Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 67

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 67
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 67 LESENDABÁS Riðuveiki blossar upp að nýju Nú á haustmánuðum var staðfest riðuveiki á nokkrum sauðfjár­ búum í Skagafirði. Við finnum öll til með þeim bændum sem lenda í áfalli sem þessu, áfallið er bæði tilfinningalegt sem og fjárhagslegt. Samkvæmt reglugerð þarf að skera niður allt búfé þar sem riða hefur komið upp og má því segja að fótunum sé kippt undan ævistarfi þeirra bænda sem lenda í þessum hremmingum. Fyrir utan að missa allt sitt fé þurfa bændur einnig að rífa allt innan úr fjárhúsum, sótthreinsa og skipa um jarðveg, það er mikil og erfið vinna fram undan. Tilfinningalegt tjón bænda verður seint bætt en ríkið hefur og þarf að stíga inn í og koma til móts við þá aðila sem hafa misst allt sitt fé vegna riðu. Nú stendur yfir vinna við að reikna bætur sem bændur í Skagafirði fá greiddar úr ríkissjóði en frummat hefur farið fram vegna áætlaðs kostnaðar bóta. Áætlað er að heildarbætur muni nema um 200 millj. kr. sem fyrirhugað er að verði mætt með sérstöku viðbótarframlagi úr ríkissjóði. Fyrirbyggjandi ráðstafanir Þegar þessi alvarlega staða kom upp í Skagafirði innti ég landbúnaðarráðherra eftir svörum hvort búið væri að móta stefnu varðandi rannsóknir á fyrirbyggjandi ráðstöfunum vegna riðuveiki í sauðfé hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðherra er hafin vinna í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í samvinnu við Matvælastofnun við að meta og endurskoða reglur og stjórnsýslu hvað varðar málefni riðuveiki, varnalínu búfjár, bótafyrirkomulags vegna búfjársjúkdóma og niðurskurðar auk endurskoðunar á regluverki dýraheilbrigðis. Ég fagna því að rannsóknir á fyrirbyggjandi ráðstöfunum gegn riðuveiki sé hluti af þeim þáttum sem eru til skoðunar og þá sérstaklega að tekið verði til skoðunar hvort til staðar séu aðrar aðgerðir sem feli í sér minna inngrip, röskun og kostnað en þær aðgerðir sem gripið hefur verið til undanfarna áratugi ef riðuveiki hefur greinst í fé. Smit getur borist úr jarðvegi þar sem fé hefur verið urðað Riða er bráðsmitandi og því þarf að huga vel að því hvernig smitað fé er urðað, dæmi er um að smit hafi borist úr jarðvegi þar sem riðuveikt fé hefur verið urðað. Samkvæmt reglugerð á að farga riðusmituðum úrgangi með brennslu. Riðusmitið sem greindist í Skagafirði nú í haust var gríðarlega umfangsmikið og magn úrgangs sem til féll við niðurskurð var meira en tiltækur brennsluofn réð við. Vegna þessara sérstöku aðstæðna var í samráði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Matvælastofnunar og Umhverfis- stofnunar tekin ákvörðun um að urða það magn sem ekki var unnt að brenna. Úrgangur var urðaður á aflögðum urðunarstað í nágrenni við þau sauðfjárbú þar sem framkvæma þurfti niðurskurð vegna riðuveiki. Þessi staða sem þarna kom upp kalla á skoðun á því hvort nauðsynlegt sé að tryggja að fyrir hendi séu innviðir sem gera þar til bærum yfirvöldum kleift að fara að reglum við eyðingu á úrgangi sem þessum. Auk þess verður að tryggja eftirlit með urðunarstöðum lengur en nú ert gert ráð fyrir því þessi óboðni gestur getur legið í leyni í marga áratugi. Viðbragðsáætlanir alvarlegra búfjársjúkdóma Nauðsynlegt er að hafa viðbragðs- áætlanir á hreinu vegna alvarlegra búfjársjúkdóma. Við vitum aldrei hvar eða hvenær þeir banka upp á. Matvælastofnun heldur utan um viðbragðsáætlun við helstu dýrasjúkdómum. Í áætluninni er að finna það ferli sem unnið er eftir við uppkomu þeirra sjúkdóma sem áætlunin tekur til. Ákvarðanir um aðgerðir byggjast á fjölmörgum þáttum sem geta verið ólíkir í hverju tilfelli, leiðbeiningar um viðbrögð eru sem betur fer í stöðugri endurskoðun og miðað er að því að þeim fjölgi jafnt og þétt. Matvælastofnun heldur reglulega viðbragðsæfingar til þess að kanna og aðlaga viðbragðsáætlanir. Það er mikilvægt að byggja upp þekkingu og viðhalda henni til að takast á við margslungnar hættur sem geta læðst upp að okkur. Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins Halla Signý Kristjánsdóttir. Jöfnunarsjóður á ekki að greiða kröfu Reykjavíkurborgar Sveitarstjórnarfólk sinnir verk­ efnum sínum að jafnaði af kost­ gæfni og gætir þess að verja hagsmuni síns sveitarfélags. Ef upp kemst að sveitarstjórnarfólk hafi látið hjá líða að sinna þessu hlutverki sínu þarf að athuga af hvaða hvötum slíkt áhugaleysi er runnið og hvaða skaða það hefur valdið íbúum sveitarfélagsins. Eins og öðru sveitarstjórnarfólki ber borgarfulltrúum að gæta hagsmuna Reykvíkinga, stofnana borgarinnar og hagsmuna allra barna í Reykjavík. Má útloka eitt sveitarfélag? Það er á þessum grunni sem Reykja víkurborg íhugar nú að höfða mál á hendur ríkinu vegna reglna um úthlutun úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga. Samkvæmt þeim reglum sem ríkið setur er Reykjavíkurborg útilokuð frá því að vera metin eftir sömu úthlutunarreglum og önnur sveitarfélög, án lagastoðar. Málið snýst því um sanngirni, hvort það megi útiloka eitt sveitarfélag á þeirri forsendu einni að sveitarfélagið sé Reykjavík. Öll sveitarfélög á Íslandi, nema Reykjavík fá t.a.m. greiðslur úr Jöfnunarsjóði vegna barna af erlendum uppruna til að styðja við mikilvæga íslenskukennslu í grunnskólum. Meðal þeirra sveitarfélaga sem fá þaðan greiðslur eru stór og stöndug sveitarfélög sem fullnýta ekki tekjustofna sína. Önnur sveitarfélög geta því lækkað útsvar í krafti þess að fá hlutdeild af útsvarsgreiðslum Reykvíkinga. Reykjavík sér ekki eftir greiðslum í Jöfnunarsjóð Reykjavík greiðir meira í Jöfnunarsjóð en sveitarfélagið fær til baka og sér ekki eftir þeim greiðslum, enda skiljum við mikilvægi þess að styðja við þau sveitarfélög sem þess þurfa, til að halda uppi nauðsynlegri grunnþjónustu um allt land. Þegar reglurnar hins vegar snúast ekkert um hver þarf og hver ekki, heldur bara um hvort sveitarfélagið heitir Reykjavík eða ekki, þá teljum við þær hvorki réttlátar né sanngjarnar. Er hægt að leysa málið á annan hátt? Við, borgarfulltrúar Reykjavíkur, höfum að undanförnu fengið áskoranir nokkurra sveitarfélaga um að leysa ágreining sinn við ríkið með öðrum hætti en með málshöfðun. Það hefur borgin reynt, án árangurs. Eftir bréfaskriftir við ríkið í rúmt ár, þar sem ekki hefur orðið við óskum borgarinnar um viðræður, virðast aðrar leiðir ekki færar. Ekki krafa á Jöfnunarsjóð Það er engum blöðum um það að fletta að krafan beinist ekki gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga heldur ríkissjóði. Það er ekki krafa Reykjavíkurborgar að önnur sveitar- félög eigi að greiða þá kröfu með lægri framlögum úr sjóðnum eða endurgreiðslum. Það er skiljanlegt að sveitarfélög um land allt óttist, fari svo að Reykjavíkurborg vinni dómsmálið, að ríkið muni ganga á sjóði Jöfnunarsjóðs til að greiða skuldir sínar. Það hefur ríkið gert áður, gegn mótmælum sveitarfélaga. En ríkið á ekki að geta komist upp með að kúga sveitarfélög til hlýðni, til að þau þori ekki að leita réttlætis gegn ríkinu fyrir dómstólum. Ef ríkið ætlar að nota vald sitt til að sækja fjármuni í Jöfnunarsjóð, kallar það á sérstaka ákvörðun ríkisins sem sveitarfélögin þurfa að standa saman gegn. Jöfnunarsjóður er lögvarin framlög til sveitarfélaga en ekki sjóður sem ríkið getur gengið í að vild. Best hefði verið að leysa málið í viðræðum við ríkið. En ríkið hefur ekki gefið okkur annan kost. Það er því rétt að fjarlæga pólitíkina í málinu og láta dómstóla úrskurða. Það mun tryggja réttlæti og sanngjarna niðurstöðu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Það