Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202034 LÍF&STARF varðandi úrbætur á athugasemdum sem koma upp í eftirliti. Við erum sífellt að reyna að bæta ferilinn hjá okkur til að reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að mál séu að dragast að óþörfu hjá okkur,“ segir Hrönn. Hún tekur líka fram að erfið velferðarmál dýra geta verið átakanleg og flókin og oft erfitt að takast á við, þar geti komið inn erfiðar mannlegar aðstæður, andleg og líkamleg veikindi, félagsleg vandamál og svo framvegis. „En ég held að slæm meðferð á dýrum séu alltaf átakanlegustu málin. Eins má segja að riðutilfellin núna fyrir norðan eru einstaklega erfið og viðamikil þar sem afleiðingarnar eru virkilega sárar fyrir ábúendur býlanna sem þarf að skera niður. Ég sé það hins vegar að starfsfólk Matvælastofnunar setur virkilega hjarta og sál í sína vinnu og gerir það virkilega vel,“ segir Hrönn. Frábær mannauður Þegar talið berst að mannauði Matvælastofnunar er Hrönn fljót til svars. „Ég segi það hreint út að ég er ákaflega stolt af mínu fólki hjá Matvælastofnun og af stofnuninni í heild sinni. Sérfræðingastofnun eins og Matvælastofnun væri ekkert án þess frábæra fólks sem er innanhúss og sérfræðiþekkingin er gríðarleg. Ég hef séð hvað fólkið mitt er tilbúið að leggja á sig til að fylgja eftir málum, vinna að bættu umhverfi og betri velferð dýra, oft við mjög erfiðar aðstæður. Eftirlitsfólkið hefur orðið fyrir aðkasti og árásum einstaklinga sem eiga við vanheilsu að etja, hefur stigið inn í virkilega erfiðar aðstæður til að tryggja velferð dýra og hefur þurft að taka mjög erfiðar ákvarðanir til að tryggja öryggi neytenda. Auðvitað gerum við mistök, við erum engan veginn hafin yfir gagnrýni og getum alltaf lært og bætt okkur. En ég myndi segja að í heildina vinnum við af heilindum og metnaði með hag okkar umbjóðenda fyrir brjósti. Við erum t.d. að bæta okkur í samskiptum við hagaðila sem ég held að sé mjög mikilvægt því það hefur í gegnum tíðina skort á skilningi á okkar störfum. Ég vil opna meira á samtal og samráð þannig að við getum stuðlað að betri sátt um störf okkar.“ Erlend samskipti Matvælastofnun á í miklum erlendum samskiptum og Hrönn segir þau mjög mikilvæg. „Við tengjumst sambærilegum stofnunum á Norðurlöndunum og Evrópu, ásamt Matvæla öryggis­ stofnun Evrópu. Samskiptin eru mikilvæg því við erum oft að kljást við sömu vandamálin og áhætturnar, við getum alltaf lært af hvert öðru og það er mjög mikilvægt að fylgjast með því sem er að gerast í kringum okkur. Samskiptin eru margs konar, það eru netverk, fundir, námskeið og fleira sem er unnið saman og ég myndi gjarnan vilja finna leiðir til skiptivinnu milli norrænna stofnana til að við lærum af hvert öðru og flutt þekkingu og verklag milli landa.“ Mörg erfið mál „Það geta oft komið mjög erfið mál inn á okkar borð. Við höfum innleitt teymisvinnu til að geta betur tekið á erfiðari og stærri málum. Teymin hafa gefið stofnuninni mikið, með því erum við að tryggja að við séum með réttan mannauð til að takast á við málin í hvert sinn, þau séu leyst heildstætt og samhæft, sérstaklega milli landshluta. Eins eru teymin líka stuðningur fyrir starfsfólkið þannig að það standa fleiri að baki ákvörðuninni sem er tekin,“ segir Hrönn aðspurð