Morgunblaðið - 25.06.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.06.2020, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Afurðaverð á markaði 23. júní 2020, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 281,10 Þorskur, slægður 247,81 Ýsa, óslægð 345,07 Ýsa, slægð 299,06 Ufsi, óslægður 68,77 Ufsi, slægður 92,83 Gullkarfi 186,55 Blálanga, óslægð 224,00 Blálanga, slægð 77,00 Langa, óslægð 119,90 Langa, slægð 114,04 Keila, óslægð 31,18 Keila, slægð 10,00 Steinbítur, óslægður 53,41 Steinbítur, slægður 96,29 Skötuselur, slægður 463,65 Grálúða, slægð 285,35 Skarkoli, slægður 208,76 Þykkvalúra, slægð 347,50 Sandkoli, slægður 37,58 Bleikja, flök 1.444,50 Hlýri, óslægður 47,60 Hlýri, slægður 74,64 Lúða, slægð 474,15 Lýr, óslægður 77,00 Lýsa, óslægð 3,93 Náskata, óslægð 26,00 Náskata, slægð 26,00 Stórkjafta, slægð 12,00 Undirmálsýsa, óslægð 104,05 Undirmálsýsa, slægð 145,00 Undirmálsþorskur, óslægður 85,58 Undirmálsþorskur, slægður 99,04 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Makrílvertíð er að hefjast hjá upp- sjávarskipunum um þessar mundir en þau hafa allflest verið á kolmunna- veiðum undanfarna mánuði og var Margrét EA líklega síðasta skipið sem landaði kolmunna á landinu þeg- ar það kom til hafnar í Neskaupstað með 1.500 tonn á mánudag. „Þetta er svo sem rétt að byrja. Við erum búin að landa makríl tvisvar og Víkingur er að koma aftur til Vopna- fjarðarfjarðar í kvöld (gærkvöldi),“ segir Ingimundur Ingimundarson, útgerðarstjóri uppsjávarskipa hjá Brimi. En áður en Víkingur kom til hafnar í gærkvöldi voru togararnir Víkingur og Venus búnir að landa einu sinni hvor. „Þetta byrjar bara mjög svipað og í fyrra, en þetta er töluvert fyrr. Þá lönduðum við ekki úr fyrsta túr fyrr en 11. júlí,“ segir Ingimundur. Hann útskýrir að í fyrra hafi verið byrjað hægar og svo hafi þurft að hafa hrað- ar hendur þegar leið á vertíðina. „Í september vorum við að sækja þetta út í Smugu og svo var það allt í einu búið seinna í mánuðinum. Við vildum byrja tímanlega og taka þann tíma sem við þyrftum. Það er betra að geta hægt á sér í restina frekar en hitt.“ Svipuð staða og í fyrra Spurður um gang veiðanna nú seg- ir hann þær fara hægt af stað. „Þeir hitta á eitt og eitt hol sem gefur ágæt- lega, kannski eitt yfir miðjan daginn. Svo breytist þetta allt, það sem mað- ur segir í dag verður tóm vitleysa á morgun,“ útskýrir Ingimundur og hlær. Á vertíðinni í fyrra var aðeins um helmingur heildarafla makríls sem veiddist af íslenskum skipum úr ís- lenskri lögsögu. Er Ingimundur er inntur álits á því hvort staðan á mið- unum nú gefi einhverjar vísbend- ingar um að makríllinn fari minnk- andi í lögsögunni segir hann stöðuna svipaða og í fyrra. „Ég hef ekki heyrt menn segja að það sé minna eða meira. Þetta er mjög svipað og verið hefur. Hann er ekki mikið að sjást í sjálfu sér, en það er makríll.“ Ingimundur segir alltaf ákveðna óvissu um markaðina en að stað- reyndin sé sú að makríllinn fari ekki að seljast almennilega fyrr en í ágúst. „Það sem veiðist núna fyrst er selt, makríllinn er yfirleitt heldur horaður á þessum árstíma en það hefur feng- ist þokkalegt verð fyrir hann. Svo mettast markaðurinn fljótt og þá fer þetta ekki aftur af stað fyrr en í ágúst. Þá er oft vont að vera með mikið af þessum makríl sem er snemma á ferðinni.“ Lofar góðu Nóta- og togveiðiskip Skinneyjar- Þinganess, Jóna Eðvalds, er nú á fyrsta makríltúr sínum á vertíð ársins. „Við erum bara rétt að byrja,“ segir Ásgeir Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi. „Hún var komin með einhver 360 tonn í fjórum holum. Svo var Ásgrímur að fara af stað í (gær)morgun.“ Ásgeir segir veiðarnar vera að byrja mun fyrr en undanfarin ár. „Við höfum verið að byrja fyrstu vikuna í júlí hingað til.“ Þá sé staðan góð á miðunum. „Þetta er hreinn makríll eins og við erum að lesa þetta. Þetta er engin kraftaveiði en við erum að byrja fyrr en áður og mér sýnist þetta lofa góðu.“ Þá verður nóg um að vera hjá fyrir- tækinu þegar vertíðin kemst á fullt og mun hún standa í fjóra til fimm mánuði að sögn Ásgeirs, sem telur heimamenn ekki kvarta yfir því. „Við lítum bara björtum augum á þessa vertíð.“ Makrílvertíðin hefst fyrr en áður og hafa fyrstu landanir farið fram  Breytt skipulag betra að mati útgerðarstjóra  Veiðar Jónu Eðvalds gefa von um góða vertíð Morgunblaðið/Árni Sæberg Vertíð Uppsjávarskipin eru hægt og rólega að halda til makrílveiða og eru vísbendingar um að vertíðin verði góð. Ingimundur Ingimundarson Ásgeir Gunnarsson vfs.is Notaðu CAMO MARK skrúfustykkið þegar þú smíð ar pallinn og engir skrú fuhausar verð a sýnilegir. Fáanlegir fyr ir 83-127 eða 133-146 mmb orð. Verð aðeins 14 .900kr. VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 Úrval af vinklu m og súluskóm í pallasmíðina SMAN SNILLD Í PALLASMÍÐI Pallaskrúfur 60mm, 350 stk: 14.900 kr. 60mm, 700 stk: 26.900 kr. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Stofnmat makrílstofnins hefur bent til þess að stofninn hafi verið að minnka undanfarin ár. Minkunin hefur ekki verið um- fangsmikil að mati sérfræðinga Um er að ræða 9% minnkun frá 2017 til 2018 og síðan 6% aukningu frá 2017 til 2019. Fátt er vitað um göngur mak- rílsins og er gert ráð fyrir að al- þjóðlegt rannsóknarverkefni hefjist í september á þessu ári. Norðmenn hafa varið veruleg- um fjármunum í verkefnið og mun Hafrannsóknastofnun taka þátt. Stefna vísindamenn að því að öðlast þekkingu á því hvort sumarhreyfingar makríls séu lærðar. Hefjast handa í september RANNSÓKNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.