Morgunblaðið - 25.06.2020, Side 4

Morgunblaðið - 25.06.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Húsið ætti að vera komið með nýtt og betra yfirbragð næsta sumar,“ segir Þorsteinn Bergsson, fram- kvæmdastjóri Minjaverndar. Framkvæmdir eru nú hafnar við endurgerð Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Allt að 342 millj- ónum króna er varið í fyrsta áfanga verksins sem snýr að ytra byrði hússins og nánasta umhverfi þess. Fjármagn til verksins kemur í tengslum við sérstakt fjárfest- ingarátak á vegum stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerf- inu. Fjögur ár eru nú liðin síðan fang- elsinu var lokað og hefur engin starfsemi verið þar síðan. Talsverð umræða hefur verið um þörf á endurbótum á húsinu og um fram- tíðarnýtingu þess. Þorsteinn segir í samtali við Morgunblaðið að engin ákvörðun liggi fyrir um hvaða hlut- verk húsið fái. Hið eina sem allir séu sammála um er að húsið verði opið almenningi og það verði hluti af lifandi götulífi við Skólavörðustíg. Meðal endurbóta í sumar er að gengið verður frá drenlögn í kring- um húsið og frárennslislagnir og heimtaugar verða endurnýjaðar. Þá þarf að lagfæra og endurnýja allan múr hússins, glugga og hurðir. „Stærsti einstaki þátturinn er að skipt verður um þak hússins. Þakið hefur lekið um áratugaskeið og búið hefur verið til áveitukerfi í risinu á miðhúsinu til að veita lekanum rétta leið. Ástandið á þakinu er því tölu- vert bágborið. Nú verða settar skíf- ur á öll þökin en fyrir alllöngu var sett bárujárn á hliðarálmunum báð- um. Útlitið verður því mjög nálægt því sem það var upphaflega,“ segir Þorsteinn. Annað sem fært verður í upp- runalegt horf er að pottjárns- gluggum verður aftur komið fyrir í fangaklefum. „Þar til viðbótar mun- um við færa hleðsluna í kringum fangelsisgarðinn nær fyrra horfi sínu. Fyrst um sinn var bara timb- urgirðing þarna en menn hoppuðu yfir hana eða brutu sér leið, bæði inn og út. Þá var farið í að hlaða þennan vegg. Hann náði upphaflega fram fyrir húsið en því var breytt þegar Skólavörðustígur var breikk- aður. Síðar var steypt ofan á hlaðna vegginn af því menn hoppuðu bara yfir hann. Þá var farið í alls kyns járnavirki. Þessar seinni tíma breytingar verða færðar nær upp- hafinu aftur. Ef eitthvað er verður opnað meira og ásýnd að húsinu verður greiðari og meiri.“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Framkvæmdir Hegningarhúsið við Skólavörðustíg hefur verið girt af og hafin er vinna við endurbætur hússins. Endurbætur loks hafn- ar á Hegningarhúsinu  Um 340 milljónir í fyrsta áfanga  Þakið lekið í áratugi Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Ragnhildur Þrastardóttir Þrjú smit kórónuveiru greindust við landamæraskimun á þriðjudag en ekkert þeirra er virkt. Um er að ræða þrjú gömul smit og eru ferðamennirnir sem með þau greindust því ekki smitandi. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna í gær. Alls voru 1.413 sýni tekin í landamæraskimun á þriðjudag og hafa sýnin ekki verið fleiri frá því að skimun hófst 15. júní síðastliðinn. Þrettán hafa greinst með veiruna frá því að landamæraskimun hófst. Aðeins tveir eru með virkt smit af þeim 10.000 ferðamönnum sem hafa komið hingað til lands. Mótefnavottorð í vinnslu COVID-göngudeild Landspítalans fylgist með sjö einstaklingum vegna smita að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en enginn þeirra er alvarlega veikur. Alls eru 249 í sóttkví og níu í einangrun með virk smit. Þórólfur sagðist mælast til þess að landamæraskimun héldi áfram, þar sem meiri tíma þyrfti til að meta áhættuna. Hugsanlega yrði hægt að breyta