Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 73

Bændablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 73
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2020 73 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Opnar stöðvar Stöðvar í húsi Stöðvar í gám Aukabúnaður eins og sjálfvirkur skiptirofi og fleira Öflug og góð þjónusta Gerðu kröfur — hafðu samband við Karl í síma 590 5125 eða sendu línu á kg@klettur.is og kynntu þér þína möguleika. Allar stærðir af AJ Power rafstöðvum: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Áburðaráætlanir í jólabókaflóðinu Ýmislegt skemmtilegt lesefni stendur mönnum til boða um þetta leyti árs nú sem endranær þó ekki komist allt á topplistana. Áburðarsalar eru að gefa út sínar bækur um þessar mundir þar sem hægt er að fræðast um framboð áburðar næsta vors. Að mörgu er að hyggja þar sem úrvalið er fjölbreytt og útfærslur allnokkrar, auk þess sem áburður er stór kostnaðarliður fyrir bændur. Þegar úrvalið er mikið er ekki síður þörf á að leggja niður fyrir sig hver afraksturinn á að vera, hvaða þættir eiga að vera ráðandi hverju sinni og þannig verði jafnvægi milli kostnaðar og væntinga. Því er mikilvægt að vanda val áburðartegunda, skipuleggja áburðarnotkun vel og taka tillit til ólíkra eiginleika, ræktunarsögu og fyrirhuguð not túna. Mikilvægt er að ná sem bestri nýtingu búfjáráburðar svo notkun á tilbúnum áburði verði markvissari og sú auðlind sem finnst í búfjáráburði nýtist vel. Meira er betra í upplýsingum Hægt er að meta hvað mikið þarf af hverju áburðarefni á tiltekið tún og er það gert í áburðaráætlunum. Nákvæmni slíks mats fer eftir þeim upplýsingum sem liggja fyrir og eftir því sem þær eru meiri, því betri eru forsendurnar til að ákvarða áburðarþarfirnar og þar með fæst markvissari áætlun. Best er að fyrir liggi áburðargjöf og uppskera fyrri ára sem og niðurstöður hey- og jarðvegsefnagreininga auk grunn jarðvegsgerðar. Auk þess skiptir máli að vita ræktunarsöguna, það er aldur og ástand ræktunarinnar og hvaða tegundir eru ríkjandi. Góð áburðaráætlun tekur mið af öllum fyrirliggjandi upplýsingum með það að markmiði að tryggja góðan heyfeng án þess að gengið sé á næringarefni í jarðvegi. Ef eitthvað af ofantöldum upplýsingum eru ekki til staðar er unnið út frá því sem er þekkt og hugað að því að auka söfnun upplýsinga jafnt og þétt. Vert er að benda á að fleira þarf til en áburð ef vonir um mikla og góða uppskeru eiga að rætast. Ef við sleppum þáttum sem við ráðum ekki við eins og veðurfari þá sitja eftir mikilvæg atriði sem verða að vera í lagi eins og t.d. sýrustig og framræsla ef ræktun á að gefa af sér eins og kostur er. Mikilvægt er að hafa í huga þá áhrifaþætti sem spila inn í góðan árangur og áburður gegni þar mikilvægu hlutverki. Markmið með áburðaráætlun eru að hámarka magn og gæði uppskerunnar, út frá kostnaði eða öðrum forsendum sem hver og einn bóndi leggur upp með. Bændur eru hvattir til að nýta sér áburðarráðgjöf RML og aðra þá ráðgjöf sem þörf er á. Við leggjum okkur fram að vinna af fagmennsku og framsækni fyrir þig. Jarðræktarráðunautar RML Þórey Gylfadóttir ráðunautur, rekstrar- og umhverfissvið og hægt er. Þegar kýr eru fóðraðar segi ég oft við bændur að þeir séu í raun ekki að fóðra kýr