Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202018 Síðastliðinn þriðjudag streymdi íslenskt lambakjöt þriðja matreiðsluþættinum í seríunni Náttúrulega hreint – beint á Facebook-síðu sinni. Þættirnir eru hluti af ímyndar- og kynningarherferðum Icelandic Lamb á innanlandsmarkaði en landsliðskokkurinn Snædís Jónsdóttir hefur umsjón með þættinum sem sýndur er í beinni útsendingu á hverjum þriðjudegi klukkan 15.00. Markmið þáttaraðarinnar er að vekja athygli íslenskra neytenda á fjölbreytileika íslensks lambakjöts og kenna áhorfendum að elda auðveldar uppskriftir sem henta öllum, þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í matargerð eða atvinnumatreiðslumönnum. Snædís tekur á móti góðum gesti í hverjum þætti og tekur fyrir nýjan lambakjötsbita til þess að elda úr, en í fyrstu þrem þáttunum hafa verið tekin fyrir lambabógur, gúllas og nú síðast hangikjöt. Aðspurð segir Snædís mikilvægt að sýna íslenskum neytendum hversu auðvelt sé að elda lambakjöt á framandi hátt. „Ég vildi leggja áherslu á ferska nálgun og nýta tækifærið til þess að kynna minni þekkta bita eins og til dæmis lambabóginn. Ég hef líka lagt mig fram við að sýna hvernig sé hægt að nota afganga á skemmtilegan máta. Eftir að fyrsti þátturinn fór í loftið fengum við skilaboð frá áhorfendum sem vildu endilega fá hugmyndir að uppskriftum af réttum úr afgöngum sem gætu komið í stað þess að setja kjötið bara í pott með sósu og kartöflum.“ Aðspurð segist Snædís vilja gefa áhorfendum tækifæri til þess að upphefja hversdagsmatargerðina og gera sælkeramatreiðslu aðgengilegri. „Það er furðulega auðvelt fyrir okkur Íslendinga að nálgast hágæðahráefni, íslenskar afurðir eru á heimsmælikvarða og íslenska lambið er einstaklega meyrt og auðvelt að elda. Við höfum nóg af ferskum fiski, góðu grænmeti og mörg tækifæri leynast í náttúrunni í kringum okkur.“ Snædísi þykir skemmtilegast að vinna með íslensk hráefni þegar hún setur saman rétti en hún hefur mikla reynslu af því, enda hefur Snædís náð eftirtektarverðum árangri með íslenska kokkalandsliðinu. 4 ára reynsla af matreiðslukeppnum Snædís hóf feril sinn í matreiðslu­ keppnum árið 2016 sem aðstoðarmaður kokkalandsliðsins á Ólympíuleikum matreiðslumanna þar sem liðið lenti í 3. sæti í flokknum eftirréttir. Hún var meðlimur liðsins þegar það hneppti gullverðlaun á heimsmeistaramóti matreiðslumanna árið 2018 og komst í úrslit keppninnar kokkur ársins sama ár. Á Ólympíuleikum matreiðslumanna í febrúar síðastliðnum var Snædís í forsvari fyrir kokkalandsliðið sem fyrirliði þess en þar náði liðið sögulegum árangri og endaði í 3. sæti. Er þetta besti árangur Kokkalandsliðsins á Ólympíuleikunum.. Liðið vann til gullverðlauna í báðum keppnisgreinum sínum á mótinu, í „Chef´s table“ annars vegar og „Heitum þriggja rétta“ kvöldverði hins vegar. Hörð samkeppni einkennir störf kokkalandsliðsins og töluverðar kröfur gerðar til meðlima liðsins. Snædís segir störf sín fyrir kokkalandsliðið hafa haft mótandi áhrif á sig og hún lært mikið af reynslunni. Keppnisumhverfið einkennist af ströngu skipulagi og gerðar eru miklar kröfur um hreinlæti og framsetningu. „Reynsla mín af matreiðslukeppnunum er ómetanleg að mínu mati. Ég er mikið skipulagðari í eldhúsinu núna og set mikinn metnað í að halda mínu svæði hreinu. Ég er öruggari og sjálfsaginn og teymisvinnan sem er ómissandi partur af starfi kokkalandsliðsins er ekki hægt að kenna í skóla. Ég er metnaðarfull og í kokkalandsliðinu lærði ég að líta til baka, meta eigin árangur og árangur liðsins og sjá hvernig við getum bætt okkur. Ég reyni að temja mér það í öllu sem ég geri og er þakklát fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið hjá landsliðinu.“ Óvænt útrás fyrir sköpunarkraftinn Snædís ólst upp á Dalvík en á yngri árum stefndi hún á nám í fatahönnun. Hún vann meðfram fatatæknináminu á veitingastaðnum Sushi Samba í miðbæ Reykjavíkur og vann sig hratt upp í eldhúsinu. Eigandi staðarins hvatti Snædísi reglulega til þess að skrá sig í matreiðslunám, að lokum sló hún til og fór á námssamning í matreiðslu og í Hótel­ og matvælaskólann. Segist hún strax hafa fundið að hún væri á réttum stað. „Ég ætlaði mér alltaf að verða fatahönnuður en ég endaði sem matarhönnuður,“ segir Snædís og hlær. „Ég fæ útrás fyrir sköpunarkraftinn í matreiðslunni, að hanna eigin rétti og diska er listform. Það tekur til dæmis kokkalandsliðið marga mánuði að undirbúa keppnir, þróa rétti og finna réttu samsetninguna.