Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 49 og vefja rótarhnausa þeirra í dúk svo að mold héldist á rótunum og hægt væri að vökva trén á heimleiðinni. Hér er eflaust um sömu tegund af tré að ræða og reykelsið sem talað er um víða í bókum Biblíunnar og í Matteusarguðspjall 2:10-11 er unnið úr. „Þegar þeir sáu stjörnuna glöddust þeir harla mjög, þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjár- hirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru.“ Frá þriðju öld fyrir Krist eru vís- bendingar um að Alexander mikli, uppi 356 til 323, hafi haft með sér bambus- og bananaplöntur frá Indlandi til Makedóníu. Korn, krydd, vín og vaðmál Verslun með plöntuafurðir eins og korn, krydd, vín og vaðmál á sér langa sögu, hvort sem varan var flutt með úlföldum eftir silki- leiðinni frá Austurlöndum fjær eða yfir Sahara. Það sem einkenndi þessa verslun og hélt verðinu háu var að uppruna afurðanna var haldið leyndum og oft spunnust ævintýralegar frásagnir um löndin sem þær komu frá. Sé mark takandi á Grikkjanum Heródótus frá Halíkarnassus, uppi 484 til 425 f. Kr. og titlaður sem faðir sagnfræðinnar, þá vissi enginn hvar kanill óx eða var ræktaður en Heródótus vissi samt að kanilsins var gætt af stórum fuglum og að söfnun hans fór fram með furðu- legum hætti. Í íslenskri þýðingu Stefáns Steinssonar á Rannsóknum Heródótusar segir um uppruna og söfnun kanils: „Hvaðan hann kemur og í hvaða landi hann er ræktaður kunna menn ekki skil á. Þó virðist í orði kveðnu svo sem hann blómgist, segja einhverjir, á lendum þar sem Díonýsus óx úr grasi. Stórir og miklir fuglar eru sagðir bera með sér stöngla þá sem við lærðum af Föníkum að kalla kanil. Fuglarnir bera þá upp í hreið- ur sem er kleprað með leðju utan á þverhnípta kletta. Þeir eru öldungis ókleifir mönnum. Við þessu eiga arabar kænskubragð. Þeir bryðja dauða uxa, asna og fleiri burðardýr í gróf spað, flytja á vettvang og leggja nærri klettunum. Sjálfir færa þeir sig langt frá. Fuglarnir fljúga ofan og færa kjötið upp í hreiðrin. Þau valda ekki þvílíkum þunga og falla til jarðar. Í því koma arabarnir og tína þau. Þannig er kanil safnað og hefur flust með þeim til annarra landa.“ Landafundirnir miklu Eftir að Evrópumenn hófu siglingar um öll heimsins höf í leit að nýjum siglingaleiðum til að versla krydd og landafundina í vestri varð bylting í flutningi á plöntum milli heimsálfa. Þjóðir háðu blóðugar styrjaldir og engum var þyrmt til að ná yfirráðum yfir landi þar sem krydd óx eða þá að hægt var að rækta ábatasamar nytjaplöntur. Saga viðskipta með múskat er til dæmis blóði drifin og ásókn í kryddið og hagnaðurinn sem því fylgdi leiddi til þjóðarmorðs á Banda-eyjum árið 1621. Hollendingar útrýmdu inn- fæddum til að ná yfirráðum yfir ræktun og verslun með múskat. Seinna gerðu Hollendingar landa- skipti við Breta. Hollendingar fengu eyjuna Run í Banda-eyjaklasanum en Bretar Manhattan-eyju í Norður- Ameríku eða Nýju Amsterdam í staðinn. Blóð, sviti og uppreisn Í bók, sem kallast Ferðir John Manderville frá 1350 og talið er að sé flæmsk að uppruna, lýsir höf- undur ferðum sínum, sönnum og lognum. Hann segir meðal annars frá Einfætlingalandi og undursam- legu tré sem vex á Indlandi og ber smávaxin lömb á greinaendunum. Eftir því sem lömbin vaxa sveigj- ast greinar trjánna nær jörðinni og þannig geta lömbin bitið gras sem vex í kringum þau. Fullvaxin brotna lömbin af greinunum og það er af þeim sem rúin er bómull. Reyndar er það svo að líklega hefur engin planta í veröldinni valdið jafnmörgum eins miklum þjáningum og valdið dauða jafn- margra og bómull. Upphaf iðn- byltingarinnar er í textíliðnaði og fyrstu alvöru verksmiðjurnar voru reistar í