Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202024 LÍF&STARF rauða Íslenska landnámshænan hefur verið samþykkt inn í verkefni Slow Food-hreyfingarinnar sem heitir Presidia. Ræktendur hennar hjá Eigenda- og ræktendafélagi landnámshænsna (ERL) munu fá leyfi til að merkja sínar vörur með rauða sniglinum, einkennismerki Slow Food-hreyfingarinnar, og er íslenska landnámshænan þar með fyrsta húsdýrið á Norðurlöndum sem hlotnast sá heiður. Presidia er verndarverkefni Slow Food fyrir matvæli og/eða framleiðslu sem er í hættu á að leggjast af. Í Presidia-verkefnum er unnið í hópum smáframleiðenda sem vinna að framleiðslu gæðaafurða með menningargildi og verndun þeirra. Fyrir í því verkefni eru „íslenska skyrið“ og „íslenska geitin“, en ekki hefur fengist leyfi til að nota snigilinn á þær vörur enn. Unnið er að því fá slík leyfi og er reiknað með að það gerist fljótlega eftir áramót. Saga ræktendanna sögð á umbúðunum Dominique Plédel Jónsson, ritari Slow Food Reykjavíkur og fyrrverandi formaður, hefur unnið að þessum áfanga ásamt dr. Ólafi Dýrmundssyni, fyrrverandi ráðunauti Bændasamtaka Íslands, og Jóhönnu Harðardóttur, formanni ERL. Dominique er einnig núverandi formaður Slow Food á Norðurlöndunum og segir hún að nokkuð ströng framleiðsluskilyrði séu fyrir leyfinu fyrir því að fá að bera merki Slow Food. „Á umbúðum landnámseggjanna verður eins konar sögumiði, þar sem sagan á bak við hvern ræktanda er sögð. Jóhanna hefur verið frábær leiðtogi í þessari vinnu og Ólafur frábær ráðgjafi. Við fengum styrk frá Erfðanefnd landbúnaðarins sem hefur gert okkur kleift að vinna þetta verkefni sem var mjõg umfangsmikið. Við erum nú að vinna það sama fyrir geitina og hefðbundið íslenskt skyr, svo ræktendur og framleiðendur geti líka haft sams konar sögumiða á sínum vörum og Slow Food-merkið á sínum afurðum. Bjartsýnir ræktendur landnámshænsna Jóhanna segir spennandi tíma fram undan í samstarfi Slow Food og félagsins. „Við sem eigum landnámshænur erum afar bjartsýnt og þrautseigt lið eins og sést á því að við höfum haldið uppi starfinu síðan 2003. Við höfum unnið hörðum höndum að því að varðveita erfðamengi hennar og þjappa eigendum og ræktendum saman í þeirri viðleitni að halda stofninum í rækt, varna erfðablöndun í stofninn og styðja við bakið á ræktendunum við að koma sér upp landnámshænum, hýsa þær, fóðra og fjölga með sem bestum árangri. Hér á landi er stór hópur fólks sem leggur mikinn metnað í að halda þessar hænur og vegur þeirra hefur líka farið vaxandi víða erlendis, eins og á Norðurlöndum, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Þetta hefur gengið ótrúlega vel og smátt og smátt stækkar hópur þeirra sem fær sér landnámshænur í lausagöngu og hefur af því mikla ánægju, auk þess að njóta sérstaklega góðra eggja sem þær gefa af sér við þessi skilyrði. Hænurnar gefa ekki aðeins af sér góð egg heldur eru þær frábær heimilisdýr, skrautlegar, mannelskar og stórskemmtilegir og mismunandi karakterar eins og mörg önnur íslensk húsdýr,“ segir Jóhanna. Fyrsta húsdýrið á Norðurlöndunum Piero Sardo, forstöðumaður stofnunar Slow Food um líffræðilega fjölbreytni og einn af stofnendum Slow Food-hreyfingarinnar, var í hópi fólks sem heimsótti Jóhönnu fyrir nokkrum árum á bæinn Hlésey undir Akrafjalli. „Þau sáu hænurnar mínar og fengu eggjamorgunverð og í framhaldi af því fæddist sú hugmynd að reyna að komast í samstarf við Slow Food International þó ekki væri nema til að vernda stofninn, því hann er svo sannarlega þess virði að halda honum lifandi, ekki bara vegna erfðaefnisins heldur líka vegna menningarverðmæta hans. Þetta gekk sumsé eftir og ekki bara það, heldur hefur landnámshænunni hlotnast sá einstaki heiður að vera fyrsta húsdýrið á Norðurlöndum sem fær að flagga merki Slow Food – rauða sniglinum í gegnum félagið ERL sem heldur utan um verkefnið fyrir hönd Slow Food. Þessi vegtylla á eftir að verða ERL mikil stuðningur í starfi sínu til verndar stofninum Íslenskir neytendur hugsa mikið um budduna í matarinnkaupum, en minna um gæði og vistspor. Það að halda lausagönguhænur sem lifa á lífrænu fóðri og við góðan húskost og lífsrými er hlutfallslega mun kostnaðarsamara pr egg en að reka verksmiðjubú og hingað til hefur það ekki skilað sér til framleiðendanna. En á móti kemur að þessi egg eru einfaldlega allt öðruvísi og mun betri og það vita þeir sem byrja að neyta þeirra,“ segir Jóhanna. Hún bætir því við að viðurkenn- ingin eigi vonandi eftir að leiða til þess að neytendur eigi eftir að gera sér betur grein fyrir að það er munur á eggjategundum og að það sé hægt að borga meira fyrir slíka fyrsta flokks vöru og góða meðferð húsdýra. /smh Landnámshænur í Hlésey undir Akrafjalli. Mynd / Jóhanna Harðardóttir Heimsókn Slow Food í Hlésey. Hjónin Sigurður Ingólfsson, Jóhanna Harðardóttir, Ólafur Dýrmundsson, Elisa Demichelis, sem vinnur með Slow Food-samtökum á Norðurlöndunum, Dominique Plédel Jónssson, Piero Sardo og Eirný Sigurðardóttir, sem var í stjórn Slow Food Reykjavík. Mynd / Skessuhorn Bænda 14. janúar 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.