Morgunblaðið - 25.06.2020, Side 6

Morgunblaðið - 25.06.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur skipað starfshóp til að undirbúa sameiningu við önnur sveitarfélög. Hefur sveitarstjórnin fengið 4,4 milljóna króna styrk úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga til að láta vinna valkostagreiningu. Nú eru 639 íbúar skráðir með lög- heimili í Dalabyggð og hefur íbúum fækkað á undanförnum árum. Sam- kvæmt stefnumörkun ríkisstjórnar- innar, sem raunar er ekki búið að af- greiða sem lög frá Alþingi, ber sveitarfélaginu að sameinast öðru fyrir kosningarnar 2026 þannig að það nái lágmarksfjölda sem þá er settur við 1.000 íbúa. Fimm valkostir Dalabyggð á allmarga kosti til sameiningar, ef aðeins er litið til landfræðilegrar legu sveitar- félagsins. Nyrst liggja merkin að Reykhólahreppi í Gilsfirði og Strandabyggð þar norðan og austan við. Samgöngur þangað eru greiðar, um Gilsfjarðarbrú í Reykhólahrepp og þaðan um fjallveginn Þröskulda í Steingrímsfjörð. Þessi þrjú sveitar- félög eiga samstarf um byggingar- fulltrúa, skipulagsfulltrúa og slökkvilið. Viðræður fóru fram um sameiningu þeirra eða samstarf fyrir nokkrum árum og varð niðurstaðan að auka samstarf. Húnaþing vestra liggur að Dala- byggð að austanverðu og tengir veg- urinn um Laxárdalsheiði Búðardal við Hrútafjörð. Borgarbyggð liggur að Dalabyggð að sunnanverðu og eru samgöngur aðallega um þjóðveginn um Bröttubrekku. Íbúarnir sækja mikið þjónustu í Borgarnes og eru sveitarfélögin í samvinnu um fé- lagsþjónustu. Dalamenn áfram Dalamenn Sá hluti Dalabyggðar sem áður var Skógarstrandarhreppur liggur að Helgafellssveit í Álftafirði og Stykkishólmur er þar skammt undan. Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti Dalabyggðar, segist hafa átt óformlegt samtal við Stykkis- hólmsbæ, Húnaþing vestra, Reyk- hólahrepp og Strandabyggð um þessi mál. „Það er mín persónulega skoðun að við séum að sameina stjórnsýslu sveitarfélaganna en ekki samfélögin. Málið snýst um að stjórnsýslueining- ar verði færar til að veita íbúunum lögbundna þjónustu. Dalamenn verða alltaf Dalamenn, sama hvað stjórnsýslueiningin heitir. Það er síðan áskorun þegar við erum orðin hluti af landfræðilega stórri stjórn- sýslueiningu, að þá þurfa kjörnir fulltrúar að hafa þekkingu á stað- háttum til að taka mál svæðisins til afgreiðslu,“ segir Eyjólfur. Liggi fyrir 2022 Hann horfir til þess að niðurstaða verði komin í valkostagreiningu um hvert verði sameinast fyrir sveitar- stjórnarkosningar 2022. Það kjör- tímabil verði notað til að sameina stjórnsýsluna svo því verði lokið fyr- ir kosningarnar 2026. Greina valkosti til sameiningar  Dalabyggð á marga kosti við þá sameiningu sem sveitarfélagið þarf að fara í á næstu árum  Odd- vitinn hefur átt óformlegt samtal við nokkra nágranna  Ákveðið að hefja vinnu við valkostagreiningu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bóndi Eyjólfur Ingvi Bjarnason í Ásgarði er oddviti Dalabyggðar. Sveitar- stjórnin er að kanna kosti við þá sameiningu sem fram undan er. Vatnshæð Hálsóns er enn nokkuð undir vatnshæð síðasta árs en yfir áætluðu meðaltali. Vatnshæðin hefur farið hækkandi að undanförnu og er hún nú 595 metrar yfir sjávarmáli. Á sama tíma í fyrra var vatnshæðin tæpir 602 metrar yfir sjávarmáli en yfirfall lónsins er 625 metrar yfir sjávarmáli. Lægst varð hæð Hálslóns um 582 metrar yfir sjávarmáli á þessu ári en það var 20. maí síðastliðinn. Mjög hafði gengið á vetrarforða miðlunarlóna Landsvirkjunar í apríl síðastliðnum en þau hafa eitthvað tekið við sér. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hálslón lætur minna fyrir sér fara en í fyrra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.