Morgunblaðið - 25.06.2020, Page 52

Morgunblaðið - 25.06.2020, Page 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 ✝ Elín Kristjáns-dóttir fæddist 30. desember 1931. Hún lést 1. júní 2020 á Droplaugar- stöðum. Hún var dóttir hjónanna Ingunnar Árnadóttur hús- freyju frá Stóra- Hrauni, f. 25. jan- úar 1895, d. 15. maí 1977, og Kristjáns Einarssonar, framkvæmdastjóra SÍF, frá Stakkadal á Rauðasandi, f. 1. júlí 1893, d. 26. mars 1962. Þau hjónin áttu fyrir soninn Árna, f. 1924, d. 2000. Auk þess tóku þau tvær uppeldisdætur að sér, Áslaugu Hrefnu Sigurðar- Magnús R. Magnússon. Þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Anna Kristine, f. 1953. Dóttir hennar er Elísabet Elín. 2) Ingunn, f. 1955, gift Stefáni Ólafssyni. Syn- ir Ingunnar eru Daníel, hann á börnin Róbert Viðar og Emblu Sóleyju með Kristjönu Viðars- dóttur, og Róbert. Maki hans er Anna Einarsdóttir, eiga þau dæt- urnar Katrínu Klöru og Emilíu Emmu. 3) Elísabet, f. 1958, gift Jóni Ágústi Eiríkssyni, og eiga þau börnin Katrínu Þóru, maki hennar er Magnús S. Haraldsson, Eirík Egil og Ingunni Önnu, hennar sonur er Hrafn Ágúst. Elín starfaði í bókaverslun Snæbjarnar Jónssonar, „The English Bookstore“, og hjá bóka- búð Máls og menningar í íslensku deildinni og réðst síðar til starfa sem deildarritari á Landakoti í 20 ár. Þar eignaðist hún marga trygga vini. Útför Elínar fór fram í kyrr- þey 24. júní 2020. dóttur, f. 1916, d. 2007, og Elsu Pét- ursdóttur, f. 1930, og er Elsa ein eftir- lifandi af þeim. Elín dvaldi nokk- ur sumur á ung- lingsaldri í háfjöll- um Skotlands hjá hjónunum Georg- ette og General Stewart, sem var veiðifélagi föður hennar, þar lærði hún fína skosku. Elín giftist 7. júní 1952 Miro- slav R. Mikulcak frá Tékkóslóv- akíu. Þegar Miroslav fékk ís- lenskan ríkisborgararétt árið 1958 tók hann upp nafnið Ég byrja reisu mín, Jesús, í nafni þín. Höndin þín helg mig leiði úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi í friði með fögru engla liði. (Ferðasálmur H.P.) Þessi bæn sem afi Kristján kenndi okkur hefur fylgt mér alla ævi. Takk elsku mamma fyrir að vera mér bæði mamma og pabbi. Takk fyrir systur mínar sem eru mér mjög dýrmætar. Takk fyrir að styðja mig í öllu sem ég vildi taka mér fyrir hendur. Takk fyrir að vera vinur vina minna og takk fyrir að sýna þeim öllum sömu virðinguna, sama hvernig þeir voru. Takk fyrir að segja mér að ég gæti allt. Takk fyrir stuðning- inn þegar mér fannst lífið vera vonlaust. Takk fyrir að vera góð amma Daníels og Róberts og þeirra fjölskyldna. Takk fyrir hvað þú tókst Stebba mínum vel og takk fyrir að vera svaramaður í brúðkaupi okkar með mömmu hans Stebba. Guð gefi þér góða nótt elsku mamma mín. Þín Ingunn (Inga). Ó móðir hve ég þakka þér þín þúsund handtök hlý. þau eru fórn í minni mér, í mínum börnum ný. Þau eru gömul eins og þú en alltaf sönn og heit af trú. Þannig orti Kristján faðir þinn til Elínar móður sinnar sem þú varst skírð í höfuðið á. Þau eru óteljandi hlýju hand- tökin þín elsku mamma mín. Þú varst stórbrotinn karakter sem eignaðist marga vini um ævina. Það var svo líkt þér að fara út að vinna í kjölfar skilnaðar ykkar pabba. Þá stóðstu ein uppi með þrjár dætur, sex ára, níu ára og tólf ára. Þótt þú hefðir verið alin upp í auðæfum varstu alsæl með launaseðlana sem þú komst með heim. Lýsandi dæmi um þraut- seigju þína var þegar ég vildi fara í Verzló en gerði mér enga grein fyrir kostnaðinum. Þá fékkstu þá hugmynd