Morgunblaðið - 25.06.2020, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 25.06.2020, Qupperneq 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Fyrir ári lagði undirritaður fram til- lögu í aðgengis- og samráðsnefnd í mál- efnum fatlaðs fólks í Reykjavík þess efnis að mótuð yrði um- gjörð um skráningar undanþágubeiðna og veittar undanþágur vegna aðgengis fatl- aðs fólks. Þannig væri hægt hafa betri yfirsýn yfir þau húsakynni sem eru óaðgengi- leg fyrir hreyfihamlaða. Tillagan hlaut einróma samþykki í nefnd- inni. Í gegnum tíðina hefur verið ómögulegt að sækja upplýsingar um skráðar undanþágur sem borgin hefur veitt, á hvaða for- sendum þær eru gefnar út og hvaða vinnureglur gilda um störf byggingarfulltrúa sem fer með þessi mál. Því var fyrirspurn lögð fram til byggingarfulltrúans í Reykjavík. Svörin sem fengust gáfu til kynna að ekkert eftirlit væri haft með veitingu undanþága en í svarinu stóð orðrétt: „Vegna alls þessa fjölda mála yrði það mjög tímafrek vinna að fara í gegnum öll skjöl og finna út úr því sérstaklega hvar gefin hefur verið undanþága, en erindi og sam- þykktir þar sem þannig háttar eru ekki skráð sérstaklega í gagna- grunn embættis byggingarfull- trúa.“ Svörin við fyrirspurninni gáfu því fullt tilefni til þess að setja málið á dagskrá. Hvað svo? Þrátt fyrir einróma samþykki tillögunnar fyrir ári hefur engin breyting orðið á skráningu undan- þága hjá borginni, hvorki á undan- þágubeiðnum né undanþáguveit- ingum. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hver sé raunverulega ástæðan fyrir því. Er áhugi borgaryfirvalda ekki nægilega mikill til þess að bæta utanumhald og skráningar? Þurfa málefni fatl- aðs fólks alltaf að mæta afgangi? Sjálfsögð mannréttindi Án tölulegra upplýs- inga er ekki hægt að fá heildarsýn yfir þann fjölda undanþága sem veittur er. Á með- an ekki er haldið utan um fjölda undanþágu- veitinga vegna að- gengismála er staðan því óljós. Aðgengi fatlaðra eru sjálfsögð mannréttindi en án eftirlits er vel hægt að spyrja sig hvort verið sé að gefa afslátt af mannréttindum fatlaðs fólks. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks tók gildi á Íslandi í september 2016. Þar er kveðið á um aðgengismál og segir meðal annars í 9. grein samnings- ins að gera þurfi „…viðeigandi ráðstafanir í því skyni að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálf- stæðu lífi og taka fullan þátt í mannlífinu á öllum sviðum, þ.e. ráðstafanir sem miða að því að tryggja fötluðu fólki aðgang, til jafns við aðra, að hinu efnislega umhverfi…“ Mælanleg markmið Sveitarfélögin fara með skipu- lagsvaldið í landinu. Þannig eru aðgengismál nær alltaf á ábyrgð þeirra. Mikilvægt er að halda vel utan um alla málaflokka sem tengjast réttindabaráttu fatlaðs fólks. Hlutverk aðgengisnefnd- arinnar er meðal annars að fara með stefnumarkandi hlutverk fyr- ir önnur fagráð borgarinnar í tengslum við aðgengismál og málaflokk fatlaðs fólks. Ásamt því að fara með eftirlit með aðgengis- málum í borgarlandinu. Það er með öllu ólíðandi að ekki sé haldið utan um þessi gögn hjá borginni. Áríðandi er að setja fram mælanleg markmið sem færa okkur nær því að þróa Reykja- víkurborg í átt til betri vegar í að- gengismálum. Við verðum að gera betur og bæta verklag. Reykjavíkurborg biður Al- þingi að skerða rétt fatlaðra Þrátt fyrir áralanga baráttu