Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 21 Samkvæmt tölum frá Samtökum álframleiðenda á Íslandi, SAMÁL, þá losa álverin þrjú á Íslandi samtals um 1,6 milljónir tonna af koltvísýringi á ári. Ef þau notuðu raforku frá kolaorkuveri þá væri losunin átta sinnum meiri. Þó 1,6 milljónir tonna af CO2 þyki miklu meira en nóg, þá myndu þessi sömu álver losa 12,8 milljónir tonna ef þau notuðu raforku frá kolaorkuverum við framleiðsluna. Lík og tíðkast víða í Evrópu og í 90% álvera í Kína þar sem vöxtur í álframleiðslu hefur verið mestur á undanförnum áratugum. Ef menn hugsa loftmengunina sem sameiginlegt vandamál heimsins, má því allt eins leggja dæmið þannig upp að Íslendingar séu með rekstri álveranna hér á landi að draga úr losun frá álverum á heimsvísu um 11,2 milljónir tonna á ári. Fyrir þá „greiðasemi“ fá Íslendingar þó enga umbun frá kolefnishagkerfinu. Álver á Íslandi greiða hundruð milljóna á ári fyrir losunarheimildir innan ETS-kerfisins. Að mati SAMÁLS er vandinn sá að við- skipta kerfi ESB með losunar- heimildir er bundið við Evrópu. Ekki hefur verið tekið upp viðlíka kerfi í öðrum heimsálfum. Það gefur því álframleiðslu í ríkjum á borð við Kína samkeppnisforskot á álframleiðslu á Íslandi, þrátt fyrir að álframleiðslan hér sé margfalt loftslagsvænni. Níu milljarða tekjur af losunarheimildum Íslenska ríkið hefur verið að leysa út uppsafnaðar ETS-heimildir á síðustu tveim árum og er áætlað að tekjur af því nemi yfir 9 milljörðum árin 2019 og 2020, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins. Á næsta ári verður búið að selja þær heimildir sem söfnuðust upp frá 2013 og eftir það er áætlað að árlegar tekjur ríkisins af ETS-kerfinu nemi um 1,3 milljörðum. Þær losunarheimildir sem ríkið fær úthlutað haldast nokkurn veginn í hendur við þær heimildir sem úthlutað var þegar til ETS-kerfisins var stofnað og má því áætla að kaup orkusækins iðnaðar séu á svipuðum slóðum. Draga þarf úr loftmengun Fáir draga í efa brýna nauðsyn þess að draga úr loftmengun á heimsvísu. Þá skiptir máli að þjóðir heims séu samstiga og taki allar jafnan þátt í baráttunni gegn loftmengun. Einnig að beitt sé sanngjarnri aðferðafræði í takt við tölulegar staðreyndir. Menn deila hins vegar um aðferðafræðina sem beitt hefur verið og rökin til að ná slíkum markmiðum. Þar hefur matreiðslan á „staðreyndunum“ oft verið ansi skrautleg og ber mjög sterkan keim af fjárhagslegum hagsmunum í orkumálum stærstu iðnríkjanna. Úthrópaðir kolefnissóðar Þó matstölur liggi fyrir um heildar- losun þjóða eru Íslendingar úthróp- aðir sem örgustu sóðar í kolefn- isumræðunni og sagðir stunda næst- mesta losun koltvísýringsígilda af öllum löndum Evrópu – „ef miðað við íbúafjölda.“ Ef losun CO2 ígilda er hins vegar deilt niður á flatarmál hvers ríkis, þá líta tölulegu stað- reyndirnar allt öðruvísi út. Eins og sýnt var fram á í síðasta Bændablaði þá sýna tölur Eurostat að Þjóðverjar eru að losa 888,7 milljónir tonna af CO2 ígildum á ári. Það gerir 2.489 tonn af CO2 að meðaltali á ferkílómetra lands hjá þeirri þjóð. Samkvæmt sömu upplýsingum voru Íslendingar að losa 6,2 milljónir tonna á ári sem eru að jafnaði um 60 tonn af CO2 ígildum á ferkílómetra. Sífellt stærra hlutfall kolaorkuvera knýja álframleiðslu heimsins Mikil öfugþróun hefur verið í nýtingu orkugjafa varðandi fram- leiðslu á áli í heiminum með tilliti til loftslagsmála samkvæmt tölum frá SAMÁL. Árið 1980 var 51% af álinu framleitt með vatnsorku og 28% með kolum. Aðrir orkugjafar voru jarðgas, kjarnorka og olía. Árið 1990 var 56% af álinu framleitt með vatnsorku en 34% með kolum. Aukin kolanotkun skýrðist að mestu á minnkun á olíunotkun. Árið 2000 hafði hlutfall vatnsorkunnar í álf- ramleiðslunni fallið í 46% og kola- orkan var þá komin í 40%. Árið 2010 var vatnsorkuhlutfallið komið niður í 41% og kolahlutfallið hafði þá aukist í 51%. Árið 2013 var hlutfall vatnsorkunnar komið í 36% og kolin stóðu þá fyrir 54% framleiðslunnar. Á árinu 2014 var vatnsorkuhlutfall- ið