Morgunblaðið - 29.10.2020, Page 4

Morgunblaðið - 29.10.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS KÓÐI í VEFVERSLUN “HREKKUR” Hrekkjavökutilboð 30% AFÖLLUMVÖRUM Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Mest eru þetta Bretar, Þjóðverjar og Svíar sem eru að koma hingað. Ég held að það sé 171 flug hingað til Kanaríeyja í vikunni,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er jafnan kallaður. Vísar hann þar til straums ferðamanna til spænsku eyjunnar Tenerife. Svali hefur verið búsettur á eyjunni í rúm tvö ár, en hann er nýfluttur aftur til Tenerife eftir að hafa dvalið á Íslandi í sumar. Var það sökum heimsfaraldurs kór- ónuveiru, en hann hefur rekið fyrir- tækið Tenerife-ferðir. Að sögn Svala var nýverið opnað á ferðir til eyjunnar, en til að koma í veg fyrir smit er öllum sem þangað koma gert að fara í sýnatöku. „Fyrst var ferðamönnum ekki skylt að láta taka úr sér sýni. Núna er hins vegar neikvætt próf orðið skilyrði til að þú komist inn á eyjuna. Flugfélög og ferðaþjónustufyrirtæki hafa í mörg- um tilfellum greitt sýnatökuna fyrir ferðamennina og það hjálpar til,“ segir Svali. Fá margar fyrirspurnir Aðspurður segir hann að ýmsar takmarkanir séu í gildi en þó þannig að fólk geti lifað tiltölulega eðlilegu lífi. „Það er grímuskylda og þú verð- ur að virða fjarlægðarmörk. Aftur á móti mega hundrað manns koma saman á veitingastöðum, en örygg- isverðir fylgjast með að allt fari vel og rétt fram,“ segir Svali en tekur fram að skiptar skoðanir séu meðal eyjarskeggja um hvort opna eigi Tenerife að nýju. „Það gengur svo vel og það eru fá smit þannig að ég held að íbúum hér sé ekkert endi- lega vel við að hleypa fólki inn.“ Sjálfur rekur Svali fyrirtækið Tenerife-ferðir, sem líkt og nafnið gefur til kynna sérhæfir sig í ferðum til eyjunnar. Spurður hvort mikill áhugi sé meðal Íslendinga á að ferðast til eyjunnar kveður Svali já við. Hins vegar sé þess beðið að ís- lensk flugfélög hefji flug þangað að nýju. „Ég veit ekki hvað flugfélögin ætla að gera heima. Ég held að þau séu í biðstöðu enda er dýrt að hefja flug og þurfa svo að hætta við. Hing- að til hef ég verið að senda fólk í gegnum Manchester, en við fáum al- veg svakalega mikið af fyrir- spurnum,“ segir Svali sem vonast til þess að fljótlega geti fleiri Íslend- ingar komið. „Ef ástandið helst gott held ég að hægt verði að hefja flug í lok nóv- ember. Einhverjir segja hins vegar að páskarnir séu raunhæfur mögu- leiki. Fólk þarf að fá ferðakjarkinn aftur og byrja að lifa með veirunni.“ Erlendum ferðamönnum fjölgar hratt á Tenerife  Faraldurinn í rénun  Mikill áhugi meðal Íslendinga Ferðamenn Skiptar skoðanir eru meðal íbúa á komu ferðamanna. Ljósmyndir/Svali Tenerife Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað hratt á Tenerife undanfarið. Myndin er tekin síðdegis í gær. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Þriðji fjórðungur ársins reyndist Íslandsbanka og Arion banka hag- felldari en fyrri tveir fjórðungar ársins. Þannig sneri Íslandsbanki tæp- lega fjögurra milljarða tapi á fyrri árshelmingi í dálítinn hagnað með því að skila jákvæðri afkomu upp á 3,4 milljarða á fjórðungnum. Skiptir þar miklu að virðisbreyting útlána- safns bankans var aðeins neikvæð um 1,1 milljarð en hafði verið 2,4 milljarðar á öðrum fjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 1,4% á fjórðungnum miðað við sama fjórðung í fyrra en vaxtamunur dróst saman og reyndist 2,5% sam- anborið við 2,6% á ársfjórðungnum á undan. Arðsemi eigin fjár á ársgrund- velli reyndist 7,4%. Arion banki hagnaðist um tæpa 4 milljarða á fjórðungnum en hagn- aður bankans á sama fjórðungi í fyrra nam 761 milljón króna. Hagn- aður bankans af áframhaldandi starfsemi var hins vegar betri og nam tæpum 5 milljörðum. Tap