Morgunblaðið - 25.06.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.06.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Smiðjuvegi 2, Kópavogi Sími 554 0400 www.grillbudin.isGrillbúðin Nr. 12952 - Án gashellu - Svart SUMARTILBOÐ •Afl 10,5 KW Frá Þýskalandi TILBOÐ 71.920 FULLT VERÐ 89.900 20% afsláttur • 3 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • hitajöfnunarkerfi • Niðurfellanleg hliðarborð • Rafkveikja fyrir alla brennara • Tvöfalt einangrað lok • Stór posulínshúðuð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Grillflötur 65 x 44 cm FRÍ HE IMSEND ING Nánar á www .grillbu din.is Niðurfellanleg hliðarborð Nr. 12934 Opið virka daga 11-18 - Laugardaga 11-16 Tilraunastofa búninga-, grímu- og fylgihlutagerðarinnar ÞYKJÓ sem ætluð er börnum var opnuð í gær og verður hún opin út vikuna. Um er að ræða hluta af dagskrá HönnunarMars 2020 sem hófst í gær, nokkrum mánuðum á eftir áætlun vegna útbreiðslu kórónu- veiru. Í smiðjunum fá börn tækifæri til að skapa sína eigin „furðufugla“ ásamt fjölskyldum sínum með að- stoð hönnuða ÞYKJÓ. Smiðjan mið- ast við börn fjögurra ára og eldri í fylgd með fullorðnum, að því er fram kemur í tilkynningu. ÞYKJÓ er hugarfóstur leik- mynda-, búninga- og leikbrúðu- hönnuðarins Sigríðar Sunnu Reynisdóttur í samstarfi við fata- og textílhönnuðinn Tönju Huld Levý Guðmundsdóttur og Ninnu Þórarinsdóttur, leikfangahönnuð og myndskreyti. HönnunarMars 2020 kominn á fullt skrið Skapa furðufugla í ÞYKJÓ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Þrjár uppfærslur af ferðagjafar-appi stjórn- valda hafa verið gefnar út síðan appið var gert aðgengilegt fyrir viku, að sögn Ara Steinars- sonar, framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrir- tækisins YAY sem hannaði forritið. Byrjunarörðugleikar ollu því að fjöldi fólks gagnrýndi appið á Google Play Store, sem ætl- að er símum með Android-stýrikerfi. Þar er appið til að mynda gagnrýnt fyrir að óska eftir óeðlilega miklum aðgangi að síman- um, en forritið óskar eftir aðgangi að myndavél og hljóðnema símans sem það sækir. Til að byrja með óskaði það einnig eftir aðgangi að dagatali símans. Ari segir „örugglega eitthvað til í því“ að for- ritið biðji um óeðlilega mikinn aðgang en segir eðlilegt að beðið sé um aðgang að myndavél og hljóðnema, þar sem hvort tveggja sé notað þegar ferðagjöfin sé send áfram. Ráðgjafar Persónuverndar var ekki leitað vegna útfærslu á appinu en ein kvörtun hefur borist Persónuvernd vegna forritsins. „Við höfum þann möguleika að hefja rann- sókn ef ástæða þykir til,“ segir Helga Þóris- dóttir, forstjóri Persónuverndar. Spurð hvort forritið biðji um óeðlilega mik- inn aðgang að símanum svarar Helga um smá- forrit almennt: „Við höfum ítrekað bent á að það þurfi að fara varlega að þessu. Það á aldrei að kalla eftir meiri persónuupplýsingum en þarf og það þarf að meta hvort það sé nauðsynlegt að fá aðgang að myndavélinni þinni, hljóðnema og dagatali til þess að taka á móti 5.000 króna gjafabréfi. Við vorum búin að fá ábendingu um að það væri verið að biðja um eitthvað meira líka.“ Ari segir að ekki sé útlit fyrir frekari upp- færslur á forritinu en YAY sé þó opið fyrir því að breyta appinu ef þess þurfi. Það virðist hafa hentað Android-símum verr en símum með iOS-stýrikerfi, þar sem eigendur þeirra síðar- nefndu hafa ekki skrifað neinar umsagnir um forritið á App Store sem er í iOS-símum. Þrjár uppfærslur á einni viku Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Gjafir Helgi Björns og Þórdís Kolbrún saman við hátíðlega athöfn í gær vegna gjafanna.  Ferðagjafar-app gagnrýnt á Google Play Store  Sagt biðja um „óeðlilega“ mikinn aðgang að símum notenda  Forstjóri Persónuverndar segir mikilvægt að óska ekki eftir of miklum persónuupplýsingum Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is E.coli-gerlamengun kom upp í vatni í sumarhúsabyggð í Öndverðarnesi í byrjun júní en forsvarsaðilar svæðis- ins vinna nú hörðum höndum að úr- bótum, að sögn Sigurðar Heimis Sig- urðssonar sem er einn þeirra sem hefur umsjón með svæðinu. Mengun sem þessi hefur aldrei komið upp í sumarhúsabyggðinni áður, að sögn Sigurðar. „Við höfum alltaf verið með besta vatnið á landinu. Það kemur aftur.“ Sigurður gerir ráð fyrir því að „besta vatnið á landinu“, algjörlega ómengað, verði aftur komið í krana sumarhúsanna á svæðinu á næstu dögum en fram að því er fólki á svæðinu ráðlagt að sjóða drykkjar- vatn. Mengunin kom að öllum líkindum upp í borholu í gömlum hluta sum- arhúsahverfisins en þar eru gamlar rotþrær sem eru farnar að gefa sig. Á þeim verða gerðar úrbætur, að sögn Sigurðar en ný borhola verður brátt aðgengileg. „Við fórum strax að bora nýja vatnsholu á nýjum stað og hún verð- ur framtíðarholan,“ segir Sigurður. 300 sumarhús eru í sumarhúsa- byggðinni og segir Sigurður að- spurður að mengunin hafi haft áhrif á vatnið í þeim öllum. Sumarhúsa- eigendum var greint frá stöðunni þegar hún kom upp og fólki ráðlagt að sjóða allt drykkjarvatn. Hreinsibúnaður sem hreinsar vatn með geislun hefur verið settur upp. Fyrstu prufur sem teknar voru úr vatninu þegar mengunin kom upp bentu til þess að mengunin væri minni en þegar prufur voru teknar fimm dögum síðar. Skýring þess er óljós. E.coli snerti 300 sumarhús  Vatnið ætti að komast í lag á næstu dögum Öndverðarnes Mengunin virtist meiri 5 dögum eftir fyrstu prufur. Opnað var formlega fyrir ferðaávísanir ríkisins í gær og tók söngvarinn ástsæli Helgi Björnsson við fyrstu ávísuninni úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur ferðamálaráðherra af því tilefni, en boðið verður upp á sérstaka „Helgaferð“, sæta- ferð á tónleika Helga í Valaskjálf á Egils- stöðum nú á laugardaginn. Jakob Frímann Magnússon, einn af að- standendum átaksins Upplifðu Ísland!, sagði að á næstu vikum yrði boðið fyrir enn fleiri kosti fyrir Íslendinga til að kynn- ast landi sínu, en nánar má lesa um þau á síðunni upplifduisland.is Boðið í Helgaferð ÁTAKIÐ UPPLIFÐU ÍSLAND!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.