Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202020 Alcoa og Rio Tinto hafa verið leið- andi á heimsvísu í þróun óvirkra rafskauta sem svo eru nefnd, og eru án kolefnis. Ef sú þróun gengur eftir þá mun rafgreining áls leysa úr læðingi súrefni en ekki CO2 samkvæmt upplýsingum frá Samtökum álframleiðenda á Íslandi, SAMÁL. Stefnt er að því að hleypa af stokkunum þessari nýju tækni árið 2024 og miðar hún að því að hægt sé að innleiða hana í álverum sem þegar eru starfandi. Rafskaut án kola Aðferðin byggir á notkun rafskauta úr málmblöndum og keramiki í stað kolefnisskauta við rafgreiningu á málmgrýtisdufti. Hráefnið báxsíð (bauxite) eða súrál, eins og það heitir á íslensku, er efnasamband áls og súrefnis sem jafnframt nefnist áloxíð. Það samanstendur af tveim álfrumeindum (Al) og þrem súrefn­ isfrumeindum (O). Súrál er hvítt, púðurkennt efni og aðalhráefnið í lokaframleiðlu á áli í álverum líkt og í Straumsvík. Við rafgreiningu brenna kolefnis­ skautin og súrefnið í hefðbundunum álverum og mynda mikla losun á koltvísýringi út í andrúsmloftið. Með nýju tækninni skilst súrefnið frá álinu og engin kolefnisskaut eru til staðar sem geta brunnið. Helsti kosturinn við þessa nýju framleiðsluaðferð er því sá að enginn koltvísýringur myndast í framleiðsluferlinu, eingöngu ál og súrefni. Sem kunnugt er rekur Rio Tinto, álverið í Straumsvík og Alcoa á og rekur álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði og þessi nýja tækni mun því væntanlega snerta beint stóriðju­ rekstur fyrirtækjanna á Íslandi. Stofnuðu Elysis 2018 Um þetta rafskautaverkefni var fyr­ irtækið ELYSIS stofnað af Alcoa og Rio Tinto í samstarfi við kanadísk stjórnvöld og Apple árið 2018. Stefnt er að því að hleypa þessari nýju tækni af stokkunum árið 2024 og miðar hún að því að hægt sé að innleiða hana í álverum sem þegar eru starfandi. Hafa fyrirtækin þegar lagt í þetta verkefni 188 milljónir Kanadadollara sem samsvarar rúmum 18,6 milljörðum íslenskra króna. Apple og kanadísk yfirvöld áhugasöm um þróunarvinnu Alcoa og Rio Tinto Apple hefur þegar fengið afhent sýnishorn af áli frá Elysis þar sem engin losun var við rafgreininguna. Í umhverfisskýrslu Apple sem kom út í sumar, segir að nýja MacBook Pro verði fyrsta tækið í heiminum, þar sem eingöngu verður notað ál sem framleitt er hjá Elysis. Lagði Apple 13 milljónir Kanadadollara (CAD) í þetta verkefni. Þá stefnir Apple að því að öll framleiðslukeðja fyrirtæk­ isins verði orðin 100% kolefnishlut­ laus árið 2030. Stjórnvöld í Kanada og yfirvöld í Quebec fylki hafa í gegnum sam­ starfsverkefnið „Investissement Quebec“ samþykkt að styðja við Elysis með fjárfestingu upp á 60 milljónir CAD. Kanadamenn sjá í þessu mikil tækifæri til að draga úr losun álvera þar í landi, en þau losa árlega um 7 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. Það jafn­ ast á við útblástur frá 1,8 milljónum bifreiða. Nauðsynlegt að draga úr kolefnislosun Vincent Christ, forstjóri Elysis, sagði í viðtali í þættinum Place Publique á úrvarpsstöðinni ICI Radio­Canada Première í september að það muni verða nauðsynlegt að draga úr kolefn­ islosun frá framleiðslu keðjunni. „Við sjáum að framleiðslu fyrir­ tækin t.d. í framleiðslu á bílum og símum, eru sífellt meira að ræða þau markmið að verða kolefnishlutlaus.