Morgunblaðið - 29.10.2020, Side 34

Morgunblaðið - 29.10.2020, Side 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 Stefán Birnir Sverrisson hjá Tækniviti segir að stefnt sé að því að stöðvarnar sem fyrirtækið er með í pípunum komi upp næsta sumar eða um haustið. Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ís- orku, upplýsir að stefnan hafi verið sett á að koma upp stöðvum á Blönduósi og í Mosfellsbæ síðast- liðið sumar. Hins vegar hafi sam- starfsaðilar þeirra bakkað út úr verkefninu sökum útbreiðslu kór- ónuveirunnar og vegna þess að ON hafi ákveðið að bjóða tímabundið upp á 40% afslátt af rafmagni og tímagjaldi í sínum stöðvum. Sá af- sláttur hafi átt að renna út í byrjun sumars en hafi verið framlengdur út þetta ár. „Við sáum engan rekstrargrund- völl fyrir stöðvunum á meðan ON væri með stöðvar á báðum þessum svæðum þrátt fyrir styrk Orku- sjóðs,“ segir í skriflegu svari Sig- urðar. Samkeppniseftirlitið skoðar Bendir hann á að Samkeppn- iseftirirlitið hafi nú hafið formlega rannsókn á afsláttarkjörum ON, auk annarra aðgerða fyrirtækisins á hleðslu- og raforkumarkaði. Sigurður segir að þrátt fyrir fyrrnefnt bakslag sé stefnan sett á að koma stöðvunum upp næsta sumar. Sé það gert í von um að ON muni ekki framlengja tilboðið sem á að standa út þetta ár. Stórtæk áform ON ON hefur frá upphafi rafbílavæð- ingar verið umsvifamest allra fyr- irtækja í uppsetningu hraðhleðslu- stöðva hér á landi. Hefur fyrirtækið uppi áætlanir um enn frekari uppbyggingu þjónustunnar. Hefur fyrirtækið hlotið styrki úr Orkusjóði til að byggja upp 17 nýj- ar 150 kW hleðslur á 10 staðsetn- ingum auk fleiri stöðva með 50 og 20 kW hleðslum sem m.a. verða staðsettar við hótel og gististaði víða um landið. Upphaflegar áætlanir ON fólust í að byggja upp fjórar stöðvar á leið- inni milli Akureyrar og Reykjavík- ur í Varmahlíð og Staðarskála og byggði sú áætlun á samstarfi fyrir- tækisins við N1. Í kjölfar þess að síðarnefnda fyrirtækið festi kaup á Íslenskri orkumiðlun var ljóst að ekki yrði framhald á samstarfinu við ON og var þá ákveðið að nýta styrkinn frá Orkusjóði í að byggja upp tvær 150 kW hleðslur í Víði- gerði í stað Staðarskála. Verða ekki of margar Morgunblaðið leitaði viðbragða Sigurðar Inga Friðleifssonar, fram- kvæmdastjóra Orkuseturs, við þeim tíðindum að Tesla væri nú við það að taka í notkun ofurhleðslu- stöð sína í Staðarskála. Vakna þar m.a. spurningar um hvort aðrir bílaframleiðendur muni feta í sömu spor og hvort það kalli á offjárfest- ingu innviða í tengslum við rafbíla- notkun hér á landi. „Enginn annar bílaframleiðandi hefur kosið að fara þessa leið og því er sennilegra að aðrir framleiðend- ur muni áfram stóla á uppbyggingu þriðja aðila. Ósennilegt er þó að það skapist þörf á gríðarlegum fjölda stöðva á einum stað, t.d. á leiðinni milli Akureyrar og Reykja- víkur. Það skýrist helst af því að bílarnir verða sífellt langdrægari og hraðhleðslustöðvar geti risið víða á leiðinni og fjölgað svo ein- faldlega samhliða fjölgun rafbíla.