eru að koma jól. Og eins og alltaf fyrir jólin síðustu ár, í ati þingsins, verður mér hugsað til þess þegar dýralæknirinn Sigurður Ingi fékk símtal seint að kvöldi aðfangadags um að lítil tík ætti í erfiðleikum með fæðingu. Á þessum tíma var ég ekki með fullkomna aðstöðu fyrir skurðaðgerðir þannig að ég bað fólkið um að koma með hundinn heim til mín. Síðar um nóttina framkvæmdi ég keisaraskurð á tíkinni sem fæddi heilbrigða hvolpa. Þessi minning frá jólanótt er mér alltaf kær. Það líður að lokum þessa árs, sem betur fer, myndi einhver segja. Það er ljóst að það verður lengi í minnum haft. Ekki hefur aðeins geisað heimsfaraldur heldur hafa náttúruöflin verið okkur erfið; síðasti vetur með sín vályndu veður og jarðskjálftar sunnanlands og norðan. Maður finnur fyrir þreytu í kringum sig og sér á samfélaginu að fólk er komið með nóg af þessu ástandi. Það er skiljanlegt. Maður finnur til með þeim sem hafa misst ástvini og strítt við erfið veikindi og þeim sem hafa misst vinnuna vegna faraldursins. Við í ríkisstjórninni höfum lagt mikla áherslu á að milda höggið með fjölbreyttum aðgerðum eins og hlutabótaleiðinni, lengingu tekjutengdra atvinnuleysisbóta, viðspyrnustyrkja og svo mætti lengi telja. Og áfram munum við leita leiða til að brúa bilið þangað til bóluefni tryggir hjarðónæmi þjóðarinnar. Þegar því verður náð hef ég trú á því að efnahagslífið nái hröðum bata. Verkefnið er, eins og ég hef áður sagt, að standa vörð um störf og skapa störf. Atvinna, atvinna, atvinna. Þótt ég sé kannski ekki mjög aldraður maður, hef ég lifað þá tíð að horfa upp á íslenskt efnahagslíf rísa og hníga til skiptis. Það mun halda áfram. En ég er búinn að átta mig á því að það er beinlínis óskynsamlegt að treysta of mikið á eitthvað eitt. Við þurfum fjölbreytt atvinnulíf. Við þurfum að styðja við nýjar greinar en hlúa áfram að rótgrónari atvinnuvegum. Eitt á ekki að útiloka annað. Við verðum að byggja á samvinnu, málamiðlunum og árangri. Við finnum leiðir. Mér þykir það augljóst að styðja verður dyggilega við íslenska matvælaframleiðslu, hvort heldur hún felst í því að yrkja jörðina, rækta búpening eða veiða eða ala fisk. Það er mikilvægt að standa vörð um matvælaöryggi og þá framleiðslu sem er hér á landi. Það er ekki síður mikilvægt að við breikkum þann grundvöll sem verðmætasköpun á Íslandi stendur á. Við þekkjum öll mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir atvinnu um allt land. Hún er augljóslega lykillinn að hraðri viðspyrnu. Við sáum það í ferðum okkar um landið í sumar hversu metnaðarfull uppbygging ferðaþjónustunnar hefur verið. Nú standa flest hótel tóm og tækifæri þeirra sem störfuðu í ferðaþjónustu fá og jafnvel engin. En, og þetta er mikilvægt en, allir þeir glæstu innviðir sem byggðir hafa verið upp, hvort heldur í samgöngum eða gistingu, öll sú þekking sem ferðaþjónustufólk hefur öðlast og síðast en ekki síst náttúran, landið sjálft, er enn til og bíður þess að ferðalangar leggi leið sína að nýju til okkar. Því hingað mun fólk vilja koma. Þá mun aftur lifna yfir landinu. Við eigum eftir að minnast þessara jóla lengi vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem við búum við. Veturinn verður erfiður fyrir marga en með krafti samfélagsins, með krafti samvinnunnar þá mun hann verða auðveldari. Og eftir vetur kemur vor og þá verðum við vonandi aftur farin að faðma fólkið okkar og getum horft grímulaus fram á veginn. Ég óska þér, lesandi góður, gleðilegra jóla. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Jólakveðja frá Framsókn Það var ánægjulegt að vígja nýja reiðbrú á Akureyri í júní síðastliðnum á einstaklega fallegum degi. Sigurður Ingi Jóhannsson Gleðileg jól og þökk fyrir samfylgdina á árinu Bændablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.