Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 65

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 65
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 65 og skinaskil. Fætur eru útskeifir að framan og nágengir að aftan. Hófar eru efnisþykkir og prúðleiki er í meðallagi. Afkvæmin eru flest alhliðageng. Töltið er takthreint, rúmt með góðum fótaburði, brokkið öruggt og skrefmikið, og skeiðið öruggt. Stökkið er hátt og taktgott, fetið er taktgott en skortir stundum skrefastærð. Surtsey frá Feti gefur viljug og þjál hross sem fara vel í reið með góðum fótaburði. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 22 sætið. Hrauna frá Húsavík: Kynbótamat aðaleinkunnar, 116 stig Ræktandi og eigandi: Gísli Haraldsson Faðir: Orri frá Þúfu í Landeyjum Móðir: Urð frá Hvassafelli Umsögn um afkvæmi: Hrauna frá Húsavík gefur stór hross. Fríðleiki á höfuð er í meðallagi. Hálsinn er reistur við háar herðar en gætir hjartarháls. Baklínan er nokkuð góð en bakið getur verið mjótt. Afkvæmin eru fótahá og léttbyggð, fætur hafa öflugar sinar og svera liði en geta verið nástæðir og réttleiki er í meðallagi. Hófar eru efnisgóðir og prúðleiki er góður. Afkvæmin eru ýmist alhliðageng eða klárhross. Töltið og brokkið er taktgott með góðum fótaburði, stökkið er teygjugott. Hrauna frá Húsavík þjál hross sem fara vel í reið með góðum fótaburði. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 23 sætið. Spóla frá Syðri-Gegnishólum: Kynbótamat aðaleinkunnar, 116 stig Ræktandi: Ólafur Jósefsson Eigandi: Ólafur Jósefsson og Austurás hestar ehf. Faðir: Sjóli frá Dalbæ Móðir: Drottning frá Sæfelli Umsögn um afkvæmi: Spóla frá Syðri-Gegnishólum gefur hross í rúmu meðallagi að stærð. Höfuð er svipgott og skarpleitt með vel borin eyru. Hálsinn er reistur og mjúkur við háar herðar, bakið er breitt og vöðvafyllt og lendin öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt og fótahá, fætur er þurrir með góð sinaskil, réttir en stundum nágengir. Hófar eru sterkir með hvelfdan botn en prúðleiki er slakur. Spóla gefur virkjamikil ganghross, töltið er takthreint, skrefmikið með hárri fótlyftu og jafnvægisgott á hægri ferð, brokkið er skrefmikið en ferðlítið og stundum ójafnt og skeiðið er skrefmikið en ekki snarpt. Stökkið er teygjugott og hátt og hæga stökkið takthreint. Spóla gefur svipgóð, framfalleg og myndarleg hross með mikla skreflengd, þau eru samstarfsfús og búa yfir háum hreyfingum. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 24 sætið. Esja Sól frá Litlu-Brekku: Kynbótamat aðaleinkunnar, 116 stig Ræktendur og eigendur: Vignir Sigurðsson og Jónína Garðarsdóttir Faðir: Númi frá Þóroddsstöðum - Móðir: Elja frá Ytri-Hofdölum Umsögn um afkvæmi: Esja Sól gefur hross í meðallagi að stærð. Höfuð hefur beina neflínu en er ekki svipmikið. Hálsinn er langur og grannur, fremur hátt settur en mætti vera hvelfdari. Yfirlína í baki er sterk og lendin öflug. Afkvæmin eru jafnvægisgóð og langvaxin. Fætur er þurrir og sterkir og geta verið nágengir að framan. Hófar eru efnisgóðir með hvelfdan botn. Prúðleiki afkvæmanna er misjafn. Esja Sól gefur afbragðs alhliða hross. Töltið er taktgott, rúmt og skrefmikið, brokkið er taktgott og öruggt. Skeiðið liggur vel fyrir þeim; jafnvægisgott, sniðfast og ferðmikið. Stökkið er rúmt en sviflítið og fetið taktgott. Afkvæmin eru mjúk og fara vel í reið, viljinn er góður og þjáll. Esja Sól gefur reiðhestlega gerð, takthrein og aðgengileg alhliða hross. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 25 sætið. Tara frá Lækjarbotnum: Kynbótamat aðaleinkunnar, 114 stig Ræktandi: Jónína Hrönn Þórðardóttir Eigendur: Jónína Hrönn Þórðardóttir og Torfunes ehf. Faðir: Hrannar frá Kýrholti Móðir: Emma frá Skarði Umsögn um afkvæmi: Tara frá Lækjarbotnum gefur fremur stór hross. Fríðleiki á höfuð er yfir meðallagi, hálsinn er reistur við háar herðar. Yfirlína í baki er nokkuð góð og lendin jöfn og öflug. Samræmið er fremur sívalt, fætur eru þurrir, nágengir að aftan og gætir fléttings að framan. Hófar hafa þykka hæla og afkvæmin eru misprúð. Afkvæmi Töru eru að stærstum hluta klárhross með taktgóðu skrefmiklu og lyftingargóðu tölti, brokkið er rúmt og skrefmikið, stökkið hátt og teygjugott og hæga stökkið mjög gott en fetið í meðallagi. Tara frá Lækjarbotnum gefur viljug og reist hross með mjög góðum fótaburði. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 26 sætið. Sveina frá Þúfu í Landeyjum: Kynbótamat aðaleinkunnar, 112 stig Ræktandi: Guðni Guðmundsson Eigendur: Guðni Þ Guðmundsson og Anna B. Indriðadóttir Faðir: Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Móðir: Dröfn frá Þúfu í Landeyjum Umsögn um afkvæmi: Sveina frá Þúfu gefur hross í rúmu meðallagi að stærð. Höfuðið er skarpt, hálsinn er grannur og langur. Bak og lend eru alla jafna nokkuð vel vöðvafyllt og samræmið hlutfallarétt. Fætur eru í tæpu meðallagi og nágengir að aftan. Hófar eru í góðu meðallagi en prúðleiki góður. Afkvæmin eru alhliðageng en skeiðgæðin í tæpu meðallagi. Tölt og brokk er taktgott með góðu skrefi. Stökk og fet er takthreint. Sveina frá Þúfu gefur þjál hross sem fara vel í reið með góðum höfuðburði. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 27 sætið. Elding frá Hóli: Kynbótamat aðaleinkunnar, 112 stig Ræktandi: Bjarni H Jónsson Eigandi: Þjórsárbakki Faðir: Hrynjandi frá Hrepphólum Móðir: Glódís frá Skarðsá Umsögn um afkvæmi: Elding frá Hóli gefur stór hross. Fríðleiki á höfuð er yfir meðallagi með beina neflínu og stór augu, hálsinn er reistur og langur við háar herðar en getur verið djúpur. Yfirlína í baki er góð, bakið er breitt og lendin öflug. Afkvæmin eru fótahá og alla jafna léttbyggð með sívalan bol, fótagerð er misjöfn, framfætur útskeifir og afturfætur nágengir. Hófar eru nokkuð efnisþykkir en prúðleiki er í tæpu meðallagi. Afkvæmin eru yfirleitt klárhross með tölti. Töltið er takthreint, skrefmikið og með góðri fótlyftu, brokkið er skrefmið og greiða stökkið hátt en fetgæðin misjöfn. Elding frá Hóli gefur ásækin og vakandi hross sem fara vel í reið, reist með góðum fótaburði. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 28 sætið. Jórún frá Blesastöðum: Kynbótamat aðaleinkunnar, 112 stig Ræktandi: Sigurður R Andrésson og Jóhanna Haraldsdóttir Eigandi: Magnús T Svavarsson Faðir: Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Móðir: Fjóla frá Haga Umsögn um afkvæmi: Jórún frá Blesastöðum gefur hross í tæpu meðallagi að stærð. Höfuð er skarpt og þurrt, hálsinn er mjúkur við háar herðar, lendin er afar öflug en yfirlína í baki mætti vera sterkari. Afkvæmin eru hlutfallarétt en mættu vera fótahærri. Fætur eru þurrir en ekki veigamiklir og nágengir að framan og aftan. Hófar hafa þykka hæla og prúðleiki er í rúmu meðallagi. Jórún gefur alla jafna klárhross með tölti. Töltið er takthreint og lyftingargott og brokkið skrefmikið. Afkvæmin stökkva af krafti, hafa þjálan og góðan reiðvilja og góðan fótaburð. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 29 sætið. Gáska frá Álfhólum: Kynbótamat aðaleinkunnar, 110 stig Ræktandi og eigandi: Sigríður S Valdimarsdóttir Faðir: Gáski frá Hofsstöðum+ Móðir: Blíða frá Álfhólum Umsögn um afkvæmi: Gáska frá Álfhólum gefur hross í tæpu meðallagi að stærð. Fríðleiki á höfuð er í meðallagi, hálsinn er hátt settur við háar herðar en ekki fínlegur. Bakið er breitt og lendin öflug en spjaldið getur verið stíft. Afkvæmin er sívalvaxin. Fætur eru þurrir með öflugar sinar og mikil sinaskil; útskeifir að framan og ná- gengir að aftan. Hófar hafa hvelf- dan botn en prúðleiki er slakur. Afkvæmin eru að uppistöðu klár- hross með mjög góðu og hágengu tölti, brokkið er takthreint, skref- mikið og lyftingargott. Stökkið er hátt og fetið taktgott en getur verið skrefstutt. Gáska frá Álfhólum gefur viljug og þjál hross sem fara vel í reið með góðum höfuðburði og miklum fótaburði. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 30 sætið. Sending frá Enni: Kynbótamat aðaleinkunnar, 108 stig Ræktandi: Eindís Kristjánsdóttir Eigendur: Eindís Kristjánsdóttir og Haraldur Þ Jóhannsson Faðir: Vörður frá Enni Móðir: Ljóska frá Enni Umsögn um afkvæmi: Sending frá Enni gefur hross í rúmu meðallagi að stærð. Fríðleiki á höfuð er í meðallagi, hálsinn er reistur og langur við háar herðar en getur verið djúpur. Bakið er breitt og vöðvafyllt og lendin öflug en línan í bakinu getur verið svög. Samræmið einkennist af góðri fótahæð og sívölum bol, fætur eru þurrir með öflugar sinar en eru útskeifir að framan og eru nágengir að framan og aftan. Hófar er djúpir og efnisgóðir og prúðleiki er góður. Afkvæmin eru yfirleitt klárhross með tölti, töltið og brokkið er takthreint, skrefmikið og lyftingargott. Greiða stökkið er teygjugott og hátt en fetið er misjafnt. Sending frá Enni gefur framfalleg, viljug og þjál hross sem fara einkar vel í reið með góðum höfuðburði og fótaburði. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 31 sætið. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Myrkva frá Torfunesi er með 122 stig í kynbótamati aðaleinkunnar. Karitas frá Kommu er með 122 stig í kynbótamati aðaleinkunnar. Storð frá Stuðlum er með 122 stig í kynbótamati aðaleinkunnar. Háskólinn á Hólum auglýsir eftirfarandi reiðhesta til sölu: 1. Uni frá Hólum IS2013158300 2. Mar frá Hólum IS2009158306 Skrifleg tilboð þurfa að berast skrifstofu skólans í síðasta lagi 29. desember nk. Merkt: Háskólinn á Hólum, Guðmundur Eyþórsson – tilboð í hross. Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum. Frekari upplýsingar hjá sveinn@holar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.