Morgunblaðið - 25.06.2020, Side 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020
✝ Guðrún Hall-dórsdóttir
fæddist 1. febrúar
1949 í Grundar-
firði. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 15. júní 2020.
Foreldrar henn-
ar eru Guðný Ingi-
björg Hjartardótt-
ir, f. 28.2. 1928 og
Halldór Guðnason,
f. 26.8. 1922, d. 10.11. 2009.
Alsystkini Guðrúnar eru
Kristín, f. 1.3. 1950, Guðni, f.
26.1. 1956 og Hjálmtýr Sæ-
mundur, f. 2.12. 1958. Hálf-
bróðir Guðrúnar, sammæðra,
er Hjörtur Mýrdal Sig-
urjónsson, f. 11.8. 1945.
Guðrún giftist 15.7. 1972
Pétri J. Haraldssyni húsa-
smíðameistara, f. 4.7. 1949.
Foreldrar Péturs voru hjónin
Grundarfirði, lauk landsprófi
frá Grunnskólanum í Stykk-
ishólmi, var skiptinemi í
Bandaríkjunum í eitt ár frá
1966-1967 og lauk stúdents-
prófi frá Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti 2004.
Guðrún starfaði sem tal-
símavörður í Grundarfirði í 2
ár, sem einkaritari Lögreglu-
stjórans í Reykjavík í 8 ár og
starfaði síðan hjá Landsbanka
Íslands í 35 ár. Hún starfaði
eingöngu í deildum í höfuð-
stöðvum bankans, lengst af í
Hagdeildinni sem síðar varð
Fyrirtækjasvið, en þar starfaði
hún í 18 ár.
Guðrún var systir í Rebekku-
stúku Oddfellow nr. 10, Soffíu,
og tók virkan þátt í starfi stúk-
unnar. Guðrún og Pétur nutu
þess að vera í bústað sínum að
Kiðjabergi þar sem Guðrún
lagði mikinn metnað í gróður-
setningu. Þau ferðuðust líka
töluvert, bæði í hópum og á eig-
in vegum og voru golfferðirnar
í góðra vina hópi ófáar.
Útför Guðrúnar fer fram í
Seljakirkju í dag, 25. júní, kl.
15 og eru allir velkomnir.
Gréta Jóhann-
esdóttir, f. 8.1.
1929, d. 12.3. 2002
og Haraldur Guð-
mundsson, f. 28.4.
1926, d. 6.2. 2008.
Börn Guðrúnar
og Péturs eru: 1)
Haraldur, f. 9.9.
1974. Börn Har-
aldar eru Kolfinna
Ósk, f. 2004 og
Kristófer Pétur
Örn, f. 2009, 2) Guðný, f. 5.3.
1985, eiginmaður Michael
Refstrup, 3) Sigrún, f. 25.9.
1987, unnusti Jón Anton Jó-
hannsson.
Guðrún var í sveit á hverju
sumri til 12 ára aldurs á Ber-
serkseyri í Eyrarsveit hjá föð-
urforeldrum sínum Guðrúnu og
Guðna eða þar til þau hættu bú-
skap og fluttu til Grundarfjarð-
ar. Guðrún gekk í barnaskóla í
Í dag kveð ég elskulega dóttur
mína, Guðrúnu Halldórsdóttur.
Það fá engin orð lýst þeim söknuði
sem býr í hjarta mínu. Hvíl í friði,
elsku dóttir.
Nú ert þú leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar átt þú hvíld að hafa
hörmunga og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson)
Þín
mamma.
Elskuleg systir mín, Guðrún
Halldórsdóttir, er látin. Það er
erfitt að hugsa til þess að hún hafi
kvatt þennan heim og sé ekki
lengur á meðal okkar.
Undanfarin ár hafa verið Rúnu
erfið sökum veikinda en hún barð-
ist hetjulegri baráttu við krabba-
mein sem hafði að lokum yfir-
höndina. Rúna tók veikindum
sínum af mikilli yfirvegun og með
jákvæðni að vopni hélt hún áfram
að njóta lífsins eins lengi og hægt
var.
