Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202012 ASÍ hefur skilað skýrslu til atvinnu vega- og nýsköpunar- ráðu neytisins (ANR) um verð- könnun á innlendum og innflutt- um landbúnaðarvörum á tímabil- inu frá desember 2019 til ágúst 2020. Skýrslan sýnir að í flestum tilvikum hafa innfluttar búvör- ur hækkað mun meira í verði en innlendar, mestur er munurinn á innfluttu og innlendu grænmeti. Skýrslan er unnin samkvæmt þjónustusamningi sem ASÍ og ANR gerðu í lok árs 2019. Markmiðið með samningnum var að fylgja þannig eftir þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um úthlutun tollkvóta í desember 2019, sem væntingar stóðu til að myndu skila sér í lægri kostnaði fyrir innflytj- endur og lægra verði til neytenda. Í skýrslunni kemur fram að framboð eða úrval á þeim land- búnaðarvörum sem könnunin náði hafi aukist töluvert á tímabilinu, bæði er varðar innfluttar og inn- lendar vörur. Kannað var verð á nautakjöti, svínakjöti, fuglakjöti, unnum kjöt- vörum, ostum og á nokkrum tegund- um grænmetis. Verðupplýsingum var safnað frá Bónus, Krónunni, Hagkaup, Nettó og Kjörbúðinni. Framboð á innfluttum vörum jókst verulega í mörgum vöruflokk- um, mest á innfluttu svínakjöti og fuglakjöti, en framboð af nauta- kjöti og ostum jókst einnig mikið. Framboð innlendra vara virðist í flestum tilvikum hafa aukist á sama tíma. Verðhækkanir á innfluttu svína- kjöti og innfluttum ostum voru samkvæmt skýrslunni töluvert meiri en á innlendum vörum í sömu flokkum. Minni munur var á verð- hækkunum á innfluttu og innlendu nautakjöti. Innfluttar unnar kjötvör- ur (reykt kjöt, álegg, pylsur o.þ.h.) hækkuðu minna í verði en þær inn- lendu. Innflutt alifuglakjöt lækkaði í verði á meðan innlent alifuglakjöt hækkaði í verði. Mestar verðhækk- anir voru á ostum í könnuninni, en innfluttir ostar hækkuðu um 9 prósent samanborið við 6,5 prósent hækkun á innlendum ostum. Almennt virðist innflutt græn- meti hafa hækkað umtalsvert meira á tímabilinu en innlendar vörur. Framboð reyndist hins vegar nokk- uð óstöðugt og liggja ekki eins góð verðgögn fyrir um grænmeti, líkt og fyrir kjöt og osta. Tekið er fram að veiking krón- unnar geti haft tilhneigingu til að fara nokkuð hratt út í verðlag á innfluttum vörum, en aðrir áhrifa- þættir vegi mögulega upp á móti. Á tímabilinu sem verðkannanirnar fóru fram veiktist íslenska krónan um 16,7 prósent. /smh FRÉTTIR A L H L I Ð A B Ó K U N A R K E R F I R E K S T R A R Þ J Ó N U S T U R S Í M A O G P Ó S T Þ J Ó N U S T A T E K J U - O G V E R Ð S T Ý R I N G W W W . G O D O . I S HÖFÐABAKKI 9A - 1 10 REYKJAV ÍK S ÍMI : 555 4636 NETFANG : INFO@GODO . I S ERT ÞÚ Í GISTIREKSTRI ? GODO BÝÐUR UPP Á FRÁBÆRAR TÆKNI - OG REKSTRARLAUSNIR FYR IR E INSTAKL INGA OG FYRIRTÆKI Í FERÐAÞJÓNUSTU Matís þróar kerfi til að greina uppruna nautakjöts: Gagnast til að koma í veg fyrir matvælasvindl Sæmundur Sveinsson, fag- stjóri hjá Matís og fyrrverandi rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, stýrir um þessar mund- ir evrópsku rannsóknaverkefni, sem snýst um að þróa kerfi með sameindaerfðafræði til að rekja uppruna nautakjöts. Sæmundur segir verkefnið eiga rætur að rekja til kjötsvika- mála