heldur að fóðra milljarða af örverum í vömb kúnna. Örverur eru í eðli sínu ofur viðkvæmar og því jafnara og stöðugra starfsumhverfi sem við sköpum þeim, því meira mjólka kýrnar. Nákvæmnisfóðrun leikur því lykilhlutverk á kúabúum sem stefna að því að hámarka nýtingu kúnna og í dag er til mikið úrval af tæknibúnaði sem auðveldar bændum þennan þátt í bústörfunum. Sjálfvirk holdastigun með notkun þrívíðra og innrauðra myndavéla er tækni sem stóreflir bústjórnina og notkun tölvuskynjara sem geta mælt og metið fóðurgæðin í rauntíma er ekki síður áhugaverð tækni sem fleiri og fleiri kúabændur um allan heim hafa verið að taka í notkun. Bóndinn fær því afar nákvæmar upplýsingar um fóðrið sem fer til kúnna og getur tryggt einkar vel að það sé alltaf eins og jafnt að gæðum frá degi til dags. Örverurnar þakka svo fyrir þessa þjónustu og kýrnar í kjölfarið með auknum og jöfnum afurðum. Snjallsímar og -gleraugu Í dag eiga líklega flestir snjallsíma og í dag geta þeir létt verulega störf kúabænda. Fleiri og fleiri forrit eru í boði sem eru sérhæfð fyrir kúabúskap auk þess sem ýmis önnur forrit, sem hugsuð eru fyrir almenna notkun, henta einnig til að bæta bústjórnina. Þannig eru t.d. til forrit sem geta greint kýrnar út frá mynd, komið með tillögu að holdastigun, aðstoðað við heilsufarsgreiningar og margt fleira mætti tína til. Þá færist í vöxt að þróa búnað fyrir snjallgleraugu þannig að bændur geta fengið fram á lítinn skjá á gleraugunum allskonar mikilvægar upplýsingar í rauntíma, sem auðvelda vinnuna í fjósinu. Á komandi árum mun notkun á þessari tækni stóraukast og tengist s.s. ekki fjóshönnuninni beint en mun klárlega breyta starfi bændanna í framtíðinni. Sjálfvirk vöktun Notkun á hverskonar skynjurum hefur aukist hreint ótrúlega á undanförnum örfáum árum. Fyrsta notkun á skynjurum við kúabúskap var líklega þegar bændur fengu hálsólar með einstaklingsmerkingu og hreyfiskynjara á kýrnar sínar á sínum tíma. Þegar kýrnar gengu svo til mjalta og fóru um þar til gert hlið eða greiningarbúnað var lesið af skynjaranum og fengust þannig mikilvægar upplýsingar um atferli gripsins. Síðan þessi tækni kom á markað hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í dag eru skynjararnir bæði minni og endingarbetri, en einnig miklu fjölhæfari og einfaldari í notkun. Í dag geta bændur t.d. sett rafræn merki í eyru kúnna og þurfa ekki hálsólarnar lengur. Þá geta tölvukerfi vaktað smákálfana og látið vita ef þeir missa heilsuna t.d. ef þeir drekka lítið eða fara sjaldan og fá sér að éta nú eða einfaldlega liggja of mikið. Beiðslisgreiningarbúnaður, þ.e. búnaður sem byggir á hreyfiskynjaratækni, er mikið til fullþróaður fyrir alllöngu en hugbúnaðurinn sem vinnur úr upplýsingum um hreyfingar kúa er alltaf að verða betri og betri. Í dag getur t.d. tölvubúnaður fylgst með atferli kúnna, hvar þær eru í fjósinu og t.d. hve lengi þær standa við fóðurgang, brynningarstamp eða í legubás. Þá er hægt að fá sjálfvirka skynjara sem láta vita ef kýr er að fara að bera, hve mikið hún jórtrar, hvort hún sé með hita eða hve hratt hún andar svo dæmi sé tekið. Á hverju ári bætist í þessa flóru sem öll er gerð til að bæta bústjórn, létta vinnu bændanna og um leið auðvitað að auka afköst þeirra. Önnur atriði Af öðrum