Morgunblaðið - 25.06.2020, Side 18

Morgunblaðið - 25.06.2020, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Hér verður skellt í lás um mánaða- mótin. Það er ekkert sem tekur við,“ segir Nikulás Árnason, einn aðstandenda verslunarinnar Kaup- túns á Vopnafirði. Eins og Morgunblaðið greindi frá um miðjan maí hefur Árni Róberts- son, faðir Nikulásar, ákveðið að hætta verslunarrekstri á Vopna- firði eftir 32 ára starf. Nýr aðili hef- ur tekið við rekstri sjoppunnar á staðnum en enginn hefur viljað kaupa rekstur Kauptúns, sem hefur verið eina verslunin á staðnum síð- an kaupfélagið lagði upp laupana. „Það var einn aðili sem sýndi þessu einhvern áhuga, Samkaup. Þegar á reyndi var sá áhugi bara ekki mikill, eða í raun lítill sem enginn. Sveitarfélagið vildi ekki koma neitt að þessu þrátt fyrir að hafa lýst öðru yfir. Því fór þetta bara eins og það fór. Það er í raun hálfgrátlegt. Gremjulegast í þessu fannst mér að sveitarstjórnin var búin að segja að hún ætlaði að grípa inn í en þegar á reyndi var gengið á bak þeirra orða,“ segir Nikulás. Ljóst er að þessi niðurstaða hugnast íbúum Vopnafjarðar ekki vel. Frá og með næstu mánaða- mótum munu þeir þurfa að keyra annaðhvort 70 kílómetra leið á Þórshöfn eða 115 kílómetra á Egils- staði til að ná sér í mjólkurpott eða brauð. Afsláttarkjör fram að lokun Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri á Vopnafirði, sagði við Morgunblaðið í síðasta mánuði að sveitarfélagið fylgdist með þróun mála og væri „tilbúið á kantinum“ ef enginn fengist til að taka við rekstrinum. „Það verður að vera búð hérna,“ sagði Sara Elísabet þá og tók undir að lokun Kauptúns hefði neikvæð áhrif á bæjarfélagið. Ekki hefur náðst í Söru Elísabetu vegna málsins. Tilkynnt var um lokun Kauptúns á Facebook-síðu verslunarinnar fyrr í vikunni. Þar kom jafnframt fram að 25% afsláttur yrði af öllum vörum í versluninni fram að lokun hennar. Kveðja Feðgarnir Steingrímur, Árni og Nikulás hafa rekið Kauptún saman. „Hálfgrátlegur“ endir 30 ára sögu  Enginn vill taka við versluninni Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) gerir það ekki að skilyrði fyrir veit- ingu leyfis til alþjónustu á sviði póst- flutninga að póstrekandinn standi fyrir útgáfu frímerkja. Stofnunin bendir hins vegar á að vilji stjórn- völd halda íslenskri frímerkjaútgáfu áfram sé hægt að gera um það sér- stakan þjónustusamning við póst- rekendur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýbirtu samráðsskjali PFS vegna alþjónustu í pósti. Skjalið er birt á heimasíðu stofnunarinnar og er frestur til að gera athugasemd- ir við skilmálana veittur til 10. júlí. Ný lög um póstþjónustu hér á landi voru sett í fyrra. Samkvæmt eldri lögum hafði íslenska ríkið einkarétt á útgáfu frímerkja. Sá rétt- ur var afnuminn með nýju lögunum. Í 14. grein laganna segir: „Póst- og fjarskiptastofnun veitir póstrek- endum heimild til útgáfu frímerkja og annarra gjaldmerkja. Póst- og fjarskiptastofnun er heimilt að kveða á um að alþjónustuveitandi skuli gefa út frímerki.“ Í reglugerð sem sett var fyrr á þessu ári um alþjónustu á grundvelli laganna segir til viðbótar: „Leitast skal við að í myndefni frí- merkja sé minnst tímamóta í sögu þjóðarinnar hvort sem það tengist einstökum samtökum, atburðum eða einstaklingum. Útgáfan skal að öðru leyti taka mið af þeim viðmiðunum sem sett eru í alþjóðapóstsamn- ingnum. Við val á þjónustuveitanda til að veita alþjónustu ... skal til- greina hvort alþjónustuveitanda beri að gefa út frímerki.