Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 202042 BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS Nýtt skipulag á félagskerfi landbúnaðarins Nýtt skipulag byggist á þeirri sýn að Bændasamtök Íslands séu öflugt félag bænda sem er í virkum tengslum við neytendur og stjórnvöld á hverjum tíma. Til að ná þessu fram eru lögð fram nokkur atriði til að hafa að leiðarljósi. • Sérþekking og virði – Til staðar sé starfsfólk með sérþekkingu á starfsumhverfi landbúnaðar og öllum sviðum búrekstrar. • Framþróun – Að afurðir séu í takt við óskir neytenda og nýsköpun í starfsháttum sé í fyrirrúmi. • Gæði – Með megináherslu á umhverfismál, ferskleika og vottanir. • Fæðuöryggi – Sem best tryggt í virku samstarfi við bændur og stjórnvöld. Lagt er til að fyrsta skref sé að sameina Bændasamtökin og þau búgreinafélög sem eiga aðild að samtökunum í eitt félag. Nú þegar er náið samstarf á milli aðila og mikil skörun er á verkefnum. Með sameiningu nýtist mannauður félaganna betur, ekki þarf að leggja fjármuni í rekstur margra sambærilegra eininga og öll yfirstjórn verður markvissari. Eftir sameiningu verða Bændasamtök Íslands byggð upp af deildum búgreina. Félagsmenn þeirra verða beinir aðilar að Bændasamtökunum. Búnaðarsambönd verða áfram aðildarfélög BÍ með skilgreind hlutverk, auk þriggja annarra félaga sem ganga þvert á búgreinar. Fyrirtæki í eigu búgreinafélaga og aðrar eignir þeirra renna til Bændasamtaka Íslands við sameiningu. Ráðstöfun þessara eigna verður háð samþykki viðkomandi búgreinar. Verði tekin ákvörðun um sölu, útleigu eða greiddur arður af þeim munu þær tekjur verða eyrnamerktar viðkomandi búgrein. Nefnd viðkomandi búgreinar fer með ráðstöfunarrétt þessara fjármuna, svo fremi það gangi ekki gegn markmiðum BÍ. Þá verði þeir sjóðir sem hver og ein búgrein heldur á við sameiningu einnig eyrnamerktir viðkomandi búgrein með sama hætti. Aðildarfélög búgreinafélaga eru sjálfstæð og verður það hverrar búgreinadeildar að skipuleggja samstarf við þau. Eins og meðfylgjandi mynd af skipuriti Bændasamtakanna gefur til kynna þá eru náin tengsl ráðgjafar og landshlutasamtaka við starfsemi BÍ. Allar þessar stoðir verða að tala saman til að hámarksárangur náist í kerfinu. Myndin sýnir jafnframt skipulag málefnavinnu eftir sameiningu við BÍ. Búnaðarþing Búnaðarþing er aðalfundur Bændasamtaka Íslands og fer með æðsta vald í öllum málefnum þeirra, afgreiðir mál sem snerta landbúnaðinn í heild, markar samtökunum stefnu, afgreiðir reikninga, kýs fulltrúa í stjórn og annast önnur hefðbundin aðalfundarstörf. Það er haldið árlega og heimilt er að halda aukaþing. Skylt er að kalla saman aukaþing ef helmingur þingfulltrúa óskar þess. Lagt er til að Búnaðarþing verði tvískipt og mun hefjast á fundum hverrar búgreinar eða svokölluðu búgreinaþingi. Það er í höndum hverrar búgreinar hvernig og hversu margir fulltrúar kosnir eru til búgreinaþings hennar. Gerð er krafa á fjölmennari búgreinar, þ.e. hrossa- kúa- sauðfjár- og skógarbændur að tryggja landfræðilega dreifingu fulltrúa sinna inn á Búnaðarþing. Á búgreinaþingi kýs hver búgrein sér fagnefnd til að fara með sín mál og vera stjórn Bændasamtakanna til stuðnings. Formaður fagnefndar situr í búgreinaráði. Inn á Búnaðarþing eru tekin til umfjöllunar stærri mál sem varða heildarhagsmuni landbúnaðar. Fulltrúafjöldi á Búnaðarþingi verður 63. Félög sem ganga þvert á búgreinar kjósa sér hvert um sig einn fulltrúa á Búnaðarþing, það eru Beint frá býli, Samtök ungra bænda og Vor. Frá búnaðarsamböndunum komi samtals 6 fulltrúar, einn frá hverju svæði, sjá skiptingu hér til hliðar. Réttsælis um landið frá Reykjanesi: 1. Bsb. Kjalarnesþings, Bst. Vesturlands, Bsb. Vestfjarða 2. Bsb. Húnaþings og Stranda, Bsb. Skagfirðinga 3. Bsb. Eyjafjarðar, Bsb. S-Þingeyinga, Bsb. N- Þingeyinga 4. Bsb. Austurlands 5. Bsb. A-Skaftafellssýslu (svæði Bsb. Suðurlands að Markarfljóti. 