú er 41% hrútanna tilkomnir í gegnum sæðingar en þetta hlutfall var 31% á síðasta ári. Atkvæðamestir eru þeir Amor 17-831 frá Snartarstöðum og Glæpon 17-809 frá Hesti en þeir eiga fimm syni hvor á listanum. Þá kemur Fálki 17-821 frá Bassastöðum með fjóra syni og Rammi 18-834 frá Hesti með þrjá. Að lokum Gerðin í fénu batnar jafnt og þétt. Hana getum við haldið áfram að bæta en vissulega þurfum við ávallt að horfa á fleira en bara vel lagaðan lærvöðva og þykkan bakvöðva. Þannig þarf áfram að leggja áherslu á að rækta heilbrigt, frjósamt og hraust fé. Fé sem getur lifað í villtri náttúru Íslands, náttúru sem sauðkindin er jú partur af. Jafnframt er mikilvægt að fylgjast vel með bragðgæðunum, en á síðustu árum hefur verið unnið að rannsóknum á því sviði sem hjálpa okkur við að passa upp á þann þátt. Síðan má ætla að við þurfum að horfa enn frekar til þess að beita kynbótum við að efla mótstöðu gegn sjúkdómum. Þar er nærtækasta dæmið riðan og eru bændur hvattir til að nýta sér arfgerðagreiningar í því sambandi. Ætla má, að ef við fetum áfram veginn af varfærni að þá farnist okkur áfram vel með þessa mögnuðu íslensku sauðkind. Gleðileg jól Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Eyþór Einarsson ráðunautur búfjárræktar- og þjónustusviðs ee@rml.is Uppruni La m bs nr . Nafn Faðir Þu ng i ( kg ) Óm vö ðv i Óm fit a Lö gu n Fó tle gg ur Ha us Há ls+ he rð ar Br in ga +ú tlö gu r Ba k M al ir Læ ri Ul l Fæ tu r Sa m ræ m i St ig a lls Gullbringu- og Kjósarsýsla 1 Miðdalur 111 Þyrnir 19-044 Varmi 53 34 4,2 4,5 107 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 20,0 9,0 8,0 9,0 91,0 2 Kiðafell 24 19-005 Brákar 62 33 6,2 4,5 108 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 19,0 9,0 8,0 8,5 88,5 3 Kiðafell 407 19-002 Botnar 51 31 3,6 4,5 106 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 19,5 8,0 8,0 8,5 88,0 4 Kiðafell 17 13-982 Móri 57 31 7,4 4,0 108 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 19,0 8,0 8,0 9,0 88,0 5 Miðdalur 127 Þistill 18-002 Skálmar 56 34 3,3 4,0 109 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 18,0 9,0 8,0 9,0 88,0 Borgarfjarðarsýsla 1 Hrafnabjörg 21 Hamar 17-831 Amor 60 38 3,2 4,5 111 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 19,0 8,0 8,0 8,5 89,0 2 Múlakot 309 Rosti 17-842 Börkur 51 37 4,1 4,5 104 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 19,0 8,0 8,0 8,5 89,0 3 Oddsstaðir 1 32 Klasi 18-834 Rammi 46 34 3,2 4,5 109 8,0 9,5 9,0 9,5 9,0 19,0 8,0 8,0 9,0 89,0 4 Vestri Leirárgarðar 23 Andi 17-831 Amor 54 38 5,1 4,5 105 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 19,0 8,5 8,0 9,0 89,0 5 Beitistaðir 237 