Morgunblaðið - 29.10.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 29.10.2020, Síða 1
TT Í BEINNI! D KL 19:00 MBL.IS ÁTAKTU Í KVÖ Á Þ L ALLT AÐ 1000VINNINGAR Í BOÐIFYRIR HEPPNA BINGÓSPILARA! F I M M T U D A G U R 2 9. O K T Ó B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  255. tölublað  108. árgangur  Kjúklingabringur 900 gr 1.189KR/PK ÁÐUR: 1.698 KR/PK LJÚFFENG HELGARTILBOÐ Í NETTÓ! Nautalund Þýskaland 3.599KR/KG ÁÐUR: 5.998 KR/KG Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 29. október— 1. nóvember -40% -30% Bláber 125 gr 249KR/PK ÁÐUR: 498 KR/PK -50% ÍSLENSKI HESTURINN ER EINSTAKUR AFHJÚPANDI SÝN Á BANDARÍKIN BINGÓ Á MBL.IS Í KVÖLD LJÓSMYNDIR MARKS POWER 66 BLAÐAUKI 8 SÍÐURGÓÐAR SÖGUR 16 Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Valgerður Hrund Skúladóttir, formaður Sam- taka upplýsingatæknifyrirtækja, vill að tryggt verði að Ísland standi framarlega í upplýsinga- og fjarskiptatækniiðnaði. Það snúist ekki bara um að grípa tækifærin innanlands, heldur líka erlendis. „Ísland þarf fjölbreyttari gjaldeyristekjur, og þá þurfum við að hugsa bæði til skamms og langs tíma. Við og Samtök iðnaðarins höfum lagt mikla áherslu á átak í menntun í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði á öllum skóla- stigum og tryggja þannig að það fjölgi í grein- unum til framtíðar.“ Samtök iðnaðarins birta í dag nýja greiningu er nefnist „Ónýtt tækifæri í upplýsinga- og fjar- skiptatækniiðnaði á Íslandi“. Þar segir m.a. að þótt greinin hafi vaxið hér á landi á liðnum árum sé umfangið enn lítið í samanburði við önnur Evrópuríki, sé horft til útflutningsverðmætis, hlutdeildar í landsframleiðslu og fjölda einka- leyfisumsókna. Segja samtökin að þarna séu tækifæri sem þurfi að grípa. Sem dæmi um þetta er nefnt í skýrslunni að Íslendingar sóttu að meðaltali aðeins um fimm einkaleyfi á hverja milljón íbúa árin 2011-2017 á meðan evrópska meðaltalið er 19. Í greiningu SI kemur fram að fyrirtækjum í UT hafi fjölgað um 57% á árunum 2010-2020 eða um 4,5% að meðaltali á milli ára á tímabilinu. Valgerður vill einnig að yfirvöld styrki mark- aðssókn greinarinnar erlendis. Tækifæri í upplýsingatækni  Umfang greinarinnar hér enn lítið í samanburði við önnur Evrópuríki MUmfang upplýsingatækni »10 Ungir Valsmenn komu hjólandi á æfingu á Hlíð- arendasvæðið í vikunni, á bæði raf- og reiðhjóli, fegnir því að geta aftur stundað og æft íþróttir utan dyra, eftir að sóttvarnaaðgerðum var aflétt hvað æfingar ungmenna varðar. Nú á eftir að koma í ljós hvort herða þarf aðgerðir aftur vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Á meðan er vissara að nota tækifærið og stunda æfingar af kappi en virða um leið aðrar sóttvarnareglur. Morgunblaðið/Eggert Hjólað á æfingu á Hlíðarenda Hrafn Jökulsson og félagar hans í Veraldarvinum hafa í allt sumar unnið við fjöruhreinsun í Stranda- sýslu og víðar. Ókjör af plasti og öðru drasli hafa verið fjarlægð og segir Hrafn að mikið verk sé að vinna. Hann segist tilbúinn að vinna kauplaust næstu fjögur árin við hreinsun á fimm þúsund kílómetra strandlengju landsins. Veraldarvinir eru á fleygiferð í þessu starfi að sögn Hrafns. „Við í Veraldarvinum erum með allt sem þarf til að klára verkefnið innan tveggja ára,“ segir hann. Við þá sem kvarta yfir því að kom- ast ekki í líkamsræktarstöðvar segir Hrafn að ef fólk vanti verkefni sé kjörið að fara niður í fjöru til að vinna og fá ferskt loft. »24 Ljósmynd/Silke Van Broeck Strandvörður Hrafn Jökulsson hef- ur í 170 daga verið í fjöruhreinsun. Á fleygi- ferð við hreinsun  Tilbúinn að vinna kauplaust í fjögur ár  Nýleg skýrsla Mannvits og danska ráðgjaf- arfyrirtækisins COWI um borgarlínuna var kynnt þannig að framkvæmdin væri þjóð- hagslega hagkvæm. Þetta segir Ragnar Árnason hagfræðiprófessor ranga túlkun, í aðsendri grein hans í blaðinu í dag. Ragnar telur að þjóðhagslegt núvirði fyrsta áfanga borgarlínu sé verulega neikvætt. Í skýrslunni séu reiknaðir til ábata ýmsir þættir sem séu alls ekki félagslegur ábati, eins og greidd far- gjöld og „eitthvert metið hrakvirði fram- kvæmdarinnar í miðjum klíðum eins og hið opinbera geti þá selt fjárfestinguna til út- landa fyrir reiðufé“. Við bætist óraunsæjar forsendur um notk- un borgarlínunnar. »39 Borgarlínan ekki þjóð- hagslega hagkvæm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.