Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 Dr. Ólína Kjerúlf Þor- varðardóttir, fyrrver- andi alþingismaður Sam- fylkingarinnar, sendi nýlega frá sér bókina Spegill fyrir skuggabald- ur. Þar tínir Ólína saman fréttaefni líðandi stund- ar og undanfarinna ára og raunar lengra aftur til að færa sönnur á það sem stendur undir bók- artitlinum: Atvinnubann og misbeit- ing valds. Þungamiðja bókarinnar er að Ól- ína var hvorki ráðin þjóðgarðsvörður á Þingvöllum haustið 2018 né forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri (HA) árið 2013. Hana grunar að andstaða við sig innan HA hafi verið af „pólitískum toga“ eftir að hún gagnrýndi sjáv- arútvegsstefnuna sem þingmaður á árunum 2009 til 2013. Útvegsmenn og Samherji á Akureyri óttuðust mál- flutning hennar, segir hún, og innan HA sönnuðu menn hollustu sína við „Samherjaveldið“ með því að hafna henni. Hún telur að Þingvallanefnd undir formennsku Ara Trausta Guðmunds- sonar, þingmanns VG, hafi brotið á sér „að yfirlögðu ráði“. Hún vegur hart að Þing- vallanefndarmann- inum Páli Magn- ússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýndi samn- ing ríkislögmanns við Ólínu um 20 milljóna króna bætur af því hún var ekki ráðin þjóðgarðsvörður. Ummælin um Pál og gagnrýni Ólínu á hann víða í bók- inni árétta svart/hvíta mynd hennar af mönnum og málefnum. Hún veitist að þeim sem hún telur skuggabaldra en hefur þá til skýjanna sem hún tel- ur snillinga án hæfilegs frama. Fyrir utan Ólínu sjálfa eru í snill- ingahópnum Þorvaldur Gylfason pró- fessor, Jón Þórisson arkitekt og Jó- hann Hauksson blaðamaður. Ólína ber einnig blak af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar- stéttarfélags, og Sigurbjörgu Sig- urgeirsdóttur prófessor. Ólína styður hugmynd Sig- urbjargar prófessors um miðlæga opinbera ráðningarþjónustu og -ráð- gjöf undir eftirliti þingskipaðrar nefndar. Starfsmenn þjónustunnar ráði í öll embætti og áhrifastöður stjórnsýslunnar. Á þennan veg sé unnt að útiloka stjórnmálamenn frá mannaráðningum. Þegar 15 dómarar voru skipaðir í landsrétt um árið var stuðst við óhlutdrægasta ráðningarferli sem hannað hafði verið hér. Skapa átti jafnvægi á milli þriggja arma rík- isvaldsins: dómsvalds, löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Farið var eftir leikreglunum en ferlið var misheppn- að og dýrkeypt. Dómsvaldinu er enn mikið í mun að sanna að það sé fremst meðal jafningja. Miðlæg ráðningarstofa ríkisins bindur ekki enda á þrætur vegna op- inberra mannaráðninga. Bók Ólínu sannar hvað seilast má langt til að réttlæta eigin málstað þegar gert er upp á milli manna. Ólína skrifar sig frá sársaukanum með því að tala illa um skuggabaldra og styðst þar við galdrafræði. Þetta er nýstárleg aðferð. Hún rifjar upp að á liðnu sumri var lagt að jöfnu skatta- og gjaldeyrismál gegn Halldóri Laxness rithöfundi í kringum 1950 sem lauk með greiðslu sekta og að Þorvaldur Gylfason pró- fessor yrði ekki ritstjóri norræns tímarits um efnahagsmál. Var fullyrt að íslensk stjórnvöld hefðu viljað hindra sölu bóka Laxness í Banda- ríkjunum í lok fimmta áratugarins. Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Mér var falið sem embættismanni í forsætisráðuneytinu að ræða við Halldór Laxness um hvort hann vildi verða fulltrúi Íslands í Bandaríkj- unum árið 1976 þegar minnst yrði 200 ára byltingarafmælis þeirra og flytja erindi um íslenskar bók- menntir. Hitti ég Laxness í Gljúfra- steini 8. maí 1975 og tók hann er- indinu vel. Þegar ég hafði samband við hann í síma 29. október 1975 til að fá endanlegt svar hans: „Þá var kom- ið annað hljóð í hann. Laxness taldi litlar líkur á því, að hann gæti farið vestur. Hann hefði verið kynntur vestra með útgáfunni á Sjálfstæðu fólki, sem hefði selst vel. Síðan hefði hann gleymst. Hann sæi sér ekki mikinn hag í því að ferðast um, þar sem enginn hefði áhuga á að lesa bækur hans. Öðru máli gegndi um lönd, þar sem hann ætti stóra les- endahópa. Fór Laxness hvergi.