komið niður í 31% og kolahlut- falið hafði aukist í 58%. Enn seig á ógæfuhliðina á árinu 2015. Þá var hlutfall vatnsorku við framleiðslu á áli í heiminum komið niður í 30% og hlutfall kola komið upp í 59%. Á Íslandi hefur hlutfall vatnsorkunnar í álframleiðslunni ekkert breyst og er enn 100%. Á þriðja hundrað álvera Ef litið er nánar á álverin, þá voru starfrækt um 266 álver í heiminum þegar best lét. Þar af voru um 138 í Kína og 4 í Þýskalandi. Búið er að loka að minnsta kosti 20 álverum í heiminum alfarið eða tímabundið. Það eru því líklega enn starfandi eitthvað á þriðja hundrað álvera í heiminum. Stór hluti þeirra notast við raforku frá kolaorkuverum eða orkuverum sem brenna olíu og gasi. Loftmengun frá þessum álverum er mjög mikil og þá á eftir að ræða mun orkufrekari framleiðslu á stáli og öðrum málmum. 114 stálbræðslur Á árinu 2019 voru starfræktar 114 stórar stálbræðslur í heiminum og 41 af þeim voru hver um sig að fram- leiða meira en 10 milljón tonn af stáli á ári. Þessar stærstu stálbræðslur voru að framleiða samtals 1.869 milljón tonn af stáli árið 2019. Það er vert í þessu samhengi að hugsa til þess að stálframleiðsla og viðskipti með stál í gegnum Evrópska kola og stálbandalagið ECSC sem stofnað var 1951, var einmitt grunnurinn að Rómarsáttmálanum 1957 og stofnun Evrópusambandsins. Um 60 árum síðar virðast menn hafa áttað sig á hvaða afleiðingar mengun af þessum viðskiptum hefur haft. Trúlega þykir mörgum samt umhugsunarvert í ljósi sögunnar, að þetta gamla stál- og kolaviðskiptabandalag sem búið er að njóta góðs af þessum viðskiptum allan tímann, telji sig þess umkomið í dag að skipa öðrum þjóðum hvernig þær eigi að haga sér í loftslags- málum. Bræðsla á stáli útheimtir mun meiri orku en álbræðsla Stál er ekki framleitt með raf- greiningu eins og ál, heldur þarf öflugan hitagjafa til að bræða málm- grýtið. Vissulega er hægt að nota raf- orku til að bræða stál, en áhrifarík- asta, einfaldasta og ódýrasta leiðin hefur þó verið að nota kol. Kínverjar eru langöflugastir í framleiðslu á stáli og 22 stálbræðslu- fyrirtæki í Kína framleiða meira en 10 milljón tonna á ári og þar fyrir utan eru 8 stálfyrirtæki með fram- leiðslu undir 10 milljón tonnum. Einn stærsti stálframleiðandi heims er hins vegar með höfuðstöðv- ar í Essen í Þýskalandi, en það er ThyssenKrupp AG. Árið 2015 var það skráð tíunda stærsta stálfram- leiðslufyrirtæki heims. Það er með starfsstöðvar á 670 stöðum víða um heim, 56.000 starfsmenn og selur vörur fyrir um 11 milljarða evra á ári og er með margvíslega aðra fram- leiðslu en stál. Það er með 9 verk- smiðjur í Þýskalandi, eina í Belgíu, eina í Sviss, eina í Frakklandi og eina á Spáni. Stálbræðslur sem nota kol losa margfalt meira af CO2 en álverin á Íslandi Til að bræða stál, sem er blanda af járni og kolefni, þarf mikla orku, en bræðslumark járns er um 1.538 gráður á Celsíus (°C). Til saman- burðar er bræðslumark á áli rétt rúmar 660°C. Það þarf því 2,3 sinnum meiri hitaorku til að bræða járn en ál. Gróflega mætti því segja að stálbræðslur með sömu afkasta- getu og álverin á Íslandi, en nota kol við framleiðsluna, losi 18,64 sinnum meira af CO2. Það gerir 29,8 milljón tonn af CO2, en ekki 1,6 milljónir tonna eins og íslensku álverin. Því er kannski ekki skrítið að Þýskaland sé samkvæmt tölum Eurostat að losa 888,7 milljónir tonna af CO2 ígildum á ári. Samt halda stjórnmálamenn, sem vilja láta taka sig alvarlega í loftslagsumræðunni, því statt og stöðugt fram að Íslendingar losi meira af CO2 út í andrúmsloftið en Þjóðverjar. Þau „sannindi“ fá menn út með því að nota höfðatöluað- ferðina. Sú niðurstaða virðist síðan notuð til að hamra inn sektarkennd hjá íslensku þjóðinni. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ZETOR VARAHLUTIR Essen en var stofnað í Düsseldorf árið 1985. Fyrirtækið keypti sig inn í áliðnaðinn 1993 með kaupum á endurvinnslufyrirtækinu Aluminium und die Aluminium Recycling AG og úr varð fyrirtækið Aluminium Recycling GmbH. Árið 1994 keypti Trimnet álverksmiðju AluSuisse í Essen í Þýskalandi. Árið 2001 voru síðan keypt málmsteypufyr- irtæki í Harzgerode og Sömmerda sem tengdi félagið inn í bílaiðnað- inn. Þá var málmendurvinnslan í Harzgerode aukin í 40.000 tonn á ári. Trimnet endurræsti rafgreiningar- verksmiðju álvers í Hamborg á árunum 2006-2007, en þar var framleiðslugetan 130.000 tonn. Fyrirtækið keypti auk þess álver í Saint-Jean-de-Maurienne og Castelsarrasin í Frakklandi af Rio Tinto Alcan árið 2013. Síðan keypti Trimnet álver Voerdal Aluminium GmbH í Þýskalandi árið 2014. Þar er framleiðslugetan 90.000 tonna á ári. Þá rann bíladeild Trimnet inn í sameiginlegt fyrirtæki Bohai Automotive Systems Co., Ltd. og úr því varð til BOHAI TRIMET Automotive. Viljayfirlýsing stóriðju vera um niðurdælingu í jörðu á koltvísýringi Fyrir utan tilraunir sem nú eru gerðar með nýjar aðferðir við bræðslu á súráli, þá hafa álverin á Íslandi markvisst verið að leita leiða til að hreinsa koltvísýring úr afgasi verk- smiðjanna. Þannig skrifuðu álver og aðrar stórar málmbræðslur á Íslandi undir viljayfirlýsingu í ráðherrabú- staðnum 18. júní á þessu ári ásamt forsætis ráðherra, iðnaðarráðherra og umhverfis ráðherra, um að taka þátt í þróun verkefnis um niðurdæl- ingu kolefnis eða gas í grjót sem tilraunir hafa verið gerðar með við Hellisheiðarvirkjun. Markmiðið er að rannsaka hvort það geti verið raunhæfur kostur í álframleiðslu og kísilframleiðslu að dæla niður því sem losnar við álframleiðsluna með svipuðum hætti og þar er gert með aðferð sem kölluð er „CarbFix“. CarbFix“ aðferð Orkuveitu Reykjavíkur Orkuveita Reykjavíkur hefur þróað „CarbFix“ aðferðina í samstarfi við Háskóla Íslands og erlenda aðila frá árinu 2007. Aðferðin felst í því að CO2 er fangað úr jarðhitagufu, gasið leyst upp í vatni undir þrýstingi og vatninu dælt niður á 500-800 m dýpi í basaltjarðlög, þar sem CO2 binst varanlega í berggrunninum í formi steinda. Orka náttúrunnar, dótturfélag OR, hefur nú rekið loft- hreinsistöð og niðurdælingu við Hellisheiðarvirkjun samfellt í 5 ár með góðum árangri. Undir þessa viljayfirlýsingu rit- uðu Katrín Jakobsdóttir for sætis- ráðherra, Guðmundur Ingi Guð- brandsson umhverfis- og auð linda- ráðherra, Þórdís Kolbrún Reyk fjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menn- ingarmálaráðherra og forstjórar og fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur, Elkem, Fjarðaáls, Rio Tinto á Íslandi og Norðuráls. Jafnframt stóð þá til að fulltrúar PCC á Bakka undirrituðu yfirlýsinguna síðar. Ef öll áform álrisanna ganga eftir þá virðist afar bjart yfir stóriðju á Íslandi með tilliti til loftslagsmála. Mætti kannski fara að líkja þeim við heilsulindir ef menn horfa framhjá því hvernig hráefnið til framleiðsl- unnar, báxíð sem nefnt hefur verið súrál á íslensku, er unnið í námum í Ástralíu og víðar um heim. Sú vinnsla þykir ekki sérlega umhverfi- svæn. Spurningin verður þá kannski líka hvað Íslendingar fái þá fyrir sinn snúð í kolefnishagkerfinu þegar álverin hér fara að dæla súrefni út í andrúmsloftið í stórum stíl í stað koltvísýrings. Kolaorkuknúin álver losa áttfalt meira af CO2 en álverin á Íslandi Nýting orkugjafa við álframleiðslu frá 1980 til 2015 Ár Vatnsafl Kol Jarðgas Kjarnorka Olía 1980 51% 28% 8% 6% 10% 1990 56% 34% 4% 5% 1% 2000 46% 40% 8% 5% 0,70% 2010 41% 51% 5% 2% <0,1% 2013 36% 54% 8% 1% <0,1% 2014 31% 58% 10% 1% <0,1% 2015 30% 59% 9% 2% 0,03% Heimildir: SAMÁL - IAI (2015) Orkugjafi Mengun lofts vegna starfsemi manna er hnattrænt vandamál en ekki staðbundið eins og ætla mætti út frá reiknistuðlum sem mikið eru notaðir í loftslagsumræðunni. Líkt og meirihluti álvera heimsins notast stálbræðslur að stórum hluta við brennslu kola í sinni framleiðslu. Auk þess þurfa stálbræðslurnar mun meiri orku til að framleiða hvert tonn af stáli en álver. Á árinu 2019 voru framleidd tæplega 1,9 milljarðar tonna af stáli í heiminum. Mynd / NALCO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.