Minningarnar streyma fram í
hugann um Rúnu, sem var ekki
aðeins systir mín, heldur einnig
góð vinkona. Hún var aðeins árinu
eldri en ég en þrátt fyrir lítinn ald-
ursmun fann hún strax til mikillar
ábyrgðartilfinningar gagnvart
mér og vildi passa vel upp á litlu
systur sína, enda hefur Rúna
ávallt verið mér góð fyrirmynd.
Við ólumst upp í Grundarfirði og
alla okkar æsku deildum við syst-
ur herbergi þar sem við brölluðum
ýmislegt saman. Við vorum miklir
lestrarhestar sem börn og lásum
okkur iðulega í svefn á kvöldin, ég
í neðri kojunni og Rúna í þeirri
efri. Alla sunnudaga fórum við
Rúna saman í sunnudagsskólann,
sama hvernig viðraði. Við höfðum
báðar gaman af söng og nutum
þess að syngja í kirkjunni. Ungar
lærðum við að spila á gítar og fór-
um fljótt að troða upp á skóla-
skemmtunum þar sem við spiluð-
um og sungum af mikilli ánægju.
Rúna fór ung sem skiptinemi til
Bandaríkjanna en fljótlega eftir
heimkomu sína kynntist hún eig-
inmanni sínum, Pétri Haralds-
syni. Pétur og Haukur, eiginmað-
ur minn, voru vinir og
fermingarbræður sem okkur
systrum þótti afskaplega
skemmtilegt. Við vorum því fljót
að tengjast öll fjögur sem vina-
hópur og höfum alla tíð haldið í þá
góðu vináttu, þar sem við höfum
notið lífsins saman og skapað
fjölda minninga.
Við systur og eiginmenn okkar
bjuggum alla tíð nálægt hvert
öðru. Okkar fyrstu íbúðir voru í
Asparfellinu en þegar fjölskyld-
urnar stækkuðu fluttum við okkur
öll yfir í Seljahverfið. Pétur
byggði fjölskyldu sinni fallegt hús
í Heiðarselinu þar sem börnin
þeirra ólust upp.
Rúna hafði mikinn áhuga á að
ferðast og undirbjó sig alltaf vel
fyrir hverja ferð og var því fróð
um staðhætti og sögu. Það kom
sér sérstaklega vel þegar við
Rúna fórum tvær saman í ógleym-
anlega systraferð til Færeyja þar
sem við ferðuðumst víða um eyj-
una og skemmtum okkur konung-
lega. Þá fórum við systur með eig-
inmönnum okkar í fjölda ferða,
bæði innanlands og erlendis. Við
vorum einnig hluti af vinahópnum
Útlagarnir að vestan sem hittist
árlega í útilegu á sumrin og fer á
þorrablót í Ólafsvík. Þessar ferðir
hafa skapað minningar sem mér
þykir afskaplega vænt um.
Það eru góðar minningar sem
við fjölskyldan, ég, Haukur og
dætur okkar þrjár, eigum um all-
ar þær stundir sem við áttum
saman um áramótin með Rúnu,
Pétri og börnum þeirra. Rúna var
mjög ættrækin og fannst mikil-
vægt að halda stórfjölskyldunni
saman. Í gegnum árin skipulagði
Rúna margar ferðir á ýmsa tón-
leika sem við systkinin og makar
nutum saman. Að ógleymdum öll-
um boðunum í sumarbústaðinn
þeirra Péturs sem þau buðu okkur
systkinum í ásamt mökum og
mömmu þar sem við áttum ynd-
islegar stundir.
Við Haukur erum þakklát fyrir
allar þær góðu minningar sem við
eigum um elskulega systur og
mágkonu.
Elsku Pétur, Haraldur, Guðný,
Michael, Sigrún, Jón Anton og
barnabörn, innilegar samúðar-
kveðjur til ykkar á þessum erfiðu
tímum.
Kristín (Kidda)
og Haukur.
Við kveðjum með trega en
minnumst með hlýhug og þakk-
læti hennar Guðrúnar Halldórs-
dóttur móðursystur okkar eða
Rúnu eins og við kölluðum hana
alltaf.