hvernig tekið sér á erfiðum og flóknum málum, sem koma inn á borð stofnunarinnar. COVID er mikil áskorun – Hver eru brýnustu mál stofn unar­ innar á þessum skrýtnu tímum sem við lifum á? „Vissulega er vinna á tímum COVID virkileg áskorun og að finna betri leiðir til að sinna okkar vinnu áfram. Það eru stór utanaðkomandi verkefni sem við þurfum að takast á við eins og afleiðingar Brexit á íslenskan inn­ og útflutning. Ég myndi segja að brýnustu málin séu annars vegar að byggja upp frekari samskipti milli okkar og hagaðila okkar til að geta byggt upp betri og sterkari Matvælastofnun með jákvæða ímynd. Eins erum við að skoða lausnir til að efla rafrænar lausnir sem á bæði við okkar viðskiptavini en eins okkar eigið starfsfólk. Við þurfum að endurskipuleggja uppsetningu okkar gagnagrunna og gera t.d. afgreiðslu vottorða eins sjálfvirka og við getum. Eins erum við að meta og skoða hvernig við getum sinnt betur okkar eftirliti. Við settum niður 3 vísa fyrir þjónustu annars vegar og eftirlit hins vegar sem við ætlum að styðjast við. En í framtíðinni viljum við að þjónustan okkar sé snögg, fagleg og aðgengileg og að eftirlitið sé einfalt, málefnaleg og skilvirkt.“ Framtíðarsýnin er skýr – Hver eru brýnustu verkefni Mat­ væla stofnunar í náinni framtíð? „Mín framtíðarsýn er að Matvælastofnun sem ein mikil­ vægasta stofnun landsins í Matvælalandinu Ísland, vinni samhliða hagsmunaaðilum með jákvæðu hugarfari beggja aðila og að allir eftirlitsaðilar séu samhæfðir og skilvirkir í sínu eftirliti. Mín framtíðarsýn er líka að eftirlit sé litið jákvæðum augum og eftirlit sé notað sem tækifæri til að bæta sig og sína framleiðslu og jafnvel sem markaðstækifæri. Ef eftirlit er einfalt, málefnalegt og skilvirkt þá er það klárlega styrkur fyrir góðan iðnað og framleiðslu. Við þurfum líka að tryggja að sá rammi sem Matvælastofnun vinnur innan svari þörfum samtímans. Ég mun leggja áherslu á samtal og samvinnu við hagsmunaaðila, betri upplýsingagjöf og stafrænni Matvælastofnun.“ Framtíðin björt Hrönn segist horfa björtum augum á framtíð Matvælastofnunar þegar hún horfir í gegnum kristalkúluna sína næstu 10 til 15 árin. „Já, já, ég sé mjög bjarta framtíð fyrir Matvælastofnun, ég held að við séum alltaf að þróast og breytast og það er hollt. Samfélagið er sífellt í þróun og við verðum að fylgja því. Við erum byrjuð á stefnumótun til næstu fimm ára og ég sé það sem virkilega spennandi verkefni en við erum búin að lista niður bæði innanhúss og utanhúss verkefni niður á blað. Ég sé að ráðuneytið er á góðum stað og samskiptin milli Matvælastofnunar og atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytisins eru mjög góð þar sem ráðuneytið hefur virkilega lagt sig fram við að fá yfirsýn yfir öll þau fjölmörgu verkefni sem við sinnum. Ég held að næstu ár verði viðburðarík og ég sé vel skipulagða og skilvirka stofnun eftir 10–15 ár.