18-518 Straumur 57 39 3,1 5,0 110 8,0 8,5 9,0 10,0 9,0 18,5 9,0 8,0 9,0 89,0 Mýrasýsla 1 Gilsbakki 7 17-821 Fálki 58 37 4,0 4,5 110 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 19,0 9,0 8,0 9,0 89,5 2 Lækjarbugur 207 Gosi 14-988 Tvistur 52 30 1,5 4,5 104 8,0 9,0 9,5 9,0 9,5 19,0 8,0 8,0 8,5 88,5 3 Háhóll 69 Staur 18-045 Gráni 53 39 2,8 5,0 108 8,0 9,0 9,0 10,0 9,0 18,5 8,0 8,0 9,0 88,5 4 Brúarland 22 Blær 17-821 Fálki 46 32 2,6 4,0 104 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 19,0 9,0 8,0 8,5 88,5 5 Leirulækur 36 16-827 Mínus 69 37 7,4 4,0 108 8,0 8,5 9,0 9,5 9,0 18,5 9,0 8,0 9,0 88,5 Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla 1 Máfahlíð 208 Óðinn 19-001 Vaskur 50 39 2,1 5,0 104 8,0 9,0 9,0 10,0 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 89,5 2 Haukatunga 2 Syðri 57 Plús 16-827 Mínus 56 37 3,1 5,0 108 8,0 8,5 9,0 10,0 9,0 19,0 9,0 8,0 9,0 89,5 3 Vallholt 24 139 Kristall 19-001 Vaskur 54 33 2,8 4,0 106 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 19,5 9,0 8,0 9,0 89,5 4 Gaul 85 18-507 Skolli 59 33 2,9 4,5 108 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 19,0 9,0 8,0 9,0 89,5 5 Gaul 81 Skellur 17-504 Gammur 60 38 3,7 4,5 109 8,0 9,0 9,5 10,0 9,0 19,0 8,0 8,0 8,5 89,0 Dalasýsla 1 Vatn 9297 Svarti Smári 19-082 Fannar 54 35 3,2 5,0 109 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 89,5 2 Hlíð 39 Bessi 17-831 Amor 53 37 2,4 5,0 110 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 19,0 8,5 8,0 9,0 89,5 3 Gillastaðir 214 Smyrill 17-821 Fálki 57 33 3,1 4,5 107 8,0 9,0 9,5 9,0 9,5 19,5 8,0 8,0 8,5 89,0 4 Háafell 1021 Klettur 16-826 Heimaklettur 54 37 2,4 4,5 104 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 89,0 5 Sauðafell 78 18-374 59 37 3,6 4,5 115 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 18,5 9,0 8,0 9,0 89,0 Barðastrandarsýslur 1 Kambur 295 19-290 Blær 45 37 2,0 5,0 103 8,0 9,0 9,0 10,0 10,0 18,5 9,0 8,0 9,0 90,5 2 Árbær 133 18-028 61 33 3,3 4,5 109 8,0 9,0 9,0 9,5 10,0 19,0 9,0 8,0 9,0 90,5 3 Árbær 85 Dindill 19-031 59 36 2,9 5,0 113 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 19,0 9,0 8,0 9,0 90,0 4 Kambur 97 17-280 Heydalur 51 35 3,1 5,0 97 8,0 9,5 9,0 9,5 9,5 18,5 9,0 8,0 8,5 89,5 5 Árbær 102 BláPúntur 18-026 Klettur 51 33 2,9 4,5 107 8,0 9,0 9,0 9,0 9,5 19,0 9,0 8,0 9,0 89,5 Ísafjarðarsýslur 1 Birkihlíð 347 15-202 Batman 55 35 4,5 4,5 109 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 18,5 8,0 8,0 8,5 87,5 2 Kirkjuból Valþjófsd.381 18-406 Þykkur 44 32 4,8 4,0 106 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 19,0 8,0 8,0 8,5 87,5 3 Kirkjuból 1049 19-130 50 33 5,4 4,0 107 