“ Þróunarvinnu Elysis er haldið áfram í þróunarstöð fyrirtækisins sem verið er að setja upp í Saguency þrátt fyrir heimsfaraldur COVID­19. „Þrátt fyrir faraldurinn og hrun á álmarkaði, er nauðsynlegt að hafa í huga að okkar starfsemi hefur ekki hægt á sér og við höldum fast við okkar verkefnaplan,“ sagði Vincent Christ. Gera þurfti hlé á verkefni Elysis við rafskautaþróun í framleiðslumið­ stöð Rio Tinto í Jonquière í Quebec fylki í Kanada 24. mars. Vinna hófst samt aftur í byrjun maí. Þar er um að ræða verkefni upp á 50 milljónir dollara. Unnið er að því að tryggja búnað sem til þarf frá Kanada, Svíþjóð, Frakklandi og Spáni. Áætlað er að rannsóknarmiðstöðin geti hafið að fullu starfsemi nú um áramótin. Er það samkvæmt upphaflegri áætlun, en fram undan er uppsetning á bún­ aði og upphafsfasi tilrauna. Verið er að ráða og þjálfa 25 starfsmenn til verkefnisins. Vegna COVID­19 faraldursins vinnur um helmingur þeirra heima. Samkvæmt orðum Vincent Christ í samtali við vefsíðu Informe affaires, þá er ráðgert að rafskautin verði framleidd á Saguency – Lac­ Saint­Jane svæðinu í Quebec þar sem bæði Alcoa og Rio Tinto, sem eru stærstu hluthafar í Elysis, eru með álverksmiðjur. Framleiðslan eykst samfara lægri framleiðslukostnaði Vincent Christ segir að þessi tækni eigi að mæta alþjóðlegri eftir spurn eftir vörum með minna kolefnisspor. Það muni einnig draga úr fram­ leiðslukostnaði álvera um leið og framleiðslugetan eykst. „Þegar tæknin verður markaðs­ sett mun Elysis tryggja einkaleyfi á þeim efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu nýrrar kynslóðar rafskauta og bakskauta. Þau munu jafnframt hafa 30 sinnum lengri líf­ tíma en þau skaut sem nú eru notuð,“ segir Vincent Christ. Íslensk tilraun Nýsköpunar­ miðstöðvar og Arctus metals ehf. Stóriðja og rekstur álvera á Íslandi hafa mætt talsverðri andspyrnu á liðnum árum þrátt fyrir að tilvera þeirra sé lykillinn að uppbyggingu þess öfluga raforkukerfis sem Íslendingar státa sig mjög af í dag. Helsti ágreiningurinn lýtur að loft­ mengun frá stóriðjunni og röskun náttúru vegna byggingar orkuvera. Það var því mjög áhugavert að Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem nú er reyndar verið að leggja niður, og Arctus Metals ehf. kynntu til­ raunir með framleiðslu áls án loft­ mengunar á Íslandi með því sem kallað er „óvirk skaut“. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók við fyrstu álstönginni sem þróuð er með þessari aðferð í sumar. Þessi aðferð Nýsköpunarmiðstöð og Arctus byggir á því að notuð eru rafskaut úr málmblöndum og keramiki í stað kolefnisskauta. Þar sem forskautin taka ekki þátt í efna­ hvarfinu eru þau sögð vera óvirk. Enginn koltvísýringur myndast í framleiðsluferlinu, eingöngu ál og súrefni eins og í því ferli sem Alcoa, Rio Tinto eru að þróa í samvinnu við Apple. Ál hefur þegar verið framleitt á tilraunastofu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands með þessari nýju aðferð og þar með staðfest framleiðslu ferilinn. Verkefnið