Við minnumst allra góðu stund-
anna sem við áttum með Rúnu og
fjölskyldu hennar öll okkar æsku-
og fullorðinsár. Rúna og Pétur,
eiginmaður hennar, eiga þrjú
börn, Harald, Guðnýju og Sig-
rúnu, sem öll eru á svipuðum aldri
og við systur. Mikill samgangur
hefur alla tíð verið á milli fjöl-
skyldu Rúnu og fjölskyldu okkar
og eigum við margar góðar minn-
ingar þeim tengdar sem streyma
um hugann á stundu sem þessari.
Fyrir þær erum við þakklátar.
Rúna var glæsileg kona og fróð.
Hún var stolt af börnum sínum og
barnabörnum og dugleg að rækta
tengsl við fjölskyldu sína. Þegar
Rúna veiktist dáðumst við að
dugnaði hennar og ákveðni í að
lifa lífinu og njóta augnabliksins
þrátt fyrir erfiðleika sem veikind-
in ollu henni. Hún átti góða fjöl-
skyldu sem stóð þétt við bakið á
henni. Elsku Pétur, Haraldur,
Guðný, Michael, Sigrún, Jón Ant-
on og barnabörn, innilegar sam-
úðarkveðjur til ykkar á þessum
erfiðu tímum. Missir ykkar er
mikill.
Hetja varst’ til hinstu stundar
heilbrigð lundin aldrei brást.
Vinamörg því við þig funda
vildu allir, glöggt það sást.
Minningarnar margar, góðar
mikils nutum, bjarminn skín.
Bænir okkar heitar hljóðar
með hjartans þökk við minnumst þín.
(María Helgadóttir)
Við minnumst þín með hlýju í
hjarta og þakklæti fyrir að hafa
átt þig sem frænku.
Blessuð sé minning þín, elsku
Rúna.
Brynja, Klara og Íris Hrund
Hauksdætur.
Á fallegu sumarkvöldi kvaddi
Rúna, okkar kæra vinkona.
Við drúpum höfði, söknum og
syrgjum.
En vís maður hefur skrifað að
við grátum það sem áður var gleði
okkar. Og nú er gott að geta rifjað
upp allar minningarnar sem við
áttum með Rúnu og Pétri um ára-
tuga skeið. Allar góðar!
Við höfum farið saman í golf-
ferðir, bæði innanlands og utan.
Skemmt okkur saman á árshátíð-
um og öðrum mannamótum, átt
saman ógleymanlegar stundir í
sveitinni okkar í Kiðjabergi, spilað
golf og leikið okkur.
Fyrir um það bil tíu árum vor-
um við sex hjón sem stofnuðum
saman golfhóp sem við kölluðum
Parsex. Tryggur og góður vina-
hópur sem fór í golfferð til Spánar
á haustin en á sumrin skiptumst
við á að halda golfmót á heimavelli
með galakvöldverði og verðlauna-
afhendingu á eftir.
Það er fátt sem toppar þessar
samverustundir okkar félaganna.
Til að halda okkur við efnið var
svo sama fyrirkomulag haft á að
vetri. Þá var ekki spilað golf, held-
ur farið í samkvæmisleiki eftir
kvöldverð. Þessi keðja hefur aldr-
ei rofnað.
Það var ekki komið að tómum
kofunum hjá Rúnu, hún var
skarpgreind, hugmyndarík og vel
lesin um alla skapaða hluti. Hún
fór aldrei svo að skoða merkis-
staði í útlöndum að hún væri ekki
búin að lesa sér vel til um staðinn
og gat þá frætt okkur ferðafélag-
ana.
Haustið 2012 skipulögðu
nokkrir Oddfellow-félagar ferð til
Rússlands. Þau Rúna og Pétur
buðu okkur hjónunum að slást í
hópinn. Það er skemmst frá því að
segja að þetta er einhver albesta
og eftirminnilegasta ferð sem við
höfum farið. Þarna nutum við svo
sannarlega samverunnar með
þeim og öðru góðu samferðafólki.
Við bjuggum þröngt í litlum klef-
um um borð í fljótaskipi í tvær vik-
ur, öll á sama ganginum og sigld-
um um vötn og fljót frá Moskvu til
Pétursborgar, með ótal viðkomu-
stöðum. Þarna var Rúna líka vel
heima um allt mögulegt, búin að
lesa allt sem hún komst yfir, alltaf
glöð og jákvæð og til í allt. Þannig
var hún líka í öllu því sem hún
gekk í gegnum í veikindum sínum
síðustu misserin.
