Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 63

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 63
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 63 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í kverkina. Bakið er breitt og lendin öflug, og samræmið er hlutfallarétt og langvaxið. Fætur eru þurrir en stundum með granna liði og afturfætur eru nágengir. Hófarnir eru efnisþykkir með hvelfdan botn og prúðleiki er í meðallagi. Afkvæmin eru alhliða geng og fljót til. Töltið er taktgott og mjúkt, brokkið rúmt en vekurðin misjöfn. Stökkið er ferðmikið og fetið takthreint en stundum ójafnt. Afkvæmi Vordísar eru reist og reiðhestleg í sköpulagi, viljug, samstarfsfús og fasmikil undir manni. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 4 sætið. Myrkva frá Torfunesi: Kynbótamat aðaleinkunnar, 122 stig Ræktandi: Baldvin Kr. Baldvinsson Eigendur: Ástþór Jóhannesson og Torfunes ehf. Faðir: Markús frá Langholtsparti Móðir: Mánadís frá Torfunesi Umsögn um afkvæmi: Myrkva frá Torfunesi gefur hross í meðallagi að stærð. Höfuðið er frítt með vel opin augu. Hálsinn er hátt settur og mjúkur. Afkvæmin eru hlutfallarétt og jafnbola. Fætur hafa öflugar sinar, eru þurrir og prúðir, en geta verið nágengir að aftan. Hófar hafa hvelfdan botn og prúðleiki er yfir meðallag. Afkvæmin eru ýmist alhliðageng eða klárhross með tölti. Töltið er taktgott með góðu skrefi. Brokkið er taktgott og skrefmikið, stökkið er ferðmikið og teygjugott og fetið taktgott. Myrkva frá Torfunesi gefur viljug og þjál hross sem fara vel í reið með góðum höfuðburði og fótaburði. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 5 sætið. Karitas frá Kommu: Kynbótamat aðaleinkunnar, 122 stig Ræktandi: Vilberg Jónsson Eigandi: Takthestar ehf Faðir: Nagli frá Þúfu í Landeyjum Móðir: Kjarnorka frá Kommu Umsögn um afkvæmi: Afkvæmi Karitasar eru stór hross. Höfuðið er með vel borin eyru en fremur gróft. Hálsinn er reistur, mjúkur og hátt settur við háar herðar. Bak og lend er úrvalsgott; bakið breitt og vöðvafyllt með góðri baklínu og lendin öflug. Þau eru hlutfallarétt og fótahá með öflugar sinar á fótum sem eru útskeifir að framan. Hófar eru efnisþykkir og vel lagaðir með hvelfdum hófbotn, prúðleikinn er misjafn. Öll afkvæmi Karitasar eru klárhross með tölti. Töltið er takthreint og skrefmikið með miklum fótaburði og brokkið er takthreint, skrefmikið og svifmikið með miklum fótaburði. Stökkið er takthreint og lyftingargott og hæga stökkið er afar gott. Fetið er takthreint en fremur skrefstutt. Afkvæmi Karitasar eru stór og verkleg með úrvals yfirlínu. Þau eru skrefmikil og hágeng með þjálan vilja, reist og fasmikil undir manni. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 6 sætið. Storð frá Stuðlum: Kynbótamat aðaleinkunnar, 122 stig Ræktendur: Páll Stefánsson og Edda Björk Ólafsdóttir Eigendur: Karl Áki Sigurðsson og Ingólfur Jónsson Faðir: Víðir frá Prestsbakka - Móðir: Þerna frá Arnarhóli Umsögn um afkvæmi: Storð frá Stuðlum gefur stór hross. Höfuðið er skarpt og þurrt með vel opin augu og hálsinn er vel lagaður við háar herðar og skásetta bóga. Þau eru með góða baklínu og afar samræmisgóð; fótahá, léttbyggð og framhá. Fætur eru fremur grannir en þokkalega réttir, hófarnir vel lagaðir með hvelfdan botn og prúðleiki á fax og tagl er lítill. Afkvæmi Storðar eru öll alhliða hross. Töltið er takthreint, rúmt og skrefmikið, brokkið taktreint og skrefmikið og skeiðið er skrefmikið. Stökkið er jafnvægisgott og skrefmikið en mætti vera svifmeira á ferðinni og fetið er skrefmikið. Storð gefur afar stór, fótahá og léttbyggð hross sem eru vakandi, þjál og léttstíg í reið og hlýtur hún heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 7 sætið. Örk frá Stóra-Hofi: Kynbótamat aðaleinkunnar, 122 stig Ræktandi og eigandi: Bæring Sigurbjörnsson Faðir: Hrímbakur frá Hólshúsum Móðir: Hnota frá Stóra-Hofi Umsögn um afkvæmi: Örk frá Stóra-Hofi gefur hross í rúmu meðallagi að stærð. Fríðleiki á höfuð er yfir meðallagi, hálsinn er reistur og hátt settur. Yfirlína í baki er alla jafna góð og bak og lend vöðvafyllt. Afkvæmin eru fótahá og hlutfallagóð. Fætur hafa öflugar sinar og góð sinaskil. Hófar eru efnisþykkir og prúðleiki í meðallagi. Afkvæmin eru ýmist alhliðageng eða klárhross með tölti. Töltið er taktgott með góðu skrefi og lyftu og hæga töltið mjög gott. Brokkið er taktgott og skrefmikið. Stökkið er svifmikið, takthreint og teygjugott og fetið er skrefmikið. Örk frá Stóra-Hofi gefur þjál og viljug hross sem fara mjög vel í reið með góðum höfuðburði og reisingu. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 8 sætið. Þruma frá Hólshúsum: Kynbótamat aðaleinkunnar, 121 stig Ræktendur: Þórður Elíasson - Eigendur: Helgi Jón Harðarson, Erlingur Erlingsson, Hannes Sigurjónsson og Inga Christina Campos Faðir: Þorri frá Þúfu í Landeyjum - Móðir: Blika frá Hólshúsum Umsögn um afkvæmi: Þruma frá Hólshúsum gefur stór hross. Höfuð er fínlegt og frítt með vel opin augu, hálsinn er hátt settur við háar herðar og bakið er vöðvafyllt en yfirlínan er misgóð. Samræmið er hlutfallagott og framhátt. Fætur eru réttir, þurrir en nokkuð grannir. Hófar eru efnismiklir með hvelfdan botn og prúðleiki er jafnan góður. Afkvæmin eru að uppistöðu klárhross með mjúku, skrefmiklu og hágengu úrvalstölti og afar góðu hægu tölti, brokkið er lyftingargott og stökkið er hátt. Fetið getur verið ójafnt og skrefstutt. Þruma frá Hólshúsum gefur fagursköpuð framhá hross sem eru viljug og þjál og fara afar vel í reið með miklum fótaburði. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 9 sætið. Hending frá Úlfsstöðum: Kynbótamat aðaleinkunnar, 120 stig Ræktandi og eigandi: Helgi Jón Harðarson Faðir: Jarl frá Búðardal - Móðir: Harka frá Úlfsstöðum Umsögn um afkvæmi: Hending frá Úlfsstöðum gefur hross í rúmu meðallagi að stærð. Höfuðið er vel gert, hálsinn er reistur, og vel settur við háar herðar. Bakið er breitt og samræmið einkennist af fótahæð og léttleika. Fætur eru þurrir með öflugar sinar og nokkuð réttir að framan en nágengir bæði að framan og aftan. Hófar eru efnisþykkir með hvelfdan botn en prúðleika er ábótavant. Afkvæmin eru flest klárhross en ef vekurð er til staðar er hún góð. Töltið er úrvalsgott með miklum fótaburði, brokkið er takthreint og lyftingargott. Stökkið er takthreint og hátt en fetgæðin fremur slök. Hending frá Úlfsstöðum gefur ásækin og fremur þjál hross sem fara afar vel í reið með miklum fótaburði. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 10 sætið. Vaka frá Hellubæ: Kynbótamat aðaleinkunnar, 120 stig Ræktandi og eigandi: Gíslína Jensdóttir Faðir: Feykir frá Hafsteinsstöðum Móðir: Gola frá Hellubæ Umsögn um afkvæmi: Vaka frá Hellubæ gefur hross í rúmu meðallagi að stærð. Fríðleiki á höfuð er undir meðallagi, hálsinn er reistur við háar herðar. Bakið er breitt en yfirlína í baki er misjöfn. Samræmið einkennist af fótahæð en miðlengdar gætir. Fætur hafa öflugar sinar, eru útskeifir að framan og aftan og nágengir að aftan. Hófar eru efnismiklir með hvelfdan botn en prúðleiki er fremur slakur. Afkvæmin eru að uppistöðu klárhross með tölti. Þau eru hágeng og skrefmikil, með úrvalsgott hægt og greitt stökk. Vaka frá Hellubæ gefur þjál og ásækin hross sem fara vel í reið með miklum fótaburði. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 11 sætið. Gerða frá Gerðum Kynbótamat aðaleinkunnar, 120 stig Ræktandi: Sigrún Daníelsdóttir - Eigendur: Mara Daniella Staubli og Lisa Staubli Faðir: Baldur frá Bakka - Móðir: Litbrá frá Hömluholti Umsögn um afkvæmi: Gerða frá Gerðum gefur smá hross. Fríðleiki á höfuð er misjafn, hálsinn er reistur og frekar hátt settur en getur verið djúpur. Bakið er breitt og lendin öflug. Afkvæmin eru léttbyggð, fætur eru þurrir, ekki öflugir en nokkuð réttir. Hófar eru undir meðallagi en þó með hvelfdan botn, prúðleiki er í meðallagi. Afkvæmin eru jafnvíg alhliðahross. Töltið er takthreint og lyftingargott og brokkið skrefmikið. Afkvæmin eru vel vökur með góða skrefalengd. Greiða stökkið er teygjugott og fetið er taktgott. Gerða frá Gerðum gefur þjál og viljug hross með góðum fótaburði. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 12 sætið. Gná frá Ytri-Skógum: Kynbótamat aðaleinkunnar, 119 stig Ræktandi og eigandi: Ingimundur Vilhjálmsson Faðir: Orri frá Þúfu í Landeyjum Móðir: Hrefna frá Ytri- Skógum Umsögn um afkvæmi: Gná frá Ytri-Skógum gefur hross í rúmu meðallagi að stærð. Fríðleiki á höfuð er í meðallagi, hálsinn er mjúkur með klipna kverk við háar herðar en vantar stundum fínleika. Yfirlína í baki er nokkuð góð en bakið getur verið mjótt og lendin gróf. Samræmið er hlutfallsrétt, fætur eru með öflugar sinar en nágengir að framan og aftan og útskeifir að framan. Hófar eru efnisþykkir með hvelfdan botn og prúðleiki er meðalgóður. Afkvæmin eru að uppistöðu jafnvíg alhliðahross. Töltið er rúmt, taktgott og skrefmikið og brokkið er rúmt og taktgott. Stökkið er ferðmikið en vantar stundum betri líkamsbeitingu og fetið taktgott en getur verið skrefstutt. Gná frá Ytri-Skógum gefur þjál og viljug hross sem fara vel í reið með góðri reisingu og fasi. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 13 sætið. Dúsa frá Húsavík: Kynbótamat aðaleinkunnar, 119 stig Ræktandi og eigandi: Vignir Sigurólason Faðir: Ypsilon frá Holtsmúla 1 Móðir: Birna frá Húsavík Umsögn um afkvæmi: Dúsa frá Húsavík gefur hross í rúmu meðallagi að stærð. Fríðleiki á höfuð er í meðallagi, hálsinn er mjúkur með háar herðar. Yfirlína í baki er góð og bak breitt og vöðvafyllt. Samræmið einkennist af fótahæð og sívölum bol. Fætur eru þurrir, prúðir með góð sinaskil, útskeifir að framan en réttir að aftan. Hófar eru efnismiklir og vel formaðir og prúðleiki úrvalsgóður. Afkvæmin eru að uppistöðu jafnvíg alhliðahross. Töltið er takthreint með góðri lyftu, brokkið skrefmikið og taktgott og skeiðgæðin góð. Stökkið er hátt og svifmikið og fetið er taktgott, skrefmikið og rösklegt. Dúsa frá Húsavík gefur hross sem fara vel í reið með góðum fótaburði og hafa þjálan vilja. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 14 sætið. Lady frá Neðra-Seli : Kynbótamat aðaleinkunnar, 119 stig Ræktandi: Hilmar Sæmundsson Eigandi: Hilmar Sæmundsson og Jóhanna Einarsdóttir Faðir: Ófeigur frá Flugumýri Móðir: Lukka frá Kvistum Umsögn um afkvæmi: Lady frá Neðra-Seli gefur hross í rúmu meðallagi að stærð. Fríðleiki á höfuð er yfir meðallagi, hálsinn er hátt settur við háar herðar með klipna kverk. Yfirlína í baki er nokkuð góð en lendin getur verið gróf. Fótahæð og léttleiki einkennir samræmið, fætur eru réttir með mikil sinaskil. Hófar hafa hvelfdan botn en prúðleiki er fremur slakur. Afkvæmin eru alhliðageng. Töltið er taktgott, skrefmikið og lyftingargott. Brokkið er skrefmikið en getur skort ferð, skeiðið og stökkið ferðmikið og takthreint en fetið er í meðallagi. Lady frá Neðra-Seli gefur viljug og þjál hross sem fara vel í reið. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og 15 sætið. Hilda frá Bjarnarhöfn: Kynbótamat aðaleinkunnar, 119 stig Ræktandi: Hildibrandur Bjarnason - Eigandi: Anna Dóra Markúsdóttir Faðir: Forseti frá Vorsabæ - Móðir: Lukka frá Kvistum – Framhald á næstu síðu Þjóð frá Skagaströnd er með 127 stig í aðaleinkunn kynbótamats. Kynbótamat Röð Númer Nafn Uppruni Stig 1 IS2003201166 Þóra Prestsbær 136 2 IS2000236511 Happadís Stangarholt 127 3 IS2002256955 Þjóð Skagaströnd 127 4 IS2005284976 Vordís Hvolsvelli 126 5 IS2001266211 Myrkva Torfunesi 122 6 IS2003265892 Karitas Kommu 122 7 IS2006287105 Storð Stuðlar 122 8 IS2001286003 Örk Stóra-Hof 122 9 IS1999287759 Þruma Hólshús 121 10 IS1997258874 Hending Úlfsstaðir 120 11 IS2000235940 Vaka Hellubær 120 12 IS1995284600 Gerða Gerðar 120 13 IS1998284011 Gná Ytri-Skógar 119 14 IS2000266019 Dúsa Húsavík 119 15 IS1999286988 Lady Neðra-Sel 119 16 IS2003237209 Hilda Bjarnarhöfn 119 17 IS2000237637 Alda Brautarholt 118 18 IS1999286133 Nótt Ármót 118 19 IS2000236512 Kyrrð Stangarholt 118 20 IS1995287138 Urður Sunnuhvoll 117 21 IS2001287660 Gráhildur Selfoss 116 22 IS1996286916 Surtsey Fet 116 23 IS1997266640 Hrauna Húsavík 116 24 IS2001287702 Spóla Syðri-Gegnishólar 116 25 IS2002265005 Esja Sól Litla-Brekka 116 26 IS1995286808 Tara Lækjarbotar 114 27 IS2000284556 Sveina Þúfa í Landeyjum 112 28 IS1994257379 Elding Hóll 112 29 IS2002287811 Jórún Blesastaðir 112 30 IS1995284672 Gáska Álfhólar 110 31 IS1992258442 Sending Enni 108 Hryssur - heiðursverðlaun 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.