Morgunblaðið - 29.10.2020, Síða 24

Morgunblaðið - 29.10.2020, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Langermabolur Leggingsbuxur Rúllukragabolur Stærðir: S-XL Verð 7.990,- stk. WARMWEAR Fallegur, hlýr fatnaður sem hefur frábæra endingu. Hægt að nota sem insta lag eða eitt og sér. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Um miðjan maímánuð hófst Hrafn Jökulsson handa við hreinsun fjör- unnar í Kolgrafarvík í Árneshreppi. Nú um 170 dögum síðar hefur hann fært út kvíarnar og einnig lagt sitt af mörkum við hreinsun í Bitrufirði og Hrútafirði, en á öllum stöðunum hafa vinnuflokkar frá Veraldarvinum tekið þátt í hreinsunarstarfinu. Hrafn segist þó rétt vera að byrja, mikið verk sé að vinna og síðustu ár hafi sigið á ógæfu- hliðina. Hann er tilbúinn að nota næstu ár við hreinsum á strandlengjunni hring- inn í kringum Ísland og þá sem liðs- maður Veraldarvina, sem hann segir ómetanleg samtök. Hrafn segist reyndar þurfa að eiga orðastað við ráðamenn um átak við hreinsun strandlengjunnar og gefur lítið fyrir „aðgerðaáætlun í plastmálefnum“ sem umhverfisráðuneytið kynnti í síðasta mánuði. Til liðs við þennan fjörulalla „Það hafa ótrúlega margir, Íslend- ingar og útlendingar, komið til liðs við þennan fjörulalla sem settist niður 13. maí á rekaviðardrumb í Kolgrafarvík,“ segir Hrafn. Hann rifjar upp að þar hafi verið ævintýraheimur bernsk- unnar þegar hann var þar í sveit. „Mér rann til rifja að ég, kominn á miðjan aldur, skyldi hafa vanrækt fóstru mína, Kolgrafarvík, og þjáðist vegna alls þessa rusls sem ég og mín kynslóð hefðum átt að tína upp fyrir löngu. Ég skammast mín og þegar maður skammast sín er ekki nóg að segja æ fyrirgefðu, ég er búinn að rústa jörðinni, heldur eigum við að gera eitthvað í því. Því miður eru allt of margir af minni kynslóð uppteknir af því hvenær þau komist aftur í World Class til að hreyfa sig að ástæðulausu. Lyfta einhverju í miðjum heimsfaraldri sem hefur eng- an tilgang nema að þeim líði betur fyr- ir framan spegilinn. Ég segi við þetta fólk: Það voru þýsk ungmenni í rokinu í fjörum Kolgrafarvíkur á fyrstu dög- um vetrar að fást við plast og rekavið. Ef ykkur vantar eitthvað að gera farið þá niður í fjöru til að vinna og fá ferskt loft. Þannig gerum við heiminn betri.“ Veraldarvinir á fleygiferð Hrafn segist tilbúinn að vinna kaup- laust í fjögur ár við hreinsun á fimm þúsund kílómetra strandlengju lands- ins. Það hefur hann nú gert í 170 daga, oft 18 tíma á dag, og segist aldrei hafa verið í betra formi. „Við Veraldarvinir erum á fleygiferð við að hreinsa strandlengju landsins af plasti og öðru rusli og vinnum sam- kvæmt áætlun sem byrjað var á fyrir löngu. Ég er lítill hlekkur í langri keðju og stoltur af því að vera verk- stjóri í Veraldarvinum,“ segir Hrafn. Hann segir að á 19 árum hafi komið hingað um 20 þúsund sjálfboðaliðar frá 99 löndum á vegum samtakanna. Þór- arinn Ívarsson hjá Veraldarvinum láti verkin tala og hafi skilað náttúru Ís- lands og samfélaginu meira en eitt þúsund ársverkum á 19 árum. Löngu sé tímabært að hann njóti viðurkenn- ingar og stuðnings. Síðustu mánuði hafa