Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 29 Í byrjun næsta árs mun verk efnið Ratsjáin fara af stað, sem er hugs- að fyrir stjórnendur í ferðaþjón- ustu og tengdum atvinnugreinum til að gera þeim betur kleift að takast á við þær áskoranir sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir á COVID-19 tímum. Í Ratsjánni verður þannig unnið að því að auka yfirsýn, nýsköp- unarhæfni og getuna, í greinun- um, til að þróa vörur og þjónustu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferða­ klasans, segir eina af grund­ vallarspurningunum sem íslensk ferðaþjónsta þurfi að svara sé hvern­ ig íslensk fyrirtæki ætli að mæta til leiks eftir þennan faraldur. „Það mun ráða úrslitum um það hvort okkur muni takast að byggja upp samkeppnishæfa ferðaþjónustu sem þekkt verður á heimsmælikvarða fyrir faglega þjónustu, sjálfbærni, verndun náttúruauðlinda og íbúa sem verða stoltir gestgjafar fólks alls staðar að úr heiminum.“ Mikilvægt að koma vel undirbúin til leiks Hún segir að ekki sé nóg að fyrir­ tækin mæti bara til leiks. „Stjórnvöld spila stóran þátt með viðspyrnuað­ gerðum og stuðningsumhverfið og mennta stofnanir einnig með góðum og uppbyggjandi menntunar­ úrræðum, þjálfun og hæfni. Íslenski ferðaklasinn er alls ekki undanskilinn þegar kemur að stuðningsumhverfi og úrræðum til að bjóða fyrirtækjum upp á. Í sam­ starfi við RATA, sem sérhæfir sig í að efla einstaklinga við að hámarka árangur sinn, og tengiliði frá sjö landshlutasamtökum, Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurlandi og Reykjanesi, bjóð­ um við upp á Ratsjána, sem er 16 vikna nýsköpunarhraðall til að efla stjórnendur í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Að hámarki 12 fyrirtæki á hverju svæði taka þátt og munu læra hvert af öðru og miðla sinni dýrmætu reynslu, finna stuðning frá jafningjum og sameig­ inlega stíga inn í nýja tíma með öll þau vopn á hendi sem þarf til að skara fram úr,“ segir Ásta Kristín. Fjarfundir á tveggja vikna fresti Þátttakendurnir munu hittast á tveggja vikna fresti á sameigin­ legum vinnustofum á fjarfundum þar sem kafað verður í kjarna þeirra verkfæra sem fyrir valinu verða. Á milli sameiginlegu vinnustof­ anna er haldinn svæðisbundinn heimafundur sem er í umsjón landshlutanna sjálfra. Þar verður farið nánar yfir efnistök frá sam­ eiginlegum fundi og unnið með sérstöðu hvers svæðis fyrir sig á þeirra forsendum. Viðfangsefni valin með þátttakendum Viðfangsefni og dagskrá Ratsjárinnar verða að vissu leyti mótuð í samstarfi við þátttakendur, en tekur mið af þeim áskorunum sem rekstur fyrirtækja í ferðaþjón­ ustu stendur frammi fyrir. Meðal þeirra efnisþátta sem verða í boði eru nýsköpun og vöruþróun, mark­ aðsmál og markhópar, sjálfbærni og ábyrg ferðaþjónusta, stafræn þróun og tæknibylting fyrirtækja, breyttir tímar og tækifærin – kaup­ ákvörðunar hringurinn, draumur stofnenda – tilgangur og mark­ miðasetning, heimasíður – hvernig skarar síðan mín fram úr?, já­ kvæð sálfræði, breytingastjórnun, endurhugsaðu viðskiptamódelið, skapandi hugsun sem verkfæri til framfara, samkeppnishæfni og sér­ stöðugreining. Ratsjáin mun hefjast með formlegum hætti í janúar 2021 og stendur til 16. apríl. Frekari upp­ lýsingar um Ratsjána er að finna á vef Íslenska ferðaklasans (iceland­ tourism.is). Verkefnið um Ratsjána var fyrst sett af stað í samstarfi Ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar árið 2016 en hefur notið stuðnings frá Byggðaáætlun frá 2019. Í ljósi breyttra tíma mun Ratsjáin 2021 miða að því að vera svæðisbund­ in en samtengd í senn og er því töluvert frábrugðin upprunalega verkefninu. /smh LÍF&STARF Nýsköpunarhraðallinn Ratsjáin: Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa sig fyrir endurreisnina – Grundvallaratriði hvernig við mætum aftur til leiks Ásta Kristín Sigurjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.