Morgunblaðið - 29.10.2020, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 29.10.2020, Qupperneq 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Talaðu út um hlutina, þannig að enginn þurfi að efast um tilgang þinn. Leit- aðu að stærri og betri tækifærum – þau eru ekki of langt undan. 20. apríl - 20. maí  Naut Alls konar tækifæri til aukinnar menntunar og ferðalaga eru í spilunum fyrir komandi ár. Segðu vinum þínum hvað þig dreymir um. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur gott tækifæri til þess að skoða samskipti þín við aðra. Stingdu þér í djúpu laugina! Ekki leysa hlutina illa af hendi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hláturinn lengir lífið svo það er nauðsynlegt að hlæja öðru hvoru. Reyndu að losa þig endanlega við samviskubit sem þú hefur haft lengi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst að þú þurfir að leiða mál í tengslum við ástarsamband til lykta. Eitt- hvað er að brjótast um í þér og nauðsyn að þú fáir málin á hreint sem fyrst. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vegur ástar og rómantíkur er grýtt- ur í dag. Sýndu umburðarlyndi í umgengni við aðra. Komdu makanum á óvart. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur milljón hugmyndir. Gefðu þér tíma til þess að skipuleggja hlutina og þá muntu ná mun betri árangri. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þegar þú hefur ekki efni á einhverju sem þig langar í skaltu einfald- lega byrja að safna. Víkkaðu sjóndeild- arhringinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Áætlanir sem lúta að breyt- ingum á heimilinu eru af hinu góða. Maki þinn er í góðum málum, fær líklega launa- hækkun. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú veist að þú ert á réttri leið og gefur ekkert eftir. Farðu vel með sann- færingarkraftinn sem þú býrð yfir. Sá á nóg sem sér nægja lætur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hafðu samband við þá sem skulda þér peninga eða hafa enn ekki skil- að hlutum sem eru í þinni eigu. Reyndu að forðast deilur ef þú getur og skiptu þér ekki af skoðunum annarra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt veraldleg gæði séu nauðsyn- leg, snýst lífið um fleira en þau. Hvað sam- keppnina áhrærir er bara best að láta sem endurnýjuð. Hún segir skemmtilegt að hugsa til sín þrítugrar og hvað hún bjó yfir mikilli orku á þeim tíma enda fannst henni hún þá orðin svo gömul að hún yrði að drífa sig ægilega áður en hún yrði fertug. Hún gleðjist þó yf- ir því að yfir hana hafi færst ögn meiri ró síðasta áratuginn. Viðskiptalífið Karen er af kynslóð sem hefur sveigjanleikann að leiðarljósi og teng- ir marga þræði saman í vinnuferl- inum. Árið 2013 tók Karen nýjum áskorunum og breytti um starf. „Ég fékk símtal frá atvinnumiðlun þar sem verið var að leita að manneskju fyrir Landssamtök íslenskra útvegs- manna (LÍÚ). Þetta var skömmu eftir hrun og samtökin ekki þau vinsæl- ustu á þessum tíma. Ég sá samt mörg tækifæri þarna og ákvað að slá til. Þetta var fyrsta stóra ráðgjafarverk- efnið mitt og það ekki af minni gerð- inni og það tókst mjög vel.“ Karen var einn skipuleggjenda sameiningar sig. „Ég losnaði svo ekkert úr fjöl- miðlunum fyrr en tíu árum síðar,“ segir Karen en hún var í tvö ár á DV og hluta tímans var hún með umsjón Helgarblaðs DV. Síðan tóku við fjög- ur ár í innlendum fréttum á Frétta- blaðinu og síðan þrjú ár á Stöð 2, síð- ast sem varafréttastjóri. „Fyrirfram hefði ég séð fyrir mér að leita í efnið á menningar- og dæg- ursíðunum, en þegar til kom og ég fór að vinna á fjölmiðlum sást fljótt hvar áhuginn lá. Ég hellti mér af fullum krafti í innlendar fréttir.“ Karen hafði alltaf í huga að bæta við sig meistaragráðu, en var ekki viss í hvaða fagi. Þegar hún var að verða þrítug, þriggja barna móðir og í fæðingarorlofi með yngsta barnið, fannst henni hún hafa svo lítið að gera að hún skráði sig í nám í lýðheilsuvís- indum, því hún vildi dýpka þekkingu sína á heilbrigðismálum. Hún var í náminu eina önn, en þá kallaði vinnan og náminu slegið á frest. Hún telur þó að vel geti farið svo að þau kynni verði K aren Dröfn Kjart- ansdóttir fæddist í Reykjavík 29. október 1980. Hún ólst upp á bænum Köldukinn í Holta- og Landsveit. Þegar hún var fjögurra ára flutti fjölskyldan að Efra-Seli í Árnessýslu, síðan á Stokkseyri, til Hemlu í Vestur- Landeyjum og til Hvolsvallar. „Pabbi var alltaf með annan fótinn í búskap og hinn í sjómennsku. Ég grínast stundum með það að ég standi á mörkum nútímavæðingar á Íslandi þegar allt er að breytast svo hratt. Búskapur er að breytast og sjávar- útvegurinn líka og þetta búsetu- mynstur dregur svolítið dám af því.