sem skóku Evrópu á árinu 2013, þegar hrossakjöt var selt sem nautakjöt í miklu magni í evrópskum stórmörkuðum. „Við erum að vinna með breskum kjötframleiðanda, sem vildi tryggja uppruna kjötsins. Hrossakjöts-skandallinn hafði mikil áhrif á kjötframleiðendur í Evrópu. Það væri hægt að nota sömu tækni við að skera úr um hvort nautakjöt sé íslenskt eða erlent,“ segir Sæmundur um ver- kefnið. Vörusvik mikið vandamál í sölu matvæla Sæmundur segir að bæði neytendur og nautakjötsframleiðendur hafi vaknað við vondan draum þegar upp komst um svindlið. „Vörusvik í sölu matvæla eru gríðarlegt vanda- mál um allan heim, en slík viðskipti má flokka til glæpastarfsemi þar sem gróðavonin er mikil, en áhætta og viðurlög lítil fyrir þá einstak- linga sem iðjuna stunda. Þetta hneyksli olli mikilli vit- undarvakningu meðal neytenda og framleiðenda nautakjöts í Evrópu. Málið opnaði jafnframt augu neyt- enda fyrir því hve flókin og við- kvæm virðiskeðja kjötframleiðslu er í raun og veru. Mörg fyrirtæki sem vinna í þessari verðmætu grein matvælaframleiðslu áttuðu sig einnig á þeirri nauðsyn að koma upp hraðvirkum, öflugum og hagkvæmum aðferðum til að sannreyna uppruna afurða á mat- vælamarkaði.“ Sýnum safnað við slátrun Matís hefur unnið að þessu verk- efni undanfarið ár, en það er alþjóð- legt rannsóknaverkefni, fjármagnað að fullu af evrópska samkeppnis- sjóðnum EIT Food. „Verkefnið nefnist BLINK, en markmið þess er að þróa nýtt rekjanleikakerfi fyrir nautakjöt. Aðferðin byggir á þeim miklu framförum sem orðið hafa undanfarinn áratug í erfðagrein- ingartækni og er sambærileg við aðferðir sem nýttar verða í erfða- mengjaúrvali í íslenska kúakyninu sem stefnt er á að innleiða hér á landi á næstu árum. Hugmyndin bak við aðferða- fræðina felst í því, að við slátrun nautgrips verði lífsýni, til dæmis hársýni eða vefjasýni, tekið af gripnum. Sýnið er síðan sent til rannsóknastofu þar sem erfðaefni er einangrað og þúsundir erfða- marka greind í hverjum einasta grip. Þessar erfðaupplýsingar eru í framhaldinu nýttar til að útbúa einstakt „strikamerki“ fyrir hvern einasta nautgrip sem fer í gegnum tiltekið sláturhús. Erfðafræðilegt strikamerki hefur þá kosti umfram hefðbundin strikamerki, sem allir kannast við úr matvörubúðinni, að það fylgir kjötinu hvert sem það fer og ekki er hægt að breyta því á neinn hátt. Fyrrgreindum erfða- upplýsingum, ásamt fylgigögnum, er að lokum komið fyrir í gagna- grunni. Ef grunur vaknar um að svik séu til staðar einhvers staðar í keðjunni frá nautgrip á fæti til kjötbita á diski, er hægt senda sýni af kjötinu í erfðagreiningu og fá úr því skorið hvort uppruni nauta- kjötsins sé sá sami og umbúðir matvælanna segja til um. Þetta próf er talsvert frábrugð- ið hefðbundnum erfðafræðilegum tegundagreiningum. Til að afhjúpa kjötsvindlið í Evrópu var hefð- bundinni tegundagreiningu beitt, erfðaefni eingangrað úr kjöti og það greint til tegunda, hvort þetta er hross eða naut.