fyr- ir bættri umgjörð utan um að- gengismál vill Reykjavíkurborg banna akstur P-merktra bíla á göngugötum. Áralöng barátta fatl- aðs fólks fyrir því að geta keyrt P-merkta bíla skilaði loks árangri þegar nýju umferðarlögin tóku gildi í byrjun árs 2020. Þar segir: „Umferð vélknúinna ökutækja um göngugötu er óheimil. Þó er um- ferð vélknúinna ökutækja aksturs- þjónustu fatlaðra, handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða … heimil…“ Á fundi skipulags- og samgönguráðs hinn 3. júní 2020 var hins vegar lagt fram minnis- blað Reykjavíkurborgar vegna umferðarlaganna þar sem Reykja- víkurborg óskar eftir því að það verði í höndum sveitarfélagsins hvort undanþágur verði veittar frá banni við að aka vélknúnum öku- tækjum á göngugötu. Ef Alþingi verður við óskum Reykjavíkur- borgar yrði strax í kjölfar skamm- vinns sigurs tekið skref aftur á bak í áralangri baráttu fatlaðs fólks fyrir bættu aðgengi. Verði öll áform meirihluta borg- arstjórnar um göngugötur að veruleika verður vegarkaflinn frá Hlemmi niður á Lækjartorg lok- aður og gatan þar með gerð að einni lengstu göngugötu í Evrópu. Auðsýnt er að hætta á að aðgengi hreyfihamlaðra verður verulega skert í miðborg Reykjavíkur. Enn veitir borgin afslátt af mannréttindum fatlaðs fólks Eftir Egil Þór Jónsson Egill Þór Jónsson »Er áhugi borgaryfir- valda ekki nægilega mikill til þess að bæta utanumhald og skrán- ingar? Þurfa málefni fatlaðs fólks alltaf að mæta afgangi? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. egill.thor.jonsson@reykjavik.is Nú stendur yfir löngu, löngu tímabær eyðilegging forn- minja á Vestur- löndum. Allt of lengi vorum við eftirbátar hinnar göfugu fylk- ingar talibana í Afganistan. En ekki lengur. Við höfum rekið af okkur slyðruorðið. Hvar stæðum við ef fólks á borð við Helgu Völu, Andrés Inga, Rósu Björk og fleiri réttsýnna nyti ekki við? Að ógleymdum Loga, þeim stórgreinda, góðviljaða og fróða leiðtoga réttlætisins. Okkur Íslendingum hefur hins vegar yfirsést í taumlausri til- hneigingu okkar til að fyrirgefa ill- virkjum. Framan við Stjórnarráðið stendur stytta af vorum arfakóngi, Kristjáni IX. Einvaldskonungar urðu þeir dönsku á Kópavogsfund- inum 1662 á Kópavogsþingi með byssuhlaup í hnakka þingmanna. Nokkru fyrr voru sett lög um ein- okun Dana til versl- unar á Íslandi. Nú var þeim hraustlega beitt. Stórfelldur mannfellir, ánauð og fátækt sem af þessu hlaust er óbætt. Hægt er að ganga um götur Kaup- mannahafnar og rekja ríkidæmi borgarinnar til einokunarkaup- manna Dana í nýlendu sinni norður í hafi. Nú vantar tengsl við góða Samfylkingarmenn sem ég ekki hef til að koma þessu til leiðar; a) fella styttuna af síðasta einvald- inum b) gera kröfu um sann- girnisbætur. – A.m.k. verða eignir klaustranna þá ekki óbættar. Fellum styttuna! Eftir Einar S. Hálfdánarson Einar S. Hálfdánarson »Nú vantar tengsl við góða Samfylkingar- menn sem ég ekki hef til að koma þessu til leiðar. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Lífshlaup ein- staklinga er marg- slungið og flestir njóta þess að hafa góða heilsu, sem er grundvöllur þess að vera virkt „tannhjól“ í gangverki þjóðar- innar. Þetta gang- verk er til þess að þjóðin sé starfhæf eining og geti haldið uppi þjónustu við að þjálfa nýtt fólk, sem taka mun við keflinu þegar þau gömlu fara að slitna. Vinnuframlag hins vinnandi manns er skattlagt á mörgum mis- munandi stigum með fjölbreyti- legum heitum, virðisaukaskattur, tekjuskattur, fasteignaskattur, fjármagnstekjuskattur, farþega- skattur og erfðafjárskattur svo nokkur dæmi séu nefnd. Allir þessir skattar eru til að smyrja gangverk þjóðarinnar til góðra verka, meðal annars að standa undir eftirlaunum. Þrátt fyrir þetta eru menn skyldaðir til að greiða inn á sérstaka lífeyrissjóði, sem eiga við starfslok að nýta í áframhaldandi framfærslu þegna landsins. Upphafleg markmið líf- eyrissjóðanna eru ekki í gildi leng- ur, sem áttu að vera viðbót við lög- boðin eftirlaun við sextíu og sjö ára aldurinn. Breytingin sú er á orðin að ellilífeyririnn skerðist við töku úr lífeyrissjóði, sem eru þar á ofan orðnir óþarflega áhættu- sæknir. Svo magnað sem það kann að hljóma eru flestir með samning um laun og kjör og eftir því sem lengur er unnið lengist sá tími á launum sem hver og einn fær við uppsögn. Breyta þarf lögum um ellilífeyri og töku úr lífeyrissjóði þannig að eftir andlát einstaklings berist dánarbúinu greiðslur áfram næstu sex mánuðina. Sumir eru heppnari en aðrir og fá starfsloka- samning, jafnvel þótt starfsævin sé rétt hafin. Dæmi eru um „feita“ starfslokasamninga, sem hafa ver- ið veittir fyrir góða frammistöðu í starfi þótt almenningi sé oft og tíðum ekki ljóst í hverju hin góða frammistaða hafi verið fólgin. Jafnvel eru dæmi þess að starfslok séu ekki endilega í sátt stjórnenda og starfsmannsins, sem fær þessa starfslokasamninga. Til að minnka mis- vægi starfsloka lítils háttar í samfélaginu, er því umhugsunar- vert hvort ekki sé sanngjarnt að hver og einn fái greiðslur í sex mánuði eftir andlát til að standa straum af útför og uppgjöri lífs- hlaupsins. Það er nokkur kostnaður því samfara að deyja, hafi menn ekki hugleitt það. Nöturlegt er það einnig að ef fólk andast á óheppilegum tíma mánaðarins má búast við að dánar- búið verði krafið um endurgreiðslu á fyrirframgreiddum launum og vel að merkja, inneign í lífeyris- sjóði erfist ekki. Það leiðir svo hugann að því, hvers vegna er greiddur launa- skattur af lífeyri? Hver og einn er þátttakandi í að byggja sjóðinn upp og þegar einstaklingurinn er „fallit“ er ekki lengur neitt úr sjóðnum að hafa. Þetta er eins og að leggja fé í áhættufjárfestingu, það er ekki á vísan að róa með framtíðina hvort sú fjárfestingin stendur eða fellur. Sama er með lífshlaupið, enginn veit hvenær það er á enda runnið og þá eru eft- irstöðvarnar eign viðkomandi líf- eyrissjóðs. Lífeyrisfjárfestingin á því að bera sama skatt og aðrar áhættufjárfestingar og af henni á þar af leiðandi að greiða fjárfest- ingaskatt, sem er umtalsvert lægri en launaskatturinn. Lífeyrissjóðirnir voru góðir eins og til þeirra var sáð í upphafi en löngu er tímabært að stokka það kerfi rækilega upp og færa það inn í nútímann. Farartæki sem eyða miklu í notkun eru haugamatur, það sama gildir um lífeyrissjóðina. En það er efni í annan pistil. Starfslokasáttmáli við andlát Eftir Benedikt Vil- hjálmsson Warén Benedikt Vilhjálmsson Warén » Breytingin sú er á orðin að ellilífeyrir- inn skerðist við töku úr lífeyrissjóði, sem eru þar á ofan orðnir óþarf- lega áhættusæknir. Höfundur er ellilífeyrisþegi. pelliwaren@gmail.com Hæ sæti – hvað vilt þú borða! Bragðgott, hollt og næringar ríkt Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.