Rúna var einstök og engum lík.
Við þökkum henni af heilum hug
fyrir allt það sem hún gaf okkur í
minningasjóðinn.
Okkar kæra vini Pétri og fjöl-
skyldunni allri sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Minning Rúnu er vafin gleði og
hlýju og mun lifa alla tíð.
Helga og Gunnar.
Kær vinkona okkar hefur nú
kvatt okkar jarðneska líf fyrir ald-
ur fram aðeins 71 árs að aldri sem
er ekki hár aldur.
Eftir langa baráttu við illvígan
sjúkdóm sem hún tók með miklu
æðruleysi varð hún að láta í minni
pokann. Aldrei fann maður á
Rúnu að hún væri veik, var alltaf
glöð og jákvæð. Eftir hverja ferð
til læknis hringdi hún og lét vita
hvernig staðan væri.
Við ferðuðumst mikið með
Rúnu og Pétri bæði innanlands og
erlendis. Fórum á hverju vori til
Florida í golf, og eftir golfið var
farið í föndurbúðir að kaupa
blúndur, borða o.fl. fyrir Oddfel-
low. Eitt árið tókum við okkur til
og keyrðum frá Orlando til Key
West 7 tíma akstur og hlustað var
á Megas og fleiri íslenska tónlist-
armenn alla ferðina.
Á haustin var oft tekin stefna á
Spán í golf. Á hverju sumri spil-
uðum við í hóp sem við nefndum
par sex, þar sem við vorum sex
hjón í hópnum, og á vetrum kom-
um við saman og áttum góða sam-
verustund. Ekki má gleyma
þorrablótunum í Ólafsvík og á
Kiðjabergi, þangað var farið á
hverju ári og svo Góugleðin sem
haldin var á Kiðjabergi.
Útlagarnir að vestan var einn
hópurinn, þá var haldið á einhvern
góðan stað og tjaldað og nærum-
hverfið skoðað.
Elsku Rúna, ljósið mun áfram
loga á milli okkar, eins og það hef-
ur gert. Þökkum fyrir samfylgd
þína í gegnum lífið.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Við sendum Guðnýju móður
Rúnu, Pétri, börnum, barnabörn-
um og tengdasonum innilegar
samúðarkveðjur. Megi guð og
góðir vættir styrkja ykkur á sorg-
arstund.
Jenetta og Benóný.
Ég kveð með sorg en einnig
með þakklæti og virðingu elsku
Rúnu, mína góðu vinkonu til ára-
tuga, sem hefur verið mér mjög
kær vinkona. Nú er baráttunni
lokið eftir margar orrustur og
miklar fórnir. Hún sýndi ótrúlegt
æðruleysi og tók örlögum sínum
af einstakri yfirvegun og jafnaðar-
geði, hún elskaði ferðalög og naut
þess til hinstu stundar að skipu-
leggja nýjar ferðir.
Nú er hún farin í sínu hinstu
ferð. Inn í draumlandið þar sem
ég trúi að hún sé umvafin og elsk-
uð.
Einlægur vinskapur er dýrmæt
gjöf, við vorum ungar þegar leiðir
okkar lágu saman á vinnustað og
úr varð ævilöng vinátta. Ég man
vel þegar ég sá hana fyrst á skrif-
stofunni, svo sólbrún og geislandi
fögur, nýkomin úr skiptinámi frá
Bandaríkjunum, en svo hógvær
og indæl, hrein og bein, þannig
var Rúna.
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég minnist þessarar góðu
vinkonu, og fyrir allt sem við gerð-
um saman, Saumaklúbburinn
okkar, Ferðahópurinn sem fór í
margar eftirminnilegar ferðir til
fjarlægra landa og gat verið okkur
endalaust umræðuefni.
Hún kom mér með sér í golf um
tíma og svo fórum við í Oddfellow-
regluna saman og höfum átt það
sameiginlegt til fjölda ára.
Ég mun sakna umræðna okkar
um áhugaverðar bækur og nám-
skeið sem hún hafði oftar en ekki
frumkvæðið að við sæktum, hún
hafði óþrjótandi áhuga á öllum
fróðleik og ferðalög voru hennar
yndi.