borginni Manchester á Bretlandseyjum og var borgin um tíma uppnefnd Cottonopolis. Þrælaverslun frá Afríku til Banda- ríkjanna, aðallega suðurríkjanna, jókst gríðarlega með aukinni bómullar- ræktun en lengi var megnið af upp- skerunni flutt til Bretlands til vinnslu. Þegar mest var, árið 1855, voru um 3,2 milljónir þræla við bómullartínslu í suðurríkjum Bandaríkjanna. Bómullarverksmiðjurnar á Bretlandi voru lítið annað en þrælk- unarbúðir þar sem börn niður í fimm ára aldur voru látin vinna allt upp í sextán tíma á sólarhring sex daga vikunnar. Til eru hræðilegar lýs- ingar á aðbúnaði og meðferð fólks sem starfaði við slíkar verksmiðjur og vitað að fátækir foreldrar seldu börnin sín til vinnu í verksmiðjun- um. Lífshorfur barna og fullorðinna sem störfuðu í verksmiðjunum voru tvö til þrjú ár og flestir létust vegna meina tengdum öndunarvegi. Í læknaskýrslum er sagt frá því að fólk hósti upp úr sér heilu bómullar- boltunum, rauðum og svörtum af blóði. Á Indlandi olli yfirtaka Breta á aldagamalli bómullarhefð gríðar- legum þjáningum þegar Indverjum var bannað að vinna úr bómull. Árið 1920 hrinti Mahatma Gandhi af stað aðgerð sem fólst í því að fá Indverja til að sniðganga breskar afurðir sem unnar voru úr indverskri bómull. Gandhi hvatti þjóðina til að spinna sinn eigin bómullarþráð og vefa sín eigin klæði. Hann settist sjálfur við spunahjólið og hóf friðsamlega upp- reisn gegn breskum yfirráðum sem leiddi til þess að Indland varð sjálf- stætt ríki að nýju árið 1947. Eftirlýstur í 124 ár fyrir smygl á fræjum Náttúrulegt útbreiðslusvæði gúmmí- trjáa er í norðurhluta Suður-Ameríku, frá Brasilíu norður til Venesúela og í Kólumbíu, Perú og Bólivíu. Samhliða því að bifreiðar urðu almenningseign varð gúmmí eitt eft- irsóttasta efni í heimi. Landeigendur í Brasilíu kepptust um að rækta gúmmítré og gríðarleg auðæfi söfn- uðust á þeirra hendur á meðan inn- fæddir, sem var smalað saman eins og skepnum til að vinna við ræktun- ina, fengu ekkert fyrir sinn snúð. Við upphaf ræktunar á einni gúmmíplan- tekru í Brasilíu voru 50.000 þrælar en þegar ræktuninni var hætt voru 8.000 enn á lífi. Stjórnvöld í Brasilíu reyndu allt hvað þau gátu til að halda gúmmí- trjáræktun fyrir sig og bönnuðu útflutning á lifandi gúmmítrjám og fræjum. Þvert á bann stjórnvalda tókst breskum landeiganda, Henry Wickham, að senda 70.000 fræ til Kew-grasagarðsins í Bretlandi árið 1876. Garðyrkjumönnunum við Kew tókst að láta 5% fræjanna spíra og eru plönturnar sem upp komu undirstaða gúmmítrjáaræktunar í heiminum í dag. Langmest af nátt- úrulegu gúmmíi í dag er framleitt í Asíu. Stjórnvöld í Brasilíu urðu æf þegar upp komst um smyglið og Wickhan var á lista yfir mest eft- irlýstu menn þar í landi fram undir aldamótin 2000. Mest ræktuðu plönturnar Hveiti, maís og hrísgrjón eru þrjár helstu nytjaplöntur heims ræktaðar til manneldis og áætlað að þær sjái mannkyninu fyrir um 60% allra þeirra hitaeininga sem það neytir. Aðrar mikilvægar matjurtir eru kar- töflur, soja, kassava-rót og ýmsar tegundir af baunum Hveiti er upprunnið í Austur- löndum nær, Tyrklandi og löndum frjósama hálfmánans. Talið er að ræktun þess nái allt aftur til 9.600 fyrir Krist. Ræktunarárið 2019 til 2020 var heimsframleiðsla á hveiti áætluð rúm 765 milljón tonn. Áætluð heimsframleiðsla á maís dróst saman 2019 til 2020 frá 2018 til 2019 úr 1,124 milljónum tonna í 1108 milljón tonn samkvæmt tölum bandaríska landbúnaðarráðuneyt- isins. Bandaríkin eru stærsti fram- leiðandi maís í heiminum en Kína er í öðru sæti. Maís er upprunninn í Mið-Ameríku. Hrísgrjón hafa líklega fætt fleiri og í lengri tíma en nokkur önnur planta. Þau eru gríðarlega mikilvæg fæða enn í dag og áætlað að einn fimmti allra hitaeininga sem jarðar- búar neyta koma úr hrísgrjónum. Kartöflur og fólksflutningar Kartöflur eru gott dæmi um plöntu sem menn hafa dreift víðast um heim til manneldis. Uppruni kartöflunnar er í Andesfjöllum í Suður-Ameríku. Fljótlega eftir að evrópskir land- könnuðir komu til Ameríku seint á fimmtándu öld barst kartaflan til Evrópu. Í fyrstu voru menn tregir til að leggja sér kartöflur til munns en það breyttist þegar kornuppskeran brást. Á sautjándu öld trúðu menn því að kartöflur ykju kyngetuna og læknuðu liðagigt og þá var til siðs að ganga með hráa kartöflu á sér. Karlmenn höfðu þær í buxnavasan- um en konurnar áttu litla útsaumaða tösku undir kartöfluna sína eða þá að saumaður var sérstakur vasi á kjóla þeirra. Á sinn hátt má segja að tilkoma kartaflna sé orsökin fyrir mikilli fólksfjölgun í Evrópu, ekki þó vegna áhrifa hennar á frjósemina, heldur fremur því hversu mörg- um hún bjargaði frá hungurdauða. Árið 1841 eru íbúar Írlands um átta milljónir og fátækt gífurleg. Írar lifðu í orðsins fyllstu merkingu á kartöflum, það voru kartöflur í öll mál flesta daga ársins. Írar voru svo háðir kartöfluneyslu að 1845 þegar kartöflumygla eyðilagði uppsker- una varð allsherjarhungursneyð. Í beinu framhaldi af því hófust fólksflutningar Íra til Ameríku og Ástralíu. Kartöflur voru fyrst ræktaðar á Íslandi af sænska baróninum F. W. Hastfer. Baróninn setti þær niður á Bessastöðum á Álftanesi vorið 1758 og fékk þokkalega uppskeru. Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, séra Guðlaugur Þorgeirsson í Görðum á Álftanesi og séra Jón Bjarnason á Ballará munu svo hafa reynt kartöflu- rækt árin 1759 og 1760. Epli eru frá Kasakstan Epli, súr eða sæt, eru annað dæmi um plöntu eða plöntuafurð sem hefur náð alþjóðlegri útbreiðslu. Uppruni ræktaðra epla er rakinn til villi- eða skógartegundar sem og finnst villt í fjalllendi Mið-Asíu, Kasakstan, Kirgisistan og Tien Shan-héraði í Kína. Frá Mið-Asíu breiddust epli út til austurs og vesturs. Kínverjar og Rómverjar komust snemma upp á lagið með að græða greinar af trjám með eftirsóknarverða ávexti á rætur trjáa sem báru ekki eins góð aldin og þannig hófst skipuleg ræktun á eplum. Rómverjar höfðu með sér epli og perur í landvinningaherferð sinni til Bretlandseyja. Hinrik VIII Bretakonungur, sem var upp 1491 til 1547, var svo hrifinn af eplum að hann skipaði ávaxtaræktargarðyrkju- manni sínum að safna á einn stað í Kent sem flestum eplayrkjum heims. Vinsældir eplaræktunar eru sífellt að aukast og yrki í ræktun skipta þúsundum og í dag er farið að rækta þau á Íslandi þótt það sé í smáum stíl enn sem komið er. Einnig er vert að minna á að kaffi er ekki upprunnið í Brasilíu, það kemur frá Eþíópíu. Eru plöntur að rækta menn? Afleiðing flutninga plantna milli staða og heimsálfa er sú að í dag eru ræktaðar nytjaplöntur af ein- hverju tagi á hverju byggðu bóli í heiminum, hvort sem er skrautjurt, matjurt, tré til skógræktar eða pott- arlanta, sem flutt er að annars staðar frá í heiminum. Notagildi mannsins fyrir útbreiðslu plantna í heiminum er svo mikið að ætla mætti að plöntur séu að rækta menn. Í staðinn fyrir að auka útbreiðslusvæði plantnanna fær mannkynið súrefni og mat en að lokum er því svo breytt í áburð sem plönturnar nýta sér. Hrísgrjón hafa líklega fætt fleiri manneskjur og í lengri tíma en nokkur önnur planta. Helstu hveitiræktarsvæði heims. Kornvinnsla, plæging og trjáfelling í Egyptalandi til forna samkvæmt veggmynd sem fannst í grafhýsi frá 15. öld fyrir Krist. Nýtingarhlutfall lands til landbúnaðar er misjafnt eftir heimsálfum og löndum. Mynd / ourworldindata.org/land-use
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.