Morgunblaðið - 29.10.2020, Qupperneq 22
an Kleppsmýrarvegar og austan
Dugguvogs, er hafin bygging á 74 af
tæplega 400 íbúðum sem heimilt er
að reisa þar samkvæmt deiliskipu-
lagi. Bjarg íbúðafélag er að byggja
þessar 74 íbúðir, en Kaldalón hf.
fasteignaþróunarfélag er lóðarhafi á
öðrum lóðum. Félagið er að hefja
byggingu á 71 íbúð við Stefnisvog 2
og hönnun er hafin á 51 íbúð við
Stefnisvog 1, samkvæmt sam-
þykktum breytingum.
Vogabyggð II: Innan Vogabyggð-
ar II, austan Sæbrautar og sunnan
Kleppsmýrarvegar, er þegar lokið
uppbyggingu 46 íbúða við Trilluvog
og Kuggavog. Búið er að selja allar
íbúðirnar og flutt inn í flestar þeirra.
Þá eru framkvæmdir í gangi við vel
á þriðja hundrað íbúðir í Vogabyggð
II. Þar er ÞG Verk að klára 73 íbúðir
í Skektuvogi. Sérverk er einnig að
ljúka byggingu 47 íbúða við Kugga-
vog 5. Þá eru hafnar framkvæmdir á
vegum ÞG Verks við 77 af 162 íbúð-
um sem eiga að rísa við Arkarvog og
62 íbúðir eru í byggingu við Súðar-
vog 2 á vegum félagsins Súðarvogur
ehf.
Atvinnurými á jarðhæð
Samþykkt deiliskipulag er fyrir
byggingu tæplega 400 íbúða í Voga-
byggð II, til viðbótar við þær sem nú
eru í byggingu eða er lokið. Þar er
m.a. á döfinni að byggja 16 íbúðir við
Dugguvog 41, ásamt atvinnurýmum
á jarðhæð á vegum Vogabyggðar
ehf. Við Kuggavog áætlar ÞG Verk
að reisa 91 íbúð og stendur hönnun
nú yfir.
Vogabyggð III: Ný deiliskipu-
lagshugmynd um uppbyggingu við
Súðarvog og Kænuvog liggur fyrir.
Markmiðið er að svæðið breytist úr
iðnaðarhverfi í blandaða byggð fyrir
íbúðir, atvinnustarfsemi, verslun,
þjónustu, léttan og þrifalegan iðnað
ásamt því að bæta ásýnd hverfisins
og heimila meira byggingarmagn á
lóðum. Fasteignaeigendum og
áhugafólki um uppbyggingu á svæð-
inu verður boðið til opins kynningar-
fundar í nóvember. Upplýsingar
verða settar á vef borgarinnar
reykjavik.is/vogabyggd3
Uppbygging Vogabyggðar er svo-
kallað þéttingarverkefni og það eru
því lóðarhafar sem ráða nokkru um
það hversu hverfið byggist hratt
upp. Miðað er við að meirihluti
hverfisins verði byggður um 2024,
en uppbygging í Vogabyggð III mun
taka lengri tíma, að því er Reykja-
víkurborg upplýsir.
Hönnun skólabygginga
Í undirbúningi er hugmynda-
samkeppni um hönnun grunnskóla
og leikskóla sem á að rísa á svoköll-
uðum Fleyvangi (Vogabyggð IV).
Áætlað er að byggingarfram-
kvæmdir hefjist 2022. Áform um
uppbyggingu íþróttamannvirkja á
svæðinu eru enn í mótun.
Glímufélagið Ármann skrifaði
borgaryfirvöldum bréf haustið 2019
með ósk um viðræður um íþrótta-
starf og skipulag íþróttamannvirkja
í Vogabyggðinni.
Ármenningar starfa nú í Laug-
ardal en renna hýru auga í Voga-
byggðina, þar sem aðstaða félagsins
núna er talin ófullnægjandi. Á
heimasíðu félagins kemur fram að
innan þess séu stundaðar 10 íþrótta-
greinar, fimleikar, frjálsar íþróttir,
júdó, körfuknattleikur, lyftingar,
kraftlyftingar, rafíþróttir, sund,
skíði og tækvondó.
Upphafið Myndin er tekin 2018 þegar hafin var bygging á fyrsta húsinu. Búið
er að að rífa gömlu húsin á Gelgjutanga sem er við hlið Snarfarahafnarinnar.
Morgunblaðið/Eggert
Staðan núna Fjölmörg hús hafa risið undanfarin tvö ár. Byrjað er á enn fleiri húsum og verið að skipuleggja lóðir.
Vogabyggðin byggist hratt upp
Mögulegt að byggja þar allt að 1.900 íbúðir Hundruð íbúða eru nú í smíðum í Vogabyggðinni
Skipulag Vogabyggðar
Heimild/grunnkort: Reykjavíkurborg
1
2
3 4
5
Uppbyggingarreitir,
Vogabyggð 1 til 5
Sæbraut
Súðarvogur
Gelgju-
tangi
Skútuvogur
K
leppsm
ýrarvegur
GEIRSNEF
VOGAR
Elliðaár
Elliðaár
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Vogabyggð við Elliðaárvog er einn
helsti uppbyggingarreitur nýrra
íbúðarhúsa í Reykjavík. Á þessu
svæði stóðu áður gömul og úr sér
gengin atvinnuhús sem viku fyrir
nýjum íbúðablokkum.
Í gildandi aðalskipulagi er gert
ráð fyrir 1.300 íbúðum. En með upp-
byggingarmöguleikum syðst í hverf-
inu, næst fyrirhugaðri borgarlínu-
stöð, og vegna áforma um stokk á
Sæbraut, verður væntanlega hægt
að byggja fleiri íbúðir á svæðinu.
Þetta getur þýtt að til framtíðar
megi byggja allt að 1.900 íbúðir í
Vogabyggð, að því er Jón Halldór
Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá
Reykjavíkurborg, upplýsir blaðið.
Fyrsta húsið byggt 2018
Framkvæmdir við fyrsta íbúðar-
húsið hófust sumarið 2018 og nú,
tveimur árum seinna, eru 46 íbúðir
tilbúnar og mörg hundruð íbúðir í
byggingu. Til samanburðar eru birt-
ar hér að ofan tvær drónamyndir, sú
fyrri tekin 2018 og sú seinni 2020.
Svæðinu er skipt í fimm uppbygg-
ingarreiti sem komnir eru mislangt í
skipulagsferli. Meðfylgjandi er graf
sem sýnir þessa skiptingu.
Vogabyggð I: Í Vogabyggð I á
Gelgjutanga, sem liggur að sjó sunn-
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646