Morgunblaðið - 29.10.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.10.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 ÞAÐ TEKUR AÐEINS UM 30 SEK. AÐ SKIPTA UM POKA Paxxo Longopac flokkunarkerfið er byltingarkennd lausn í sjálfbærri flokkun. Paxxo er sænskur framleiðandi í fremstu röð á sínu sviði í heiminum. Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is COMMERZ H: 100 cm B: 107,5 cm D: 44 cm MINI BULLET H: 86 cm B: 38 cm D: 20 cm LONGOSTAND MINI H: 100 cm B: 107,5 cm D: 44 cm VERÐ 188.900 KR. VERÐ 39.890 KR. VERÐ 12.890 KR. SJÁLFBÆR FLOKKUN SORPS ER KRAFA OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hofsjökull minnkar enn að flatarmáli og rúmmáli, enda þótt leysing á jökl- inum á liðnu sumri hafi mælst heldur minni en oft áður. Neðan við 1.000 m hæð á jöklinum bráðnuðu 1-2 m vetrarsnævar og víðast 3-4 m jökul- íss til viðbótar en fyrningar söfn- uðust víðast hvar ofan við 1.300 m hæð. Þar leysti því minna í sumar en á bættist vet- urinn 2019-2020. Þetta sýna mæl- ingar jarðvísindafólks Veðurstofu Ís- lands sem fór á jökulinn í rannsókn- arskyni nú í byrjun október. Nýr vetrarsnjór er fallinn Í Hofsjökulsferð nú voru Bergur Einarsson, Hrafnhildur Hannesdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson sem komu að jöklinum úr norðri og óku upp úr Skagafirði. Farið var á vélsleðum milli mælipunkta á Hofsjökli, lesið af stikum og skrið jökulsins mælt með GPS-tæki. Nýr vetrarsnjór er fallinn um allan jökul, mest um 1,5 metrar á hábungunni í tæplega 1.800 m hæð. Þorsteinn segir að yfirleitt sé gott samhengi milli sumarhita og jökla- leysingar og séu veðurgögn frá Hveravöllum gagnleg í þeim saman- burði. Þar reyndist meðalhiti sumars- ins, það er tímabilsins frá maí til sept- ember, 5,1 gráða sem er einni gráðu lægra en meðaltal sl. áratugar og 1,5 gráðum minna en meðaltalið 2001- 2010 segir hann. „Með hitastig á Hveravöllum til hliðsjónar kom ekki á óvart að leysing á jöklinum nú í sum- ar mældist heldur í minna lagi en að jafnaði gerist,“ sagði Þorsteinn þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Að jafnaði bættist 1,1 m af snjó, umreiknað í vatn, á Hofsjökul vet- urinn 2019-2020 og 2 m runnu burt sem leysingarvatn sl. sumar. Samtals rýrnaði Hofsjökull því um 0,9 metra á þessu ári, sem er litlu minni rýrnun en í meðalári. Hefur jökullinn nú tap- að nær 15% af rúmmáli sínu frá upp- hafi afkomumælinganna árið 1988 og virðist lítið lát á rýrnuninni, þótt hún hafi á síðustu árum ekki verið jafn ör og á fyrsta áratug þessarar aldar. Sporðar jökulsins hörfa stöðugt og styttist nú í að flatarmálið fari niður fyrir 800 km2. Jón Eyþórsson veð- urfræðingur hóf mælingar á stöðu jökulsporða við Hofsjökul árið 1932 og hefur hann nú alls hörfað um 1.400 m frá þeim tíma, samkvæmt fyrir- liggjandi gögnum Jöklarannsókna- félags Íslands. Múlajökull verður svipminni „Múlajökull, sem gengur sunnan úr Hofjökli, norðan við Þjórsárver, verður smám saman svipminni þegar hann hörfar á aurunum norður af Þjórsárverum. Fjöldi smálóna hefur myndast á milli jökulkamba, sem orð- ið hafa til undir jöklinum og nú eru þessi lón tekin að renna saman í stærri vötn við jaðar jökulsins. Botn Múlajökuls er lægri en landið framan hans og má þarna greina fyrstu stig í myndun stöðuvatns, sem fylla mun dalinn sem jökullinn hefur grafið þeg- ar jökullinn hörfar meira. Samkvæmt útreikningi jöklafræðinga mun vatnið myndast á þessari öld.