“ Byrjuðu saman á síðustu öld Karen útskrifaðist frá Mennta- skólanum á Laugarvatni árið 2000 og hefur eftir það að mestu búið í Reykjavík og Garðabæ með vetrar- dvöl í Grindavík. „Ég útskrifaðist ekki bara sem stúdent heldur sem heitur Sunnlend- ingur.“ Karen kynntist eiginmanni sínum, Hannesi Inga Geirssyni, á Laugarvatni. „Við Hannes höfum ver- ið saman frá því ég var í menntaskóla og hann í Íþróttakennaraháskólanum á Laugarvatni, byrjuðum sum sé saman skömmu fyrir aldamót. Hins vegar er maðurinn minn þriðja kyn- slóð Garðbæinga og núna börnin okk- ar sú fjórða.“ Bókmenntafræðingur í fréttum Eftir Laugarvatn fór Karen í bók- menntafræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2004. Síðan lauk hún MBA-gráðu við Háskólann í Reykjavík árið 2016. „Á mennta- skólaárum mínum sá ég sjálfa mig í framtíðinni fyrir mér sem mikinn menningarfrömuð, mögulega rit- stjóra á Lesbók Morgunblaðsins, en hlutir fóru aðeins öðruvísi. Verði Lesbókin endurlífguð veit maður samt aldrei hvað verður.“ Eftir bókmenntafræðina skráði Karen sig í fjölmiðlafræði, en í fyrsta verklega verkefninu hafði DV sam- band við hana og bauð henni starf sem hún ákvað að prófa til að sjá hvort þetta væri vettvangur fyrir LÍÚ við Samtök fiskvinnslunnar (SF) og vann að uppbyggingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), þar sem hún starfaði sem samskipta- stjóri. Hún segir að þessi tími hafi verið mjög lærdómsríkur og bætt miklu í reynslupottinn. „Ég var búin að setja mér nokkur markmið sem ég vildi ná fyrir fertugt, og eitt af þeim var að prófa annan starfsvettvang og hitt að ljúka meistaragráðu og það hafðist.“ Stjórnmálasamtökin Eftir eitt ár hjá ráðgjafarfyrirtæk- inu Aton fékk Karen nýtt verkefni inn á borð sem hún ákvað að taka. Árið 2018 varð hún framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. „Það hefur geng- ið mjög vel og það er bjartur tónn inn- anborðs í Samfylkingunni. Samfylk- ingin á svo mörg tækifæri inni ónotuð og það eru spennandi tímar fram und- an.“ Þegar hún er spurð hvort alltaf birti til þar sem hún er, hvort sem um er að ræða í sjávarútvegi eða stjórn- Karen Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar – 40 ára Lífskraftur 2020 Karen á Grímsfjalli á Vatnajökli á töfrastundu. Hún fór í tíu daga ferð á jökulinn í sumar með vin- konum sínum í útivistarhópnum Snjódrífunum þar sem þær söfnuðu áheitum fyrir krabbameinssjúka. Óttalaus og leitar lausna Til hamingju með daginn 30 ára Sigrún ólst upp á Seltjarnarnesi en hún býr núna í Reykjavík. Hún er í fæðingarorlofi eins og er, en hún er menntaður þroskaþjálfi og starfar í fé- lagsmiðstöðinni Öskju við Klettaskóla. Helstu áhugamál Sigrún- ar eru söngur, dans, bakstur og handa- vinna. Hún er í sönghópnum Lyrika. Maki: Þórir Bergsson, f. 1988, læknir á Landspítala. Börn: Freyja Björg, f. 2016, og Sólveig Matthildur, f. 2020. Foreldrar: Sigríður Nanna Egilsdóttir, f. 1966, starfar á leikskóla í Reykjavík, og Jóhannes Rúnar Jóhannesson, f. 1960. Hann býr erlendis. Sigrún Ósk Jóhannesdóttir 40 ára Ólöf er Vest- urbæingur í húð og hár. Hún er líffræð- ingur og starfar sem sérfræðingur í lyfja- skráningum hjá Vistor hf. Helstu áhugamál Ólafar eru ferðalög, útivist og hlaup og einnig hefur hún gaman af lestri góðra bóka, því að prjóna og að elda góðan mat. Maki: Helgi Snær Sigurðsson, f. 1974, blaðamaður á Morgunblaðinu. Börn: Ólafur Þór, f. 2006, og Pétur Bragi, f. 2011. Áður átti Helgi Andreas Mána, f. 1997. Foreldrar: Helga Kjaran, f. 1947, kennari og Ólafur Sigurðsson, f. 1946, verkfræð- ingur. Þau búa á Seltjarnarnesi. Ólöf Ólafsdóttir Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is www.danco.is Heildsöludreifing vPappír vBorðar vPokar vBönd vPakkaskraut vKort vSkreytingarefni vTeyjur vSellófan Ný vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is Fyrirtæki og verslanir Heildarlausnir í umbúðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.