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 18,0 9,0 8,0 8,5 87,5 4 Staður 285 Glókollur 19-671 Bjartur 46 31 4,2 4,0 106 8,0 9,0 9,0 8,5 9,0 18,0 9,0 8,0 9,0 87,5 5 Ketilseyri 272 Lalli 19-056 Völlur 57 34 2,8 5,0 109 8,0 8,5 9,0 9,5 9,0 19,0 7,5 8,0 8,5 87,0 Strandasýsla 1 Broddanes 1 185 16-081 Glæsir 53 42 2,5 5,0 106 8,0 9,5 9,5 10,0 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 90,5 2 Broddanes 1 67 Tvistur 18-052 Svanur 54 41 2,8 5,0 112 8,0 9,5 9,5 10,0 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 90,5 3 Laxárdalur 3 16 13-982 Móri 54 40 3,1 5,0 108 8,0 9,0 9,5 10,0 9,5 19,0 8,5 8,0 9,0 90,5 4 Laxárdalur 3 423 16-820 Viddi 58 37 3,8 5,0 110 8,0 9,5 9,5 10,0 9,5 18,5 8,5 8,0 9,0 90,5 5 Heydalsá 1 og 3 165 Glamor 17-831 Amor 55 39 4,0 5,0 110 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 19,0 9,0 8,0 9,0 90,5 Vestur-Húnavatnssýsla 1 Mýrar 2 483 Þórshamar 16-828 Mjölnir 47 41 2,0 5,0 111 8,0 9,0 9,5 10,0 10,0 19,5 8,0 8,0 9,5 91,5 2 Bergsstaðir 18 Rex 18-834 Rammi 50 41 5,3 5,0 106 8,0 9,5 10,0 10,0 9,5 19,0 7,5 8,0 9,0 90,5 3 Kolugil 17 17-529 63 41 5,1 5,0 110 7,5 9,5 9,5 10,0 9,5 19,0 8,0 8,0 9,5 90,5 4 Bergsstaðir 110 17-831 Amor 50 40 3,0 5,0 111 8,0 9,5 9,5 10,0 9,5 18,5 8,5 8,0 9,0 90,5 5 Syðri-Urriðaá 480 Bikar 15-018 Baukur 55 38 2,7 5,0 111 8,0 9,5 9,5 10,0 9,5 19,0 7,5 8,0 9,0 90,0 Austur-Húnavatnssýsla 1 Hof 248 Áfangi 15-159 Árangur 51 34 3,5 5,0 110 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 19,0 8,5 8,0 9,0 90,0 2 Hæll 69 Kasper 17-809 Glæpon 57 38 4,0 5,0 108 8,0 9,0 9,5 10,0 9,5 19,0 7,5 8,0 9,0 89,5 3 Sölvabakki 339 Gunnar 16-070 Fiddi 60 32 3,3 5,0 104 8,0 9,5 9,5 9,0 9,5 19,5 7,5 8,0 9,0 89,5 4 Sölvabakki 335 Grettir 18-083 Lykill 73 40 5,5 5,0 115 8,0 9,5 9,5 9,5 9,0 19,0 8,0 7,5 9,0 89,0 5 Kambakot 625A 15-391 Gullkálfur 55 33 5,3 5,0 109 8,0 9,0 9,5 9,0 9,0 19,0 8,5 8,0 9,0 89,0 Skagafjarðarsýsla 1 Ytri-Hofdalir 40 Brellir 17-832 Bruni 58 37 3,5 4,5 110 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 19,0 8,0 8,0 9,5 90,0 2 Höskuldsstaðir 77 Toppur 17-658 Girnir 55 36 3,2 4,5 110 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 89,5 3 Ytri-Hofdalir 38 Teitur 17-523 Teddi 55 36 3,2 4,5 112 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 89,5 4 Ríp 1 161 19-243 Forsetinn 47 39 2,7 5,0 110 8,0 9,0 9,0 10,0 9,5 18,5 9,0 8,0 8,5 89,5 5 Akrar 599 17-125 54 37 2,7 5,0 111 8,0 9,5 9,0 9,5 9,5 18,5 8,5 8,0 9,0 89,5 Eyjafjarðarsýsla 1 Gullbrekka 66 Varmi 18-104 Hvinur 54 40 2,7 5,0 108 8,0 9,0 9,5 10,0 9,5 19,0 8,0 8,0 8,5 89,5 2 Göngustaðir 334 14-801 Spakur 60 38 4,9 4,5 110 8,0 9,5 9,5 9,5 9,5 19,0 7,5 8,0 9,0 89,5 3 