“ Snædís, sem hefur fjölbreytta reynslu af kokkastarfinu og unnið meðal annars á Apótekinu og Mími á Hótel Sögu, segir að uppáhaldsvinnustaðurinn verði þó alltaf veiðihúsin. „Veiðihúsin standa alltaf upp úr. Þar er oftast bara einn eða tveir kokkar og fáum við fullt frelsi til þess að setja saman matseðla, upp að vissu marki auðvitað. Ég hef gaman af því að elda fyrir ferðamenn og kynna fyrir þeim íslensk hráefni á einstakan hátt og þá eru veiðihús að mínu mati besti vettvangurinn. Þar eiga matreiðslumenn og viðskiptavinir í samskiptum og við fáum tækifæri til þess að ræða við gestina.“ Segist hún hafa lagt sig alla fram við matargerðina og fann sig fá útrás fyrir sköpunarkraftinn og setti áherslu á listina sem býr í matargerðinni. „Ég fór reglulega út og tíndi ferskar jurtir og önnur íslensk hráefni. Það óx til dæmis villt skessujurt bak við eitt veiðihúsið og notaði ég það óspart. Ég set mikinn metnað í réttina mína og það var ánægjulegt að fá viðbrögð frá gestunum þegar ég taldi upp hvaða hráefni ég hefði tínt þann daginn. Að sjá svipinn á kröfuhörðum matargestum þegar þeir smakka matinn sem ég hef lagt mig alla fram við, það er ógleymanlegt.“ Snædís vinnur nú hörðum höndum að því að undirbúa næsta matreiðsluþátt en honum verður streymt á Facebook­síðum Íslenskt lambakjöt, Icelandic Lamb, Bændablaðsins og Veitingageirans. Þar verður jólasteikin í forgrunni en Snædís ætlar að sýna hvernig má töfra fram jólamáltíð fyrir mismunandi fjölskyldustærðir. „Í dag getur matreiðslan á aðfangadag verið flókin. Á sumum heimilum búa til dæmis saman kjötætur og grænmetisætur og í ár setja samkomutakmarkanir strik í hátíðarhöldin. Þess vegna vildi ég taka sömu uppskrift en nota mismunandi bita, fyrir fjóra til fimm annars vegar og tvo til þrjá hins vegar. Þessar aðstæður kalla svo sannarlega á nýjar lausnir.“ Hægt er að fá áminningu um beinu útsendinguna með því að fylgja Íslensku lambakjöti, Bændablaðinu eða öðrum streymissíðum á Facebook en allar uppskriftir eru aðgengilegar á heimasíðunni íslensktlambakjöt.is. /Una Halldórsdóttir MATVÆLI&MARKAÐSMÁL ÍSLENSKT LAMBAKJÖT sælkeramatargerð Landsliðskokkurinn Snædís Jónsdóttir segir mikilvægt að sýna íslenskum neytendum hversu auðvelt sé að elda lambakjöt á framandi hátt. – „Ég vildi leggja áherslu á ferska nálgun og nýta tækifærið til þess að kynna minni þekkta bita, eins og til dæmis lambabóginn.“ SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Vorviður: Stuðningur við kolefnisbindingu – Kostnaður við plöntukaup endurgreiddur Skógræktin auglýsir eftir umsóknum um styrki til kolefnisbindingar með skógrækt á vegum félaga og félagasamtaka. Verkefnið kallast Vorviður og er hluti aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum. Sem hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum er Skógræktinni falið að efla tengsl við og styðja félagasamtök með sérstöku verkefni. Verkefnið Vorviður er hluti bættrar landnýtingar í þágu loftslags í aðgerðaráætluninni Markmið verkefnisins er að efla samstarf Skógræktarinnar og ýmissa félaga um allt land í því augnamiði að gefa félögum kost á að binda kolefni með eigin skógrækt. Félög sem nota land sem þegar er á skipulögðu skógræktarlandi njóta forgangs. Plönturnar skulu vera ræktaðar í ræktunarstöð og það telst vera kostur ef hún er í heimahéraði. Ekki er um að ræða styrk vegna eigin plöntuframleiðslu. Stuðningurinn felst í endur­ greiðslu kostnaðar við plöntukaup eingöngu. Félög sækja um styrkinn til Skógræktarinnar sem annast umsýslu þessa verkefnis. Sækja þarf um fyrir hvert ár eins og vinnureglur kveða á um. Um hvert verkefni er gerður samningur við Skógræktina. Umsóknarfrestur fyrir verkefni árið 2021 er til 15. janúar 2021 og nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess, skogur.is/vorvidur. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.