Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 70

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 70
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202070 Myndin sem fylgir er úr nýlegri ársskýrslu Orkustofnunar fyrir árið 2019. Myndin sýnir kosti smávirkjana fyrir nærumhverfið. Þessi grein er skrifuð til að upplýsa með hvaða hætti fjölgun smávirkjana getur bætt lífskjör á landsbyggðinni. Stærsti galli við að flytja orku langar leiðir, er vaxandi flutningstöp. Því lengri leið, meiri flutningstöp sem svo aftur rýrir samkeppnishæfni fyrirtækja á landsbyggðinni. Landsnet hefur upplýst að raforkutöp þeirra árið 2019 hafi numið 2,2 milljörðum árið 2019 og Landsnet þarf að kaupa orku fyrir þessum töpum árlega eins og aðrir dreifingaraðilar raforku. Ég tel að raforkutöp á Íslandi kunni að vera allt að 5 milljarðar árlega og ég tek það fram að þetta er ekki nefnt hér sem gagnrýni á flutningsaðilaraforku. Þetta er nefnt til að við getum fjallað opinberlega um þessa heildarmynd og hvort við eigum að minnka þessi raforkutöp um t.d. 60% (3 milljarðar á ári) 3 milljarðar á ári í 30 ár er = 90 milljarðar. Það er ekkert lítið í húfi! Kostnaður af raforkutöpum lendir á neytendum sem „hækkun á flutningskostnaði raforku“. Það er því mikilvæg græn stefna að minnka þessi raforkutöp Besta leiðin til að minnka raforkutöp hratt, er að fjölga smávirkjunum hratt. Þegar smávirkjunum fjölgar þá „detta raforkutöp dauð“ og flutningskostnaður raforku getur þá lækkað. Stjórnvöld geta stutt betur við fjölgun smávirkjana á landsbyggðinni t.d. með lagabreytingu: 1. Aðili sem áformar smá virkj­ un geti óskað eftir úttekt ráðgjafarfyrirtækis um hver séu raforkutöp í því tengivirki raforku sem hann áformar að tengjast. 2. Sami ráðgjafi geri jafn framt áætlun um lækkuð raforku töp þegar framleiðsla hefst. 3. Ávinningur af orkusparnaði gæti skipst milli virkjunar og flutningsaðila (t.d. 50/50). 4. Þegar ný virkjun tekur til starfa er strax hægt að lækka flutningskostnað raforku á svæðinu. 5. Frekari styrkir til smávirkjana gætu t.d. verið eins og gert er í kvikmyndaiðnaði um endurgreiðslu skatta o.fl. Smávirkjanir eru græn verkefni. Það kostar mikið að senda raforku langar leiðir. Sex þrep í spennulækkun kosta 3% tap í hverjum spennubreyti; 220 kV / 132 kV / 66 kV / 33 kV / 11 kV / og 380/220 volt til neyt enda. 3%x 6 gera samtals =18% raforkutöp. Smávirkjanir sem tengjast beint 33 kV spennu eyða strax raforkutapi. Þessir eru helstu kostir smávirkjana: • Minni flutningstöp • Aukið raforkuöryggi í viðkomandi dreifikerfi. • Smávirkjanir eru græn verkefni (spara orku) • Um 80% kostnaðar við byggingu nýrra smávirkjana fer til verktaka/þjónustuaðila/ starfsmanna, á viðkomandi landsvæði og eflir atvinnulíf á svæðinu. Svo er rétt að upplýsa að erlendir staðlar gera ráð fyrir því að orkuöryggi sé mikilvægasta atriði við mat á þjóðaröryggi. Kristinn Pétursson LESENDABÁS Afkoma bænda hefur heilt yfir verið óviðunandi um árabil. Staða sauðfjárbænda er sér­ staklega alvarleg. Afurða verð til bænda hefur lækkað á sama tíma og kjöt afurða stöðvar standa höllum fæti í samkeppni við innfluttar kjötvörur. Afnám frystiskyldu og breytingar á tollaumhverfi með nýjum samn ingum við ESB hafa á skömmum tíma gjörbreytt sam­ keppnis umhverfi fram leiðslu og úrvinnslu kjötafurða á Íslandi. Viðskiptafrelsi og heilbrigð samkeppni eru af hinu góða og á endanum eru það neytendur sem velja hvaða matvæli þeir kaupa. Þá snúast tollasamningar aðallega um gagnkvæmni og ekki er hægt að líta fram hjá þeim gríðarlega ávinningi sem Íslendingar njóta af tollfrjálsum viðskiptum með sjávarafurðir og fleira. Það er því brýnt að leitað verði skynsamlegra leiða til að jafna samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu og ná fram hagræðingu í þágu bænda og neytenda. Samstarf og verkaskipting afurðastöðva Árið 2004 var veitt heimild til samstarfs, sérhæfingar og verkaskiptingar við mjólkur­ vinnslu. Um er að ræða sérstakt ákvæði í búvörulögum um undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga. Ávinningurinn af þeirri breytingu hefur verið umtalsverður og skilað sér bæði til neytenda og bænda. Töluverður framleiðnivöxtur á ári hverju hefur náðst fram og hefur vöxturinn verið vel umfram meðaltal annarra atvinnuvega á sama tímabili. Auk hærra afurðaverðs til bænda og lægra raunverðs til neytenda