“ Frímerkjaútgáfa heimil Í samráðsskjalinu segir að sam- kvæmt ofangreindum ákvæðum sé gert ráð fyrir því að allir póstrek- endur geti gefið út frímerki að undangenginni umsókn þar um til PFS. Jafnframt sé kveðið á um að PFS sé heimilt að kveða á um að al- þjónustuveitandi skuli gefa út frí- merki og færi þá um þá kvöð sam- kvæmt tilgreindum ákvæðum laganna, þ.m.t., ef svo ber undir, sér- stakar greiðslur úr ríkissjóði, ef tap er á útgáfunni. Íslandspóstur, núverandi alþjón- ustuveitandi, hefur lýst því yfir opin- berlega að tap hafi verið á útgáfu frí- merkja hjá fyrirtækinu á undan- förnum árum. Einnig hefur komið fram að fyrirtækið eigi á lager frí- merki til að nota í starfsemi sinni á komandi árum. PFS bendir á að ein- ungis lítill hluti bréfa sé í dag frí- merktur, sem gefi til kynna að burðargjald hafi verið greitt fyrir viðkomandi bréf. Í stað frímerkja séu komnar ýmsar aðrar lausnir, s.s. vélstimplun ýmiss konar og svoköll- uð SMS-frímerki sem hægt er að senda til viðskiptavina sem sér- stakan kóða. Nauðsyn frímerkja í starfsemi fyrirtækja eins og t.d. Ís- landspósts hafi því farið minnkandi á undanförnum árum. „Með hliðsjón af ofangreindu hyggst PFS ekki leggja þá kvöð á væntanlegan alþjónustu- veitanda að gefa út frímerki, sbr. 2. mgr. 26. gr. reglugerðar um alþjón- ustu,“ segir í skjalinu á heimasíðu PFS. Póst- og fjarskiptastofnun tekur fram að um útgáfu frímerkja af hálfu alþjónustuveitanda sem og annarra póstrekanda myndu, ef þetta gengur eftir, gilda almennt ákvæði 14. gr. laganna og 26. gr. reglugerðarinnar. „Vilji stjórnvöld hins vegar halda áfram útgáfu frímerkja, t.d. sem þátt í því að kynna þjóðhætti, menningu eða að minnast einstakra atburða í sögu þjóðarinnar, er það álit PFS að nærtækast væri að um slíka útgáfu yrði gerður sérstakur þjónustu- samningur af hálfu ráðherra og þá hugsanlega með stoð í 11. gr. laga um póstþjónustu nr. 98/2019.“ Ekki lengur skylt að gefa út frímerki  Ráðherra gæti þó ákveðið að halda slíkri útgáfu áfram Frímerki úr sögunni? » Öllum póstrekendum er heimil frímerkjaútgáfa að fengnu leyfi Póst- og fjar- skiptastofnunar (PFS). » PFS hyggst ekki gera það að skilyrði að alþjónustuveitandi í póstflutningum gefi út frímerki því tap hefur verið á slíkri út- gáfu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Frímerki Ráðherra þarf að ákveða framtíð íslensku útgáfunnar. ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 10 Verð 339.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Sveitarfélagið Ölfus skrifaði í gær undir samning við Faxaflóahafnir um kaup á dráttarbátnum Jötni. Kaup- verðið er 220,5 milljónir. Við kaupin mun báturinn fá nafnið „Herdís“ og verður það fyrsti dráttarbáturinn í sögu hafnareksturs hér á landi sem ber kvenmannsnafn, að því er segir í tilkynningu um kaup- in. Með nafninu er vísað til eins þekktasta kennileitis sveitarfé- lagsins, Herdísarvíkur, þar sem lengi vel var kunn verstöð með fjölda sjó- búða og sér enn fyrir tóftum margra þeirra. Jötunn var smíðaður í Hollandi ár- ið 2008 og hefur verið í eigu Faxaflóa- hafna síðan þá. Hann er 19,3 metra langur og 96 brúttótonn. Togkraftur hans er upp á 27 tonn. Báturinn er með tvær 1.000 hestafla Cater- pillar-aðalvélar og 107 hestafla hlið- arskrúfu. Haft er eftir Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss, að Þorlákshöfn sé í dag orðin ein af lykilvöruhöfnum landsins og kaupin merki um enn meiri sókn fram undan. „Næsta skref er að stækka höfnina þannig að hægt verði að taka inn allt að 180 metra löng og 30 metra breið skip. Við höfum trú á því að hægt verði að ljúka undirbúningi síðla árs og hefja verklega framkvæmd þar að lútandi á næsta ári. Til marks um hversu mikil áhrif slík framkvæmd myndi hafa þá hafa skipafélög sýnt því áhuga að hefja hingað siglingar á farþegaskipum í beinum og regluleg- um siglingum á bæði Bretland og meginland Evrópu. Þar með geta inn- og útflytjendur valið milli þriggja ferða héðan frá Þorlákshöfn í hverri viku, en Smyril Line er í dag með ferjurnar Akranes og Mykines í viku- legum siglingum,“ segir Elliði. Jötunn fær nafnið Herdís  Fyrsti dráttar- báturinn til að fá kvenmannsnafn Dráttarbátur Elliði Vignisson, Gísli G. Gíslason hafnarstjóri og Hjörtur Jónsson hafnarstjóri við undirskrift kaupsamningsins í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.