“ Önnur hugsun Bendir hann á að þeir sem notist við rafbíla hugsi sína orkunotkun með allt öðrum hætti en þeir sem aka um á benín- eða díselbíl. Hugað sé að því hvað þurfi mikið rafmagn til þess að komast leiðar sinnar og þá skipti ekki öllu máli hvort bætt sé á rafhlöðuna í Varmahlíð, Víði- gerði, Blönduósi eða Staðarskála. Val um staðsetningu sé einfaldlega tekið á grundvelli þess hvaða stöðv- ar eru lausar á hverjum tíma. Sig- urður Ingi bendir einnig á að upp- bygging háhraðahleðslustöðva feli ekki í sér eins mikið inngrip eða fjárfestingu og þegar um bensín- stöðvar sé að ræða. „Það er tiltölulega einfalt að bæta við stöðvum eftir því sem þörfin eykst. Þá er heldur ekki endilega nauðsynlegt að byggja upp sífellt öflugra flutningskerfi raforku vegna þessara stöðva. Sú tækni er líka fyrir hendi að stöðv- arnar búi yfir rafhlöðu sem safnar inn á sig rafmagni sem svo er skot- ið inn á bíla þegar þeir koma og tengjast á viðkomandi stöð. Tækninni fleygir fram í þessu sem gerir hlutina sífellt einfaldari.“ Þarfir rafbílaflotans breytast  Átta hraðhleðslustöðvar á teikniborðinu milli Reykjavíkur og Akureyrar  Tesla nú þegar með átta  Framkvæmdastjóri Orkuseturs segir litla hættu á of mörgum stöðvum  Hræringar á markaðnum Hleðslustöðvar milli Reykjavíkur og Akureyrar Fjöldi 50, 150* og 250 kW stöðva Mosfellsbær 50 kW 150 kW Borganes 50 kW 150 kW Staðarskáli 50 kW 250 kW Víðigerði 150 kW Blönduós 50 kW 150 kW Varmahlíð 50 kW 150 kW Fjöldi hleðslustöðva: 50 kW 150 kW* 250 kW *Væntanlegar stöðvar Vegalengdir frá Reykjavík Reykjavík – Borgarnes 72 km Reykjavík – Staðarskáli 163 km Reykjavík – Blönduós 240 km Reykjavík – Varmahlíð 291 km Reykjavík – Akureyri 386 km Vegalengdir milli hleðslustöðva Borgarnes – Staðarskáli 91 km Staðarskáli – Blönduós 77 km Blönduós – Varmahlíð 51 km Varmahlíð – Akureyri 95 km Reykjavík Akureyri BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Þrjú fyrirtæki stefna að uppbygg- ingu háhraðahleðslustöðva á leið- inni milli Reykjavíkur og Akureyr- ar eftir því sem Morgunblaðið kemst næst. Hafa þau öll sótt um og hlotið styrki úr Orkusjóði og samkvæmt gögnum þaðan má gera ráð fyrir að stöðvarnar verði fimm talsins og geti samanlagt annað átta bifreiðum á hverjum tíma. Munu þessar stöðvar bætast við sex aflminni stöðvar sem nú þegar eru fyrir á þjóðveginum og átta stöðvar sem Tesla hyggst taka í notkun í Hrútafirði í næstu viku. Um uppbyggingu bandaríska bíla- framleiðandans var fjallað í Við- skiptaMogganum í gær. Dreift net á leiðinni Líkt og meðfylgjandi kort sýnir er fyrirhuguð uppbygging háhraða- hleðslustöðvanna fimm í Mos- fellsbæ, Borgarnesi, Víðigerði, á Blönduósi og í Varmahlíð. Er það Orka náttúrunnar sem hyggst reisa tvær stöðvar í Víðigerði og tvær í Varmahlíð, Ísorka sem hyggst reisa sitthvora stöðina í Mosfellsbæ og á Blönduósi og Tæknivit sem ætlar að reisa tvær stöðvar í Borg- arnesi. Stöðvarnar sem um ræðir verða 150 kW en stöðvarnar sem fyrir eru á stöðunum sem taldir eru upp hér að ofan eru 50 kW. Því mun afl nýju stöðvanna verða þrefalt á við það sem hingað til hefur verið í boði fyrir rafbílaeigendur á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar. Stöðvarnar sem Tesla er nú að taka í notkun eru hins vegar sér á báti. Þær eru 250 kW og eru aðeins opn- ar fyrir Tesla-bifreiðar. Snjallari lausnir í greiðslumiðlun á Íslandi Fjártæknilausnir Rapyd bjóða þér upp á snjallari greiðslumiðlun. Við bjóðum upp á fjölmargar greiðsluleiðir og virðisaukandi þjónustur sem henta þínum rekstri. Við setjum þjónustu við söluaðila í fyrsta sæti. Vertu í sambandi 558 8000 | hallo@rapyd.net | rapyd.net/is Einfaldari Snjallari Betri Leyfðu okkur að þjónusta þig. NETKAST 7.- 12. okt. Outdoor Ultra / Verð 17.995.- Stærðir: 36-41 LÉTTIR OG VATNSHELDIR DÖMU KULDASKÓR FRÍ HEIMSENDING SKECHERS SMÁRALIND - KRINGLAN Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.