Eftir starfslok sem urðu nokk-
uð snemma kom góður tími, naut
hún lífsins dásamlega þar til veik-
indin hófu að herja á hana, en
samt alltaf bjartsýn og vongóð og
hélt sínu striki þrátt fyrir erfið
veikindi. Það var mjög ánægjulegt
fyrir okkur þegar þau heimsóttu
okkur til Spánar og gistu hjá okk-
ur í nokkra daga, þannig nýtti hún
vel tímann sem gafst þegar heils-
an leyfði og naut lífsins, dreif sig
af stað fram á það síðasta og að-
eins 3 vikum fyrir andlátið hitt-
umst við nokkrar á kaffihúsi, lífs-
viljinn og lífsgleðin fór aldrei frá
henni.
Saman hafa hún og Pétur átt
því láni að fagna að eiga sterka og
samheldna fjölskyldu og lifa góðu
og vönduðu lífi, vinmörg, gleði-
gjafar sem gaman var að eiga sem
vini.
Ég minnist einstakrar vinkonu
og það er sorg og mikill missir fyr-
ir alla sem hana elskuðu.
En ég sé hana samt núna fyrir
mér alheilbrigða og fallega sem
fyrrum og brosið hennar fallega
og vinskapinn mun ég ávallt
geyma með mér.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Elsku Pétur og fjölskylda,
Guð gefi ykkur styrk í sorginni.
Guðrún R. Axelsdóttir.
Í dag kveðjum við með trega og
sorg í hjarta okkar ástkæru Rúnu,
vinkonu okkar allra í yfir 50 ár.
Eftir hetjulega baráttu með bjart-
sýni, æðruleysi og einstakt vilja-
þrek að vopni og eftir hverja orr-
ustuna á eftir annarri, þar sem
hún mátti þola margar stórað-
gerðir, mikil inngrip og fórn sem
hún færði í von um bata, lagði
þessi grimmi og skelfilegi sjúk-
dómur þessa sterku konu að velli.
Við sem hér minnumst ein-
stakrar vinkonu höfum haldið
saman saumaklúbb í yfir 50 ár.
Við vorum ungar konur sem flest-
ar unnu saman mislengi á gömlu
lögreglustöðinni. Rúna var einka-
ritari lögreglustjóra, sem hún
sinnti með miklum sóma, eins og
allur hennar starfsframi vitnar
um. Því þar fóru saman góðar gáf-
ur, vandvirkni, heiðarleiki og rétt-
sýni.
Við höfum haldið hópinn óslitið
og gengið lífsgönguna saman,
deilt bæði gleði og sorg hver ann-
arrar og þar á Rúna stóran sess
hjá okkur öllum. Það er brostinn
strengur í hjörtum okkar allra.
Landsbanki Íslands var hennar
vinnustaður til margra ára og þar
var hún einstaklega vel liðin og
eignaðist marga góða vini.
Rúna var einstaklega glæsileg
kona, falleg, vel gerð og gegnheil
manneskja að utan sem innan,
ekki til sýndarmennska né fals.
Lifði lífinu fallega og til fyrir-
myndar.
Hún átti mörg áhugamál, var
mjög fróðleiksfús og skellti sér í
framhaldsnám á miðjum aldri,
Guðrún
Halldórsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR,
fv. ritari á Landakotsspítala,
lést mánudaginn 1. júní.
Útför hennar fór fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Droplaugarstaða og
heimahjúkrun Reykjavíkur. Þeim sem vilja minnast Elínar er bent
á líknarfélög. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Anna Kristine Magnúsdóttir
Ingunn Magnúsdóttir Stefán Ólafsson
Elísabet Magnúsdóttir Jón Ágúst Eiríksson
Lízella
barnabörn og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐVEIG S. SIGURÐARDÓTTIR,
Stella,
Austurvegi 5, Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
miðvikudaginn 17. júní.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, fimmtudaginn
25. júní klukkan 14.
Sævar Þórarinsson
Helga Þórarinsdóttir Hjörtur Gíslason
Sigríður Jónasdóttir
Ingibergur Þór Ólafarson
Bergvin Ólafarson
Fjóla Kristín Ólafardóttir
Már H. Sveinsson
Sean Bartley
Alexander Bartley
Svala Heller Tom Heller
barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn