Morgunblaðið - 25.06.2020, Page 66

Morgunblaðið - 25.06.2020, Page 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ Rauðarárstígur 12-14 · 105 Reykjavík · sími 551 0400 · www.gallerifold.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á sýningunni Allt sem sýnist – raun- veruleiki á striga 1970-2020, sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum klukkan 20 í kvöld, fimmtudag, má sjá forvitnilegt yfirlit verka íslenskra myndlistarmanna sem síðustu hálfa öld hafa gert raunveruleikann að yrkisefni. Sýningin spannar hálfrar aldar sögu íslenskra raunsæis- málverka og átján listamenn eiga þar verk. Þau eru afar fjölbreytileg í nálgun og efnistökum en listamenn- irnir eru Eggert Pétursson (1956), Eiríkur Smith (1925-2016), Erla S. Haraldsdóttir (1967), Erró (1932), Guðjón Ketilsson (1956), Gústav Geir Bollason (1966), Hallgrímur Helga- son (1959), Helena Margrét Jóns- dóttir (1996), Hlaðgerður Íris Björnsdóttir (1970), Hringur Jó- hannesson (1932-1996), Karl Jóhann Jónsson (1968), Kristinn Guðbrandur Harðarson (1955), Ragnhildur Jó- hannsdóttir (1977), Sara og Svanhild- ur Vilbergsdætur (1956 og 1964), Sig- tryggur Bjarni Baldvinsson (1966), Þorri Hringsson (1966) og Þura - Þuríður Sigurðardóttir (1949). Helen Margrét er yngst í hópnum, hún útskrifaðist úr Listaháskóla Ís- lands í fyrra, en elstu verkin eru eftir Hring, Erró og Eirík Smith – máluð á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Sýn- ingastjórar eru þau Edda Halldórs- dóttir og Markús Þór Andrésson og segja þau sýninguna varpa ljósi á þann rauða þráð „sem raunsæislegt stílbrigði er í listasögunni í hálfa öld, stundum vinsælt, stundum hallæris- legt. Listamenn týna sér í hand- bragðinu og er sýningin kjörið tæki færi til að velta fyrir sér aðferða- fræði, viðfangsefnum og forsendum listamannanna hvort sem verkin til- heyra ljósmynda-, töfra- eða ofur- raunsæi.“ Viðvarandi viðfangsefni Markús Þór segir að þegar þau sýningarstjórarnir hófust handa við að velja verk á þessa raunsissýningu hafi hann talið það frekar einfelt verkefni en sú hafi alls ekki verið raunin. „Mér fannst þetta vera miklu fjölbreytilegra svið en ég satt best að segja átti von á, enda koma lista- mennirnir að verkunum úr ólíkum áttum,“ segir hann. Mestmegnis eru sýnd málverk á striga, auk nokkurra teikninga. Upp- hafið er um 1970, þegar áhrif pop- listar berast til landsins. „Þá sneri Eiríkur Smith við blaðinu og fór frá abstraktinu í þetta, Hringur fór að mála nærumhverfi og manngerða hluti, og Erró hafði þá horfið frá frumsömdum súrrealískum verkum yfir í að kópíera úr öðrum miðlum eins og mikið var gert í poppi.“ Markús Þór ítrekar að þótt hvat- inn að raunsæishreyfingunni sem fór þá af stað hafi verið í erlendum pop- listaráhrifum þá hafi það ekki verið hinn kaldi stíll sem tíðkaðist í Banda- ríkjunum, heldur voru menn hlýrri hér og með persónulegra myndmál og pensilskrift. Þegar litið er til níunda áratugsins þegar nýja-málverkið svokallaða sló í gegn, þá sýndu líka margir listamenn há-raunsæisleg málverk, að sögn Markúsar. „Fáir dvöldu þó lengi við þetta þá en þegar kom fram á tíunda áratuginn komu aðrir fram, eins og Eggert Pétursson og Þorri Hrings- son. Og það hefur haldið áfram á 21. öldinni, með sterkum listamönnum sem vinna á þessum forsendum. Raunsæið hefur því verið viðvarandi viðfangsefni margra listamanna hér, allt frá um 1970 til samtímans, eins og hér má sjá,“ segir hann og lítur í kringum sig þar sem verið er að setja verkin upp. Ólíkir flokkar verka „Við flokkum sýninguna gróft eftir innbyrðis tengingum,“ segir Markús Þór. „Í miðjum salnum er náttúru- skoðun þar sem verk feðganna Hrings og Þorra eru sem rauður þráður, í öðrum enda salarins er svo portrettið, mannamyndir, þá er það endurvinnslan í hinum endanum, þar sem unnið er áfram með gamalt efni, og svo er það frásögn. Kristinn G. Harðarson notar málverk til dæmis sem tól í frásagnarlist sinni. Loks er viss abstraksjón, þar sem listamenn vinna mjög markvisst með mörk abstraksjónar og realisma, eins og Helena Margrét sem er yngst listamannanna.“ Markúr Þór bendir að lokum á að raunsæisverk hafa iðulega verið mjög vinsæl. Til að mynda hafi verk Eiríks Smith ekki slegið í gegn fyrr en hann sneri frá abstraktinu og þá séu landslagsmyndir Þorra Hrings- sonar mjög vinsælar í dag. „Það er mjög margt forvitnilegt og í raun ólíkt að skoða hér,“ segir hann að lokum um verkin á sýningunni. Ólíkir heimar raunsæisverkanna  Á sýningunni Allt sem sýnist sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum í kvöld eru myndverk eftir 18 íslenska raunsæislistamenn frá síðustu fimmtíu árum  „Margt forvitnilegt og mjög ólíkt að skoða“ Samstarfsverk Garðveislan, stórt málverk eftir systurnar Söru og Svan- hildi Vilbergsdætur, málað 2013. Þær hafa málað fjölda verka saman. Vatnsflötur Verki eftir Sigtrygg Bjarna Baldvinsson komið fyrir. Morgunblaðið/Einar Falur Ásjónur Sýningarstjórinn Markús Þór við verk eftir Þorra Hringsson. Hér heima er heiti sýningar á verk- um eftir Jóhannes S. Kjarval sem verður opnuð í austursal Kjarvals- staða í kvöld klukkan 20. Á sýning- unni eru bæði olíumálverk og teikn- ingar sem sýna íslenskt landslag í þeim fjölmörgu birtingarmyndum sem Kjarval túlkaði, bæði verk frá því snemma á ferlinum sem sjaldan sjást opinberlega sem og önnur víð- kunn og dáð. Á síðustu sýningu með verkum Kjarvals voru verk sem hann skapaði erlendis en hér er ís- lenskt landslag. Í upplýsingum frá Listasafni Reykjavíkur segir að á sýningunni gefist gott tækifæri til að kynnast mörgum lykilverkum frá ferli lista- mannsins og fá innsýn í þróun landslagsverka hans. Þá er sýnt nýjasta Kjarvals-verkið í safneign Listasafns Reykjavíkur, Svína- hrauns-málverk, sem safnið festi kaup á nýverið. Listasafn Reykjavíkur Klassík Snjór og gjá (Vetrarmynd frá Þingvöllum), eftir Kjarval frá 1954. Úrval af íslensku landslagi eftir Kjarval

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.