“ Íslenskt kjöt greint frá erlendu „Aðferðafræðin, sem við vinnum að, væri auðveldlega hægt að beita til að sannreyna uppruna íslensks nautakjöts úr matvörubúðum eða veitingastöðum. Nýlegar rann- sóknir hafa staðfest að hinn ís- lenski kúastofn er erfðafræðilega mjög ólíkur öðrum nautgripum. Með einföldu erðfaprófi væri því hægt að staðfesta uppruna íslensks nautakjöts. Verkefninu lýkur í janúar á næsta ári. Að því loknu munu erlendir samstarfsaðilar Matís vekja athygli á aðferðafræðinni meðal evrópskra kjötframleiðenda. Vonir standa til að unnt verði að taka tæknina í almenna notkun í hinum vestræna heimi á næstu árum og að hana megi einnig nýta til rekjanleika á kjötafurðum annarra búfjár- tegunda,“ segir Sæmundur. /smh Sæmundur Sveinsson, fagstjóri hjá Matís. Skýrsla ASÍ um verðþróun á dagvörumarkaði: Innfluttar vörur í flestum tilvikum hækkað mun meira en innlendar Verðbreyting frá desember 2019 til september 2020 Vöruflokkur í könnun Innflutt Innlent Nautakjöt 2,20% 1,60% Svínakjöt 7,90% 3,70% Alifuglakjöt -1,30% 3,30% Unnar kjötvörur 4,80% 5,10% Ostar 9,00% 6,50% Tómatar 15% -1% Gulrætur 26% 5% Sveppir 10% 1% Paprikur 19% -3% Ísl. rófur - -11% Íslenskar búvörur. Samkvæmt könnuninni hækkuðu þær almennt nokkuð minna í verði frá því í desember á síðasta ári en innfluttar búvörur. Mynd /OS Parísarsáttmálinn fimm ára: Ný markmið í loftslagsmálum kynnt á leiðtogafundi Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra kynnti ný markmið í loftslagsmálum fyrir Ísland á leiðtogafundi þann 12. desem- ber sem haldinn var í tilefni fimm ára afmælis Parísarsáttmálans. Samkvæmt nýju markmiðunum er stefnt að meiri samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Er þannig horfið frá markmiði um 40 prósenta samdrátt frá árinu 1990 til 2030 og þess í stað verð- ur markið sett á 55 prósent á sama tíma. Samkvæmt Parísarsáttmálanum skulu ríki heims uppfæra lands- markmið sín í loftslagsmálum á fimm ára fresti, í fyrsta sinn árið 2020. Íslensk stjórnvöld kynntu uppfærða aðgerðaráætlun sína í loftslagsmálum síðasta sumar. Áætlunin gerir ráð fyrir að hægt verði að ná meiri samdrætti í losun en krafa er gerð um í núverandi samkomulagi Íslands og Noregs við ESB vegna Parísarsáttmálans. Í nýju markmiðunum fyrir Ísland eru einnig aðgerðir til að ná markmiði Íslands um kolefnishlutleysi árið 2040 og áfangamarkmiði um kolefnishlutleysi losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda í kringum árið 2030. Þá er aukin áhersla á loftslagstengd þróunarsamvinnuverkefni í markmiðunum, einkum á sviði sjálbærrar orku með tilliti til íslenskrar sérþekkingar. Vettvangur fyrir nýja sókn Eins og áður er Ísland í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi með sín loftslagsmarkmið. Það voru Sameinuðu þjóðirnar sem stóðu að fundinum en ásamt Íslandi voru Chile, Ítalía, Bretland og Frakkland þátttakendur. Á fundinum voru leiðtogar þeirra ríkja sem voru reiðubúin að kynna ný og metnaðarfull markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, kolefnishlutleysi og framlög til loftslagsmála í þróunarlöndunum. Tilgangurinn með fundinum var að vekja athygli á loftslagsvánni og skapa vettvang fyrir nýja sókn til að ná markmiðum samningsins, um að halda hnattrænni hlýnun innan tveggja gráða og leita leiða til að takmarka hlýnun við eina og hálfa gráðu. /smh Katrín Jakobsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.