Möðruvellir 110 Bósi 18-775 Bangsi 54 37 2,7 4,5 110 8,0 9,5 9,0 9,5 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 89,5 4 Möðruvellir 154 Hallur 18-775 Bangsi 55 36 2,0 4,5 111 8,0 9,5 9,5 9,5 9,0 19,0 8,0 8,0 9,0 89,5 5 Kjarni 323B Örvar 17-156 Partur 49 37 3,0 5,0 110 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 18,5 8,5 8,0 9,0 89,0 Suður-Þingeyjarsýsla 1 Litlu-Reykir 191 Kerfill 19-068 Öxull 50 45 3,9 5,0 108 8,0 9,0 9,5 10,0 9,5 19,5 8,0 8,0 9,0 90,5 2 Ingjaldsstaðir 28 Roði 16-826 Heimaklettur 51 40 2,5 5,0 107 8,0 9,5 9,5 10,0 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 90,5 3 Ingjaldsstaðir 9 Ási 15-822 Búi 59 37 3,7 4,5 110 8,0 9,5 9,5 9,5 9,5 19,5 8,0 8,0 9,0 90,5 4 Litlu-Reykir 66 Barki 19-068 Öxull 50 40 3,3 5,0 97 8,0 9,5 9,5 10,0 9,5 19,5 8,0 8,0 8,0 90,0 5 Litlu-Reykir 175 Flótti 18-058 Klassi 50 39 3,0 5,0 105 8,0 10,0 9,0 10,0 9,5 19,0 7,5 8,0 9,0 90,0 Norður-Þingeyjarsýsla 1 Leifsstaðir 5 Rjómi 18-846 Snar 55 33 3,6 5,0 108 8,0 9,0 9,5 9,0 9,0 19,5 9,5 8,0 8,5 90,0 2 Snartarstaðir II 40 kjammi 18-834 Rammi 52 34 3,3 5,0 110 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 18,5 8,0 8,0 9,0 89,0 3 Bjarnastaðir 197 16-152 Bakki 55 31 3,0 5,0 108 8,0 9,0 9,5 9,0 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 89,0 4 Sveinungsvík 1 139 Gyros 19-209 Kebab 52 35 4,2 5,0 108 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 18,5 8,5 8,0 9,0 89,0 5 Sveinungsvík 1 610 Kurdo 19-209 Kebab 52 37 3,6 5,0 108 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 18,5 8,0 8,0 8,5 88,5 Norður-Múlasýsla 1 Melar 720A Plútó 14-973 Plútó 55 37 4,9 5,0 101 8,0 9,5 9,0 9,5 9,5 18,5 9,0 8,0 9,0 90,0 2 Melar 645A Bliki 16-819 Bliki 59 36 2,8 5,0 101 8,0 9,5 9,5 9,5 9,0 18,5 9,0 8,0 9,0 90,0 3 Melar 827A Bokki 16-819 Bliki 49 35 4,2 4,5 103 8,0 9,5 9,5 9,0 9,0 18,5 9,0 8,0 9,0 89,5 4 Melar 825A Viddi 16-820 Viddi 56 36 3,0 5,0 107 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 18,0 9,0 8,0 9,0 88,5 5 Melar 526A Sigur 16-110 Sigurbogi 55 35 3,9 5,0 104 8,0 9,0 9,5 9,0 9,0 18,0 9,0 8,0 9,0 88,5 Suður-Múlasýsla 1 Gilsárteigur 2 282A Fönix 18-835 Völlur 54 38 2,1 5,0 105 8,0 9,0 9,5 10,0 9,5 18,5 9,0 8,0 9,0 90,5 2 Þernunes 13 17-821 Fálki 53 39 1,9 5,0 105 7,5 9,0 9,0 10,0 9,5 19,0 9,0 8,0 9,0 90,0 3 Víkingsstaðir 163 19-794 Snæfinnur 58 40 5,5 5,0 105 8,0 9,5 9,0 9,5 9,0 19,0 9,0 8,0 9,0 90,0 4 Eiríksstaðir 774 Salomon 17-809 Glæpon 51 38 2,3 5,0 102 8,0 9,0 9,5 10,0 9,5 18,5 8,0 8,0 9,0 89,5 5 Lundur 136 Hólkur 15-823 Hólkur 66 36 3,5 5,0 109 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 18,5 8,5 8,0 9,0 89,5 Austur-Skaftafellssýsla 1 Nýpugarðar 553 