þáttum sem t.d. bændur erlendis horfa til við hönnunar á kúabúum í dag er t.d. kynjahlutfall kálfa, en með notkun á kyngreindu sæði gjörbreytast allar forsendur við hönnun fjósanna. Þá er með notkun á erfðaefnisgreiningum hægt að haga uppeldi á gripum með öðrum hætti en áður þar sem snemma verður ljóst hvort ástæða sé til að ala t.d. kvígu sem framtíðar mjólkurkú eða til kjötframleiðslu. Ennfremur hafa orðið stökkbreytingar í tæknilegum möguleikum í tengslum við kynbætur s.s. stóraukin notkun á glasafrjóvgun, skolun á eggjum úr ungum kvígum og þess háttar möguleikar sem breyta bæði forsendum við kúabúskapinn en einnig vinnunni á búunum sjálfum. Þá má að síðustu nefna að nákvæmnisgreiningar á mjólk eru alltaf að verða betri og einfaldari og færist víða í vöxt örverugreiningar heima á búum, sem styttir alla ferla og eykur nákvæmni við lyfjameðhöndlun sjúkra kúa. Hér að framan hefur verið farið í stuttu máli yfir helstu atriði sem hægt er að nýta á kúabúum dagsins í dag. Upptalningin er hvorki tæmandi né endanleg enda koma á markað nýjar lausnir nánast í hverjum mánuði. Vegna smæðar markaðarins á Íslandi er hins vegar ekki allt í boði sem fæst erlendis en þar sem afar auðvelt er í dag að bæði komast í samband við erlenda aðila sem og að panta erlendis frá ætti það að vera hægur vandi fyrir hvaða kúabónda sem er að útbúa bú sitt með nákvæmlega þeirri tækni og þeim búnaði sem hann eða hún vill. Skynjarar og sjálfvirk vöktunarkerfi eru orðin afar fullkomin og í dag er m.a. hægt að láta tölvukerfi fylgjast með bæði atferli og fóðrun smákálfa svo hægt sé að bregðast við tímanlega ef þörf krefur. Gleðileg jól og þökk fyrir samfylgdina á árinu Bændablaðið Samvinna á Suðurlandi – Fjórar nýjar bækur eftir Guðjón Friðriksson BÆKUR&MENNING „Samvinna á Suðurlandi“ er nafn á fjögurra binda bókum eftir Guðjón Friðriksson, sem voru að koma út m.a. í tilefni af 90 ára afmæli Kaupfélags Árnesinga 1. nóvember síðastliðinn. Í bókunum er rakin saga samvinnufélaga í Árnessýslu, Rangár vallasýslu, Vestur- Skaftafellssýslu og í Vestmannaeyjum, ekki bara kaupfélaga með ólíkum póli- tískum lit heldur einnig annarra samvinnufélaga, svo sem rjóma- og mjólkurbúa, áveitufélaga og útgerðarfélaga. „Í raun er þetta að mörgu leyti héraðssaga þessa svæðis frá um 1880 fram yfir árið 2000 en samvinnufélögin voru einn helsti áhrifavaldurinn í nútímavæðingu Suðurlands, hvort sem var í verslun, iðnaði, matvælavinnslu, landbúnaði, útgerð eða fiskvinnslu. Mikil áhersla er lögð á samgöngusögu svæðisins sem skipti ekki litlu mál í þróun þess. Auk þess að vera saga samtaka og samvinnu er þetta saga hatrammra átaka og litríkra einstaklinga,“ segir Guðjón. Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi gefur verkið út í smekklegri öskju. Mikill fjöldi mynda er í bókunum. Hægt er að versla bækurnar í helstu bókaverslunum landsins, auk þess sem hægt er að kaupa þær á skrifstofu Kaupfélags Árnesinga með því að hafa samband við Guðmund Búason í síma 899-9413 eða senda tölvupóst á hagbok@ hagbok.is /MHH Guðmundur Búason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga, við bækurnar fjórar en félagið stóð a' útgáfunni í tilefni af 90 ára afmæli kaupfélagsins. Mynd / MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.