Morgunblaðið - 25.06.2020, Page 41

Morgunblaðið - 25.06.2020, Page 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 ReykjavíkVið MARKAÐS- OG MATARTORG Við erum að endurbæta Kolaportið og næstu helgar munu breytingar sjást! Kolaportið “breytist” í Kolaþorpið sem verður vænt, grænt, girnilegt og skemmtilegt REYKJAVÍK SNEKKJUSIG LINGAR FRÁ AMELIA ROS E & AXEL RO SE LÁTTU ÞETTAEKKI FRAM HJÁÞÉR FARA Nánari upplýsingar og bókanir á og í síma www.seatr ips. is KOMDU Í SUND VESTURBÆJARLAUG FERÐAGJÖFINA HJÁ FLYOVER ICELAND Þótt sýningin FlyOver Iceland hafi fyrst og fremst verið hönnuð með erlenda ferðamenn í huga kom fljótt í ljós að Íslendingum þykir upplifunin ekki síður merkileg. „Ég verð að játa að ég er svolítið hrif- næm að eðlisfari, en þegar ég fékk að sjá Ísland með þessum hætti í fyrsta sinn hætti ég ekki að tárast, klökk yfir því hvað landið okkar er fallegt og ótrúlegt,“ segir Eva Ei- ríksdóttir. „Þannig eru viðbrögðin sem við fáum frá mörgum Íslensk- um gestum: Þeir eru slegnir yfir fegurð landsins og margt í sýning- unni sem kemur þeim á óvart.“ Eva er markaðsstjóri FlyOver Iceland sem opnaði úti á Granda síðasta sumar. Um er að ræða gagnvirka hátæknisýningu sem þróuð var í samstarfi við hæfustu erlendu sérfræðinga og sýnir gest- um sögu landsins auk þess að fara með þá í n.k. „flugferð“ á milli náttúruperla. Til að gefa lesendum hugmynd um hversu mikið var lagt í sýninguna þá tók rösklega tvö ár að byggja sérstakt sýningarhús úti á Fiskislóð, en alþjóðlegt tökulið var að störfum í 18 mánuði við að mynda landið í bak og fyrir úr þyrlu. „Veðurfarið var ekki alltaf að hjálpa okkur og þurfti þrjár eða fjórar tökuskorpur til að ná öllu myndefninu og öllum árstíðum,“ útskýrir Eva en stofnkostnaður FlyOver Iceland var um 3,5 millj- arðar króna. Að rekstrinum standa bæði innlendir og erlendir aðilar og verkefnið því ein stærsta er- lenda fjárfestingin í sögu íslenskr- ar ferðaþjónustu. Ilmur af grasi og blómum Sýningin er þrískipt og byrjar á tveimur forsýningum sem kynna land og þjóð. „Þar er m.a. greint frá því hvernig forfeður okkar þurftu að búa við erfiðar aðstæður og læra að takast á við nátt- úruöflin. Þá tekur við sýning þar sem tröllkonan Sú Vitra segir frá samspili manna og náttúru á Ís- landi,“ útskýrir Eva. Loks eru gestir leiddir inn í risa- stóran sal fyrir þriðju sýninguna og fá sér sæti í sérstakri vél. Sætin eru á tveimur hæðum og sitja allir á fremsta bekk. Fyrir framan sæt- in er 280 fermetra kúptur skjár sem umlykur gesti og hreyfast sætin í takt við það sem ber fyrir augu á skjánum en upplifunin á að líkjast því að svífa yfir landinu ein og fugl. „Við virkjum öll skilning- arvitin og þegar t.d. flogið er í gegnum ský eða upp fossa þá finna gestir mistrið á húðinni, og eins finna þeir gras- og blómalyktina þegar flogið er yfir tún og heiðar.“ Aðalsýningin blandar saman kunnuglegum og minna þekktum áfangastöðum og segir Eva að jafnvel þeir sem hafa verið dugleg- ir að ferðast um landið ættu að sjá eitthvað alveg nýtt. „Við fengum t.d. til okkar fjallgöngugarpa sem fóru út af sýningunni mjög upp- veðraðir, hafandi fundið nýja staði til að heimsækja.“ Sýningarnar þrjár taka samtals um 30-35 mínútur og býður Fly- Over Iceland upp á tilboð sem eru sniðin að ferðagjöf stjórnvalda. Er annars vegar um að ræða aðgangs- miða fyrir fullorðinn og barn, með stafrænni mynd, á 5.000 kr. og hins vegar kaffihúsapakka á sama verði þar sem gestir fá aðgangsmiða og svo kaffi og bakkelsi í lok sýningar. Sælureitur úti á Granda Eva mælir með að gestir geri heimsókn í FlyOver Iceland að ein- um af hápunktum dagsferðar út á Granda en þar er margt skemmti- legt að sjá á hæfilega smáu svæði, allt í göngufæri. „Grandinn er hverfi sem leynir á sér og hefur tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Hér má finna söfn á heimsmælikvarða, s.s. Sjóminja- safnið, Sagnasafnið, Hvalasýning- una, Norðurljósasetrið og skoða listasýningar í Marshallhúsinu. Súkkulaðiverksmiðja Omnom tekur líka vel á móti gestum og sýnir þeim hvernig framleiðslan fer fram. Svo eru hér ýmsar búðir fyr- ir sælkera, og ísbúðin Valdís í sér- stöku uppáhaldi hjá mörgum.“ ai@mbl.is Svífa yfir Íslandi eins og fugl  Öll skilningarvitin eru virkjuð í sýningu FlyOver Iceland og landið skoðað frá nýju sjónarhorni Innlifun Risastór skjár umlykur gesti og hægt að finna ilm af grasi og úða frá fossum á flugi um náttúru landsins. MVið elskum Ísland »45 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hrifin Eva varð klökk þegar hún prófaði sýninguna í fyrsta sinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.