Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 59

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 59
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 59 lækninum sem hún klæddist fram á kvöld. Að þessu búnu fór hann aftur til björgunarstarfa, áður en hans var þörf á sjúkrahúsinu. Þegar Guðbrandi varð ljóst að Sigrún var ekki í kjallaranum og hann sá að fjöldi björgunarmanna var byrjaður að moka út úr eldhúsinu fór hann yfir í læknisbústaðinn til Vigdísar. Eins og gera má ráð fyrir var hann ráðvilltur og átti erfitt með að hugsa skýrt, auk þess að vera rennandi blautur og kaldur. Kristinn Unnarsson (1964) var ásamt félaga sínum með þeim fyrstu sem komu að björgunaraðgerðum á neðri hæðinni. Kristinn hafði skömmu áður verið uppi á Hjöllum, nærri húsi hjónanna, að fylgjast með snjóblásaranum. Þegar snjóblásarinn hafði lokið við að hreinsa götuna gekk hann heim að Brunnum 10, sem er næsta gata fyrir neðan Hjalla. Þegar hann var um það bil að ganga inn leit hann upp í gilið og sá vatnsspýjur standa upp úr snjónum. Fannst honum þetta ótrúleg sjón og kallaði á eldri bróður sinn sem var staddur innandyra og sagði honum að hann yrði að koma út og sjá hvað væri að gerast. Í sömu andrá óð flóðið af stað niður gilið og fór yfir Brunna örfáum sekúndum síðar. Frá sjónarhorni Kristins var flóðið í kringum 10 m hátt þegar það fór yfir götuna og kraftur þess hrikalegur. Eftir að hafa orðið vitni að þessum hamförum hljóp Kristinn ásamt félaga sínum að Hjöllum 2. Þegar þangað kom blasti við þeim ófögur sjón, nánast allar rúður voru brotnar og húsið hálf fullt af snjó og krapa. Sú sjón stakk þó ekki mest í hjartastað, heldur sú að sjá og heyra húsmóðurina, Vigdísi, standa við glugga á neðri hæðinni og hrópa: ,,Börnin mín!, börnin mín!“. Þeim var strax ljóst að hún taldi Sigrúnu litlu liggja einhvers staðar í krapanum á gólfinu. Félagarnir voru ekki búnir að vera lengi við húsið þegar fjöldi manna byrjaði að streyma að húsinu. Meðal þeirra fyrstu voru Ásgeir Einarsson (1952) og Gunnar Rúnar Pétursson (1938–2017) sem komu hlaupandi frá heimilum sínum á Sigtúni 4 og Hjöllum 13. Gunnar var góður vinur hjónanna og var nýlega kominn úr heimsókn frá þeim, þegar hann þurfti að hlaupa til baka og leita að börnunum þeirra við þessar hræðilegu aðstæður. Hann var annálað hraustmenni og ákveðinn maður þegar þess þurfti og lét vel í sér heyra hvernig ætti að gera hlutina. Um leið og þeir komu að húsinu hófu þeir fyrst leit á neðri hæðinni með hjónunum og öðrum sem bættust í hópinn. Þegar ljóst var að börnin væru ekki þar töldu menn nær öruggt að þau væru bæði í eldhúsinu. Færðu þeir sig þá á efri hæðina og hófu ásamt öðrum að moka sig inn um þvottahúsdyrnar við bílskúrinn og þaðan áfram inn í eldhús. Rýmið rúmaði ekki marga í einu, var því sá háttur hafður á að fremstu menn mokuðu aftur fyrir sig og svo koll af kolli. Leif Halldórsson (1942) kom einnig hlaupandi frá heimili sínu á Hjöllum 11 þegar hann sá flóðið. Stuttu eftir að byrjað var að moka opnaðist leið inn í stofu, þar sem hann og aðrir leituðu af sér allan grun við stigaopið og niður á neðri hæð. Þegar ljóst var að börnin voru ekki á þessum stöðum var allri leit beint að eldhúsinu eins og áður segir. Öllum viðstöddum var ljóst að hver mínúta skipti máli og því mikið