Morgunblaðið - 29.10.2020, Síða 50

Morgunblaðið - 29.10.2020, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 Atvinnuauglýsingar 569 1100 Við hjá SORPU bs. leitum að lausnamiðaðri, samviskusamri og bjartsýnni manneskju sem hefur sýnt góðan árangur við rekstur félags eða stofnana og stjórnun mannauðs. Hún þarf að hafa góða yfirsýn og skipulagsgáfu í síbreytilegu og krefjandi starfi þess umhverfis- og þekkingarfyrirtækis sem SORPA bs. er. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni og leiða metnaðarfullt starfsfólk við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. SORPA BS. LEITAR AÐ FRAMKVÆMDASTJÓRA/-STÝRU Framkvæmdastjóri/-stýra þarf að uppfylla eftirfarandi kröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Brennandi áhugi á umhverfismálum og innleiðingu hringrásarhagkerfisins og öllu er varðar meðhöndlun, endurnýtingu og endurvinnslu auðlinda og úrgangs • Reynsla af rekstri, stjórnun og mannaforráðum • Haldbær reynsla og þekking á verkefnastjórnun og áætlanagerð • Einstök lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslensku og ensku. Önnur tungumálakunnátta er kostur Byggðasamlagið SORPA er í eigu sex sveitarfélaga; Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Hlutverk SORPU bs. er að annast meðhöndlun úrgangs og sinna þannig lögbundinni skyldu sveitarfélaganna og á sama tíma endurspegla áherslur eigenda sinna í að ná markmiðum hringrásarhagkerfisins. SORPA bs. sér um rekstur móttöku- og flokkunarstöðvar, gas- og jarðgerðarstöðvar, urðunarstaðar og sex endurvinnslustöðva. Þá hefur félagið einnig umsjón með grenndargámum fyrir hönd sveitarfélaganna, rekur nytjamarkaðinn Góða hirðinn og Efnismiðlun Góða hirðisins. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru tíu talsins og eru höfuðstöðvar SORPU bs. að Gylfaflöt 5 í Reykjavík Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember nk. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.