Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 20202 Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þjóðlendur í sameign þjóðarinnar innan mið hálendislínu verði gerðar að þjóðgarði. Á miðhálendinu eru ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu og ómetanlegar náttúru- og menningarminjar. Frumvarpið er til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Talsverð umræða hefur orðið um stofnun þjóðgarðsins og ekki allir sammála um ágæti hans og óttast að stofnun hans muni setja skorður á nýtingu lands á hálendinu. Stjórn margra sveitarfélaga sem liggja að væntanlegum þjóðgarði hafa lýst áhyggjum yfir að þjóðgarðurinn hefti rétt sveitarfélaganna til sjálfsstjórnar. Aðrir segja að með stofnun þjóðgarðsins skapist ótal ný tækifæri í ferðaþjónustu. Á Facebook eru tvær fylkingar áberandi um málið. Önnur fylkingin merkir mynd af sér „HÁLENDISÞJÓÐGARÐUR? JÁ TAKK“ en þeir sem er andsnúnir eða í efa um tillöguna eins og hún er lögð fram með orðum sem Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, lét falla á þingi um þá sem eru mótfallnir og kallaði „ÖRLÍTINN GRENJANDI MINNIHLUTA“. Samkvæmt frumvarpi er gert er ráð fyrir að hálendisþjóðgarður nái yfir um 30% af Íslandi. Um helmingur svæðisins nýtur nú þegar verndar og má þar nefna Vatnajökulsþjóðgarð, Hofsjökul og Þjórsárver, Kerlingarfjöll, Land mannalaugar og Hveravelli. Kveðið er á um hálendisþjóðgarð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Samtal um sátt hefur mistekist Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að samtal um sátt hafi mistekist við það fólk sem býr næst þjóðgarðinum og hefur sinnt afréttinum sínum, hvort sem er í gegnum sveitarstjórn eða sinnt verkefnum, til að mynda landgræðslu, endurbyggingu menn- ingar verðmæta, náttúruvernd, veiðifélögum, smalamennsku eða öðrum nytjum. Samtalið hefur einnig mistekist um að tryggja frjálsa för þannig að gangandi, hjólandi, ríðandi og akandi geti ferðast eins og nú um miðhálendið án takmarkana. Mikilvægt er að takmarka ekki umferð hjá einum hópi frekar en öðrum. Hálendisþjóðgarður er stór og metnaðarfull hugmynd Bændablaðið sendi fyrirspurn á Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra um viðbrögðin við frumvarpinu og hvort hann teldi að það færi óbreytt í gegnum þingið. Í svari Guðmundar segir að það séu gerðar einhverjar breytingar á langflestum stjórnarfrumvörpum í meðförum þingsins og að hann eigi von á að svo verði líka með þetta frumvarp. Hvað varðar viðbrögð sveitar- félaga sem eiga land að mið- há lendinu segir Guðmundur að hann hafi átt mjög gott samtal við fulltrúa sveitarfélaga. „Haustið 2019 heimsótti ég allar sveitarstjórnir sem land eiga að miðhálendinu, ég kynnti síðan frumvarpið á átta stöðum á landinu í byrjun árs, og síðar áttum við í ráðuneytinu líklega yfir tíu fundi með fulltrúum sveitarfélaga til að ná sátt um skipulagsvaldið. Viðbrögð sveitarfélaganna við tillögum mínum varðandi skipulagsvaldið voru í langflestum tilvikum mjög góð og ég tel okkur hafa fundið góða lendingu þar. Það eru samt sem áður uppi skiptar skoðanir í þessu máli. Hér er líka um að ræða afar umfangsmikið mál og mikil verðmæti í húfi. Ég hvet sveitarfélögin til að líta til tækifæranna sem felast í stofnun hálendisþjóðgarðs, fyrir vernd náttúrunnar, uppbyggingu atvinnutækifæra, ekki síst á láglendi og aukin störf heima í héraði. Reynslan af öðrum þjóðgörðum sýnir að þeim fylgir efnahagslegur ávinningur.