17-809 Glæpon 56 36 4,5 5,0 107 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 19,0 8,0 8,0 8,5 88,0 2 Litla-Hof 126 Glæsir 17-809 Glæpon 50 30 2,9 4,0 106 8,0 9,0 9,5 9,0 9,0 19,0 8,0 8,0 8,5 88,0 3 Setberg 1 1582 18-506 Landi 56 33 5,3 4,0 113 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 18,5 9,0 8,0 8,5 88,0 4 Fornustekkar l 2074 Blómi 18-108 Skygnir 52 39 4,4 5,0 115 8,0 8,5 9,0 9,5 9,0 19,0 8,0 8,0 8,5 87,5 5 Setberg 1 6142 Ómur 14-504 Lómur 46 37 3,1 5,0 107 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 18,5 8,0 8,0 8,5 87,5 Vestur-Skaftafellssýsla 1 Mýrar 1366 17-814 Guðni 52 37 4,2 5,0 115 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 19,0 8,5 8,0 8,5 88,5 2 Kerlingardalur 1 266 16-709 Hreinn 63 39 2,2 5,0 113 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 18,0 9,0 8,0 8,5 88,0 3 Kerlingardalur 1 603 17-809 Glæpon 63 40 4,9 4,5 115 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 19,0 7,5 8,0 8,5 87,5 4 Úthlíð 251 18-509 Bambi 59 38 2,2 5,0 112 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 18,5 7,5 8,0 8,5 87,5 5 Herjólfsstaðir 1 2361 Már 16-830 Svavar 54 35 4,3 4,5 112 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 19,0 7,5 8,0 8,5 87,5 Rangárvallasýsla 1 Djúpidalur 49 Fótur 18-332 Boði 54 35 3,6 5,0 106 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 19,5 8,5 8,0 9,0 90,5 2 Teigur 1 574 Barón 19-397 Greifi 58 35 4,6 4,5 107 8,0 9,5 9,0 9,5 9,5 18,5 8,5 8,0 9,0 89,5 3 Djúpidalur 8 19-330 Bossi 50 33 2,8 4,5 108 8,0 9,5 9,0 9,0 9,0 19,5 8,5 8,0 9,0 89,5 4 Árbær 6 Gummi 17-007 Logi 51 31 4,3 4,0 106 8,0 9,0 9,5 9,0 9,5 19,0 8,5 8,0 9,0 89,5 5 Meiri-Tunga 2 96 17-502 Hrollur 48 35 2,5 5,0 106 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 19,5 8,0 8,0 8,5 89,0 Árnessýsla 1 Hófgerði 040A Fannar 19-074 Kóngur 56 33 3,6 4,5 108 8,0 9,0 9,5 9,5 9,5 20,0 8,0 8,0 9,0 90,5 2 Gýgjarhólskot 1 594 Laugahnappur 18-247 Hverfugl 58 37 3,1 4,5 108 8,0 9,5 9,5 9,5 9,5 19,5 8,0 8,0 8,5 90,0 3 Holt 166 19-510 Megas 53 40 4,9 5,0 106 8,0 9,5 9,5 9,5 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 90,0 4 Dísarstaðir 166 16-829 Stapi 63 40 5,2 4,5 108 8,0 9,5 9,5 9,5 9,5 19,0 8,0 8,0 9,0 90,0 5 Brúnastaðir 1 103 Kambur 16-829 Stapi 52 39 2,4 5,0 107 8,0 9,0 9,0 10,0 9,5 19,0 8,5 8,0 9,0 90,0 2. tafla – Hæst stiguðu lambahrútar ársins 2020 eftir sýslumÁr öfganna – Af niðurstöðum lambadóma 2020 Fótleggur (mm) (mm) 2020 11.795 48,5 31 3,2 108,5 17,8 84,9 2019 12.183 48,1 30,6 3,2 108,9 17,8 84,7 Stig alls 1. Tafla - Meðaltöl lambhrúta Ár Fjöldi Þungi (kg) Bakvöðvi Fituþykkt Lærastig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.