“ Til- vitnunin er í minnisblað sem ég skráði og er í skjalasafni forsæt- isráðuneytisins. Vonbrigði Þorvaldar Gylfasonar yfir að verða ekki ritstjóri þessa nor- ræna tímarits eins og hann vænti eft- ir samtal við samstarfsmann í Stokk- hólmi virðist mega rekja til þess að væntingar prófessorsins voru reistar á sniðgöngu við norrænar ráðning- arreglur. Miðað við sjónarmið Ólínu í öðrum tilvikum hefði mátt ætla að hún nálg- aðist mál Þorvalds úr allt annarri átt en hún gerir. Þá hefði högg á Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahags- ráðherra, að vísu geigað. Einnig kemur á óvart að Ólína taki ekki upp hanskann fyrir þá sem Sól- veig Anna Jónsdóttir rak af skrif- stofu Eflingar við valdatöku hennar. Bók dr. Ólínu Kjerúlf Þorvarð- ardóttur einkennist þannig af þver- stæðum. Fullyrðingarnar um hve illa sé staðið að ráðningu til opinberra starfa eru ótrúverðugar þegar litið er til þess hæfa fólks sem sinnir slíkum störfum. Er undarlegt að samtök þess sitji þegjandi undir því sem Ól- ína hefur fram að færa. Bók Ólínu er ófrumleg. Hún er skrifuð af sjónarhóli sem leiðir til fyr- irsjáanlegrar en rangrar niðurstöðu. Eftir Björn Bjarnason » Ólína skrifar sig frásársaukanum með því að tala illa um skuggabaldra og styðst þar við galdrafræði. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrv. ráðherra. Snúist gegn skuggaböldrum Hún er með ein- dæmum sú einsýni og þröngsýni sem á sér stað í umræðunni um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Allir stjórnmálamenn virð- ast ganga út frá því að náttúruauðlindir Ís- lands verði ríkiseign. Enginn spyr: „Hvers vegna?“ Jafnframt segja þeir: „Enginn getur fengið þessi gæði eða réttindi til eignar eða varanlegra afnota.“ Enginn spyr: „Hvers vegna ekki?“ Það má ekki láta núverandi fisk- veiðideilu rugla okkur því hana getur Alþingi leyst með löggjöf. Nátt- úruauðlindir í stjórn- arskrá eru mögum sinnum skaðlegra mál en fiskveiðideilan. Frumvarp um nátt- úruauðlindir í stjórn- arskrá verður mesta miðstýring Íslandssög- unnar nái það í gegn og alger misnotkun á stjórnarskránni. Það er staðreynd að landsmenn hafa haft frjálsan að- gang að auðlindum náttúrunnar frá landnámi í ellefu hundruð og fimm- tíu ár. Þeir hafa með dugnaði og iðjusemi við erfiðar aðstæður unnið verðmæti úr þessum auðlindum, sem eru grundvöllur efnahags þjóð- arinnar í dag. Nú á að setja stórkostleg verð- mæti í flokk eigna, m.a. 60 þúsund ferkílómetra landsins, þar sem eign- arréttur einstaklinga er útilokaður. Með þessu er verið að taka stór verðmæti undan vernd 72. gr. stjórnarskrárinnar og fara á bak við borgarana. Til að bíta höfuðið af skömminni á að setja þetta ákvæði í mannréttindakafla stjórnarskrár- innar með 72. grein, sem verndar eignarréttinn. Þetta er svívirðing. Í núgildandi tillögum er lagt til að allar náttúruauðlindir (óskilgreint) verði gerðar að ríkiseign. Notað er orðið „þjóðareign“ til að blekkja al- menning, sem tortryggir ríkiseignir af langri reynslu. Verst af öllu er að setja á eignarrétt ríkisins í stjórn- arskrá Íslands. Eignarréttur á nátt- úruauðlindum Íslands á ekkert er- indi í stjórnarskrá. Allar breytingar sem boðaðar eru er hægt að gera með almennum lögum frá Alþingi. Auk þess heyra allar nátt- úruauðlindir landsins undir fullveldi íslenska ríkisins. Stjórnarskrárbind- ing eignarréttar ríkisins skapar gíf- urlega breytingu á stjórnskip- unarrétti landsins. Verið er að binda hendur Alþingis og minnka völd þess og áhrif. Breytingar á lífi og athafnalífi landsmanna eru alltaf að verða meiri og hraðari. Covid-19 er dæmi um þetta. Eins og hendi sé veifað er umhverfi athafnalífsins gjörbreytt og ástand hefur skapast sem við höfðum takmarkaða reynslu af. Við slíkar aðstæður er hreyfanleiki, svigrúm og hraði nauðsynlegur. Það