af skrifa matreiðslubók (á nóttunni því þú vannst alla daga) og var þetta fyrsta bók sinn- ar tegundar hér og hét „Some Ice- landic Recipes“. Bókin seldist afar vel og var endurútgefin nokkrum sinnum. Annað sem þú gerðir á undan samferðamönnum þínum var að þegar Vinalína Rauða krossins var opnuð fórst þú í sjálf- boðaliðastarf þar, kvöld eftir kvöld, mánuð eftir mánuð. Þú starfaðir í bókaverslun Snæbjarnar Jónssonar, the Engl- ish Bookstore, til að byrja með en fórst svo í íslensku deildina í bóka- búð Máls og menningar. Þaðan fórstu að vinna sem ritari á Landakotsspítala í 20 ár og kynnt- ist þar afar góðu fólki. Við bjuggum saman í 46 ár og sambýlið var gott og skemmtilegt. Alltaf fullt hús á Ránargötunni þangað sem vinir okkar Lízellu voru alltaf velkomnir og að sama skapi kynntumst við þínum vin- um. Öll sunnudagskvöld voru heil- ög hjá okkur Lízellu og þér því þá borðuðum við saman ár eftir ár. Og það var gaman í þessum þriggja kynslóða „dinnerum“ þar sem við skiptumst á frásögnum. Ef ég ætti að safna saman lýs- ingarorðum um þig yrðu þau þessi: ljúf, góðhjörtuð, töffari, dýravinur, sáttfús, húmorísk, vel lesin, fróð og fordómalaus og sér- staklega blíð. Ég segi það satt, orðin 67 ára, að ég veit ekki hvernig ég ætla að lifa án mömmu minnar. Ég elska þig mamma mín og trúi að við sjáumst aftur. Vertu sæl elsku móðir mín nú er myndin þín ein eftir heima. Dag hvern hún minnir á dagsverkin þín en Drottinn mun sjálfur þig geyma. Í hæðum sveipaða í helgilín mun hugurinn, móðir, þig geyma. (Kristján Einarsson) Þín Anna. Þú ert svo fljót og flink á fé þitt lítið sínk. Þú skiptir öllu ef þér gefst til allra í kring, svo langt sem sést. Svo Smáragatan hlær frá nefi ofaní tær. Og börnin hoppa í heilli lest og hrópa „Inga er best“. Þetta ljóð orti faðir Ellu, Krist- ján Einarsson, 26. mars 1962, um Ingu eiginkonu mína, sama dag og hann lést. Kvæðið heitir „Inga mala“ sem þýðir á tékknesku Inga litla. Þetta ljóð á einnig mjög vel við hana Ellu, mína elskulegu tengdamóður, sem var alltaf betri í að gefa en þiggja. Ellu minni kynntist ég árið 2002 þegar Inga mín fór með mig í fyrstu heimsókn á Grandaveginn til að kynna tilvonandi kærasta og síðan eiginmann. Það var eins og Ella hefði þekkt mig lengi, því hún var grandvör kona og hafði kynnt sér tilvonandi tengdason vel. Þessi fyrsta heimsókn var mjög sérstök í mínum huga. Ella, eins og segir í kvæði föður hennar til Ingu minnar, var einstaklega blíð og bjó yfir miklum fróðleik. Mér er minnisstætt hve Ella var ávallt þakklát fyrir hina minnstu greiða, eins og að kaupa inn eða skreppa með hana í bíltúr á spítalann. Ég man líka vel þegar við skruppum með Ellu vestur, ég, Inga mín og Anna mokka (mág- kona). Þá var ekki úr vegi að rifja upp góðar veiðisögur og margar stundir við Straumfjarðará, en þá á leigði Kristján faðir Ellu til margra ára og átti fjölskyldan þar fjölmargar góðar stundir. Við lengdum aðeins för og skruppum í Hólminn og þaðan fyrir Jökul og stoppuðum síðan á Hellnum þar sem við fengum gott í svanginn. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur eftir skreppitúr í rúma 14 tíma og var merkilegt hvað Ella mín var bráð- hress og ánægð, komin vel á níræðisaldur. Fyrir skömmu flutti Elín úr sinni íbúð við Grandaveg á hjúkr- unarheimilið Droplaugarstaði við Snorrabraut. Þar leið henni mjög vel þar til bölvuð covid-veiran grasseraði og gerði fólki allt illt, sérstaklega gömlu fólki sem ekki fékk að hitta sína nánustu í rúma tvo mánuði. Þetta fann maður vel á Ellu minni, þessari glaðværu og umburðarlyndu konu og allra hugljúfi. Það fann maður líka vel á starfsfólki Droplaugarstaða. Að lokum vil ég þakka elsku tengdamömmu minni allar góðar stundir. Einnig vil ég þakka starfsfólki Droplaugarstaða fyrir frábæra umönnun hennar Ellu minnar. Blessuð sé minning þín, kæra tengdamóðir. Stefán Ólafsson (Stebbi). Elsku amma mín. Takk fyrir að hafa alltaf verið svo góð við mig og látið mér líða eins og prinsessu í hverri heim- sókn á Ránargötuna til þín. Göngutúrarnir okkar niður í bæ, stöðvarbílarnir í Kringluna og þegar þú bauðst mér með þér í hótelgistingu gleymast aldrei. Alltaf þegar ég sé pez hugsa ég um þig. Þú passaðir alltaf að eiga þannig handa mér í hvert skipti sem ég kom og gisti hjá þér. Þér þótti alltaf svo gaman að hlusta á kjánasögurnar sem ég var að segja þér og þú hlustaðir og hjálpaðir mér í mínum vandræð- um þegar ég var yngri. Ég gat sagt þér allt og þú kipptir þér ekki upp við neitt, hlóst bara að mér þegar ég hélt að þér myndi blöskra eitthvað. Þú varst alltaf stuðningsmaður minn númer 1 í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Ég veit að þú ert komin á góðan stað umkringd öllum dýrunum okkar og passar þau. Ingunn (Inga). Hún elsku amma mín er farin í ferðina löngu. Ég hreinlega veit ekki hvernig heimurinn er án hennar. Ég var svo lánsöm að alast upp hjá henni og mömmu til 23 ára aldurs og deila heimili með þess- um sterku, kláru og blíðu konum. Amma var mín besta trúnaðarvin- kona alla tíð, alltaf tilbúin með knús og falleg orð, hlýju og stuðn- ing þegar á þurfti að halda. Hún hafði svo skemmtilegan húmor, gat hlegið að sjálfri sér og séð ljósu punktana þegar syrti að. Hún var óendanlega víðsýn og for- dómalaus og hafði gaman af að kynnast fólki hvaðanæva. Hún sjarmeraði alla vini mína upp úr skónum frá fyrstu mínútu og það eru tugir þarna úti sem kalla hana ennþá „ömmu Ellu“ þrátt fyrir engan skyldleika. Hún var ekki bara góður gestgjafi heldur einnig svo góður hlustandi, tryggur vin- ur, og gat séð mennskuna í öllu og öllum. Hún dæmdi fólk ekki fyrir mistök eða slæmar ákvarðanir á lífsleiðinni, heldur elskaði mann meira fyrir mennskuna og breysk- leikann sem býr í okkur öllum. Að fá að hafa þessa himnesku konu sem ferðafélaga fyrstu 45 ár ævi minnar eru forréttindi sem ég er þakklát fyrir. Hún kenndi mér svo margt sem er veganesti sem ég mun alltaf búa að. Amma var með hjarta úr skíra- gulli, gat ekki skilið uppgang pop- úlisma og fasisma sem núna ríður yfir heiminn; útlendingahatur og fordóma. Hún sá bara fólk. Henni var sama hvaðan það kom, á hvað það trúði, hvern það elskaði eða við hvað það vann. Hún sá bara hjartalag, sál og karakter. Hún var líka mikill dýravinur og fannst erfitt síðustu árin að búa í blokk þar sem dýr voru ekki leyfð. Ég held að efri árin hefðu farið mildari höndum um hana hefði hún haft hund eða kött sér við hlið. Hún var alltaf áhugasöm um fréttir og þjóðmál og las blöðin upp til agna, missti aldrei af Silfr- inu eða Kiljunni. Mig grunaði að hún ætti ekki langt eftir þegar hún hafði ekki lengur áhyggjur af hvað yrði um Jack í „This Is Us“! Ég veit heldur ekki um neinn sem gat lesið á sama hraða og amma Ella. Hún hafði alltaf lesið mikið og eftir að hafa starfað í Bókabúð Snæbjarnar og síðar Máli og menningu held ég að áhuginn hafi bara aukist. Síðustu 20 ár starfs- ævinnar vann hún á