“ Hofsjökull heldur áfram að hopa  Rýrnaði um 90 cm milli ára skv. nýrri mælingu  Minna undanhald en oft áður  Fylgir hita á Hveravöllum  15 % af rúmmáli jökulsins hafa tapast frá árinu 1988  Nýtt jökullón er að myndast Ljósmynd/Þorsteinn Þorsteinsson Flugsýn Horft til norðvesturs að sunnanverðum Hofsjökli. Fremst er Múlajökull, sem er rétt norðan við Þjórsárver. Fyrir jökulsporðinum eru nú að myndast jökullón sem er upphaf þess að þarna verði stöðuvatn í fyllingu tímans. Þorsteinn Þorsteinsson Verkefnið Svefnbyltingin, leitt af Ernu Sif Arnardóttur, lektor við Há- skólann í Reykjavík, hefur fengið vil- yrði fyrir 2,5 milljarða króna styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020- rammaáætlun ESB. Íslensku fyrir- tækin Nox Medical og Sidekick Health, vísindamenn í Háskólanum í Reykjavík og samstarfsaðilar í evr- ópskum háskólum, heilbrigðisstofn- unum og fyrirtækjum ásamt ástr- ölskum háskóla koma að málinu. Um helmingur styrkfjárins verður nýtt- ur meðal annars til að byggja á Ís- landi upp gagnagrunn með niður- stöðum úr svefnmælingum á 30 þúsund manns. Erna Sif segir að nú eigi að færa áhersluna í greiningu og meðferð stefntruflana yfir á daglegt líf fólks, stuðla að persónubundinni heilbrigð- isþjónustu. Þátt- takendur hafi að- gang að sínum gögnum í gegnum notendavæn kerfi sem hvetja eigi fólk til lífsstíls- breytinga. Í rannsókninni nú verða notuð lækningatæki sem fólk setur á sig sjálft heima. Með þeim tækjum er hægt að fylgjast með raunveru- legum svefni fólks í þrjár nætur. Áhrif tveggja meðferða við kæfi- svefni sem miða að breytingum á lífs- stíl verða könnuð, sem og gildi snjall- úra við greiningu og meðferð. „Að baki umsókninni var mikil vinna og styrkurinn er til fjögurra ára. Hér í HR munu 25-30 manns vinna einvörðungu við þessa rann- sókn en margir fleiri koma að mál- um. Kæfisvefn og svefnháðar öndun- artruflanir, sem eru mjög algengar, eru áherslumál í rannsókninni og út frá niðurstöðunum er ætlunin að bæta meðferð og greiningu,“ sagði Erna Sif í samtali við Morgunblaðið. Hörð samkeppni um styrki Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir styrkinn enn eina staðfestingu á sterkri stöðu skólans í alþjóðlegu rannsóknastarfi. „Samkeppnin um svona styrki er gríðarlega hörð og mikil. Það er því mikið afrek hjá ungum vísindamanni að fá styrk í fyrstu tilraun og það með fullt hús stiga hjá matsnefnd.“ sbs@mbl.is Ætla að rannsaka kæfisvefn og öndun  Svefnbylting í HR  2,5 milljarða styrkur  Niðurstöður bæti greiningu og meðferð  Mikið afrek vísindamanns Morgunblaðið/Ernir HR Staðfestir sterka stöðu skólans í alþjóðlegum rannsóknum segir rektor. Erna Sif Arnardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.