hefur frá 2016 notið rann­ sóknarstyrks frá Tækniþróunarsjóði. Í því skyni að skala upp verkefnið svo það henti fyrir framleiðsluker í fullri stærð undirrituðu Arctus og Nýsköpunarmiðstöð samstarfs­ samning við eitt af stærstu álfyrir­ tækjum Evrópu, Trimet Aluminium. Lýtur samningurinn að því að Trimnet keyri tilraunaker í fullri stærð í einu af álverum fyrirtækisins í Þýskalandi. Til mikils að vinna við að draga úr losun á 1,6 milljón­ um tonna af CO2 Til mikils er að vinna, því sem dæmi þá gefa íslensk álver frá sér um 1,6 milljónir tonna af koltvísýringi á ári, þrátt fyrir að raforkan sem notuð er til rafgreiningar á súráli sé endur­ nýjanleg og ekki framleidd með brennslu kola. Ef öll álverin okkar tækju upp þessa nýju tækni myndi það minnka losun koltvísýrings á Íslandi um 30%. Álver á stærð við Ísal í Straumsvík myndi með nýrri aðferð Arctus framleiða súrefni á borð við 500 ferkílómetra skóg, sam­ kvæmt upplýsingum á vefsíðunni alklasinn.is. Ísland með einstakt tækifæri Ef það tekst að breyta álverum á Íslandi fyrir þessa nýju raf­ greiningartækni, þá eru ekki mörg lönd, ef nokkurt, annað en Ísland sem gætu boðið upp á nær algjör­ lega græna álframleiðslu. Ekki einu sinni Norðmenn, þar sem þeir eru nú beintengdir við raforkunet Evrópu. Stærsti hluti af raforku fyrir málbræðslur í Evrópu er t.d. framleidd með kolum, olíu, gasi og kjarnorku. Trimnet vaxandi fyrirtæki í ál­ og bílaiðnaði Trimnet Aluminuum SE, sem Arctus og Nýsköpunar miðstöð sömdu við, er stórt, en samt kallað milli­ stærðarfyrirtæki á þýska vísu með um 3.000 starfsmenn á átta starfs­ stöðvum og 6.000 manns í tengdum fyrirtækjum. Starfsemin fer fram í Essen, Gelsenkirchen, Hamburg, Harzgerode, Sömmerda, Voerde, Essen og í Berlín. Trimnet er með höfuðstöðvar í FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Væntanlega verður byrjað að umbylta framleiðslu á áli með innleiðingu nýrrar tækni 2024: Ný tækni í þróun fyrir álver sem losar engan koltvísýring út í andrúmsloftið, bara súrefni – Tvö slík þróunarverkefni í gangi hjá Elysis í Kanada og verkefni Arctus, Nýsköpunarmiðstöðvar og Trimnet í Þýskalandi Álver Alcoa á Reyðarfirði hóf starfsemi árið 2007. Það er stærsta álver landsins og með framleiðslugetu upp á 360 þúsund tonn af áli á ári. Mynd / HKr. Álver Rio Tinto í Staumsvík var upphaflega í eigu svissneska félagsins Alusuisse. Verksmiðjan var formlega vígð í maí 1970 með framleiðslugetu í 120 kerum upp á 33.000 tonn á ári. Nú er framleiðslugetan um 211.000 tonn. Mynd / Rio Tinto Álver Trimnet Aluminum í Essen í Þýskalandi. Arctus og Nýsköpunarmiðstöð gerðu samstarfs samning við Trimnet Aluminum, eitt af stærstu álfyrirtækjum Evrópu. Lýtur samningurinn að því að Trimnet keyri tilraunaker í fullri stærð í einu af álverum fyrirtækisins í Þýskalandi með tækni sem þróuð var á Íslandi. Mynd / Trimnet Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, og forstjórar/fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur, Elkem, Fjarðaáls, Rio Tinto á Íslandi og Norðuráls undirrituðu í sumar viljayfirlýsingu um kolefnishreinsun og -bindingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.