Landakots- spítala, þar sem hún var vel liðin og elskuð; bæði metin fyrir fag- mennsku sína sem og þann hlýja karakter sem var hennar aðals- merki. Það var ekki óalgengt þeg- ar ég kom heim úr skólanum að ungur læknanemi sæti á trúnó með ömmu því það þyrmdi yfir hann að vera kominn í þessa ábyrgðarstöðu og hann þurfti að létta á sér. Þá tók amma unglækn- inn bara með sér heim, gaf kaffi og kökur, hlustaði, gaf ráð og faðm- aði. Þessir læknar héldu tryggð við hana áratugum eftir að þeir hættu á Landakoti og fóru utan í sérnám. Amma kallaði þá alla „litli minn“ sem var verulega krúttlegt þar sem hún náði þeim varla upp að öxlum. Ég vann nokkur sumur á Landakoti og sá því með eigin augum hversu vel liðin og hversu stór hlekkur hún var í þeirri yndislegu keðju sem starfsfólk Landakotsspítala myndaði. Elsku amma mín er loksins búin að fá hvíldina eftir langa og viðburða- ríka ævi. Ég ann henni þess að fá hvíldina en ég mun sakna hennar hverja sekúndu sem eftir er. Ég kveð hana með eftirlætisbæninni hennar: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Við sjáumst aftur elsku amma Ella og takk fyrir allt. Þín Elísabet Elín (Lizella). Við Ella vorum systrabörn. Ingunn móðir hennar elst ellefu systkina og Gyða, móðir mín, sú yngsta. Voru tuttugu ár á milli þeirra og var samband systranna nánast eins og milli móður og dóttur. Einnig var mjög kært á Elín Kristjánsdóttir Elsku Kiddi, það er erfitt að vera að skrifa minningar- grein um þig þrátt fyrir að við höfum lengi vitað í hvað stefndi. Mikið þykir okkur ósanngjarnt að þú hafir þurft að kveðja svona ungur að árum. Kristinn var aðeins um þrí- tugt þegar hann kynnist Vil- helmínu og kemur inn í líf Dav- íðs sem var þá á unglingsaldri. Þegar við erum sjálf orðin for- eldrar þá vitum við að þetta hef- ur tekið á fyrir Kristin en fyrir utan smá samskiptahnökra í byrjun sem við höfum hlegið mikið að í seinni tíð þá óx vin- áttan með ári hverju. Okkur leið öllum mjög vel saman og eru ferðalögin til út- landa á annan tug, ótal margar sumarbústaðarferðir, matarboð, Kristinn Daníelsson ✝ Kristinn Daní-elsson vélfræð- ingur fæddist 29. júní 1958. Hann lést 17. apríl 2020. Útför Kristins fór fram 23. júní 2020. jól og áramót sem við nutum saman á ári hverju. Við er- um þakklát fyrir það hversu góður afi Kristinn var börnunum okkar. Þolinmæði hans gagnvart barna- börnunum var ein- stök og það mikil- vægasta sem hann gaf þeim var enda- laus tími fyrir samverustundir. Kristinn var búinn að vera veikur lengi og veikindunum fylgdu miklir verkir og vanlíðan en styrkur hans var mikill og munum við varla eftir því að hafa heyrt hann kvarta. Kristinn lét veikindin ekki stoppa sig og aðlagaði sig að breyttum að- stæðum hverju sinni, skíðaði bara hægar niður austurrísku Alpana, leigði sér rafskútur eða hjólastóla og í fyrra tók hann ekki annað í mál en að fara með barnabörnunum í vatnsrenni- brautargarð á Spáni. Við trúum því að afi Kiddi eins og hann er alltaf kallaður á heimilinu sé á betri stað og erum afar þakklát fyrir allar góðu samverustundirnar og minningarnar sem við eigum saman. Missir okkar er mikill, sorgin sár en allar góðu minningarnar lifa. Davíð og Tinna. Stórt skarð hefur verið höggvið í okkar góða vinahóp er Kiddi skólabróðir og vinur féll frá eftir erfið veikindi. Leiðir okkar lágu fyrst saman við nám í Vélskóla Íslands og innsigl- uðum við útskriftarbræðurnir góðan vinskap á lokaárinu 1987. Vorum við 12 ungir menn