Morgunblaðið - 29.10.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.10.2020, Qupperneq 22
an Kleppsmýrarvegar og austan Dugguvogs, er hafin bygging á 74 af tæplega 400 íbúðum sem heimilt er að reisa þar samkvæmt deiliskipu- lagi. Bjarg íbúðafélag er að byggja þessar 74 íbúðir, en Kaldalón hf. fasteignaþróunarfélag er lóðarhafi á öðrum lóðum. Félagið er að hefja byggingu á 71 íbúð við Stefnisvog 2 og hönnun er hafin á 51 íbúð við Stefnisvog 1, samkvæmt sam- þykktum breytingum.  Vogabyggð II: Innan Vogabyggð- ar II, austan Sæbrautar og sunnan Kleppsmýrarvegar, er þegar lokið uppbyggingu 46 íbúða við Trilluvog og Kuggavog. Búið er að selja allar íbúðirnar og flutt inn í flestar þeirra. Þá eru framkvæmdir í gangi við vel á þriðja hundrað íbúðir í Vogabyggð II. Þar er ÞG Verk að klára 73 íbúðir í Skektuvogi. Sérverk er einnig að ljúka byggingu 47 íbúða við Kugga- vog 5. Þá eru hafnar framkvæmdir á vegum ÞG Verks við 77 af 162 íbúð- um sem eiga að rísa við Arkarvog og 62 íbúðir eru í byggingu við Súðar- vog 2 á vegum félagsins Súðarvogur ehf. Atvinnurými á jarðhæð Samþykkt deiliskipulag er fyrir byggingu tæplega 400 íbúða í Voga- byggð II, til viðbótar við þær sem nú eru í byggingu eða er lokið. Þar er m.a. á döfinni að byggja 16 íbúðir við Dugguvog 41, ásamt atvinnurýmum á jarðhæð á vegum Vogabyggðar ehf. Við Kuggavog áætlar ÞG Verk að reisa 91 íbúð og stendur hönnun nú yfir.  Vogabyggð III: Ný deiliskipu- lagshugmynd um uppbyggingu við Súðarvog og Kænuvog liggur fyrir. Markmiðið er að svæðið breytist úr iðnaðarhverfi í blandaða byggð fyrir íbúðir, atvinnustarfsemi, verslun, þjónustu, léttan og þrifalegan iðnað ásamt því að bæta ásýnd hverfisins og heimila meira byggingarmagn á lóðum. Fasteignaeigendum og áhugafólki um uppbyggingu á svæð- inu verður boðið til opins kynningar- fundar í nóvember. Upplýsingar verða settar á vef borgarinnar reykjavik.is/vogabyggd3 Uppbygging Vogabyggðar er svo- kallað þéttingarverkefni og það eru því lóðarhafar sem ráða nokkru um það hversu hverfið byggist hratt upp. Miðað er við að meirihluti hverfisins verði byggður um 2024, en uppbygging í Vogabyggð III mun taka lengri tíma, að því er Reykja- víkurborg upplýsir. Hönnun skólabygginga Í undirbúningi er hugmynda- samkeppni um hönnun grunnskóla og leikskóla sem á að rísa á svoköll- uðum Fleyvangi (Vogabyggð IV). Áætlað er að byggingarfram- kvæmdir hefjist 2022. Áform um uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæðinu eru enn í mótun. Glímufélagið Ármann skrifaði borgaryfirvöldum bréf haustið 2019 með ósk um viðræður um íþrótta- starf og skipulag íþróttamannvirkja í Vogabyggðinni. Ármenningar starfa nú í Laug- ardal en renna hýru auga í Voga- byggðina, þar sem aðstaða félagsins núna er talin ófullnægjandi. Á heimasíðu félagins kemur fram að innan þess séu stundaðar 10 íþrótta- greinar, fimleikar, frjálsar íþróttir, júdó, körfuknattleikur, lyftingar, kraftlyftingar, rafíþróttir, sund, skíði og tækvondó. Upphafið Myndin er tekin 2018 þegar hafin var bygging á fyrsta húsinu. Búið er að að rífa gömlu húsin á Gelgjutanga sem er við hlið Snarfarahafnarinnar. Morgunblaðið/Eggert Staðan núna Fjölmörg hús hafa risið undanfarin tvö ár. Byrjað er á enn fleiri húsum og verið að skipuleggja lóðir. Vogabyggðin byggist hratt upp  Mögulegt að byggja þar allt að 1.900 íbúðir  Hundruð íbúða eru nú í smíðum í Vogabyggðinni Skipulag Vogabyggðar Heimild/grunnkort: Reykjavíkurborg 1 2 3 4 5 Uppbyggingarreitir, Vogabyggð 1 til 5 Sæbraut Súðarvogur Gelgju- tangi Skútuvogur K leppsm ýrarvegur GEIRSNEF VOGAR Elliðaár Elliðaár BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vogabyggð við Elliðaárvog er einn helsti uppbyggingarreitur nýrra íbúðarhúsa í Reykjavík. Á þessu svæði stóðu áður gömul og úr sér gengin atvinnuhús sem viku fyrir nýjum íbúðablokkum. Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir 1.300 íbúðum. En með upp- byggingarmöguleikum syðst í hverf- inu, næst fyrirhugaðri borgarlínu- stöð, og vegna áforma um stokk á Sæbraut, verður væntanlega hægt að byggja fleiri íbúðir á svæðinu. Þetta getur þýtt að til framtíðar megi byggja allt að 1.900 íbúðir í Vogabyggð, að því er Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, upplýsir blaðið. Fyrsta húsið byggt 2018 Framkvæmdir við fyrsta íbúðar- húsið hófust sumarið 2018 og nú, tveimur árum seinna, eru 46 íbúðir tilbúnar og mörg hundruð íbúðir í byggingu. Til samanburðar eru birt- ar hér að ofan tvær drónamyndir, sú fyrri tekin 2018 og sú seinni 2020. Svæðinu er skipt í fimm uppbygg- ingarreiti sem komnir eru mislangt í skipulagsferli. Meðfylgjandi er graf sem sýnir þessa skiptingu.  Vogabyggð I: Í Vogabyggð I á Gelgjutanga, sem liggur að sjó sunn- 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.