gengur ekki í slíku ástandi að vera bundinn af stjórnarskrá sem mjög erfitt og seinlegt er að breyta til að bregðast við aðstæðum. Lögum um þjóðlendur nr. 58/1998, sem ekki eru í stjórnarskrá, hefur verið breytt 11 sinnum frá árinu 2000. Sem dæmi um breytingar sem eru væntanlegar í sjávarútvegi má nefna að um næstu áramót stefnir í að Bretar verði án samnings við ESB. Það þýðir að þeir hafa full yf- irráð yfir fiskveiðilandhelgi sinni. Ég hitti breska sendiherrann fyrir nokkrum árum. Þá sagði hann mér að þegar Bretar réðu sinni eigin fiskveiðilögsögu sjálfir myndu þeir taka upp íslenska kvótakerfið. Það þýðir að þeir reka útlendinga út úr landhelginni, stórauka framlegð fiskveiða og auka gæði fiskvinnsl- unnar til muna. Það mun standa á endum að við verðum búnir að rústa fiskveiðikerfi okkar þegar Bretar taka það upp. Bretar munu styðja okkur í því skv. reglunni að aðstoða keppinautinn þegar hann er að gera mistök. Íslendingar selja 98% af fisk- afurðum sínum erlendis. Stór hluti þess útflutnings fer til Bretlands. Aukin samkeppni erlendis er því lík- leg. Við þurfum að halda forskoti okkar sem lengst. Það kostar pen- inga. Hagnaður er oft fljótur að hverfa, eins og áliðnaðurinn hefur sýnt. Við þurfum á allri okkar aðlög- unarhæfni að halda til að mæta sí- auknum breytingum í atvinnulífinu. Við þurfum nýsköpun og nýjar að- ferðir við að hagnýta nátt- úruauðlindir okkar. Það hægir á þróuninni að þurfa að leita leyfis og skilnings einokunaraðila, ríkisins, fyrir allri nýbreytni. Í skýrslu stjórnlaganefndar 2011 1. bindi stendur þessi setning Skúla Magnússonar, bls. 232: „Með þjóð- areign kann að vera vísað til þess að ríkið (sem fulltrúi þjóðarinnar og vörslumaður almannahagsmuna) eigi að njóta eignarréttar á auðlind- um og fara með allar heimildir sem fylgja eignarrétti.“ Þetta er ákaflega sovésk hugsun, sem gengur út frá því að ein- staklingurinn og fjölskylda hans sé ekki fremsta eining þjóðfélagsins í forgangsröðinni heldur númer tvö. Í forgang er komið eitthvert sambú fjöldans þar sem einstaklingurinn er settur til hliðar og má síns lítils. Eins og ég skil Skúla Magnússon, þá er þetta ekki hans skoðun því hann heldur áfram: „Útfærsla rík- iseigna í þessum skilningi er vel möguleg frá lagatæknilegu sjón- armiði enda þótt ljóst sé að hún kunni að rekast á við einkaeign- arrétt og þar með stjórnskipulega vernduð mannréttindi ef ekki eru gerðir fyrirvarar.“ Það er einmitt þessi firring eign- arréttarins frá einstaklingnum sem veikir mannréttindi fólks og gerir þau máttlausari. Með þjóðnýtingu náttúruauðlinda í stjórnarskrá erum við að kljúfa okkur frá frændum okkar á Norð- urlöndum, sem engir hafa slíkt ákvæði í stjórnarskrám sínum, né aðrar Norður-Evrópuþjóðir. Kommúnistaríki Austur-Evrópu losuðu sig við miðstýringu ríkiseign- arréttar á síðustu öld. Nú ætlum við að fara í gagnstæða átt. Katrín Jak- obsdóttir sagði á Alþingi: „Ríkið á vindinn.“ Katrín er heiðarleg mann- eskja og hreinskilin. Hún segir sína meiningu beint út og þarf ekki að fela sig á bak við blekkingarorð eins og þjóðareign. Með sama áfram- haldi getum við búist við því að ríkið eigi sólina, regnið, grasið, blómin, landið og að lokum mannauðinn. Látum ekki ógæfu Íslands verða allt að liði. Eftir Jóhann J. Ólafsson Jóhann J. Ólafsson »Ef nýja stjórnar- skráin verður sam- þykkt í heild verður Ís- land kommúnistaríki að hluta. Höfundur er stórkaupmaður. Auðlindir í stjórnarskrá Nú verður JÓLABAKSTURINN leikur einn KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS LÉKUE bökunarmotta – 4190,- LÉKUÉ silíkon bökunarform – 3790,- LÉKUÉ silíkon muffinsform – 3790,- Rig-Tig mæliglas – 2190,- Rig-Tig Easy sleikjur – frá 1990,- OXO mæliskeiðar 7 stk. – 1890,- OXO bollamál 6 stk. – 2190,- Rig-Tig Mix It skálar – frá 3590,- Rig-Tig Mix It desilítramál – 1390,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.