áherslum en það væri þó ekki tímabært. Í máli Þórólfs á fundinum kom einnig fram að unnið væri að því að útbúa mótefnavottorð fyrir fólk sem hefði sýkst af kórónuveirunni og sömuleiðis fyrir fólk sem hefði fengið mótefnamælingu og mælst með mót- efni. Vinnsla á niðurstöðum úr mótefna- mælingum hefur tafist en þeirra er vænst á næstu vikum. Enn er of snemmt að segja til um hvort hægt verði að hætta að skima fólk frá ákveðnum löndum, að sögn Þórólfs. Hann sagði tryggast fyrir lands- menn að ferðast innanlands. „Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni að ég tel óráðlegt að vera að ferðast erlendis og ég held að einu löndin sem séu í raun og veru örugg núna séu Grænland og Færeyjar og tel áfram öruggasta ferðamátann vera hér á Íslandi.“ Í máli Páls Þórhallssonar, verk- efnastjóra í forsætisráðuneytinu, á fundinum kom fram að heilbrigðisráðuneytið ynni nú að því að meta kostnaðinn af því að halda úti fjölda heilbrigðisstarfsmanna vegna skimunar fyrir kórónuveirunni meðal ferðamanna. Mega láta farþega í einkaflug- vélum bera aukinn kostnað Því fleiri sýni sem eru tekin, þeim mun minni verður kostnaðurinn af hverju sýni, að sögn Páls. Þá sagði hann heimild vera fyrir því að láta þá sem koma hingað til lands með einka- flugi bera aukinn kostnað af skimun. Á fundinum sagði Þórólfur að hann myndi leggja það til við heilbrigðis- ráðherra að slakað yrði 13. júlí á fjöldatakmörkunum vegna kórón- uveirunnar. Gert er ráð fyrir að 2.000 manns megi koma saman frá þeim tíma. Það er í höndum heilbrigðisráð- herra að útfæra reglurnar. 500 manns hafa mátt koma saman frá 15. júní. Aðeins tveir af 10.000 smitandi  Flest smitanna sem greinst hafa við landamæraskimun eru gömul  Sóttvarnalæknir vill að skimun haldi áfram en telur óráðlegt fyrir Íslendinga að ferðast til útlanda  Slakað á takmörkunum 13. júlí Morgunblaðið/Eggert Fundur Þórólfur sagði að til skoðunar væri að rýmka reglur um opnunar- tíma skemmtistaða en óljóst er hversu mikið þær verða rýmkaðar. Fjöldi greindra smita frá opnun landamæra Landamæraskimun Sýkla- og veirufræðideild LSH Heimild: covid.is 15. júní 16. júní 17. júní 18. júní 19. júní 20. júní 21. júní 22. júní 23. júní 2 3 1 3 3 1 0 1 3 Vísindamenn Íslenskrar erfðagrein- ingar (ÍE) og samstarfsfólk þeirra innan íslenska heilbrigðiskerfisins, Háskóla Íslands og Karolinska í Sví- þjóð, hafa fundið erfðabreytileika í FLT3-geninu sem eykur töluvert áhættuna á því að fá sjálfsónæmis- sjúkdóm í skjaldkirtil, en grein um rannsóknina birtist í hinu virta vís- indatímariti Nature í gær. Erfðabreytileikinn tengist einnig öðrum sjúkdómum og hefur óvænt en þýðingarmikil áhrif á bæði gena- tjáningu og magn prótína, að því er ÍE greinir frá. Fram kemur í tilkynningu frá Ís- lenskri erfðagreiningu að sjálfs- ónæmi í skjaldkirtli sé algengasti sjálfsónæmissjúkdómurinn, en fimm prósent fólks fá hann einhvern tím- ann á lífsleiðinni. Sjúkdómurinn lýs- ir sér oftast í vanvirkum skjaldkirtli en stundum í ofvirkum skjaldkirtli, og leiðir gjarnan til ævilangrar með- ferðar með skjaldkirtilshormóni. Í rannsókninni voru arfgerðar- gögn frá ÍE og breska lífsýnabank- anum skoðuð og rúmlega 30.000 ein- staklingar með sjálfsónæmi í skjaldkirtli bornir saman við 725 þúsund einstaklinga án slíkrar greiningar, með víðtækri erfða- mengisrannsókn. Fundust alls 99 erfðabreytileikar sem tengjast sjúk- dómnum, þar af 84 sem ekki var vit- að um áður. Fundu erfða- breytileika  Rannsókn ÍE birt í Nature-tímaritinu Morgunblaðið/Jim Smart Rannsókn Greint var frá niður- stöðum ÍE í Nature-tímaritinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.