6. Bsb. Suðurlands frá Markarfljóti að svæði Bsb. Kjalarnesþings Fulltrúar búgreina inn á Búnaðarþing verða alls 54, en stefnt er að því að halda næsta þing dagana 22. og 23. mars 2021. Hver búgreinadeild fær að lágmarki einn fulltrúa á þingið en eftir það skiptist fjöldi fulltrúa á milli búgreina þar sem velta greinarinnar hefur 50% vægi og fjöldi félagsmanna 50% vægi. Félagatal samtakanna skal liggja fyrir í árslok fyrir komandi Búnaðarþing til grundvallar við skiptingu fulltrúa. Stjórnarkjör, búgreinaráð og samstarfsvettvangur búnaðarsambanda Stjórn ræður framkvæmdastjóra og fylgir eftir áherslum Búnaðarþings auk annarra mála sem koma upp. Enn fremur skipar stjórnin fulltrúa Bændasamtakanna til trúnaðarstarfa fyrir samtökin eftir því sem lög, reglur og samningar segja til um. Í stjórn Bændasamtakanna sitja sjö félagsmenn. Formaður er kosinn á tveggja ára fresti. Stefnt er að rafrænni kosningu meðal allra félagsmanna. Niðurstaða formannskosningar skal liggja fyrir mánuði fyrir Búnaðarþing. Sex stjórnarmenn eru kosnir á Búnaðarþingi til tveggja ára í senn, þrír á hverju þingi. Mikilvægt er að stjórn Bændasamtakanna hafi breiða skírskotun gagnvart landbúnaðinum. Til að tryggja það sem best er gert ráð fyrir að uppstillinganefnd starfi milli Búnaðarþinga. Hlutverk hennar er að tryggja framboð til stjórnar úr öllum helstu geirum landbúnaðarins sem taki einnig tillit til landfræðilegrar dreifingar og kynjahlutfalla. Framboð til stjórnarsetu í samtökunum liggi fyrir að minnsta kosti tveimur vikum fyrir Búnaðarþing. Búgreinaráð samanstendur af formönnum fagnefnda allra búgreina og verði stjórn Bændasamtakanna til stuðnings og ráðgjafar. Búgreinaráðið er sameiginlegur vettvangur allra búgreina og gert er ráð fyrir að ráðið fundi á minnst þriggja mánaða fresti með stjórn samtakanna. Stuðlað verður að aukinni samvinnu við búnaðarsamböndin. Komið verði á samráðshópi Búnaðarsambanda og BÍ sem muni funda á fjögurra mánaða fresti. Horft er til þess að efla samstarf sambandanna sín á milli og við BÍ. Möguleg samstarfsverkefni gætu t.d. verið efling á félagsstarfi bænda heima í héraði og á landsvísu, utanumhald á félagaskrám sambandanna, útgáfu félagskorta og annað sambærilegt. Það gæti leitt til nánari samvinnu og eftir atvikum sameininga ef vilji skapast til þess. Lagt er til að ákveðin verkefni séu sett í forgrunn til að tryggja öflug hagsmunasamtök bænda. Til að ná þessu fram og ná árangri þarf samstarf/samráð við mismunandi hagaðila sem geta verið til dæmis félagsmenn, neytendur, menntastofnanir, fulltrúar bænda í stjórnum fyrirtækja í land­ búnaði og stjórnvöld á hverjum tíma. Helstu áhersluþættirnir eru: • Auka sýnileika og bæta ímynd landbúnaðarins með fræðslu. Þannig verði samtökin leiðandi afl í upplýstri umræðu um landbúnað. • Sýna fram á sérstöðu íslenskrar framleiðslu með gæðavitund og umhverfismál í huga. • Vinna að heildstæðri stefnumótun í samvinnu við stjórnvöld sem felur í sér landbúnaðar- og matvælastefnu sem ætti að vera hluti af atvinnustefnu Íslands. • Auka slagkraft og þekkingu samtakanna á íslenskum landbúnaði. Það má meðal annars gera með því að nýta faglega sérfræðiþekkingu starfsmanna, t.d. með því að fylgjast með starfsumhverfi landbúnaðarins með afkomu- vöktun og nýta upplýsingar úr slíkri vöktun við gerð búvörusamninga og til að setja vörður varðandi afkomu. • Vinna að eflingu á rannsóknum, nýsköpun og menntun á sviði landbúnaðar. • Nýta þann mikla mannauð sem er í félagskerfinu, efla tengingu við grasrótina og þétta raðir og tengsl bænda. Samstarfsvettvangur BÍ og fyrirtækja í landbúnaði Mikilvægt er að koma á formlegum samstarfsvettvangi samtaka bænda og afurða- og þjónustufyrirtækja í landbúnaði. Lagt er til að unnið verði að því að skilgreina og koma á formlegu samstarfi um þau málefni sem varða sameiginlega hagsmuni svo sem tollamál, markaðs og neytendamál. Komið verði á ákveðnu verklagi og fjármögnun vegna hagsmunagæslu og eftirfylgni þessara mála. Félagsaðild og félagsgjald Veltutengt félagsgjald er innheimt árlega eftir ákvörðun Búnaðarþings. Við sameiningu falla niður bein félagsgjöld til núverandi búgreinafélaga og eitt félagsgjald verður greitt til BÍ. Ætlast er til að félagsmenn skrái veltu búa sinna með reglubundnum hætti og geri grein fyrir veltu eftir búgreinum. Með þessum aðgerðum er BÍ að bregðast við þeim breytingum sem starfsumhverfi samtakanna kallar eftir. Með þessu verði aukinn slagkraftur bæði einstakra félaga og heildarsamtakanna þannig að BÍ geti sem öflugt félag bænda, staðið vörð um hag þeirra og verið í virkum tengslum við neytendur og stjórnvöld. Stjórn Bændasamtaka Íslands Öflugt félag bænda – í virkum tengslum við neytendur og stjórnvöld Mikilvægustu áhersluþættir og verkefni BÍ til næstu ára Oddný Steina Valsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.