sam- ferða í náminu og er við lukum námi þá var ákveðið að halda út í heim og bjóða eiginkonum/ kærustum að koma með í 3 vikna túr til Ameríku. Í þessari ferð mynduðust sterk vinatengsl og höfum við hist reglulega síð- an. Kiddi var reynsluboltinn okkar í náminu í Vélskólanum, hann var búinn að læra vélvirkj- un og var aðeins eldri en við hinir og við litum upp til hans. Hann brá sér oft í hlutverk verkstjórans í þessum hópi, átti oft frumkvæðið, var ákveðinn en samt mjúkur og tilbúinn til að taka rökræður fram á rauðanótt. Kiddi var vinur vina sinna, með sterka nærveru, alltaf kátur, hrókur alls fagnaðar og fannst gott að fá sér aðeins af viskí og koníaki og ekki var verra að fá sér einn góðan vindil með. Þrátt fyrir veikindin lét hann ekki deigan síga og voru þau hjónin búin að bjóða okkur heim í mars og Kiddi fullur tilhlökkunar og búinn að skipuleggja góða veislu en ekki náðum við að eiga þann hitting með honum þar sem hon- um var frestað vegna Covid. Fréttin um andlát vinar okkar kom okkur í opna skjöldu, við vissum að útlitið væri ekki gott en við vonuðumst til að hóp- urinn gæti átt eina góða kvöld- stund saman, meðan hann hefði þrek til. Við erum þakklát fyrir dýrmætan tíma og hans góðu og skemmtilegu nærveru. Elsku Villa og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra og minningin um góðan vin mun lifa. Úr hjarta mínu hverfur treginn er ég hugsa um hlátur þinn. Bros þitt veitti birtu á veginn, betri um stund var heimurinn. Farðu í friði góði vinur, þér fylgir hugsun góð og hlý. Sama hvað á okkur dynur aftur hittumst við á ný. (Magnús Eiríksson) Fyrir hönd skólabræðra útskriftarárgangs Vélskóla Ís- lands 1987 og eiginkvenna, Þröstur og Guðmundur. Mig langar að leiðarlokum að setja á blað litla frásögn sem mér finnst lýsa Gissuri vel. Fyrir nokkrum árum, á miðjum sauðburði, gerði eins og oft áður leiðindaveður, norðanrok með rigningu og slyddu. Mikið af lambfé var komið út á tún og veðurspáin þannig að ekki varð hjá því komist að setja það inn aft- ur meðan veðrið gengi yfir. Er verið var að byrja að smala ánum heim hringir Gissur og spyr hvort okkur vanti ekki aðstoð. Jú, það væri ágætt … og er hann kom var allt húspláss fullt og ærnar með elstu lömbunum enn úti. „Á ég ekki bara að smíða skýli fyrir hóp- inn?“ spurði Gissur. „Jú, það væri gott …“ Efni fundið til í fljótheit- um og náð í verkfæri, skrúfur og nagla. Ég sá að Gissur velti hlut- Gissur Þór Sigurðsson ✝ Gissur Þór Sig-urðsson fæddist 20. apríl 1938. Hann lést 1. júní 2020. Útför Gissurar fór fram 13. júní 2020. unum aðeins fyrir sér áður en hann byrjaði, skoðaði fyrirhugaðan byggingarstað og leit á byggingarefnið, sem var timbur og báru- járn, og svo hófst hann handa. Þegar verki lauk kom Gissur inn í hús og var kuldalegur. Er ég sá hann spurði ég: „Gissur, því ertu að þessu? Ef þú værir heima værir þú ekki svona blautur og kaldur?“ Svarið sem ég fékk var: „Veistu það, Óli, mér finnst svo gaman að gera gagn.“ Og er við litum út voru kindurnar flestar komnar í skjólið og fór vel um þær og skýlið var eins og annað er Gissur gerði; haganlega gert, farið vel með efni og það vel nýtt, vinnubrögð vönd- uð og frágangur góður. Að lokum, hjartans þakkir fyrir góðar stundir í gegnum tíðina, allt spjallið, sögurnar og vísurnar, öll sporin og handtökin. Já, það er gaman að gera gagn. Blessuð sé minning Gissurar Þórs Sigurðssonar. Ólafur Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.