“ Talsvert er um almenna gagnrýni á frumvarpið í samfélaginu og svo sértækari gagnrýni um að þetta muni stoppa veiðar, beit og jafnvel akstur um hálendið? „Hálendisþjóðgarður er stór og metnaðarfull hugmynd. Hún felur í sér stofnun þjóðgarðs á 30% landsins, á þjóðlendum sem eru sameign þjóðarinnar. Ég tel að með þjóðgarði náist heildaryfirsýn, utanumhald og aukið fjármagn fyrir svæðið sem muni styrkja það góða starf sem víða er unnið á hálendinu í dag í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Hálendisþjóðgarður mun ekki koma í veg fyrir veiðar og beit á hálendinu og er í frumvarpinu gert ráð fyrir að hefðbundin nýting geti haldið áfram. Hún þarf þó líkt og annars staðar að vera sjálfbær og í samræmi við önnur lög. Hvað varðar akstur um hálendið, þá er það í höndum sveitarfélaga í dag að ákveða hvaða slóðar enda inni á skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Með tilkomu hálendisþjóðgarðs eykst formleg aðkoma útivistar- félaga, nytjaréttarhafa og ferða- þjónustu að stefnumótun svæðis- ins. Þessir aðilar munu halda atkvæðis rétti í umdæmisráðum og einnig fá atkvæðisrétt í stjórn hálendisþjóðgarðs, sem þau hafa ekki í Vatnajökulsþjóðgarði. Þannig munu þeir geta haft áhrif á stjórnunar- og verndaráætlanir, þar sem er einmitt fjallað um umferðarrétt, aðgengi, nytjar og takmarkanir á einstökum svæðum. Þeir sem mestar áhyggjur hafa haft af því að hálendinu verði lokað eða nytjar ekki heimilaðar með tilkomu þjóðgarðs munu hafa meiri áhrif á stefnumótun á svæðinu en nú gildir í Vatnajökulsþjóðgarði. Frumvarpið tekur skýrt fram að almenningi er heimil för um hálendisþjóðgarð og dvöl á svæðinu. Kveðið er á um að akstur utan vega sé bannaður, en heimilt að aka á jöklum og snævi þakinni jörðu ef jörð er frosin, líkt og gildir á öllu landinu í dag. Ráðherra fær heimild til að setja reglur um dvöl, umgengi og umferð í þjóðgarðinum líkt og í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Ráðherra er hins vegar ekki heimilt að loka öllu hálendinu eins og skilja mætti af umræðunni, enda eitt markmiða þjóðgarðsins að auðvelda almenningi að kynnast svæðinu. Ég hef auk þess engan áhuga á að loka hálendinu fyrir fólki. Ég deili ást og væntumþykju þess fólks sem hefur skoðun á þessu svæði og hvernig eigi að stýra því og ég á mínar bestu stundir uppi á hálendi Íslands. Ég myndi því aldrei vilja svipta aðra möguleikum á svipuðum upplifunum, en ég tel samt að reglur þurfi að gilda sem einhver takmörkun getur fylgt.“ /VH Um áramót breytist verð- skrá auglýsinga og áskrifta hjá Bændablaðinu. Verð- lags breyt ingar haldast í hend ur við vísitölu breyt- ingu á ársgrundvelli. Verð á dálk sentimetra í hefð- bundn um auglýsingum hækkar úr 1.650 krónum í 1.700 krónur. Áskriftarverð fyrir árgang blaðsins, alls 24 tölublöð og Tímarit Bændablaðsins, verður 11.600 krónur með virðisaukaskatti en gjalddagar verða tveir á ári. Eldri borgarar og öryrkjar fá afslátt af áskrift en árgjaldið til þeirra verður 7.600 krónur m. vsk. Verðskrá 2021 • Áskrift 11.600 kr. m. vsk. • Áskrift, eldri borgarar og öryrkjar 7.600 kr. m. vsk. • Smáaugl. m. mynd 5.900 kr. m. vsk. • Smáaugl. 2.500 kr. m. vsk. • Smáaugl. á netinu 1.200 kr. m. vsk. • Dálksentímetri 1.700 kr. án vsk. • Dálksentímetri, síða 3 og baksíða,1.900 kr. án vsk. • Dálksm. á fréttas. 2.650 kr. án vsk. • Dálksm. svarthvítt 1.400 kr. án vsk. • Tímagjald fyrir upp setn- ingu augl. 9.000 kr. án vsk. • Niðurfellingargjald 15% af brúttóverði auglýsingar. /TB Beate Stormo, járn- og eldsmiður og bóndi í Kristnesi, hefur lokið við að gera módel af nýju kennileiti fyrir Eyjafjarðarsveit, þriggja metra hárri kú og fimm metra langri. Hún er að að sanka að sér efnivið og hyggst hefjast handa við að setja risakúna saman heima á hlaði þegar aðeins fer að vora. Hugmyndir eru uppi um að koma risakúnni fyrir við Sólgarð og að það verði gert í tengslum við Handverkshátíð sem haldin er árlega á Hrafnagili í ágústmánuði. Ferðamálafélag Eyjafjarðar hefur forgöngu um þetta verkefni. Kýrin á að minna gesti sveitarfélagsins á mikilvægi mjólkurframleiðslu í sveitarfélaginu og hversu stór hluti þeirrar mjólkur sem framleiddur er á Íslandi á uppruna sinn í sveitarfélaginu. „Það verður virkilega gaman og spennandi að takast á við þetta verkefni,“ segir Beate, sem ekki hefur áður unnið við verkefni af þessari stærðargráðu. Hún segist því með sanni hoppa vel út fyrir þægindarammann við smíði á risakusunni. Hún hafi einkum einbeitt sér að fínni vinnu, gert smáa hluti á borð við teskeiðar, ostahnífa og snaga, svo dæmi séu tekin. Aðstaða úti á hlaði Beate hyggst nýta tímann yfir hörðustu vetrarmánuðina til að sanka að sér efnivið og koma sér upp aðstöðu heima á hlaði í Kristnesi. „Ég ætla svo að byrja að setja verkið saman þegar fer að vora og aðeins að hlýna. Þetta er svo stórt verk að ég verð að vera úti við smíðina,“ segir hún. „Ég renni í raun blint í sjóinn með hversu mikinn tíma tekur að vinna þetta verkefni. Ég hef aldrei áður unnið við verk af þessari stærð en er að reyna að gera mér grein fyrir umfanginu í huganum.“ Beate fær aðstoð næsta sumar við að setja verkið saman, eldsmiðir, bæði íslenskir og erlendir, hafa boðið fram aðstoð. Einn kemur frá Sviss og þá dvelur stúlka frá Eistlandi, lærður eldsmiður, á Kristnesi í vetur. „Og svo kemur fólk úr greininni héðan frá Íslandi til mín í júní og ég heyri að menn eru spenntir að taka þátt í þessu með mér,“ segir hún. Sótt í sagnabrunn um kýr Beate segir að hún hafi sótt í sagnabrunn um kýr við hönnun verksins, m.a. sögur úr norrænni goðafræði og fleiri þekktar fornsögur norrænar þar sem kýr koma við sögu. Þá nefnir hún að Davíð Stefánsson hafi ort lofkvæði um kýr sem hún nýti í verkið. Valgerður Bjarnadóttir sagnakona er henni innan handar í leit að heppilegum tilvitnunum sem verða letraðar á verkið, og verða þær 13 talsins. /MÞÞ Kýrin verður engin smásmíði, þrír metrar á hæð og fimm metrar á lengd. FRÉTTIR Sleipnir hestaflutningar ehf • Fyrirtæki með góð viðskiptasambönd og dygga viðskiptavini. • Bíll og 10 hesta vel innréttaður flutningsvagn með myndavélum. • Flott atvinnutækifæri fyrir öflugan einstakling eða par. TIL SÖLU - FYRIRTÆKI Í FULLUM REKSTRI Upplýsingar í s. 847-5800 eða netfanginu slhestaflutningar@gmail.com Risavaxin kýr verður nýtt kennileiti í Eyjafjarðarsveit: Gaman að takast á við verkefni af þessari stærðargráðu – segir Beate Stormo, eld- og járnsmiður og bóndi á Kristnesi Beate Stormo, eld- og járnsmiður og bóndi á Kristnesi, með módelið af risakusunni. Stefnt er að því að þetta nýja kennileiti Eyjafjarðarsveitar verði tilbúið næsta sumar og vígt í tengslum við Handverkshátíð sem þar er haldin árlega. Myndir / MÞÞ Bændablaðið: Verðbreytingar um áramót Frumvarp um hálendisþjóðgarð: Hálendisþjóðgarður 30% af Íslandi og stærsti þjóðgarður Evrópu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.