“ Djúpt sokkin í hjólasportið Hrönn Ólína á sér mörg áhugamál og reynir að sinna þeim eftir fremsta megni þegar hún er ekki í vinnunni. „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að maður verði að hafa eitthvað annað fyrir stafni til að hvíla hugann ef maður er í krefjandi starfi, það er mjög mikilvægt að kúpla sig aðeins út. Eins er mikilvægt að sinna fjölskyldunni og ég hef alltaf verið mikil fjölskyldumanneskja. Annars er ég djúpt sokkin í hjólasportið, líklega mikið meira en góðu hófi gegnir en hjólreiðar eru eitt það skemmtilegasta sem ég veit en ég stunda bæði þjálfun, æfingar og keppnir. Svo koma skíðin eftir það en skíðin eru líka eitthvað sem við öll fjölskyldan stundum saman. Annars eru almenn útivera og samvera með fjölskyldunni það sem ég legg áherslu á, bara t.d. fara út að kvöldi til í stjörnuskoðun með krökkunum er æði, sérstaklega svona á COVID­ tímum.“ Jólin eru æði Nú þegar jólahátíðin er alveg að ganga í garð er ekki komist hjá því að spyrja nýjan forstjóra Matvælastofnunar hvernig jólin séu í hennar huga. „Ég er svona laumujólabarn, mér finnst jólin æði. Ég er samt aðeins of löt í skreytingum og bakstri. Það eru samt alltaf settar upp einhverjar seríur og alltaf eitthvað bakað en það er pínu óskipulagt og ómarkvisst. Ég laumast samt alveg til að spila jólalög fyrir 1. desember. Ég hlakka alltaf til jólanna þar sem maður finnur að samfélagið dettur í annan gír og það eru alltaf ákveðnir töfrar í kringum jólin. Ég ákvað líka fyrir löngu að stressa mig ekki of mikið á jólunum og reyna að njóta þeirra frekar. Eins höfum við skapað þá hefð að fara alltaf í skógræktina í Mosó og saga niður eigið jólatré sem er svo skreytt á Þorláksmessu með eins miklu af heimatilbúnu og gömlu skrauti eins og hægt er, mér finnst það mjög heimilislegt en algjörlega stíllaust. Annars eru foreldrar okkar beggja úti á landi og við höfum bara reynt að hitta sem flesta en skipulagið er nú oft bara eftir eyranu eftir því sem hentar hverju sinni. Krakkarnir mínir eru stundum hjá okkur en ef þau eru ekki heima, þá er jólahaldið bara fært til,“ segir Hrönn. 2021 verður frábært ár Hvernig leggst nýtt ár, 2021, í þig? „Ég er í eðli mínu einstaklega bjartsýn og lausnamiðuð manneskja þannig að ég held að 2021 verði frábært ár. Og auðvitað vonar maður að 2021 verði betra en 2020. En ég held að við förum að fara að komast út úr þessu COVID, við getum farið að hittast meira og farið að koma samfélaginu aftur í gang. Ég sé fullt af skemmtilegum verkefnum fyrir mér á árinu, bæði persónulega og hvað vinnuna varðar. Við fjölskyldan erum t.d. búin að selja heimilið í Mosfellsbænum og erum að leita okkur að húsi á Selfossi þar sem höfuðstöðvar Matvælastofnunar eru, þannig að það verður spennandi nýr kafli í lífinu að flytja á nýjan stað. Ég er líka mjög jákvæð gagnvart 2021 hjá Matvælastofnun. Vissulega eru áskoranir fram undan, COVID hafði töluverð áhrif á stofnunina sem við erum ekki búin að sjá fyrir endann á. En við erum að móta okkur framtíðarsýn og búin að ákveða verkefni til að vinna að sem ég held að geri stofnunina betri. Þannig að ég horfi björtum augum á framtíðina,“ segir nýi forstjórinn. /MHH Hrönn stödd á skíðasvæðinu á Siglufirði í fallegu veðri, en hún hefur mjög gaman af því að fara á skíði og allri útiveru. Mynd / Úr einkasafni Hrönn keppti í keppni á Íslandsmeistaramótinu í fjallahjólreiðum í fyrra á Ísafirði, en henni finnst fátt skemmtilegra en að þeysast á hjólinu sínu um allar koppagrundir. Mynd / Hörður Ragnarsson Hér er Hrönn við Glym í Hvalfirði á fallegum sumardegi. Mynd / Úr einkasafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.