kapp og læti í mönnum. Þessu fylgdi eðlilega mikill hávaði, jafnt frá mönnum og skóflum sem voru reknar í glerharðan krapann. Þegar svo hafði gengið um stund öskraði einhver, trúlega Gunnar Rúnar: ,,Haldið kjafti og prófum að hlusta“. Heyrðist þá lágt kall frá Haraldi og var þá ljóst hvar hann var og unnu menn sig í átt að hljóðinu. Reyndist það koma frá opi á eldhúsinnréttingunni sem var mölbrotin, eins og annað í eldhúsinu. Til að valda honum ekki skaða með skóflum þegar stutt var í opið voru ekki önnur ráð en að brjóta krapann frá Haraldi með berum höndum, en krapinn var allur blandaður glerbrotum og öðru sem gat skorið hendur manna. Um leið og búið var að hreinsa mestu óhreinindin frá Haraldi blasti við mönnum ótrúleg sjón. Hann lá saman hnipraður inni í opi, sem var svo lítið að ef allt hefði verið eðlilegt hefði hann aldrei átt að komast þar fyrir. Til að gera þetta enn ótrúlegra sat hann enn á eldhússtólnum sem hann hafði setið á þegar flóðið ruddist inn í eldhúsið. Um leið og búið var moka frá honum hrópaði hann ítrekað: ,,Hvað er að gerast, hvað er að gerast, eru mamma mín og systir dánar?“. Þrátt fyrir ömurlegar kringumstæður og systir hans væri ófundin leyfðu menn sér að gleðjast yfir að finna hann lifandi og nánast óslasaðan. Reyndu viðstaddir eftir bestu getu að róa hann niður og spyrja hvort systir hans hefði verið með honum í eldhúsinu. Þrátt fyrir að vera hræddur og máttfarinn gat hann sagt að hún hefði staðið við eldhúsborðið. Kom það í hlut Ásgeirs að taka hann upp úr eldhúsinnréttingunni og rétta hann út um eldhúsglugga þar sem Þorsteinn Sigurðsson sjúkraflutningamaður tók á móti honum og ók honum á sjúkrahúsið. Þegar Ásgeir var með hann í fanginu sagði Haraldur: ,,Ég hélt að ég myndi drepast“. Sigrún fannst skömmu síðar, hafði hún borist eftir endilöngu eldhúsinu og hafnað inni í skáp í anddyrinu, fyrir miðju húsi. Voru allmargir viðstaddir þegar hún fannst. Kom það í hlut Leifs að hreinsa varfærnislega glerharðan og óhreinan krapann frá vitum hennar. Þegar búið var að losa hana tók Björn Jónsson hana í fangið og hljóp með hana í gegnum eldhúsið að innganginum við bílskúrinn, þar sem Gunnar Rúnar tók við henni. Um leið og komið var með hana út voru reyndar lífgunartilraunir. Öllum viðstöddum var ljóst að hún þurfti að komast strax undir læknishendur. Kom meðal annars til tals að hlaupa með hana stystu leið á sjúkrahúsið, sem var í um það bil 400 m fjarlægð. Niðurstaðan varð hins vegar sú að Sigrún var lögð í aftursætið á litlum jeppa í eigu Sigurðar V. Viggóssonar (1953). Flóðið lokaði leiðinni sem hefði verið farin við eðlilegar aðstæður og varð hann því að aka mun lengri leið. Fyrst inn Hjalla og þaðan niður á Strandgötu, þar sem hægt var að komast í gegnum flóðið til að komast niður á Vatneyri og þaðan á sjúkrahúsið. Með Sigurði í för var Daði V. Ingimundarson (1947), sem reyndi áfram lífgunartilraunir við erfiðar aðstæður í aftursætinu. Fljótlega eftir að komið var með Sigrúnu á sjúkrahúsið var hún úrskurðuð látin. Þegar aðgerðir við húsið höfðu staðið yfir í nokkurn tíma var fjöldi björgunarmanna slíkur að í raun var ekki pláss fyrir alla að moka á sama tíma. Gafst þá fyrst tími til að meta aðstæður. Meðal þess sem þá var ákveðið var að senda heim alla unglinga og börn sem höfðu safnast saman