vinnuflokkar frá Veraldarvinum verið við vinnu í botni Bitrufjarðar. Um fjöruna þar segir Hrafn að hún hafi verið kölluð sú óhreinasta á Íslandi fyrir um 30 árum. „Þarna er mikið af plastflísum, spott- um og afgöngum alls konar sem búið er að brjóta í þúsund mola. Sums stað- ar er plastlagið á 30-40 sentimetra dýpi. Botn Bitrufjarðar útheimtir tíu þúsund klukkutíma af jarðvegs- hreinsun, svipað og ég sló á varðandi Kolgrafarvík,“ segir Hrafn. Allsherjarhreinsun Hann segir að aðgerða sé þörf en ekki orða og gefur lítið fyrir aðgerða- áætlun umhverfisrráðuneytisins um hreinsun stranda á Íslandi, sem kynnt var í september. Þar kemur fram að gert sé ráð fyrir 150 milljónum króna í átak til 3-5 ára til allsherjarhreinsunar strandlengjunnar af plasti og öðrum úrgangi. Verkefnið felist m.a. í að meta ástand strandlengjunnar með tilliti til plastmengunar, skipuleggja, undirbúa og framkvæma strandhreinsanir í samstarfi við almenning, áhugasama aðila og sveitarfélög á viðkomandi stað og flytja úrgang til endurvinnslu. Sagt er að sjálfboðaliðar og frjáls fé- lagasamtök hafi með eldmóði sínum og drifkrafti gegnt lykilhlutverki við þá hreinsun íslenskra stranda sem þegar hefur verið framkvæmd. Með aðgerð- inni sé lagt upp með að svo verði áfram. Aðgerðin feli í sér að leitað verði samninga við félagasamtök hér á landi sem séu reiðubúin til að hafa yfir- umsjón með verkefninu. Nógu hlýtt í hjartanu „Í mínum huga er þetta eins og að taka 150 milljónir og henda þeim út um gluggann,“ segir Hrafn. „Við þurf- um ekki hlý orð, okkur er nógu hlýtt í hjartanu. Við í Veraldarvinum erum með allt sem þarf til að klára verkefnið innan tveggja ára, en með áætlun ráð- herra er hægt að gleyma þessu. Það er löngu tímabært að Veraldar- vinir fái almennilegan stuðning, sam- tök sem sannarlega vinna í þágu nátt- úrunnar. Það er ekki eftir neinu að bíða.“ „Ekki eftir neinu að bíða“  Hrafn Jökulsson tilbúinn að nýta næstu ár við að hreinsa strandlengjuna  Gefur lítið fyrir áætlun stjórnvalda  Segir Veraldarvini með allt sem þurfi til að klára verkefnið innan tveggja ára Ljósmyndir/Silke Van Broeck Verk að vinna Rekaviðurinn setur svip á fjöruna í Bitrufirði, en einnig er þar mikið af plasti og alls konar drasli. Glaðlegir Veraldarvinir að hefja hreinsunarstörf í Hrútafirði í haust. Meðan þrír vinnuflokkar Verald- arvina voru við vinnu í Stranda- sýslu var fjórði hópurinn önnum kafinn í húsnæði við Geirsgötu, sem Hrókurinn réð áður yfir. Þar segir Hrafn að fjársjóði úr Kolgrafarvík hafi verið komið fyrir, en margs konar dýrgripi hafi verið að finna í 50 ára ruslsögu fjörunnar. Á Geirs- götunni hafi snjallir hönnuðir verið við vinnu og einnig sjávarlíffræð- ingur og haffræðingur. Hrafn segir að í hópi Veraldar- vina sé fólk úr ólíkum hópum sam- félagsins, sumt hámenntað. „Sú súpa af háskólagráðum sem ég hef fyrir framan mig er miklu bragð- meiri heldur en nokkur ráðherra gæti boðið upp á á einum degi,“ segir Hrafn. Perlur í ruslinu Margt forvitnilegt hefur fundist í fjörunni í sumar. Bragðmikil súpa af háskólagráðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.