af rekstri dótturfélagsins Sólbjargs ehf. var hins vegar neikvæð um tæpan 1,1 milljarð en það er félagið eignarhaldsfélagið TravelCo, sem stofnað var í kjölfar falls Primera air ehf. og Primera Travel Group hf. Félagið er til sölu líkt og Valitor en ekki varð tap af rekstri þess fyrirtækis á fjórðungnum líkt og verið hefur síðustu tvö ár og valdið hefur neikvæðum áhrifum á afkomu bankans. Hreinn vaxtamunur var 2,9% og hækkaði milli ára þrátt fyrir lækk- andi vexti á markaði. Neikvæð virðisbreyting útlána- safns bankans varð meiri en á fyrri fjórðungi, einkum vegna kórónu- veirunnar og nam 5,1 milljarði, samanborið við 1,6 milljarða á öðr- um fjórðungi. Arðsemi eigin fjár reyndist 4,7% á fjórðungnum en sé aðeins horft til áframhaldandi starfsemi var hún 6,1%. Rekstrarkostnaðurinn lækkar Stjórnunarkostnaður Íslands- banka dróst saman um 7,6% miðað við sama tímabil í fyrra. Segir í til- kynningu frá bankanum að það skýrist af fækkun stöðugilda, hóf- legum launahækkunum og lækkun á flestum kostnaðarliðum. Var kostnaðarhlutfall bankans 46,7% og lækkaði úr 56,3% frá fyrra ári. Rekstrarkostnaður Arion banka lækkaði um 25% miðað við sama fjórðung fyrra árs. Segir í tilkynn- ingu frá bankanum að þar ráði mestu hagræðingaraðgerðir sem bankinn réðst í fyrir ári. Kostn- aðarhlutfall Arion banka lækkaði verulega frá fyrra ári, líkt og í til- felli Íslandsbanka. Stóð það í 40,2%, samanborið við 56,2% í lok sama fjórðungs í fyrra. Íslandsbanki og Arion auka hagnaðinn  Íslandsbanki snýr tapi í hagnað  Arion banki skilar 4 milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi  Rekstrarkostnaður beggja stofnana lækkar talsvert  Milljarða niðurfærslur útlánasafnanna Morgunblaðið/ÞÖK Eftirhreytur Gjaldþrot Primera hefur neikvæð áhrif á afkomu Arion banka. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að líklega muni hann leggja til harðari sóttvarnaaðgerðir í dag eða á morgun. Ljóst sé að núverandi árang- ur sé ekki nægilegur til þess að ekk- ert verði að gert. Á þriðjudag greind- ust 86 kórónuveirusmit á landsvísu, þar af voru 72% í sóttkví. Á Landspít- ala er 61 sjúklingur með kórónuveir- una og af þeim eru tveir á gjörgæslu og einn á öndunarvél. Þá eru 1.086 manns undir eftirliti lækna á Covid- göngudeild Landspítala, að því er fram kemur í yfirliti farsóttanefndar og viðbragðsstjórnar Landspítala. Einn lést vegna kórónuveirunnar á síðastliðnum tveimur dögum og hafa alls 12 látist frá upphafi faraldursins hér á landi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að líklega komi ekki til lögreglu- rannsóknar vegna hópsmitisins á Landakotsspítala. Til þess að svo verði þurfi að liggja fyrir ásetningur eða stórkostlegt gáleysi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar, segir að hann teldi æskilegast að aðgerðir yrðu hertar fyrir helgi. Hann sagði í Kast- ljósi í gær að hann vildi loka öllum verslunum nema matvöruverslunum, banna íþróttastarf bæði innan- og ut- anhúss og loka veitingahúsum. Eftir að til mildra aðgerða var gripið í kjöl- far hópsmita á skemmtistöðum í lok september, segir Kári að það sé full- reynt að grípa ekki til harðra aðgerða til þess að bregðast við stórum hóp- smitum. Vegna smitsins á Landa- kotsspítala verði að hans mati að grípa til harðra ráðstafana strax. Hertari aðgerðir þykja líklegar  Kynna nýjar aðgerðir innan skamms Kórónu- veirusmit H e im ild : c o vi d .is Nýgengi innanlands 27. október: 221,4 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 1.062 eru með virkt smit og í einangrun 1.667 einstaklingar eru í sóttkví 58 eru á sjúkrahúsi, þar af 1 á gjörgæslu Nýgengi, landamæri: 27,5 Einn lést í gær 86 ný inn an lands smit greindust 27. október 12 einstaklingar eru látnir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.