við húsið til að taka þátt í björgunaraðgerðum eða fylgjast með gangi mála. Töldu stjórnendur og í sumum tilfellum ættingjar ekki æskilegt að börn á aldrinum 12–16 ára væru vitni ef systkinin fyndust illa slösuð eða látin. Enn fremur var talin hætta á að annað flóð gæti fallið. Fannst sumum drengjunum í hópnum þetta óréttlát ákvörðun, þar sem þeir töldu sig gera gagn og væru nægilega þroskaðir til að taka þátt í björgunaraðgerðum. Fóru allir eftir þessum tilmælum nema örfáir strákar á aldrinum 15–16 ára sem þrjóskuðust við og héldu áfram störfum þar til börnin fundust. [...] Aðalstræti 77A, Þórðarhús ,,Við fengum strákana en við misstum stelpuna“ Halldóra Þórðardóttir og dætur hennar Guðfinna Ólína og Ingibjörg Eygló Hjaltadætur voru allar á efri hæð hússins þegar flóðið tætti neðri hæðina undan því eins og fyrr getur. Þorsteinn Gunnar Sigurðsson (1948) sjúkraflutningamaður var á leiðinni upp á sjúkrahús til að skila sjúkrabílnum eftir útkall um nóttina þegar Óli Rafn Sigurðsson bróðir hans hafði samband. Spurði hann hvort hann gæti keyrt sig heim í leiðinni því hann þyrfti að klæðast betur áður en hann aðstoðaði björgunarsveitina við að dæla vatni út úr íbúðarhúsum. Þegar þeir komu að heimili hans í Sigtúni snéri Þorsteinn Gunnar bílnum í átt að Geirseyrargili á meðan hann beið eftir bróður sínum. Eftir að hafa fylgst með gilinu um stund sá hann flóðið allt í einu flæða niður árfarveginn og yfir fjölda húsa. Tók hann sérstaklega eftir að risið af Þórðarhúsi barst ofan á flóðinu, þar sem nærliggjandi hús skyggðu á gat hann ekki greint hvort risið og önnur hús sem urðu fyrir flóðinu enduðu niðri á Strandgötu eða úti í sjó. Ók hann beina leið niður á Strandgötu og staðnæmdist örfáa metra frá risinu af Þórðarhúsi sem stóð á miðjum veginum og lokaði honum. Þegar hann leit upp eftir farvegi flóðsins gerði hann ráð fyrir að fjölmargir hefðu farist, enda voru tvö íbúðarhús farin af grunni sínum og önnur mikið skemmd. Á meðan hann virti þessa sjón fyrir sér bar að nokkurn fjölda björgunarsveitarmanna. Urðu þeir fljótt varir við að einhver var með lífsmarki í Þórðarhúsi og fóru þegar í stað inn í brakið eftir því sem aðstæður leyfðu. Kom þá í ljós að mæðgurnar Halldóra og Guðfinna Ólína voru á lífi og nokkuð vel á sig komnar þrátt fyrir að risið væri gjörónýtt. Voru þær báðar óbrotnar en nokkuð blóðugar. Þurftu þær aðeins lítils háttar aðstoð við að komast út. Um leið og Halldóra var heimt úr helju kallaði hún hástöfum: ,,Hvar er Kátur, hvar er Kátur, Bíi verður vitlaus ef ég finn ekki Kát“. Hundurinn Kátur var í eigu Guðbjartar Þórðarsonar bróður hennar, sem í daglegu tali var kallaður Bíi. Eðli málsins samkvæmt var hún í mikilli geðshræringu og hugsaði eflaust ekki skýrt þegar hún kallaði þessi orð upp yfir sig. Halldóra var ekki ein um að hugsa um Kát í þessum ótrúlegu aðstæðum, því í næsta húsi fyrir innan þar sem Þórðarhús hafði staðið bjó Snorri Gunnlaugsson (1922–1996) sem var ekki alltaf sáttur við Kát. Andartaki eftir að flóðið féll kom Snorri út á svalirnar á heimili sínu og horfði yfir eyðilegginguna. Eitt það fyrsta sem hann tók þar eftir var dillandi rófan á Kát, sem stóð upp úr braki ekki langt frá. Kallaði hann þá á nærstadda björgunarsveitarmenn og sagði: ,,Bjargið Kát, bjargið Kát“. Nánast á sama tíma