hefur hagræðingin skilað auknum fjárfestingum í greininni og betri nýtingu aukaafurða. Tímabært er að afurðastöðvar í kjötiðnaði geti með sambærilegum hætti hagrætt í sinni starfsemi með það fyrir augum að draga úr kostnaði við framleiðslu. Það opnar enn fremur á möguleikann á frekari fjárfestingum til að auka framleiðni og virði afurða. Með hagkvæmari afurðastöðvum og svigrúmi til fjárfestinga skapast frekari grundvöllur fyrir nýsköpun, vöruþróun og aðrar markaðsnýjungar. Ávinningurinn mun skila sér bæði til neytenda og bænda. Samstarf og verkaskipting á þessu sviði getur jafnframt stutt við frekari framþróun í heimaslátrun og markaðslausnum eins og Beint frá býli þar sem minni einingar stækka markaðinn og eru sveigjanlegri í innleiðingu tækni­ og markaðsnýjunga. Íslenskrar kjötafurðastöðvar munu seint ná sambærilegri stærðarhagkvæmni og stór sláturhús í Evrópu. Framleiðslu­ magnið er of lítið hér á landi. En það dregur fram nauðsyn þess að nýta þau tækifæri til hagræðingar sem eru til staðar þannig að innlend framleiðsla og úrvinnsla kjötafurða eigi betri möguleika á að standast samkeppni erlendis frá. Ójöfn samkeppnisskilyrði Í flóknu landbúnaðarkerfi ESB er finna margs konar undanþágur frá samkeppnisreglum. Ein þeirra er að afurðastöðvar geta samstillt aðgerðir í framleiðslu og sölu landbúnaðarafurða og þannig hagrætt til að bæta kjör bænda og neytenda. Að auki hefur ESB gripið til víðtækra stuðningsaðgerða við landbúnað í aðildarlöndunum vegna þess ástands sem ríkir vegna COVID­19 heimsfaraldursins. Er bæði um að ræða almennar aðgerðir en einnig sértækar sem fela meðal annars í sér frekari undanþágur frá samkeppnisreglum ESB tímabundið í 6 mánuði vegna framleiðslu mjólkurvara, blóma og kartaflna. Það er gert til að vernda þær greinar sem hafa orðið fyrir mestu áhrifum af faraldrinum. Sama er upp á teningnum í Noregi þar sem landbúnaðurinn býr við mun hagstæðari samkeppnisskilyrði en sá íslenski. Þar í landi er til að mynda að finna almenna undanþágu í samkeppnislöggjöfinni fyrir afurðastöðvar en hér er undanþágan eingöngu fyrir mjólkuriðnaðinn. Áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu Íslenskur landbúnaður er mikilvægur og sérstaða hans ótvíræð. Heilnæmi fram leiðsl­ unnar og hreinleiki náttúr­ unnar eru eftirsótt gæði. Þrátt fyrir erfið umhverfisskilyrði á norðlægri breiddargráðu eru tækifæri íslenskrar matvæla­ framleiðslu til aukinnar verðmætasköpunar fjölmörg. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að styðja við þá sérstöðu og nýta sóknarfærin til fulls á grundvelli einkaframtaks og frelsis til athafna. Það rímar vel við þá stefnu að draga úr tilkostnaði í framleiðslunni og gæta að því að regluverkið hamli ekki nýsköpun og framþróun innan greinarinnar. Ríkisstjórnin samþykkti í haust aðgerðir til að stuðla að félagslegum og efnahagslegum stöðugleika í tengslum við forsendur Lífskjarasamningsins. Eitt af því er að kanna sérstaklega hagkvæmni og skilvirkni í matvælaframleiðslu. Vel færi á því að landbúnaðarráðherra fylgdi þeim áherslum eftir svo bæði bændur og neytendur fái notið góðs af. Það gæfi líka nýrri matvælastefnu ríkisstjórnarinnar fljúgandi start. Teitur Björn Einarsson 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi Fjölgum smávirkjunum Kristinn Pétursson. Skynsamleg hagræðing Teitur Björn Einarsson. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 BÆKUR& MENNING Kóngsríkið Bræðurnir Roy og Carl Opdal alast upp við erfiðar aðstæður í afskekktu norsku þorpi, þar sem hnefarétturinn ræður. Carl verður fyrir skelfilegu ofbeldi og flýr á endanum fortíð sína. Roy verður eftir, býr einn í húsi foreldranna og gerir við bíla. Tuttugu árum seinna birtist Carl aftur með glæsilega eiginkonu og háfleygar áætlanir um hótelrekstur. Koma hans hristir rækilega upp í kyrrlátu lífi þorpsbúa og gamlar væringar og fólskuverk leita upp á yfirborðið. Voveifleg dauðsföll kallast á við löngu liðna atburði og spennan verður óbærileg fyrir Roy; hann þarf að velja á milli bróður síns og framtíðarinnar sem hann dreymir um. Enginn stenst Jo Nesbø snúning þegar kemur að þéttum, snúnum og óvæntum fléttum enda hafa bækur hans farið sigurför um heiminn. Hér er enginn Harry Hole – en allt annað er til staðar og lesendur verða ekki sviknir. Útgefandi er JPV og þýðandi er Bjarni Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.