Morgunblaðið - 25.06.2020, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 25.06.2020, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 55 Fjögur sveitarfélög á Austurlandi, Djúpavogshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður munu sameinast og verður til um 4900 manna sveitarfélag. Áhersla er lögð á skemmtilegt og skapandi samfélag með góða þjónustu við íbúa, vandaða stjórnsýslu og sterka byggðarkjarna með greiðum samgöngum. Sveitarfélagið hyggst verða leiðandi í nýtingu rafrænna lausna í stjórnsýslu sveitarfélagsins og þjónustu við íbúa. Umsóknarfrestur er til og með 30. júní nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Leitað er að einstaklingi með leiðtogahæfileika og ríka umhverfisvitund. Þekking og reynsla af málefnum sveitarfélaga nauðsynleg. Viðkomandi leiðir teymi sérfræðinga og annars starfsfólks í skipulags-, bygginga-, framkvæmda-, viðhalds-, umhverfismálum og náttúruauðlindum nýja sveitarfélagsins. Sveitarfélagið verður stærsta skipulagsumdæmi landsins. FRAMKVÆMDA- OG UMHVERFISSTJÓRI Helstu verkefni: • Áætlanagerð og rekstur á sviði umhverfis- mála og framkvæmda • Starfar með umhverfis- og framkvæmdaráði sveitarfélagsins • Samstarf við heimastjórnir byggðakjarnanna fjögurra • Dagleg stjórnun verkefna og starfsfólks • Ábyrgð á framkvæmdum og viðhaldi eigna sveitarfélagsins • Ábyrgð á þeim gjaldskrám er undir sviðið heyra • Samskipti og þjónusta við íbúa og fyrirtæki • Ábyrgð á framkvæmd og eftirliti með þjónustu sviðsins í skipulags-, byggingar- og umhverfismálum Menntun, hæfni og reynsla: • Reynsla af stjórnun með mannaforráð og leiðtogahæfni skilyrði • Háskólamenntun á sviði bygginga- eða skipulagsmála eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði • Þekking og reynsla af framkvæmda- og skipulagsmálum sveitarfélaga • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð nálgun • Skipulagshæfni og drifkraftur í starfi • Rík þjónustulund, áhugi og metnaður til að byggja upp framúrskarandi sveitarfélag Leitað er að einstaklingi með frábæra samskipta- og leiðtogahæfileika. Þekking og reynsla við breytinga- og teymisstjórnun nauðsynleg. VERKEFNASTJÓRI MANNAUÐS Helstu verkefni: • Innleiðing breytinga í samvinnu við stjórnendur • Framkvæmd, þjónusta og þróun mannauðs- og vinnuverndarmála • Innleiðing kjarasamninga og umsjón með launaákvörðunum • Stuðningur og þjálfun stjórnenda á sviði mannauðstengdra verkefna • Eftirlit með mannauðsupplýsingum og skráningu upplýsinga í mannauðskerfi • Innleiðing og yfirumsjón með jafnlaunavottun • Yfirumsjón með skipulagi fræðslu- og starfsþróunarsamtala • Umsjón með árangursmælingum og könnunum m.a. um líðan starfsfólks • Aðkoma að stefnumótun og þróun sveitarfélagsins Menntun, hæfni og reynsla: • Háskólamenntun í mannauðsstjórnun skilyrði • Reynsla og þekking á mannauðsmálum og breytingastjórnun skilyrði • Leiðtogahæfni og reynsla af verkefnastjórnun skilyrði • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg • Reynsla af stefnumótun og teymisstarfi er æskileg • Hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfsfærni • Góð tungumálakunnátta og færni í tjáningu í ræðu og riti • Sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð nálgun • Frumkvæði, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð Leitað er að einstaklingi með leiðtogahæfileika og góða þekkingu á rafrænum tækifærum. Þekking og reynsla af þróunar- og breytingstjórnun. VERKEFNASTJÓRI RAFRÆNNAR ÞRÓUNAR OG ÞJÓNUSTU Helstu verkefni: • Stýra teymi innleiðingar rafrænnar þjónustu og notendamiðaðrar hönnunar • Þróun og efling rafrænna þjónustuleiða • Mótar stefnu og stýrir vefum og samfélagsmiðlun á vegum sveitarfélagsins • Þjálfun og handleiðsla samstarfsfólks • Náið samstarf við aðrar deildir sveitarfélagsins • Aðkoma að stefnumótun í rafrænni þjónustu Menntun, hæfni og reynsla: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun kostur • Reynsla af verkefnastjórnun og teymisstjórnun skilyrði • Reynsla og þekking á stafrænum lausnum skilyrði • Reynsla af þjónustuþróun og notendamiðaðri hönnun • Reynsla af þróun og innleiðingu breytinga • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum • Leiðtogafærni og skipulagshæfileikar • Lausnamiðuð og skapandi hugsun • Rík þjónustulund, áhugi og metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu NÝTT SAMEINAÐ SVEITARFÉLAG Á AUSTURLANDI LEITAR AÐ ÖFLUGUM EINSTAKLINGUM Í LYKILSTÖÐUR Umsækjendur geta valið aðalsstarfsstöð í einu af sveitarfélögunum fjórum en munu þjóna öllum íbúum og starfsfólki nýja sveitarfélagsins. Mikilvægt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og eigi síðar en í september 2020. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.