og fyrstu menn komu að risinu hljóp Helgi Páll Pálmason niður í fjöru fyrir utan flóðið, eftir að hafa heyrt neyðaróp frá Ingibjörgu Eygló. Þegar þangað kom var sjórinn litaður brúnleitum krapa allt í kring og þakinn spýtna- braki og öðrum hlutum úr húsum. Skammt frá landi sá hann hönd hennar standa upp úr sjónum og óð hann upp í mitti til að ná taki á henni. Var hún þá svo máttfarin að hann taldi að hún hefði varla komist af sjálfsdáðum í land og því eflaust drukknað ef enginn hefði komið henni til hjálpar. Um leið og hann dró hana á þurrt sagði hún: ,,Hvar er ég, hvar er ég, er mig að dreyma?“. Sátu þau um stund í fjörunni á meðan hún reyndi að ná áttum, tók hún þá eftir að víða á lærunum voru blóðug göt og talsvert blóð seytlaði úr höfð- inu niður á lærin. Andartaki síðar kom Erlendur Kristjánsson (1949) til þeirra á Rússajeppa björgunarsveit- arinnar, akandi eftir Strandgötunni frá Vatneyri. Ingibjörg Eygló var þá orðin nokkuð köld enda aðeins klædd hlýrabol og nærbuxum. Brá Erlendur á það ráð að klæða hana í appelsínugulan björgunarsveit- argalla sem hann klæddist. Þessi einfalda og eðlilega aðgerð veitti henni mikið öryggi. Enn í dag er þessi stund í fjörunni greypt í huga hennar, ásamt fisklyktinni af gall- anum og að Erlendur klæddi hana í gallann án þess að setja hendurnar í ermarnar. Þar sem sjúkrabíllinn var tepptur fyrir innan flóðið kom ekki annað til greina en að þeir félagar færu með hana upp á sjúkrahús á björgunarsveitarbílnum. Við skoðun þar kom í ljós að nánast allur líkami hennar var mikið marinn og stórt gat var í gegnum aðra kinnina. Auk þess voru misstór blóðug göt víðs vegar um líkamann, sem trúlega voru eftir naglaspýtur. Á sama tíma og gert var að sárum Ingibjargar Eyglóar var henni gefið róandi lyf. Þrátt fyrir áhrif þess skynjaði hún vel hversu andrúmsloftið var þrungið spennu þegar komið var með slasaða og aðra sem lentu í flóðinu. Í fyrstu vissi hún ekki hvort systir og móðir hennar væru lífs eða liðnar, en miðað við hvernig var umhorfs á flóðasvæðinu gerði hún ráð fyrir að þær væru báðar látnar. Til að hjálpa henni að komast í gegnum biðina á meðan hún beið frétta af þeim hélt Guðný Freyja Pálmadóttir (1961) sjúkraliði í hönd hennar á meðan hún róaði hana niður. Leið sá tími eins og eilífð, þar til sjúkrabíllinn kom á sjúkrahúsið með mæðgurnar. Stuttu síðar kom Þorsteinn Gunnar sjúkraflutningamaður upp á deild með systur hennar í fanginu. Var hún öll útötuð í blóði þrátt fyrir að búið væri að hlúa að henni. Við skoðun kom í ljós að hún var með einn stóran skurð og illa marin. Sömu sögu var að segja af móður systranna sem slapp án alvarlegra áverka. Um kvöldið hittu mæðgurnar hjónin Vigdísi Helgadóttur og Guðbrand Haraldsson og syni þeirra tvo inni á sjúkrastofu. Spurði Halldóra móðir systranna Vigdísi þá: ,,Fékkstu öll þín?“. Svar Vigdísar var: ,,Við fengum strákana en við misstum stelpuna.“ Hlíðarvegur 2 fyrir miðri mynd og Stekkar 23 lengst til hægri. Mynd / Ólafur J. Helgason Risið af Þórðarhúsi komið niður á Strandgötu. Halldóra Þórðardóttir og dóttir hennar, Guðfinna Ólína, gengu nánast heilar á húfi út úr brakinu. Ingibjörg Eygló fannst í sjónum fyrir neðan húsið. Björgunarsveitarmaður stendur við Gilsbakka. Mynd / Ólafur J. Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.